Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Blaðsíða 11
Á erlehdum bókamarkaði Saga, ævisögur, ferðabækur Dansk Keoæssance. Palle Lauring. Schönberg, 19S3. UmbrotatímabU danskrar sögu. Ágæt bók. Ludvig Holbergs Memoirer. Anoným foýðin frá dögum Holbergs. Schön- berg, 1963. Holberg ritaði minningar sínar á latínu, þær voru strax þýddar á dönsku. Prófessor Billeskov ritar ýtarlegan eftirmála. Marlene Dietrichs ABC. Schön- berg, 1963. Persónuleg alfræði, skemmtileg bók. Prinser og Vagabonder. Anders Enevig. Fremad 1963. Yfirlögregluþjónn í Kaupmanna- höfn lýsir undirheimum borgarinn- ar. The Incas. Ed. by A. Gheerbrant. Cassell 84s. 1963. Um veldi og hrun" Inka, glæsileg útgafa, myndskreytt. London by Gaslight. M. Harrison. Peter Davies 25s. 1963. London 1861—1910. London viktoríu tímabilsins, skemmtileg bók. - SIGGI SIXPENSARI - / :• \ — „Þú Vcizt ékki hvað þú ert hamingjusöm, Florrie, að eiga mann. Hcimilið er einskisvirði án manns.... -—„... ég skal láta hann Sigga koma við hjá hér stöku sinn- um — á skí'ugu skónum, eins og alltai'." — „Þú meinar það ekki, Florrie?!" mti Hvernig á að safna frímerfci uim og (hivaða friímerkjuin á að safna?, er oft spurt. Það er bezt að taka seinni spurninguna fyrst og svara henni þannig að menn skuli helzt safna frímerkjum síns eigins lands. Flestir ís'lenzk- ir frímerkjasafnarar leggja að sj&lfsögðu aðaláiherzlu á að safna íslenzkum frimerkj .uim. Hváða lönd eða safn- greinar menn valja sér þar fyrir utan mun vera mjög á reiki, flestir onunu þó safna norðurlandamerkjum að auki. En hvernig skal safna fer fyrst og fremst eftir fjár- hag hvers og eins, eða hversu miklum peninguim menn vilja verja í frimerkja söfnun. Það er því miður nokkuð ailgengt að frí mertkjasaifnarar geti ekki gert upp við sig, hvort þeir setli að safna ónotuðum eða notuðum frímerkjum held- ur safni þessu jöfnuim hönd- um, og þá freistast þeir til að ná séx í ódýrari gerðina, hvort heldur er ónotað eða notað frimerkL En fyrr eða síðar kemst frímerkjasafn- arinn að þvtí, að til þess að ná einíhverjuim érangri, t.d. tiil pess að geta fengið safn sitt tekið til sýningar, þarf það að vera hreint, það er að segja innihaida einungis nofcuð eða ónotuð frímerki og getur þá orðið æði kost- naðarsamt að skipta allt í einu yfir í annað hvort. Sú leið sem aimennt mun vera talin kostnaðarsamari mun yera að safna ónotuðum frímerkjuim, þó er ekki því að neita, að það getur gefið meiri fjölbreytni og jafnvel verið erfiðara að gilíma við notuð merki, ef farið er út í að safna þeim þannig, að stiimpillinn sé læsilegur. Sú tegund söfnunar hefur verið lítt rækt hér á landi enn, en hefur færzt mjög í vöxt er- lendis hins síðari ár. Er þess skemmst að minnast, að Facit verðlistinn sænski birti sikrá yfir íslenzika nú- merastimpla í fyrra og núna í ár yfir krónustimpla. Það er rétt að benda íslenzkum frímerkjasöfnuruim á að verða sér úti uim sem fllest frímeriki með þssum stimp- luim, meðan enn er unnt að Tíkr í þau. í þessum þáttum mun verða öðru hvoru minnzt á í vetur hvað sé markaðsverð áslenzkra frímerkja og þá jafnframit hvort auðveldara sé að af la þeirra notaðra eða ónotaðra og hvort fjórblokk ir muni vera fáanlegar af þeim. F.K. Tribal Feeling. Michael Astor. Mur- ray 25s. 1963. Minningar um þá daga þegar sér- réttindi voru sjálfsögð, og fólk þorði að lifa. The Blue Lantern. Colette. Secker 16s. 1963. Dagbækur og minningar Colette. Heimurinn er að smádeyja. How Shakespare Spent Uie Ðay. Ivor Brown. Bodley Head 25s. Litrík þjóðfélagsskipting. I, Michelangelo, Sculptor. Ed. by Irving Stone and Jean Stone. Coll- ins 30s. 1863. Listamaðurinn í sjálfs síns augum. Marriage and Genius. John Stewart Collis. Cassell 42s. 1963. Hjónabandssaga Strindberg og Tol- stoy. Oscar WUde: The Aftirmath. H. Montgomery Hyde. Methuen 30s. 1963. Ýtarleg og áreiðanleg bók um fang- elsisreynslu O. Wilde í Penoville, Wandsworth og Reading fangelsum og »m rit þau, sem hann setti saman í téðum stöðvum. A Million years of Man. Richard Carrington. Weidenfeld & Nicolson 36s. Ágæt bök um þróun mannsins og væntanlega framþróun. Spy Mysteries Unveiled. Vernon Hinchley. Harrap. 21s. 1963. Blake, Powers, Grabbe og fleiri koma hér við sögu, bókin Jaðrar við að vera skáldsaga, mjög spenn- andi. Mark Twain's Letters to Mary. Ed. by Lewis Leary. Columbia Univ. Press, paperback, 12s. 1963. Það er þvi llkast sem Mark Twain sitji hjá manni, þegar maSur les þessi bréf. Plumes and Arrows. Colin Simpson. Angus and Robertson, 42s. 1963. Ágæt ferðasaga og ævintýri frá Nýju-Guineu. On Safari. Armand Denis. Collins, 2Ss. 1963. Metsölubók, ágætar myndasíður. The Autobiography of Upton Sin- clair. W. H. Allen, 30s. 1963. Ævisaga og samtiðarlýsing. Merki- leg bókí The Gypsics. Jean-Paul Clébert. Vista Books, 42s. 1963. Charles Duff þýddi og endurbætti þessa bók. Saga sígauna, vel fram sett og ýtar- leg. England in the Eighteenth Century, 1689—1793. R. W. Harris. Bland- ford 18s. 1963. ' Efnahagsleg eg andleg gróska ein- kenndi 18. öldina á Englandi. Propyláen Weltgeschichte. Bd. 3. Griechenland, Berlin: Propylaen Verzl. 1962. Þessi mannkynssaga verður 1 10 bindum. Út eru komin 1,2,8,9, og 10 bindi. Talin með betri veraldarsög- Der Zweite Weltkrieg in Bildern u. Dokumcnten. Jakobsen u. Dolling- er. Bd. 2. Munchen: Dresh 1962. Siðasta bindið kemur út á þessu ári. Þessi þrjú bindi verða um 1600 síður með rúmlega 2500 myndum, uppdráttum og landabrófum, ýtar- leg stríðssaga. . Geschichtsschreinbung der Schweiz vom Spatmittelater zur Neuzeit. F. Richard u. E. Bonjour. Bd. 1. Basel: Schwabe 1962. Bók rituð af miklum lærdómi um heimildir að og um sagnfræði Sviss. Chlna und das Abendland. Wolf- gang Franke. Göttingen: Vanden- hoeck u. Ruprecht 1962. Samskipti Evrópuþjóðanna og kin- verja. Um- þetta efni hefur fremur litið verið skrifað af viti. Jóhann Hannesson: ÞANKARUHIK J HOMO INTEGRITATIS Mynd er dregin upp af stöðu mannsins í upphafi hinnar helgu bókar: Maðurinn stendur þar undir Guði, sam- hliða og samábyrgur náunga sínum og fær það hlutverk að taka við umráðum yfir jörðinni og því sem á henni er. Margt fleira er um manninn að segja, en útlínur stöðunnar eru þessar: Undir Guði, með náunganum, yfir dýrum, jurtum og hlutum. Ekki er maðurinn Guð, en ber mynd Guðs, sem sýnir sig í kær- leikanum til náungans. Fornir lærifeður nefndu þetta ástand satus integritatis, þ. e. réttlætisstöðu, sakleysisstöðu, eðlilega stöðu mannsins, eða með nýtízkulegra orðalagi: Mannsæmandi* ásigkomulag, mannsæmandi stöðu. Á eftir fylgir svo önnur saga, er hinu mannsæmandi ástandi lýkur og við tekur spillt ástand, status corruptionis. Snýzt þai allt við. Guð hverfur, maðurinn felur sig í nekt sinni fyrir hon- um. — Síðar kemur brottreksturinn úr Parádís; framhald fylgir í frásögunni af hinu fyrsta bróðurmorði, maðurinn leggur ok á náunga sinn, einn ræður öðrum bana. Hlutimir ná valdi yfir manninum, gráðug skurðgos gína yfir honum og heimta manna- blót. Undir valdi hlutanna stritar maðurinn, arðrænir og kúg- ar náungann (konu og börn), en Guð er fjarlægur, gleymdur og framandi. Þegar maðurinn leitar sambands við hann, hittir hann öfl náttúrunnar og ægivald hlutaheimsins — eða annan mann, óvin sinn. E' r þá homo integritatis — maðurinn í sínu mannsæmandi ástándi — ekki annað en gamall draumur eða óskiljan- leg persóna í eldgömlum heilögum sögum? Ef svoværi, þágætum vér lifað líkt og ánægðar kýr (cöntended cows) á grænum töðu- velli. En vitundin um mannsæmandi líf lætur oss ekki í friði — og það er margfalt erfiðara að gera oss til hæfis en heilögum nautum við Gangesfljótið. Vér leitum hins mannsæmandi lífs með því að bera fram kröfur á hendur öðrum mönnum. Ekki þarf annað en óskir vorar og kröfur séu uppfylltar, og þá opnast leiðin til mann- sæmandi lífs, er vér svo nefnum nú. Kröfur gerum vér til barna vorra, að þau læri að haga sér eins og siðaðir menn og taki tillit til óska vorra. Vér heimtum að virtur sé réttur vor, kjör vor bætt, leyst séu vandræði vor, ef einhver eru, þjón- usta veitt við vort hæfi, lífskjör stéttar vorrar „gerð mann- sæmandi". Vér óskum framhalds á því eftirlætisástandi, er vér bjuggum við í bernsku, þegar bezt lét. E' n að vér höfum einhvern tíma þekkt „betri daga", sýnii sig einnig í öðru: Vér vitum hversu stjórna skal heim- inum, hvernig koma má í veg fyrir öll vandræði í framtíð- inni, styrjaldir, óeirðir, blóðsúthellingar, arðrán, kúgun og kyn- þáttamisrétti. Ekki þarf annað en uppfylla óskir vorar og fara í einu og öllu að vorum ráðum til þess að tryggja varanlegan frið á jörðu og allsnægtir handa öllum mönnum. Þá mun endur- heimt verða hin týnda Paradís, og ekki nóg með það, vér mun- um umbæta hana stórlega. Um síðustu aldamót virtist mönnum þessu líkt ástand vera skammt undan. Óskadraumurinn um al- fullkominn heim er mannkyninu í blóð borin — og birtist í ýms- um útópíum og öðrum gerðum sócialskáldskapar. Einn og einn maður hefir jafnvel hugmynd um að æskilegt gæti verið að verða sjálfur sannur maður. Jafnhliða hinuhi hversdagslega raunveruleika — sem blöðin draga upp daglegar myndir af — lifir hugmyndin um réttlæti og fullkomleika í hugum vorum og hjörtum. Og lífið yrði dauf- legt án hennar, þótt hún valdi oft ónæði. Hins vegar lækkar flugið er vér minnumst þess að vér erum ekki ódauðlegir guðir, heldur aðeins dauðlegir menn. Denkwttrdigkeiten. Fridrich der Grosee. Munchen: Heyne 1963. Friðrik mikli fékkst töluvert við ritstörf, og nú hefur Heyne út- gáfan gefið út helzta sagnfræðirlt hans „Denkwurdigkeiten". Die Russische Revolution. Rosa Lux- emburg. Frankf urt: Europaische Verlagsanstalt 1963. Þessi fræga byltingarkona var að ýmsu leyti á öndverðum meið við Lenin. Friedrich Ebcrt. Georg Kotowski. Bd. 1. Wiesbaden: Franz Steiner Verlag 1963. Ebert var einn áhrifamesti stjórn- málamaður Weimar lýðveldisins framan af. Ýtarleg og vel rituð ævi- saga. Goethe — Sein Leben und seine Zeit. Richard Friedenthal. Munc- hen: R. Piper Verl. 1963. Virðist ætla að verða metsölubók í Þýzkalandi. 30. tölublaS 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.