Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Page 12
Mesfa hneyksli
Framhald af bls. 1.
Sprengingin
með stjörnusjánni.
Árið 1610 var Galilej 46 ára og þá
breyttist líf hans á dramatískan hátt.
í>á var hann prófessor í stærðfræði í
Padúa, mjög dáður af vinum sínum
fyrir umbyltandi rannsóknir í eðlis-
Jóhannes Kepler.
fræði — og þær kynnti hann þeim í
einkabréfum — en þó enn ósnortinn af
frægð meðal fjöldans. En frægðin kom
svo að segja á einni nóttu með stjarn-
fræðilegum uppgötvunum hans, sem nú
voru mögulegar orðnar fyrir atbeina
stjörnusjárinnar, tækis sem nýlega var
upp fundið af hollenzkum manni.
En Galilei smíðaði sín eigin tæki, með
stórlega auknum stækkunarmætti. At-
huganir sínar gerði hann kunnar í
bæklingi, „Sideríus Nuncíus" —
,,Stjörnuboðanum“. Hann lýsti fjaila-
formum á tunglinu, upplausn Vetrar-
brautarinnar í „kort af óteljandi stjörn-
um, plöntuðum saman í klasa“ — og gat
hinna athyglisverðustu tiðinda síðast
— að plánetan Júpiter hefði fjögur
tungl, „aidrei séð frá upphafi veraldar
fram til vorra eigin daga“. hetta færði
ekki sönnur á að kerfi Copernicusar
væri rétt, en það sprengdi hina rétt-
hyggjandx kenningu að jörðin væri
miðja veraldarinnar og allir hlutir
snerust um hana. Tungl Júpíters döns-
uðu i kring um hlut, sem orðinn var
keppinautur (jarðar).
„Stjörnuboðinn" olli stórtíðindum.
Del Monte kardínáli, einn af verndur-
um Galileis, skrifaði í bréfi: „Ef vér
iifðum enn í lýðveldi Rómaborgar, þá
trúi ég sannarlega að súla myndi verða
reist á Capítcfi til heiðurs Galilei/".
Jesúingarnir í Collegíum Rómanum,
sem voru fremstu stjarnfræðingar þessa
tíma, heiðruðu hann á mjög hátíðlegan
hátt. Páll páfi fimmti veitti honum
langt viðtal. Þó fór svo fimm árum
siðar að tilkynmng frá hinu heilaga Em-
bætti fyrirdæmdi hina copernikönsku
kenningu sem ósamrýmanlega Heil-
agri ritningu, og Galilei fékk boð þar
um frá Páli páfa að hann mætti hvorki
„halda henni fram né verja hana“.
Á hverjum hvílir þessi sögulega
ábyrgð? í fyrstu i'öð á „prófessorunum",
hinum akademísku miðlungsmönnum,
sem hötuðu Galilei, sumpart af öfund,
sumpart af þvi að þeir voi-u bakverðir
þeirra skólaspekinga, sem Erasmus
hafði ákært fyrir að „horfa inn í svart-
asta myrkur í leit að því sem alls ekki
á sér neina tilveru“. Þeir voru svo ljós-
blindaðir af því, sem stjörnusjáin opin-
beraði, að þó nokkrir þeirra, svo sem
hinn frægi Cremoníní, neituðu gjörsam-
lega að horfa í gegnum hana. Og þeir,
sem raunverulega horfðu, létu í veðri
vaka að Júpiter-tunglin væru sjónræn-
ar skynvillur. En „Dúfnabandalagið“ —
ems og Galilei nefndi þá með fyririitn-
ingu, í höfuðið á leiðtoga þeirra, Lodo-
vico deile Colombe — varð að viður
kenna ósigur sinn, þegar úrvalið af
stjórnufræðingum Jesúinga gerði ekki
aðeins að staðfesta uppgötvanir Galí-
leis, heldur endurbætti pær x stjörnu-
rannsóknarstöðvum sínum á ýmsum
stöðum í Evrópu.
Þegar hér var komið, gerði hégóma-
gii-nd Galileis honum grikk, sem hafði
óheillavænlegar afleiðingar. í meir en
tuttugu ár hafði hann trúað á kerii
Copernicusar, en hafði kennt hið gagn-
stæða. Nú hafði hann orðið fyrir upp-
örvun af velgengni sinni og komið opin-
berlega fram. Og þegar hann hafði nú
tekið málstað hins copernikanska kerfis,
kallaði hann hvern þann, sem and-
mælti því, „hugrænan dverg, sem varla
verðskuldaði að kallast mannleg vera“.
En hann hafði enga vísindalega
sönnun fyrir þvý að copernikanska
kerfið væri rétt. Þetta atriði er „tækni-
legt“ að vissu marki, en grundvallandi
til skilnings á gjörvaliri viðburðarás-
inni. Tungl Júpíters sönnuðu að Aristó-
teles hafði haft rangt fyrir sér, én þau
sönnuðu ekki að Copernicus hefði rétt
fyrir sér. Til voru miMibilskerfi, sem
buðu upp á aðra möguleika, eins og
samkomulagskerfi Tychos de Brahes, en
í því snerust plánetumar um sólu, þar
sem sólin snei’ist um jörðu. Það var
áfanga-hús við há'lfnaða leið, en frá
sjónarmiði stærðfræðilegra útreikninga
(eins og þeir þá voru, þýð.) alveg eins
fullnægjandi og hið copernikanska
kerfi, og staðreyndir, sem fyrir hendi
voru, mæltu með Tycho, en gegn Coper-
nicusi. Því ef jörðin hreyfðist raun-
verulega um sólu, þá hefði staða henn-
ar í hlutfalli við fastastjörnurnar átt
að breytast um nálega 200 milljón
mílna hverja sex mánuði, o.g samstöður
þeirra hefðu átt að víkka eða þrengjast
eftir því hvort heldur jörðin nálgaðist
þær eða fjarlægðist. En þrátt fyrir
þúsundfalda stæfckun með stjörnusjám
Galileis, fundu menn engin slík hrif
(þau fundust ekki fyrr en tveim öldum
siðar af Bessel). Þannig mælti efcki
aðeins erfikenningin, fordómarnir og
einfeldnisleg „aimenn skynsemi“ held-
ur einnig hmar vísindalegu sannanir
þess tíma á móti hinni copernikönsku
kenningu.
Gekk í gildru.
Þetta var Galilei vel ljóst. Og svo
var einnig um fjendur hans. En þar
sem þeir höfðu beðið ósigur í þrætunni
um tungl Júpíters og í ýmsum öðrum
ágreiningsmálum, vissu þeir að þeir
voru engir jafnokar snilligáfu hans eða
frábærrar leikni í rökræðum. Þá skipti
,,Dúfnabandalagið“ um vettvang,
frá náttúruvísindum til guðfræði.
Þeir drógu fram tiivitnanir úr Heilagri
ritningu til að hrekja Copernicus.
Þannig hafði Jósúa hrópað eftir að hafa
sigrað Filista (H. R.: Amórita, þýð.):
Sól, statt þú kyrr! — og sýndi það að
sóiin var sú, er hreyfðist, en ekki jörðin.
Galilei gekk í gildruna. f tveim rit-
um, sem hann dreifði víða í afrituð-
um handritum (Cit. m.) steypti hann
sér á höfuðið út í guðfræðina. Hann
gefck á snið við allar vísindalegar rök-
ræður um conern’Vanska kerfið '°ð
því að láta einfaldlega svo sem það
væri sannað, svo ekki yrði um efazt.
Hann lagði til að biblíulegir kaflar,
sem mæltu á móti því, væru endur-
túlkaðir, og stóð fast á því að kirkjan
yrði annaðhvort að samþyfckja hina
coperniköns'ku kenningu eða hafna
henni gjörsamlega. Þetta knúði fram
úrslitaákvörðun, er ekki varð fram hjá
komizt.
Vinir Galileis í háum embættum
kirkjuveldisins gerðu allt, sem i þeirra
valdi stóð, til þess að komast hjá þess-
ari úrslitaákvörðun — fremstur meðal
þeirra var Maffeo Barberini, siðar páfi.
Þegar munkarnir í St. Marco í Flórens
ákæi'ðu opinberlega „bréfið til Cast-
elli“, lét hið heilaga Embætti málið
niður falla. Þegar dóminikani einn,
Caccini að nafni, réðst að Galilei frá
ræðustólnum, lét æðsti prédikari regl-
unnar fljótlega skrifa honum afsök-
unarbréf.
Hin opinbera afstaða kirkjunnar var
saman dregin af fremsta guðfræðingi
hennar, Bellarmim kardinaxa. _______,ia
foringja Jesúingareglunnar, ráðgjafa
hins heilaga Embættis (hinum „djöful-
lega Jebúsíta", sem Englendingar höfðu
grunaðan um að hafa stofnað til
,,Púðursamsærisins“).
í bréfi til föður Foscarini, karmelíta-
munks, sem þá haifði einmitt gefið út
bók, sem hélt fram hinu copernikanska
kerfi, en jafnframt var stíluð til Gal-
ileis, sem þar er nefndur með nafni, út-
skýrði Bellarmini að kennsla í hinu
copernikanska kerfi sem vinnutilgátu
(working hypothesis) æðri hitw ptóle-
meiska kertfi, „væri að tala með frá-
bærum skilningi og eiga ekki neitt á
hættu. Slikur taismáti dugir stærðfi'æð-
ingi“. En að tala um það svo sem sann-
leika, sem slegið hefir verið föstum,
(established truth) „er mjög hættuleg
afstaða, og er sú útreiknuð, ekilci aðeins
til þess að áreita skólaspekingana og
guðfræðingana, en einnig til þess að
vinna grand vorri heilögu trú með mót-
sögn við Ritningarnar“. En ef til væri,
hélt Bellarmini áfram, „raunhæf sönn-
un“, sem „sannarlega sýndi fram á“
hreyfingu jarðarinnar, þá yrði að endur
túlka viðeigandi kafla í Ritningunni.
„En ég held ekki að til sé nein slík
sönnun, þar sem engin þvilík hefir ver-
ið sýnd mér“.
Ákvörðun Bellarminis bar ekki að-
eins vitni um fastmótaða reglu kirkj-
unnar í slíkum málurn. Undirstöðu-
atriðin mundu einnig hafa verið viður-
kennd af hvaða ábyrgum hópi sem væri
af nútima raunvísindamönnum. En við
Galilei var ekki lengur hægt að rök-
ræða. Að viðurkenna að copemikanska
lterfið væri ekki annað en ósönnuð
vinnutiigáta, svo ágæt sem hún væri,
var fyrir hann að játa hið sama sem
að hann hefði enga sönnun að leggja
fram, og stilla séf út til háðungar and-
stæðinga sinna. Það er varla til verri
vonsvikjandi raun fyrir vísindamann
Copernicus.
en að vita að hann hefir rétt fyrir sér,.
en vera ekki fær um að leggja fram
sannanir fyrir því og vei'ða „hrópaður
út af sviðinu“ af samkundu fár.iðlinga.
Þvert á móti viðvörun Bellarminis og
annarra vinveittra kardínála, flýtti Galil
ei sér til Rómar, til þess að knýja fram
ákvörðun. „Hann er ákaflega innflæfct-
ur í þessa þrætu“ sagði túskanski sendi-
herrann í skýrslu sinni, „svo að hann
verður snaraður og stofnar sjálfum sér
5 hættu .... Því hann er ákafur og
fullur af hita í þessu máli“.
Hann reyndi án árangurs að fá opin-
bert viðtal við Pál fimmta, en (eins og
sami sendiherra lýsir honum) „hann
hefir viðbjóð á hinum frjálsu listum og
getux ekki þolað þessar nýjungar og
háfleygi". Hvaða einstakur viðburður
það var, sem kom málunum út á yztu
nöf, er enn umdeilt atriði og varðar
ekki miklu. Galílei hafði gert kröfu til
úrslitaákvörðunar; hann hafði veðjað
og tapað.
Þann 5. marz 1616 gaf hið heilaga
Embætti út yfirlýsingu og í henni var
því lýst yfir að „hin pýþagóríska kenn-
ing um hreyfingu jarðarinnar væri röng
og að öllu leyti í mótsögn við Heilaga
ritningu". Til þess að koma í veg fyrir
.frekari útbreiðslu hennar var bók
Copernicusar „Um snúningana“ „dreg-
ín inn unz hún yrði leiðrétt". í reynd
var hún á skrá yfir bönnuð rit í fjögur
ár og lengur efcki. Leiði-éttingarnar
voru fólgnar í breytingu eða úrfellingu
samtols níu setninga, en í þeim var
greint frá hinu heliócentriska, þ. e. sól-
miðlæga kerfi, sem staðreynd í stað til-
gátu. Nafn Galileis var ekki nefnt í yfir-
lýsingunni, verk hans voru ekki bönnuð,
og til að bjarga honum frá opinberri
auðmýkingu, var skipunin um að halda
ekki fram né verja hina eopernikönsiku
kenningu send til hans sem einkamál.
Til þess að gera þessa [beisku] pillu
nokkru sætari, tók páfinn við Galilei á
löngum opinberum viðtalsfundi viku
eftir að yfirlýsingin hafði verið birt.
Þannig lauk fyrsta þætti hneyklisins
í virðulegum tón. Þó dældi hann eitri
inn í andrúmsloft menningar vorrar,
sem enn er fyrir hendi. Annar þáttur
gerðist seytján árum síðar.
Aðalviðburður þeirra ára, sem liðu
miili viðburðanna, var kjör Maffeos
Barberinis til páfastóls, en hann var
beitasti aðdáandi Galileis. Hann hafði
lagzt gegn yfirlýsingunni frá 1616; hann
hafði ritað drápu til heiðurs Galilei.
Þegar hann gerðist páfi, gaf hann Galilei
vitnisburð, þar sem hann lofar stórlega
mannkosti og guðrækni „þessa mikla
manns, hvers frægð ljómar í himnun-
um og fer vítt og breitt um jörðina“.
Ári eftir að hann hafði verið settur inn
i embætti sitt sem Urban áttundi, þ. e.
a árinu 1624, tók hann sex sinnum á
sex vikum við Galilei í opinbera áheyrn,
jós yfir hann gjöfum og mannvirðing-
um.
Maffeo Barberini var snilligáfaður,
hégómlegur og kaldlyndur og skeytti
ekki mikið um hvort Copernicus and-
r.iælti kraftaverki Jósúa eða ekki. Þegar
hann frétti um andlát Richelieus, setti
hann saman eftirmæli, sem frægt er
orðið: „Sé Guð til, mun Richelieu kard-
ínáli þurfa að taka ábyrgð á mörgu;
sé ekki svo, þá hefir hann staðið sig
mjög vel“. Hégómagirnd hans var álíka
stórfengleg og Galileis. Hélt hann því
fastlega fram að hann „vissi betur en
allir kardínálar saman lagðir“, eins og
Galilei hélt því fram að hann væri „hinn
eini uppgötvari allra himneskra nýj-
unga“. Ekki þurfti mikla geðheilsu-
í’-æðilega innsýn til þess að segja fyrir
eadalok þessa máls.
Snilldarrit með stórum göllum.
Þótt Urban gæti ekki tekið aftur yfir-
lýsinguna frá 1616, þá sýndi hann virð-
ingu sína minningu Copernicusar. Og
eftir þessi sex löngu viðtöl sneri Galilei
frá Róm til Flórens, öruggur í þeirri
vissu að hann gæti nú lagt út af keríi
Copernicusar með þeim skilyrðum að
hann héldi fast við leikreglurnar: Að
sneiða hjá guðfræðilegum röksemdum
og tala um hreyfingu jarðarinnar sem
bagstæða vinnutilgátu án þess að slá
því föstu að hún væri virkilega sönn.
Þetta lætur nægilega vel í eyrum. En
skapgerð Galileis gerði honum ókleift að
halda sér að reglunum — og hér hlýtur
sérhver rithöfundur, sem á sér sterka
sannfæringu, að hafa samúð með hon-
um. Þar að auki áleit hann að hann
hefði loks fundið eðlisfræðilega sönnun
íyrir snúningi jarðar. (Vér minnumst
þess að það var sönnunarsJcortur, setu
12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS
8. tolublað 1964