Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 13
KeSjuverkun mistaka og gjaldþrota ætti að stöðva og samdráttur í iðnaði ætti ekki að leiða til fjárkreppu. Peningarn- ir ættu ekki að eyðileggja hagkerfið um leið og þeir eyðileggja sjálfa sig. Nafn- ið „built-in stabilizers" má skýrgreina sem viðurkenningu á skipulags-endur- bótum, sem nauðsynlegar eru til að hindra víðtæk, óheillavænleg áföll í öllu hagkerfinu. I ólitiskt séð hefur þessi nýja hagfræði verið viðurkennd og notuð eða höfð tilbúin til notkunar. Þjóðir, sem hafa reynt fulla atvinnu og hækk- andi lífskjör, vilja hvorugt missa, og þjóðir, sem hefur skort þetta tvennt eru einráðnar í að öðlast það. Hefur þessi nýja hagfræði komið að haldi? Vissulega hefur hún um mest- an hluta eftirstríðsáranna, virzt hafa gert það — enda þótt uppbyggingu og endurreisn, með aðstoð verðbólgu, megi að mestu þakka varanlegar fram- kvæmdir. Eftirtektarvert er, að enda þótt reynt hafi verið að stöðva verð- bólguna, hefur engin tilraun verið gerð til að snúa straumnum við. Atvinna hefur komizt á hátt stig og er í sumum löndum fullkomin, jafn- vel meira en það, svo að hin hóflega tala 3% atvinnuleysis, sem upphaflega var ákveðin það lægsta sem komizt yrði er nú talin óþolandi í þjóðfélaginu. Kerfið verður að gefa af sér 100% atvinnu. En er kenning Keynes þegar orð- in úrelt? Við höfum nú fyrir augun- um bæði Bandaríkin og Bretaveldi, sem bæði hafa aðhyllzt nýju hagfræðina, en þjást samt bæði af atvinnuleysi og bæði sökuð um stöðnun í efnahagslíf- inu. Samt eru bæði hrædd við að ýta ¦undir frekari eftirspurn, af ótta við erfiðleika um greiðslujöfnuð og hættu á verðbólgu. í Bretlandi er vandamálið að nokkru leyti fólgið í skipulaginu. Þótt landið sé ekki stærra en þetta, er atvinnu- leysið á einstökum stöðum, og svo í þeim iðngreinum, sem verða fyrir barð- inu á óumflýanlega breyttum timum. Geta nú fjármála- og skattráðstafanir í samræmi við Keynes-stefnuna, bjarg að þessu og það fljótt? Án þess að ég hafi náin kynni af Bandaríkjunum, veit ég samt, að þar eru veikir blettir í efnahagnum, sem krefjast lagfæring- ar, sem enn ekki hefur verið fram- kvæmd. N, ý verðbólga, stafandi af aðgerð- um við gengið, myndi að mínu áliti gera óróa í þjóðfélaginu, sem myndi gera vestrænum lifnaðarháttum hina mestu hneisu. Þetta viðurkenna jafn- vel þeir óþolinmóðu, sem heimta frek- ari ráðstafnir en Keynes gerir ráð fyr- ir. Til þess að tryggja útþenslu og fulla atvinnu, mundu þeir þenja eftir- spurnina á hámark, en síðan bæla nið- ur tilhneiginguna til verðbólgu. Þeir mundu gera þetta með áætlunum — etjórna því með fjármálalegum og verk legum hömlum. Þannig drægi úr þrýst- ingnum á greiðslujöfnuðinn við inn- flutningshöft og gengishömlur. Tnn á við mundi þessum þrýstingi haldið niðri með skipulagningu iðnaðarins — segj- um t.d. með því að leggja höft á bygg- ingarstarfsemi. Nýjum fyrirtækjum mætti beina til atvinnulitlu staðanna, en létta þeim af hinum, sem yfirfull- ir eru. Verksamningar fyrir ríkið gætu orðið áhrifamikið tæki í þessari skipu- lagningu. Jafnyel stjórnskipað verö- lag og tekjur gætu komð til mála. Slík- ar ráðstafanir eru hafðar opinberlega á orði í Bretlandi nú. En þessar ráðstafanir mundu ekki færa okkur fulla atvinnu í frjálsu þjóðfélagi, eins og okkur 'var lofað og eins og Keynes bjóst við. Frjálst fram- tak yrði heft. En svo er heldur ekki hægt að segja, að hið mikla lýðveldi, Bandaríkin, séu heldur laus við höft af hendi yfirvaldanna. Hvað lá að baki minnkandi leyfum fyrir tollfrjálsum vörum, sem skemmtiferðafólk flytur með sér heim? Og er ekki einhver hreif ing í þá átt að draga úr fjárfestingu Bandaríkjamanna erlendis, af því að hún sé talin of mikil? Litla eyjan Tonga er að láta gera gullpeninga, sem settir skulu í frjálsa umferð. Líklega eru Bandaríkin of félaus til að leyfa slíkt. Á mælikvarða sögunnar njóta — eða ætti ég heldur að segja reyna — Banda ríkin ævintýralegrar velgengni, en á nútíma mælikvarða verkar skipulagið ekki fullkomlega vel. Tilgangurinn er þar undir áhrifum frá Keynes, full at- vinna og vaxandi hagur með háum tekjum og stöðugum dollar. En þetta verða Bandaríkin sjálf að framkvæma. Þau geta ekki ætlast til, að við fram- leiðum handa þeim neinn ofur-Keynes. ið á því máli, þótt það kosti fyrirhöfn, þá er viðbúið, að íslenzki ljóðskáld- skapurinn, leikritin og skáldsögur, sem prýtt hafa Tímaritið i fjörutíu ár, muni hverfa þaðan jafnskjótt sem gamla kyn- slóðin deyr út. Bókasíba Framhald af bls. 5 á sjötugsaldri, er djúpur söknuður yfir því að eftir áratug eða svo hafa þeir allir lagt frá sér pennann, raddir þeirra þagnað og æviskeiði þeirra lokið. Þeir verða síðustu fulltrúar íslenzks skáld- skapar erlendis, og þeir eiga sér enga eftirmenn. Þeir eru eins og glæsilegir borgarísjakar, sem koma syndandi yfir skyggðan sjóinn en eru dæmdir til að bráðna í golfstraumi enskunnar í Norð- ur-Ameríku. Eitt merki þess, að menn verða að laga sig eftir breyttum tím- um er sameining vikublaðanna í Winni- peg, Lögbergs og Heimskringlu, í eitt vikublað, og hafa nú allir vinir blaðs- ins sameinazt um að halda í því lífinu, þótt erfitt sé. En annarskonar ráðstaf- anir voru gerðar fyrir tuttugu árum, er menn voru svo framsýnir að stofna ársfjórðungsrit á ensku, The Icelandic Ganadian. Og á árinu 1962 gerðist það á aðalfundi Þjóðræknisfélagsins, að samþykkt var í einu hljóði að leyfa ritstjórum Tímarits félagsins að hafa í ritinu kafla á ensku, sem skyldi fyrst og fremst fjalla um sögu íslands, tungu þess og bókmenntir. Því er 44. árgang- ur tímaritsins, 1963, út kominn á tveim tungumálum. En ef ekki yngri kynslóð- in, sem á sér enskuna að móðurmáli, varðveitir auk þess svo mikla kunn- áttu í íslenzku, að hún geti frumsam- 0» 'g hvað getum við svo sagt um höfuðeinkenni skáldskapar þessara tólf virðulegu eftirlifandi skálda og hinna tuttugu og fjögurra annarra íslenzk- amerískra skálda, sem nú eru látin, en eru taldir upp hjá dr. Richard Beck í síðasta kafla bókar hans, History of Icelandic Poets, 1800—1940 (Ithaca, CornellUniversity Press, 1950)? Þeir eru „vestanhafs"-greinin af skáldaerfð íslands, og flestir þeirra hafa iðkað skáldskapinn, ekki sem hálærðir mennta merin, heldur sem bændur, skóarar, kennarar, fiskimenn, blaðamenn, og aðrir af öðrum stéttum hafa skoðað ljóðagerðina, sem eðlilegt þjóðþrifastarf. Og verk þeirra bera með sér bæði kosti og galla slíks uppruna. Sú ljóðategund, sem ef til vill er mest áberandi, er tækifæriskvæði, í tilefni af brúðkaupi, afmæli (einkum stórafmælum), eða gullbrúðkaupi, eða þá til að láta í Ijós sameiginlega eða persónulega sorg við andlát. Sömu teg- undar eru kvæði til þjóðfélagsborgara, sem hafa verið í fréttunum vegna ein- hvers afreks. Vikublöðin hafa heilt syndaflóð af slíkum kvæðum, en þau geta sjaldnast talizt verulegur skáld- skapur. Og þó voru slík kvæði ekki alltaf einskis virt. Sýnishorn af betri tegund þeirra er kvæði Þorsteins Þ. Þorsteinssonar til Vilhjálms Stefáns- sonar. Þegar ég gaf út enska þýðingu af því í Canadian Overtones (1935) var Vilhjálmur svo gamansamur að senda mér síðustu bók sína,. On the Stand- ardízation of Error, sem „beitu", og bað mig senda sér mína bók sem krók á móti bragði. ö, 'nnur tegund, algeng meðal Kanada-íslendinga, er stutta vísan venjulega ferskeytt og með brodd í halanum. Hún er notuð svipað og Lim- erick meðal enskra, en formið er sveig- anlegra og hún spennir yfir meira. Ég hef þegar minnzt á vísu Stephans G. um styrjöldina. Þá má minna á vísu Guttorms um ekkilinn, sem vildi heldur vita konuna sína í helvíti en í skauti Abrahams — að ógleymdri vísu K.N.: Nú legg ég hönd á helga bók og henni í eldinn fleygi, Drottinn gaf og drottinn tók, en djöfullinn segir „holy smoke" — ég hljóður hugsa og þegi. En sú tegund skáldskaparins, sem er sízt frumleg er náttúruskáldskapur í rómantískum stíl. Morgun og nótt, vor, sumar og haust, rósagarðar og liljur, jafnvel þótt álfameyjum og sólargyðj- um sé bætt við, er of hversdagslegt. Þarna er sama sagan og hjá alltof mörg- um ensk-kanadískum skáldum, að gall- inn liggur að nokkru leyti í notkun þeirra á úreltum fyrirmyndum; þeir vaka yfir Keats og Tennyson, Poe, Long- felow og Bryant, án þess að skynja ólgu nútímahugmynda og listræna til- raunastarfsemi manna eins og Auden, Spender, Dylan Thomas, Edwin Muir, T. S. Elliot, Pound, Sandburg og Mac Leish. Ef þeir þýða úr þýzku, verður Heine fyrir valinu, en ekki Rainer Maria Rilke. Á norsku virðast fyrir- myndir þeirra staðnæmast við Ibsen og Björnson, og á íslenzku við Þorstein Erlingsson og Hannes Hafstein. Víðlesn- ustu skáldin af Kanada-hópnum eru Guttormur og Stephan G. Víðlesni Step- hans kemur glögglega fram í „Bréfum og ritgerðum" (1938, 1942, 1947, 1948) en þótt báðir þessir menn gætu lifað ríku hugsanalífi i lestri sínum, var það engu að síður handahófsleg söfn- un hjá þeim; mest úr enskum, þýzk- um og skandínavískum bókmenntum, með rússneska skáldsagnahöfunda til smekkbætis. Enginn hinna íslenzku- kanadísku skálda virðist hafa verið stál- sleginn í latneskum, grískum, frönsk- um eða ítölskum bókmenntum, sem annars eru hinn glæsilegi grundvöll- ur flestra stórskálda Englands á okk- ar öld. Aftur á móti hafa nokkrir þeirra, og Stephan G. Stephansson sér í lagi og Guttormur, haft djúpstæða grund- vallarþekkingu í fornsögum og Eddu- kvæðum, sem hefur víkkað sjónsvið þeirra og ímyndunarafl. Líklega er það skortur þeirra á snertingu við hugsun samtímans, sem veldur því, að mikið af náttúruskáldskap þeirra virðist inn- antómt og yfirborðskennt. Auk þess gera þeir sér það ekki Ijóst, að kvæði eins og „Til næturgalans", eftir Keats, var ekki nein tilfinningaæfing heldur árangur djúpstæðs sálarstríðs um eðli raunveruleikans; og það að fara að stæla það form, án þess að reyna sjálf- ur tilfinninguna, verður aldrei nema tómt máL Vísnaþáttur Aldrei frelsisskúma skraf skapar menning vígi, meðan hugur heimskast af hatri og flokkalýgi. Jón S. Bergmann. Hver sér réði rökkrum í, rétt á meðan áttum frí, þá var kveðið kútinn í, kviknaði gleði oft af því. Vetrar löngu vökurnar voru öngum þungbærar, Við ljóðasöng og sögurnar, söfnuðust föngdn unaðar. Ein þegar vatt og önnur spann, iðnin hvatti vefarann, þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. — Svo kvað Ólína Andírés dóttir. — Lesbók œskunnar Framhald af bls. 7. Uim áttum. Þarna sérðu fóLk á skíðum, á göngu, ríðandi á hest- um, svo eru þarna sundlaugar, gufuböð og inni sólbaðsstofur ef það úti bregst, tennisvellir o.fl. Þetta gefur af sér mikinn og góðan pening í gjaldeyri, en við þurfuim líka mikið, því síð- an atvinnan fór að verða árviss og traust, ferðumst við miklu meira. Það er t.d. búið að koma á skyiduferðum miilii landa í skólum. Hvað er þebta Karinefcta, am- eríska •lysitiskipið? Nei, þetta er nýjasti Gullfoss okkar, smíðaður i stórskipa- slippnuim í Vatnagörðum. Hann er að fara með ferðamenn til Norðurlanda. Þarna sérðu þing- setningu, sem byrjar með messu í Dómkirkjunni og biskupinn messar. Þmgmenn, sem nú eru 170, ganga fylktu liði í gegnum þinghúsgarðinn, en hann er fall ega skipuilagður með trjám og styttum hér og hvar. Áður en gengið er til sætis í þingsal er hverjum þingimanni afhentur blócmivöndur, sem Blómamiðstöð fslands í Hveragerði sendir. Þegar þingifundi er slitið ganga þeir út í Hljómlistaihöilina og hlusta á tónleika tojá sinfóníu- hljómsveit íslands. Þarna sést Blómamiðstöðin í Hveragerði. Þeir byggja þarna blómaskála upp á rnargar hæðir, enda f arn- ir að selja blóm og afbrigði út til Norðurlanda og líka vestur um ihaf. Þarna sérðu nýtízku fbúðarhús. f morgun var þarna óbyggð lóð. Nú getur þú bara gengið inn í verzlun að morgni, valið þér hús eftir mynduim, ásaimit toúsgögnum og heimilis- tækjuim, og labbað svo inn í það um kvöldið. Allt er ti'lbú- ið og bíður þín, jafnvel rækt- aður garður kringum húsið. — Og þátturinn heldur áfram. Gó- gó útskýrir aldt fyrir ömmu, sem á erfitt með að fellla allar þessar nýjungar á gamla Fróni inn í snjáða mynd sína .gjöi endurininninganna. Já, svona er tæknin orðin gífurleg og hraðinn á öllu mik- ill. Hvort árið 2013 ber eittihvað af þessum hugmyndum okkar, sem í dag kunna að virðast fiár- ánlegar, i skauti sér, vituim við ekki, né heldur bvort þessar miklu breytingar eru til góðs. En svo mikið er víst, að heim- urinn heldur áfram að breytast ár frá ári og öld fram af öld, jafnt þó þær breytingar verði mörgum manninum ofviða. 30. tölublað 1963 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.