Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 8
George Schwarfs: Keynes - Einu sinni voru þær tald- ar byltingarkenndar, en nú finnast þær í öllum aðaldrátt- um hagfræðilegra vísinda og • hafa haft mikil áhrif á þjóð- félagshætti. Fjárlög Bretlands fyrir þetta ár gera ráð fyrir miklum tekjuhalla, og þessi halli á ríkisreikn ingnum f ellur ekki einungis almenn- ingi í geð, heldur er hann beint svar við óskum hans. Það var al- mennt álitið, að tekjuhalli á fjár- lögum væri nauðsynlegur til að hleypa fjöri í efnahagslíf þjóðarinn- ar, fjöri, sem það hafði lengi van- hagað um. Það var almennt viður- kermt að efnahagslífið væri staðn- að. Atvinnuleysi fór ört í vöxt, og of- framleiðsla var í mörgum iðjugrein- um, og eina ágreiningsefnið var það, hversu víðtækar ráðstafanir til bjargar þyrfti að gera. Fjármálaráðherrann varð að vísu ekki við hámarkskröfunum, en lækk- aði þó skatta talsvert, en það er eft- irtektarvert, að jafn áreiðanlegt blað og The Economist, hefur grun um, að """eftirspurn hafi samt ekki verið nægi- lega aukin. Það er enn hald manna, og viðurkennt af opinberri hálfu, aS ef efnahagslífið tekur ekki nægilega við sér, verði að gera frekari ráðstaf- anir til úrbóta, síðar á árinu. í augum hvers þess, sem er vel að sér í sögu, hlýtur það að sjá Bretland næstum leika sér að halla á fjárlög- um, að vekja háðslegar hugsanir. Hon- um yrði hugsað til íbyggni þeirra, sem hæddust að sögunni um fjármálaráð- herra Ruritaníu, sem var grátandi í for- sölum ríkissjóðsins brezka. Manngarm- urinn var að koma frá að hlusta á stranga ræðu um efnahagslegt jafn- vægi og heilbrigða fjármálastefnu. En í dag hrista menn höfuðið yfir þeim staurshætti Bandaríkjaþings að hika við allsherjar skattalækkun — „geta þess- 4r græningjar aldrei lært neitt?" 11 ef rfafn John Maynard Keynes er ekki tíðnefnt í umræðum um hag- fræði í Bretlandi, þá er það aðeins af því, að kenning hans er orðin þjóð- söguleg. Því er nú trúað sem sjálf- sögðum hlut, að ef einhver samdrátt- ur verði í efnahagskerfinu, verði að snúast við honum samkvæmt forskrift Keynes. Verðmæti má ekki láta að- gerðalaus — allra sízt vinnuaflið og tæki þau sem til eru. Og til þess að koma þessum aðgerðalausu verðmæt- um í gagnið, verður að stofna til og viðhalda eftirspurn, sem gagn er í. Á peningamálasviðinu þýðir þetta fyrst og fremst, að auka verður kaupmátt- —inn og jafn nauðsynlega hitt, að láta hann starfa. Hagpólitík í þessa átt er nú orðið viðurkennt hlutverk ríkisstjórna. Kreppa, eða hvert það ástand, sem telja má kreppu, má ekki láta eiga sig, eins og bezt gengur. Ráðið við henni er í því fólgið að auka heildar- eyðsluna — annað hvort með því að lækka skatta, eða auka eyðslu ríkis- ins, eða þá hvort tveggja. Ríkisútgjöld nningarnar ' ' ' ' ' ' . ' ; '.¦. ¦"'.'. ' -. ¦ . ' .¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ ¦ ' ' '¦ Teikning af Keynes eftir David Lovv, 1938. enn í góðu gildi er viðurkennt, að þurfi að vera þarf- leg, og aldrei mun skorta tillögur um slík útgjöld. Að minnsta kosti væri það betra að láta menn fara að grafa upp holur, til þess eins að moka ofan i þær aftur, heldur en að þola at- hafnaleysi. En svona kenning, jafn byltingar- kennd í hagvísindum og pólitík — hversvegna kom hún fyrst fram í Bret- landi? Satt er að vísu, að Bretar komu fyrst fram með vísindalega hagfræði, og njóta verðskuldaðrar frægðar fyrir til- lag sitt til þeirra fræSa. En hvers- yegna urðu viðbrögð þess lands við hagfræðilegum vandamálum, svo snögg, og hversvegna var Keynes þar svo áberandi í broddi fylkingar? Svör við þeirri spurningu liggja vænt- anlega í reynslu Bretlands eftir heims- styrjöldina fyrri; og sú reynsla er eft- irtektarverð fyrir heim allan. Eftir meiri háttar styrjöld, hvort heldur hún tap- ast eða vinnst, tekur þjóðin ekki strax á vopnahlésdaginn, þráðinn upp aftur, þar sem honum var sleppt í ófriðar- byrjun. Það kann vel að vera, að allir vita þetta nú, en þá gerðu menn sér það ekki ljóst H. Lagfræðileg hugsun og fram- kvæmd á nítjándu öld byggðist á því, sem ég er hræddur um að verði að kalla óeðlileik þess tíma. Sumt eldra fólk lítur enn á hann, sem eðlilega tímann — tímabil einnar mannsævi, þegar mannkynið hagaði sér skikkan- lega og allt gekk sinn rólega gang. En með nokkrum trega, sem ég þó vona, að verði ekki smitandi, tel ég, að þess- ir tímar hafi verið óeðlilegir. Það sem er eðlileg hegðun mannkyninu, er nú- verandi óánægja, órói, þvermóðska og illska, sem við nú höfum dagleg dæmi um. Það er því ekki að undra þó að við þurfum nýja hagfræði og félags- málastefnu til að snúast við þessu. Síðan á Napóleonstímanum hafði ekki orðið neinn ófriður, sambærileg- ur við þann, sem hófst 1914. Á þeim langa friðartíma höfðu fjármálavand- ræðin eftir Waterlooorustuna gleymzt. Árið 1913 voru hugtök eins og verð- rýrnun peninga og verðbólga þáverandi ástandi óviðkomandi. En að þau voru lifandi og erfitt vandamál á árunum 1800—1840 og allmikil skrif um það væru til, þá vakti það engan áhuga fræðimanna. Og fræðimenn á þessu sviði voru líka fáir, því að hagfræði var svo lítt stunduð, að nafnið sjálft þekktist varla í daglegu tali. Verðbólga, hjöðnun, verðlækkun, hækkun, „marg- faldari", brúttó-þjóðarframleiðsla og öll þessi fræðiorð nútímans, voru óþekkt og óskiljanleg hugum Viktoríutímabils- ins. •Bretland 1919 tók upp þráðinn frá 1913. Heima fyrir voru litlar rústir að hreinsa og allt var reiðubúið að taka upp aftur velgengnina, sem hafði ver- ið svo harkalega rofin. Og tafarlaus uppgangur gaf fögur loforð. En uppganginum vor lokið eftir rúmt ár og við tóku dapurlegir tímar í Bret- landi. Þá var Keynes á hátindi .frægð- ar sinnar, (og átti brátt að verða heims- frægur fyrir ritgerð sína um skaða- bæturnar, „Hagfræðilegar afleiðingar friðarins") og nú tókst hann á hend- ur verkefni, sem átti eftir að endast honum ævilangt. F rá 1921—1929 var mikið atvinnu- leysi í Bretlandi. Talið var, að þetta væri kreppa eins og gengur og ger- ist í verzlunarmálum, áður þekktum. En þegar hún dróst á langinn fór að fara um menn. Evrópa var enn á fjár- málalegri ringulreið, en Bandaríkin höfðu haft sinn uppgang og hjöðnun eftirstríðsins og komizt út úr því. Eitt- hvað var í ólagi í Bretlandi, og Keynes var í óðaönn að þefa uppi ástæðuna. Að hans áliti var eitthvað athuga- vert við gang peningamálanna. Fyrst og fremst voru peningar of dýrir, og þar kom uppgangurinn í Bandaríkjuri- um að ógagni en ekki gagni. Wall Street dró að sér ofmikla peninga úr umheiminum, og hindraði viðreisn annarsstaðar. En það, sem ekki var vitað, var það, að atvinnuleysið í Bretlandi á þriðja áratuginum var ekki tímabundið, held- ur stafaði það af grundvallargalla. Framhald á bls. 12 Keynes lávarður og frú hans, skömmo fyrir andlát hans, 1946. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. tölublað 196»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.