Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 9
„...að rödd lífsins kalli fólk inna starfa" Ræða dr. Páls Isólfssonar 'i afmælisfagnabi hans í Sjálfsfæoishúsinu HÆSTVIRTU ráðherrar og frúr, Biskup jiin yfir íslandi og frú, sendiherrar. Góðir vinir og velgerðarmenn. Ég tel mig hafa verið mikinn gæfu- mann í lífinu. Hjá mínum góðu foreldr- um ólst ég upp að íslenzkum sið í guðs- ótta og við tilölulega mikla músik, mið- að við þá tíma og þann stað sem ég f æddist á og ólst upp. Foreldrar mínir verða mér alltaf ógleymanlegir, faðir minn gáfaður hugsjónamaður, sem ég held að allt hafi staðið opið fyrir, og inóðir mín elskuleg og umhyggjusöm 12 barna móðir af traustum stofni. Hún skipti aldrei skapi. Fátækt var nokkur, en aldrei æðruorð, heimilisfriður og aldrei missætti. Mér gaf forsjónin tvær yndislegar eig- ínkonur og góð börn, og ekki má ég igleyma fósturforeldrum mínum, Önnu Adólfsdóttur og föðurbróður mínum Jóni Pálssyni, sem gerðu mér kleift að blýða innri köllun og verða tónlistar- maður. Fyrir allt þetta þakka ég guði, eem vera ber. Ég hef eignast um æfina marga góða vini, nokkra trúnaðarvini, sem með gáf um sínum og hugsjónaeldi hafa verið rnér háskóli að kynnast. Óvini get ég ekki kannast við að eiga, ég er að minnsta kosti ekki í óvináttu við neinn. Ég þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir komuna hingað í kvöld, fyrir það aö þig heiðrið mig með nærveru ykkar. Alveg sérstaklega vil ég þakka þeim ræðumönnum hér í kvöld er ávarpað hafa okkur hjónin. Það sem tónlistarmanni norður á fs- landi e*- eðlilega ofarlega í huga á min- um aldri, er gjarna afleiðing sáman- burðar á lífinu í kringum hann þessa stundina og aftur fyrir tuttugu, þrjátíu árum. Og er ég nú renni huganum fram hjá þessum áföngum, stend ég óneitan- lega fullur undrunar og fagnaðar yfir því, hvílíkum Grettistökum hér hefir verið lyft. Og ég hlýt að beina orðum mínum til þeirra manna öðrum fremur, sem hér hafa lagt mest að mörkum, sem rutt hafa veg yfir ófæruna, án þess að nefna hér nein nöfn. Til þess að mikla þó ekki um of fyrir okkur þær framfarir, sem hér hafa orð- 'ið á þessu sviði sem öðrum, mun ég að mestu leiða hugann hjá árunum fyrir 1930, en það ár var í mörgum greinum timamótaár í lífi þjóðarinnar. Það var eins og nýr andi, ný ókennd öfl kæmu fram á sjónarsviðið með þjóð okkar uppúr alþingishátíðarárinu 1930. Þá kom í Ijós hið sama, sem allar þjóðir þekkja úr sögu sinni, að aukin framleiðsla og rækfun hugans, samfara auknu frelsi, ýtir undir nýja sigra, nýja sköpun og þannig koll af kolli. Ég hafði að vísu haldið mjög marga tónleika af ýmsu tagi á árunum 1916— S0, og safnað mér margvíslegri reynslu af kynnum við fólk víðsvegar um lands- byggðina, en skilyrði öll til tónlistariðk ana og tónlistarkynningar voru þá enn ótrúlega frumstæð víðast hvar. Þó var aðstaða mín sem orgelleikara að ýmsu leyti góð, því í flestum kirkjum var LJjóðfæri, sem ég gat eftir atvikum not- est við, þó erfitt væri. Hinum miklu kiassísku meisturum, einkum Bach, er ég var að reyna að kynna löndum mín- um, einkum á fjölmennari stöðum, var tekið opnum örmum og var mér sú reynsla dýrmæt uppörfun fyrstu árin. 1930 fékk ég og aðrir ungir tónlistar- menn mikla óvænta uppörfun. Sjálf- stæðisvitund fólksins hafði fengið byr í seglin. Það ár var fyrir forgöngu nokkurra áhugamanna komið á fót visi a5 tónlistarskóla, og síðar stofnað félag, Tónlistarfélagið, með því markmiði að kynna fólki góða tónlist og gera lista- mönnum kleift að koma fram með það sem þeim lá á hjarta. Þetta var upphaf nýs tíma fyrir mig, þó fátæklega væri af stað farið. Og. þetta var upphaf nýs áfanga fyrir þjóðina. Þegar ég nú renni þunganum yfir hin- ar dreifðu byggðir íslands, sem ég hef oft gist, og hin fámennu sjávarþorp, sem tóku fagnandi á móti okkur ogbuðu Bach og Buxtehude velkomna í hús sín, er mér með öllu óskiljanlegt, hvernig svo fámenn og dreifð þjóð fær staðið undir þeim mikla andlega og veraldlega mun- aði, er við íslendingar veitum okkur nú á öllum sviðum, og stundum er ég að velta því fyrir mér, hvort ekki sé hætta á að við séum að taka fyrir okkur fram úr reikningi næstu kynslóðar. Stundum hafa vinir mínir sýnt mér þá kurteisi að spyrja mig, hvers vegna ég hafi ekki strax í æsku snúið mér að því að semja meiriháttar tónsmíðar í stað þess að vinna að öðrum viðfangs- efnum og þjóta landshornanna á milli að spila Bach fyrir fólk. Þessu á ég auð- velt með að svara. Ég legg að sjálfsögðu engan dóm á hæfileika mína til tón- smíða, það sem ég hefi gert af þvi tagi, hefir aðallega verið þáttur í því að létta einhverju af huganum, losna undan ör- lögum sem sóttu fast að mér, en ekki vegna ákafrar löngunar að verða tón- skáld í víðustu merkingu orðsins. Og ég var á námsárum mínum í Þýzkalandi oft hvattur að fara til Suður-Ameríku, þar sem markaður væri ótakmarkaður fyrir listamenn, ekki sízt tónlistarmenn og tónsmiði. En frómt frá sagt, mér fannst ekki á þeim árum að heimur okkar hefði brýna þörf fyrir ný tónverk öðru fremur, önnur brýn þörf að kynna hin miklu listaverk er þegar biðu þess að verða kynnt mönnum, var þá ekki síður brýn að mínum dómi. Það var. aS sínu leyti eins háleit hugsjón, fannstmérþá að kynna meistarana nýju fólki og gefa hungruðum þjóðum að borða, ekki síður en auka við mannfjöldann í heiminum. Aðeins lítill hluti fólks á íslandi þekkti þá sinfóníur Beethovens, né verk Bachs og annarra stórmenna í listsköp- un. Mig langaði til að kynna fólki verk þessa meistara, . sérstaklega því fólki, sem mér var nákomnast og nátengdast, gera vini mína hér heima að þátttak- endum í því ævintýri, sem veitast þeim, sem litast um í musteri listanna, og speglast í verkum hinna miklu.meistara tónanna. Að þessu sama markmiði var unnið jafnframt á öðrum vettvangi, í hinu nýstofnaða útvarpi okkar, sem vit- anlega hefir átt gífurlegan þátt í að kynna tónlist og hjálpa fólki að meta hana. Ég hef alltaf haft tilhneigingu til að trúa því, að rödd lífsins kalli fólk bein- línis til ákveðinna starfa. Við lifum þessa stundina á tímum sem krefjast þæginda, munaðar, og af þeirri ástæðu aukna framleiðslu þess varnings, sem þeim þörfum fullnægja. Framieiðslan heimtar nýja verkfræðinga, efnafræð- inga, arkitekta. Heimurinn er allur á ferð og flugi, og heimtar síaukinn flug- vélakost og skipa, og ekki sízt bíla. Listirnar hafa kannske lotið í lægra haldi í svip, fullmikið gert að sjóða þær niður. Það þykir ekki lengur þörf fyrir hljóðfæri á heimilunum, ekki bók, kannski helzt málverk. En þetta er að- eins stundarfyrirbrigði, með vaxandi vel- rnegun flytjast hljóðfærin, bækurnar og myndlistin aftur inn á heimilin, þar sem hver einstaklingur velur sér verk- efni og skemmtun. Listin mun krafjast síns réttar og fá hann. m w m y» •*• '*• Um listir hefir alltaf verið rætt og ritað áf litlum skilningi — eða engum, Mér dettur oft í hug sagan af unglings- pjltinum, sem lærði að segja „jawohl" á þýzku og gerðist túlkur. Hún er svona. Ungur piltur var að læra þýzku og hafði lært í einn mánuð. Gerðist hann svo d.iarfur að vera túlkur þegar- þýzkt skemmtiferðaskip kom hingað. Hann var svo heppinn að mega túlka fyrir há- lærðan prófessor frá Berlín. Þeir fóru fyrst upp í Skólavörðuna gömlu. „Er þetta Hekla" spurði prófessorinn og benti á Keilir, „Jawohl" sagði pilturinn, því það var raunar eina orðið, sem hann kunni. Síðan sáu þeir kýr vera að vaða í vatnsmýrinni. „Das ist interess- ant" sagði prófessorinn. „Qou vadis, Qou vadis" hrópaði unglingurinn, og meinti að kýrnar væru að vaða. „Já sagði prófessorinn, og fannst þetta rétt: Hvert ætlarðu. Og eitt sinn hér á árunum hélt ég org- eltónleika í dómkirkjunni. Ég bauð þangað vini mínum, stórbónda að aust- an. Þá lék ég á gamla orgelið í dóm- kirkjunni,. en það var farið að gefa sig og heyrðust í því ýmis hljóð önnur en tónarnir. Ég spurði hann á eftir hvernig honum hefði líkað. — Ágætlega, sagði hann. Það skrölti helvíti og hló. Við erum nú öll að leggja af stað frá nýjum áfanga, ekki bara ég einn, með öll farartæki ný og traustbyggð. Það er fjarri mér að kasta rýrð á dálítið yfir- ¦ borðslega listútbreiðslu nútímans í ýms- um löndum, byggða á vélamenningu. En hin innri ræktun mannsins hlýtur að vera aðalatriðið. Vélrænar sendistöðvar af ýmsu tagi, eru brýn nauðsyn að ná til hins sístækkandi hóps áhorfenda og áheyrenda, en það er ekki þeirra hlut- verk að skapa. Þar verður að koma til skjalanna, sem tengt er rótum er skap- azt hafa og þroskazt á langri ferð og ' oft erfiðri, og eru öðrum þræði af öðr- um heimi. Það sem í dag vitanlega skipt- ir mestu máli, eru skólarnir, að þeir séu ekki vélknúnar stofnanir, sem framleiða gervimenn, heldur frjálsar uppeldisstöðv ar fyrir sjálfstæða einstaklinga, óháða, óstýriláta og skapandi. Hvað tónlistina snertir, hefir hér ver- ið stigið stórt skref í rétta átt hin síð- ustu árin með samstarfi áhugamanna, tónlistarmanna og hins opinbera, eins og vera á. Ég ber fullt traust til þeirra manna, sem þar hafa verið valdir til forustu. Mesta gleði hefir vakið hjá mér bygging hins nýja tónlistarskóla og hinar sífelldu framfarir sinfóniu- hljómsveitarinnar, en slík sveit er und- irstaða alls tónlistarlífs. Kapp er nauðsynlegt með mönnum og þjóðum, en allt á sín hollu takmörk. í listum er ekki fyrst og fremst spurt um hraða, hæð eða lengd, þó þar sé allt til, heldur fyrst og fremst dýpt, gæði fegurð. '* *»S 9iivvmnBrs.lL 30. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.