Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Side 9
fl
:fl
&6s&£iviýi>
RANNSÚKNARSKIPID SEM STEND-
UR UPP fl ENDANN
Enda þótt hafaldan sé ein-
hver mesti kraftur,
sem um getur, og geti mölvað
-hús, étið úr sjávarströndinni og
þeytt stórum skipum til og frá,
ná ekki áhrif hennar nema nokk-
ur fet niður fyrir hafflötinn.
Sterkur stormur getur ókyrrt haf
ið á nokkur þúsund fermílna
svæði, en nokkur fet_ niður frá
hinum æstu öldum er ilölulega
kyrrt belti.
Kafbátar hafa fariö um þetta belti
í meira en hálfa öld. -En nú er kom-
inn þangað nýr gestur, sem „stendur
upp á endann“, þannig að mestur
hluti hinnar geysilegu lengdar hans
er í kyrra sjónum undir öldunum.
Þar af leiðir, að þetta far er næst-
um jafnstöðugt og stólpi, rekinn í
jörð, og býður haffræðingunum tæki
færi til miklu nákvæmari mælinga
en þeir hafa hingað til getað fram-
ið.
Þetta óvenjulega skiþ — sem er
355 fet á lengd og mestur hluti þess
arar miklu lengdar aðeins 12.5 fet á
breidd — er kallað Flip (Floating
Instrument Platform) — og var
fundið upp af haffræðistofnun há-
skólans í Kaliforníu.
FURÐULEGUR
SXÖÐUGLEIKI.
í fyrsta vísindaleiðangri sínum,
sem FLIP er nýkominn úr til heima-
hafnar sinnar, San Diego, sannaði
hann, að hann hafði allan þann stöð-
ugleika til að bera, sem vænzt hafði
verið. Hann þoldi þrjátíu og fimm
feta öldur og störm, sem var 50 míl-
ur á klukkustund, í næstum heilan
mánuð, án þess að hallast meira en
eitt fet, og allan þennan tíma rak
hann ekki meira en 55 sjómílur.
í framtíðinni mun FLIP gegna
merku hlutverki við hljóðrannsókn-
ir neðansjávar, en stofnunin, sem
gerir hann út er þegar heimsfræg
fyrir slíkar rannsóknir.
Sérfræðingar í sjávarhljóðum hafa
lengi þráð einhverja fasta stöð, sem
mælingar yrðu gerðar frá, án þess
að „hávaðans*1 frá öldunum gætti, til
truflunar. Stúndum er hægt að nota
kafbát til þess arna, en á því er samt
ýmis konar hængur, þar með talinn
kostnaðurinn. Rekstrarkostnaðurinn
við FLIP er hreinustu smámunir í
samanburði við kafbát.
FLIP var í 27 daga, marandi lóð-
réttur, á stað u.þ.b. 1500 mílum norð-
ur af Hayyai, á 2800 faðma dýpi, og
framdi þar mælingar á hita og haf-
öldum. Dvöl hans á þessum stað' var
einn þáttur í rannsóknum á sunnan-
flóðöldunni og minnkandi krafti
hennar — frá séx stöðvum. Hinar
fimm stöðvarnar voru á eyjum.
Sunnan-flóðöldurnar, sem stafa frá
stormum á suðurhvelinu orsaka að
miklu leyti sumarbrimið við strend-
ur Suður-Kaliforníu.
FLIP mældi flóðöldur frá storm-
um, sem voru næstum í hálfs hnatt-
hrings fjarlægð, lengst suður á suð-
urhvelinu. Öldurnar voru mjög lang-
ar, en ekki nema 1-3 þumlungar á
dýpt.
FLIP gengur ekki fyrir eigin krafti
heldur er hann dreginn í láréttri
stellingu á staðinn þar sem hann á
að starfa. Þá er dráttartauginni kast-
að og skipshöfnin fyllir barlestar-
geymana, sem eru 85% af lengdinni.
Eftir því sem þeir fyllast, tekur stefn
ið að rísa úr sjó. í stundarfjórðung
eða þar um bil, sést sáralítil hreyf-
ing. Stefnið stígur smám saman og
skuturinn sígur. En svo þegar geym-
arnir fyllast, rís 50 feta langa stefn-
ið snögglega upp frá haffletinuim, á
nokkrum sekúndum. FLIP er nú kom
inn í lóðrétta stellingu og -lóðrétt
hreyfing hans takmarkast við tíunda
eða tuttugasta hluta ölduhæðarinn-
ar.
Um borð í skipinu verður lóðréttu
hreyfingarinnar mjög lítið vart og
skipshöfnin getur gengið að vísinda-
störfum sínum þægilega og ótrufl-
að.
Þegar verkinu er lokið snúa menn
Frúin er í eldhúsinu, fjölskyldan í borðstofunni — frísklegt fólk og glaðværL
þetta batnað mikið og ekki að vita
cema hafizt yrði handa í garðyrkjunni.
Hún sagðist a.m.k. ekki hafa áhuga á
reinu húsdýrahaldi, því slíkt kæmi allt-
af Á veg fyrir að hægt væri að gera
lóðina fallega. „Við höfðum einu sinni
25 hænur. Fálkinn drap þrjár hér fyrir
framan eldhúsgluggann hjá mér og af-
ganginn gáfum við smiði einum, sem
vann dálítið fyrir okkur.“
Þeim þykir sem sagt nóg að hafa
hestana og þetta eru orðnar stilltustu
Bkepnur. Þær raska ekki svefnró fjöl-
skyldunnar, a.m.k. vill enginn gera neitt
Úr ónæðinu. Kristján Tómas sagði samt,
að eitt sinn hefðu hestarnir vakið hann
með einhverjum látum. Fór hann þá út
í hesthús á nálbfötunum, skammaði dýr-
in eins og hunda — og síðan heyrðist
ekki meira í þeim. Að jafnaði eru þetta
allt beztu vinir, Hallgrímur Tómas get-
ur jafnvel gælt við hestana í hlaðvarp-
anum.
Yfirleitt er farið í reiðtúr um helgar
— og á sumrin fer Ragnar með fjölskyld
una í einn meiriháttar útreiðartúr —
og er þá gjarnan gist einhvers staðar
fyrir austan fjall. Annars aka hjónin
lika mikið með börnin á sumrin, þykir
skemmtilegast að hafa allan hópinn með
sér, þótt ekki sé það alltaf hægt. —
Kristján Tómas hefur t.d. unnið í Hval-
firði undanfarin. sumur og því ekki ferð
azt mikið með fjölskyldunni. Og í vetur
trúlofaðist hann hjúkrunarnema svo að
úr þessu fer hann eigin leiðir.
Ekki svo að skilja, að þessum atburði
hafi ekki verið fagnað í fjölskyldunni.
Allir eru í sjöunda himni yfir þessu —
nema þá helzt þegar þörf er fyrir bíl-
irm — og hann týndur einhvers staðar
vestur í bæ, en það er einmitt í Vestur-
bænum, sem hjúkrunarneminn Hrafn-
hildur Ágústsdóttir á heima.
h.j.h.
hana; háþrýstiloft blæs sjónum út
úr geymunum og skipið kemst aftur
í lárétta-stellingu. Við lárétta kjölinn
er steinsteypufarg, sem tryggir það,
að skipið komi rétt niður í láréttu
stellinguna.
Efri hluti FLIP, eða vinnurýmið
er hólfað í fjögur rúm, hvert um 14x
25 fet að flatarmáli. í því neðsta
sem er næst sjávaryfirborði, eru
vélarnar, sem reka áhöldin. Þar eru
tveir 60 kw og einn 10 kw rafall,
knúðir af díselvél, allir hreyfanlegir,
svo að þeir geti gengið hvort sem
vera vill í lóðréttri eða láréttri stell-
ingu skipsins.
Uppi yfir vélarúminu eru íbúðirn-
ar, þatf sem minnst 12 menn geta
hafst við, í að minnsta kosti hálfan
mánuð, án þess að hafa samband við
umheiminn. Þessar íbúðir er hægt að
nota, hvort sem skipið er í lóðrétti
eða lárétti stellingu, þar sem öll hús-
gögn, kojur o.þ.h. eru hreyfanleg.
Aðalrannsóknastofan er uppi yfir
íbúðinni. Þar’ eru öll rafmagnstæki.
Uti fyrir rannsóknastofunni, sem
næst 30 fetum yfir sjó, er opinn
grindapallur, þar sem minnst tveir
menn eru á verði meðan unnið er.
Efsta hæðin er enn ein rannsókna-
stofa, einnig með grindapalli úti fyr-
ir. í þessari rannsóknastofu eru tveir
loftþrýstar, sem fylla geymsluflösk-
urnar, sem hafa 4000 teningsfeta
rúmtak með 250 punda þrýstingi á
ferþumlung.
I allmörg ár hafa haffræðingar vit-
að um þörfina' fyrir svona byggt skip
Það var Hafeðlisfræði-rannsókna-
stofnunin, sem ruddi brautina og
kom fram með teikningu, sem gaf
til kynna, að þetta skip yrði nothæft
Nú, þegar það hefur sannazt, að
svo er, verður það líklegt, að FLIP
verði hið fyrsta í heilli röð neðan
sjávar rannsóknastöðva.
8. tölublaS 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9