Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSARI CIZ.. \ Í * \! A erlendum bókamarkaði Ævisögur o. fl. Boswell’s Journal of a Tour to the Hebrides with Samucl Jolui- son LL. D., 1773. Ed. from the orginial manuscript by F.A. Pottle and C.H. Bennett. Heinemann, 55s. 1963. Útgáfan frá 1936, aukin og leiðrétt, byggð á dagbókum Boswells, sem fundust á árunum 1925—1949. Nokkuð frábrugðin eldri gerðinni, sem fyrst var prentuð 1785, ferðabók Johnsons var fyrst prentuð 1775. Empress Josephine. Ernest Knap- ton. Harvard, $6.95. Mjög læsileg bók. Römertum und Völkerwanderung. Fr. Behn. Cotta 1963. Áhrif Róm- verja og grikkja á þjóðirnar í Norður-Evrópu, og áhrif þessara þjóða á rómverzka heimsveldíð. Arabien. A. Grohmann. Beck 1963. Menningarsaga Arabíuskagans til forna (fyrir daga Múhameðs). Vandað og ítarlegt rit um lítið rannsakað efni. Listir. The Connoisseur Year Book 1964. Ed. by Alan Osborne. 42s. Bók, sem bæði er ánægjulegt að lesa og skoða. Delacroix. Rene Huyghe. Thames & Hudson, £ 9/9—1963. 56 litmyndir, 371 svart hvítar inyndir og auk þess skissur og riss. Glæsileg bók. Encyclopaedia of Modern Arc- hitecture. Gerd Hatje. Thames & Hudson, (paperback) 35s. 446 myndir, ágætt yfirlit um nú- tíma byggingarlist. Forgeries, Fakes and Reprodu- ctions. George Savage. Barrie & Rockliff, 45s. 1963. Handbók fyrir safnara um fals- anir og eftirmyndagerð, mál- verka, postulíns, húsgagna, högg- mynda og annarra listgreina. Höf. er þekktur sem listmunasali og hefur skrifað töluvert um þessi efni. Primitive Art. Leonhard Adam. 4th ed. Cassell, 21s. 1963. Þetta rit kom fyrst út 1940, og er nú ennþá eitt bezta fáanlega rit um þetta efni. Moorish Spain: Cordoba, Seville, Granada. Enrique Sordo. Elek Books, 70s. 1963. Listasaga Spánar á máratíman- um 711—1492. Wim Swaan tók myndirnar. Höfundur er sagn- fræðingur og gagnrýnandi. Greek Pottcry. Arthur Lane. 2nd ed. Faber, 45s. 1963. ( Höfundurinn var safnvörður í Victoria & Albert Museum, leir- keradeild. Kokoshka. Ludwig Goldscheid- er. . . Phaidon Press, 27/6—1963. Málarinn vann að þessari bók með höfundinum, og gefur það bókinni stóraukið gildi. Skáldrit. The Collected Poems of Geoffrey Grigson, 1924—1962, Phoenix, 42s. Grigson er vel þekktur blaðamað- ur og gagnrýnandi og einnig ágætt skáld. Oiseaux. Saint-John Perse. Galli- mard, 8.50 NF. Nýjasta ljóðasafn nóbelshöfundarins frá 1961. After the Fall. Arthur Miller. Viking, $3.50. Nýjasta leikrit Millers. Two by Two. David Garnett. Longmans, 16s. 1963. Skemmtileg endursögn úr Biblíunni, um syndaflóðið og, útgerð Nóa. One Fat Englishman. Kingsley ' • Amis. Gollancz, 18s. 1963. Satira. New Poems. Lawrence Durrell, editor. Hutchinson, 21s. 1963. P.E.N. úrval nútíma ljóða. Ten Great Plays. Shakespeare. Hamlyn, 50 s. Fagurlega útgefin bók, myndskreytt. The Artist. Jan de Hartog. H. Hamilton, 21s. Sagan af hollenzkum dreng, sem dreymir um hafið og listir. Dust in my Throat. John Farri- mond. Harrap, 15s. 1963. Átakan- leg saga námumanns. Glint of Spears. Anthony Leje- une. Macdonald, 16s. Ævintýri í Kongó. What is Happening. J. Nicholas Iannuzzi. Yoseloff, 18. Bóhemar og dárar í Greenwich Village, N.Y. Alíræði, orðabækur, handbækur, safnrit. Brewer’s Dictionary of Phrase and Fable. 8th ed. Cassell, 42s. 1963. Bók, sem upplýsir um ýmislegt, sem ekki finnst í venjulegum al- fræðiritum, auk þess skemmtilega rituð. Encore. The Sunday Times Book. Second Year. Ed. by L. Russell. Michael Joseph, 25s. 1963. Síðu-Halls. ’IÍ Jóhann Hannesson: v,' Jj ÞANKARÚNIR * ið hverja smásál ég er í sátt“, segir einn af skáld- jöfrum vorum. Vér skiljum nokkurn vegin við hvað hann á. Hins vegar hefir Ágústínus kirkjufaðir sýnt fram á hve var- hugavert er að hugsa sér stærð sálna í líkingu við stærð hluta. Stærð sálar eða smæð fer eftir þrótti hennar og mikillar eða lítillar lífcingar við skapara hennar. Til eru þjóðir, sem taka hugtakið smásál'mjög bókstaflega. Hugsa sér sumir sálirnar á stærð við spörfugla, aðrir á stærð við hvíta maðka, flugur eða fiði'ildi. Til eru ættbálkar, sem gera sér snörur til sálnaveiða og búr til að geyma sálir í. Enn aðrir telja að sálir skríði inn í beinin og leynist þar lengi. Fara sumir í leiðangra til annarra ættbálka til að veiða sálir og ná á sitt vald. Má síðar hafa gagn af sálum þessum. Að vísu hugs- um vér á aðra lund, en bæði eru sálnaveiðar og smásálir lif- andi orð með þjóð vorri og staðreyndir í lífi hennar. H vort munu sálir mánna hafa vaxið eða minnkað eftir tilkomu vísindanna? Að dómi Freuds hefir „hin einfeldnings- lega sjálfsást mannkynsins" orðið fyrir þrem miklum áföll- um fyrir dáðir vísindanna; hinu fyrsta með breytingu heims- myndarinnar, öðru með tilkomu Darwinskenninganna, og hinu þriðja og mesta með sálfræðirannsóknum, „sem munu sýna sjálfinu að það er ekki einu sinni húsbóndi í sínu eigin húsi, heldur verður-að halda sér að sparlegum fregnum um það, sem óafvitandi á sér stað í sálarlífinu“ (Schjelderup; Det skjulte menneske, bls. 38). Er þessi ummæli Freuds víða að finna í öðrum bókum. Sem betur fer virðist sálfræðin geta bætt nokk- uð úr því tjóni, sem hlotizt hefir af tveim síðargreindum á- föllum, og eins og Schjelderup segir, hjálpað mönnum til að ná hinu Ibsenska marki: „Maður, ver sjálfum þér líkur“. (D.s.m. 62). Sálum vorra tíma er því ekki alls varnað, þrátt fyrir öll áföll, ef sálfræðinga nýtur við. Bæti nú geimferðirnar oss upp hið fyrsta áfall, má vera að vér endurheimtum hið forna drembilæti og stærð í eigin augum. Það fer ekki á • milli mála að vísindin efla alla dáð — og ódáð. Vera má þó að svo einfalt sé málið ekki, þarf vel að athuga sinn gang. Smásálin hefir löngum hæft lítilmennum, sem kengbogin eru inn í sig sjálf. Hætt er við að til kunni að vera lögmál um viðhald smásálnanna. Smásálin sér t.d! eftir nokkrum krónum, ef notaðar eru til hjálpar bágstöddum mönn- um fjarri oss, svo sem í Afríku.* Hins vegar eru það ekki smá- sálir einar, sem dettur í hug sjúkrahús þegar kirkja sést — eða öfugt, og hugsa til skóla þegar þær sjá kirkju. í mörgum borgum heims standa þrjár byggingar mjög nálægt hver annarri, og „kom“ kirkjan þeirra fyrst. Þar tóku svo sálir manna út nokkurn vöxt, svo þær gátu byggt hinar stofnanirn- ar. Er þetta kunnugt flestum sálum í vorum hluta heims, sem orðnar eru ormum stærri. í öðrum heimshlutum blasir þetta víða beint við augum. Spurning er einnig hversu vel oss gengur að láta þær sálir vaxa, sem oss er trúað fyrir, svo sem í skólum. Sögukennsl- unni er ekki um stórsálir mannkynsins gefið, heldur treður út heila unglinganna með „nöfnum, ártölum og staðreynd- um“ herforingja, sem öðrum betur dugðu til að drepa menn. Hugsjóna- og mannúðarsagan er sett hjá, oft því miður einn- ig vísinda- og tæknisaga. Skurðgoðafræði er hins vegar í há- vegum höfð, en siðfræði má helzt ekki nefna. Óafvitandi feta menn í fótspor Hitlers, smækka sálirnar og kengbeygja til illra verka, „allmahlich" að vísu og ekki jafn ruddaleg og hann. E g átti eitt sinn tal við ungan, háskólamenntaðan rúss neskufræðing þýzkan, um Nansen. „Hann var mikill heim- skautafari" sagði hann. Þegar ég sýndi honum myndir frá mannúðarstarfi Nansens í Rússlandi og neyðina þar, varð hann mjög undrandi — og hafði þó dvalið níu ár í þessu landi, Einn maður vorrar aldar hefir með þjóð sinni hlotið heitið „stórsál“ — ,Mahatma‘ — (sbr. sanskrít Maha- (í ss.) stór, og atman, sál) og gerði frægt um heini allan. En margir ættu heitið eigi síður skilið — og auk þess að um þá væru ritaðar bækur óg kenndar á voru máli, svo sem Fliednar, Wichern, Bodelschwingh, Carey, Livingstone, Wilberforce, Comenius, Pestalozzi, von Spee og fjölmargir aðrir, konur og karlar margra alda, úr skóla, kirkju, sjúkrahúsi; mikilmenni í mann- úðarstörfum alls konar, tónlist og vísindum. Þá yrði auð- veldara að ala upp stórar sálir í glæsilegum líkömum upp- vaxandi kynslóða. 8. tölublað 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.