Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 2
M [ichelangelo Antonioni er einmana maður. Jafnvel á myndum virðist hann alltaf vera einn, með landslag að bakgrunni, og minnir þá dálítið á ljósmyndir af de Gaulle í útlegðinnL Hann veitir sjaldan viðtal og er talinn vera hinn nýi og þögli Savonarola ítalíu. Hann kom til viðtals okkar með hár- nákvæmri stundvísi, akandi í bíl, sem var líkastur silfruðum hákarli, með Monicu Vitti við hlið sér, glæsilega í svörtum leðurfötum, og hárið úfið eftir goluna í ökuferðinni, og minnti fast á nærmyndirnar af leitinni í klettunum í )rL'Avverntura", en þó vottaði ekki fyrir sömu örvæntingarfullu hryggðinni í svip hennar. Hún var, að því er virtist, í miðri ein- hverri gamansögu, sem hafði hafizt um morguninn og átU eftir að endast allan daginn. Tið pöntuðum kvöldverð með Parísar-hátíðleik, sem kom okkur fljótt að efni þessa fundar okkar. Ég vildi fá Antonioni til að tala um höfuðefni mynda sinna, þ.e. vonbrigði í ástum, skort á ást, ástarþrá og hæfileikaskorti til ásta. Því að ef „La Dolce Vita" Fellin- is er mynd í stórum mælikvarða af sið- ferðilegri hnignun mannsins, þá er „L 'Avventura" og „La Notte" nákvæm mynd af þessu merka sérsviði hnignun- ar okkar. Enda þótt Antonioni sé maður, sem kann að meta góðan mat og gott vín, þá neytti hann matarins líkast Napó- leon; fljótt og með óþolinmæði. Ég vissi að mér var óhætt að koma beint að efn- inu, að þrátt fyrir orð fyrir hið gagn- stæða, var hann fús til að láta í ljós skoð- anir sínar og lagði mikla áherzlu á að verða skilinn. Har/i tók að tala, og var stuttorður, likastur lækni, sem er að róa sjúkling. — Vísindamaður, útskýrði hann, lifir í allt öðrum heimi en maðurinn fyrir tíma vísindanna, en til allrar ógæfu höfum við tekið með okkur allan þennan far- angur fánýtis frá liðna tímanum, hvað tilfinningalífið snertir. Við höfum siða- reglur, sem hæfa alls ekki þjóðfélagi okkar, við höfum tilgangslausa draum- óra, sem heyra fortíðinni til, og við er- um hræddir, af því að við getum ekki skapað lif úr gömlum þrám. I stað þess að draga lærdóma af chemjuskapnum í frú Bovary og sjálfs- morði Önnu Kareninu, höfum við gert dýrlinga úr þessum fórnardýrum og komið okkur upp einhverri myndadýrk- un tilfinninganna, sem við svo ekki get- um haldið uppi. Útkoman verður svo ein- manaleiki og móðursýki, girndir, sem við teljum vera stórfenglegar ástríður og leiðindi, sem við köllum þjáningu. Ef við erum ekki svo hugrakkir að varpa fyrir borð „máli ástarinnar", finn- PALL PAFI VI Framhald af bls. 1 ANTONI um við aldrei ástina. Ef við getum ekki horft rólega á gerðir okkar og reynt að skilja þær, sleppum við aldrei úr þess- ari eyðileggingar-gildru, sem við höfum búið sjálfum okkur. Þegar Antonioni talar ekki eins og heimspekingur, talar hann eins og mál- ari. Hann vinnur mikið og er alþekktur að ítrustu vandvirkni — hann umskrif- aði handritið að „La Notte" fimm sinn- um. Nokkur hluti hinnar geysilegu vinnu, sem hann leggur í það að laga til, fer í það að losna við ytri tilburði í sam- bandi við efni myndarinnar, og losna við talið — sé það annars mögulegt. Á þennan hátt má beinlínis skynja per- sónurnar, þegar ekki er ruglað fyrir þeim með viðbrögðum þeirra við at- burðunum. Það er þetta, sem gefur þeim atrið- um þar sem eitthvað gerist raunverulega svo mikinn kraft og sálrænan þunga. í „L'Avventura" þegar eldri maðurinn veltir blekflöskunni yfir teikningu unga arkítektsins, þá sést á einni svipstundu það sem höfundur kvikmyndahandrits hefði þurft heilt atriði til að lýsa. I ölium myndum sínum fæst Ant- onioni við rannsóknina á þessari sýki, sem stíar fólki sundur og hindrar sam- skipti. í „La Notte" er þessi sundur- þykkja færð út í ýtrustu öfgar, bæði þjóðfélagslega og milli einstaklinga. I>ar er tekið fyrir efni, sem Antoni- oni losnar aldrei við og getur aldrei lok- ið: við þráum öll ást, en okkur verður aldrei fullnægt. Antonioni hefur ekki lokið við þetta efni, vegna þess að við höfum ekki lokið við að lifa niður þetta eyðandi stríð í okkar eigin lífi. Biðstofur sálfræðing- anna og skrifstofur hjónaskilnaðar-lög- fræðinganna eru þéttsetnar fólki, sem þráði „ævintýrið" en komst að því, að það var ekki annað en dapurleg saga. Það er engin furða þótt fólk hefði óbeit á slíkri frásögn á kvikmyndatjaldinu, í stað hinna venjulegu ástar-lygasagna. Hann steig aftur upp í silfraða sport- bílinn og með skröltandi vélina hvarf hann út á auða, rómverska veginn, snöggt eins og hann hafði komið, líkast atriði úr einni sinna eigin mynda. (Ian Dallas — OBSERVER). B, ? laðamenn, sem komu inn í erki- biskupshöllina í Milano, eftir að Mont- ini kardínáli varð Páll páfi VI, tóku eftir' þvi, að auk þessarar venjulegu bóka um kirkjufeðrafræði, kirkjulög og trúfræðilegar ritgerðir, voru einnig margar bækur um vandamál iðnaðar- þjóðfélags. Nýi páfinn lætur sér greini- lega títt um áhrif vélrænnar, ópersónu* legrar aldar á nútímamanninn. Ef til vill hefur enginn maður í heimi verið jafn gagnkunnugur páfadómnum og Montini kardináli. í tuttugu ár hafði hann verið hægri hönd Píusar páfa XII* og tilburðir hans minna meira að segja talsvert á þann höfðingjai Síðar varð hann náinn samstarfsmaður og aðdá- andi Jóhannesar. Páll er kurteis og nærgætinn, en jafn framt feiminn og óframfærinn, og gefur helzt til kynna, að hann hafi ekkert ver- ið hrifinn af að láta ýta sér fram í sviðs- ijósið. Hann er ekki viðbragðsfljótur og viðhefur ekki neitt létt skraf eða glettni. Fjöldinn allur af sögum, sumum sönn- um, öðrum löguðum til, ber vott um íjörið í Jóhannesi páfa. En starfslið hin3 núverandi heilaga föður getur klórað sér í hárinu og hugsað sig um og samt ekki getað fundið neina góða sögu un> Pál VI. ÍY fyrstu valdadögum sínum virt- ist Páll helzt ætia að taka Jóhannes sér til fyrirmyndar. Hann fór í nokkrar sjúkravitjanir til veikra kardínála, lét senda sætindi til barnaheimila, útdeildi veizlumat til fanganna í fangelsum ítalíu og kom óvænt og óboðinn í heim- sókn í nokkrar fátækar sóknarkirkjur í Rómaborg. Þegar Rómverjar söfnuð- ust saman við svona tækifæri, þá var það meir af forvitni að sjá hinn nýja höfðingja sinn, heldur en sér til ánægju. Fyrstu vikur valdatíma hans, fannst mönnum það illa farið, að jafn fær mað- ur og Páll skyldi taka við af jafn geysi- lega vinsælum manni og Jóhannes hafðí verið. Einhver úr starfsliði páfa, sem hafði þjónað fjórum síðustu páfunum, lét svo um mælt: „Ég veit það að vísu ekki af eigin hyggjuviti, en ég gizka á, að hinn heilagi faðir hafi fljótt gert sér það ljóst, að það var ekki til neins að vera að stæla Jóhannes sáluga XXIII. Hans heilagleiki hefur sína sérstöku eiginleika. Hann ætti um fram allt að vera hann sjálfur". Og þessi tilgáta reyndist rétt. Eftir að hafa komið fram nokkrum sinnum, fyrstu dagana, settist páfinn að föstum störfum sínum, innan veggja Leó-anna. Hann hefur lítið komið fram opinber- lega, að undanteknum þessum óumflýj- anlegu áheyrnum á laugardagsmorgn- um, þegar hinn heilagi faðir er borinn hátt á lofti, gegn um þétta mannþröng- ina, á sedia gestatoria, af tólf sterkum, ungum mönnum. Að meðaltali tíu þús- und manns, þar í fjöldi ferðamanna, Framhald á bls. 4- Utgefandi: Framkv.stj.: Eitstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: lí.t. Arvakur, lteykjuviK. Slgíús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Arnl Gar6ar Kristinsson. ASalstræU 6. Simi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.