Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 13
fcaráttunnar). Sön-nunin var fólgin f foinni réttu hugmynd Keplers um aö fióð og fjara mynduðust af aðdráttar- afli mánans. En Galilei taldi sér trú um að höfin „skiptust yfir“ einu sinni á dag, og væri það bein afleiðing af hreyif- ingu jarðarinnar. Hér var þá komin sönnunin, sem hann hafði í örvæntingu verið að leita að. Það var villa í svo tepandi mótsögn við allar frumreglur vísindalegrar aflfræði, sem hann sjálf- ur hafði upp fundið, og svo ósamboðin snilligáfu hans að hún verður aðeins skýrð sem þráhyggjukennd hugmynd (.idée fixe). Þeim árum, sem nú fylgdu, var varið til að rita hið mikla varnarrit fyrir hina copernikönsku kemringu: „Samræður um hin tvö mestu veraldarkerfi". Það er ef til vill snilldarlegasta og skap- raunarlegasta verkið meðal þeirra bóka, sem skapað hafa söguna. í þvi skiptast á snilldarlegar útskýringar og sérstæð- ar fortölur, ódauðlegar málsgreinar, billeg mælska og visvitandi rangfærslur staðreynda. Kenningin um flóð og fjöru skipar miðlægan sess og gegnir því hlutverki að rígnegla meginrökfærsluna. Hvernig sem samtíma lesandi kann að hafa brugðizt við bókinni, þá var hon- urn gert eitt atriði yfirgnæfandi ljóst: Að hreyfing jarðar var ekki vinnutil- gáta, heldur staðreynd, sem var svo ör- ugglega staðfest að hún varð aðeins í efa dregin af svo „heimskum mána- kálfum“ að fávizka þeirra „setur blett í virðingu mannkynsins“. Þannig var efni bókarinnar augljóst brot gegn yfirlýsingunni frá 1616 og þeirri stefnu, sem samið hafði verið um við Urban áttunda. Þó voru það enn aðrar kringumstæður, sem hrundu hneykslinu af stað. Galilei hafði feng- ið prentunarheimild (imprimatur) fyrir toókinni með röð af aðgerðum, sem jöfnuðust á við svikabrögð. Hann hafði vakið andúð fyrri stuðningsmanna smna, stjarnfræðinga Jesúinga, með órökstuddum staðhæfingum um að hann hefði á undan þeim gert sömu upp- götvanir og þeir, og með því að stofna til ágreinings við þá um litilvæg efni. Það var því líkast sem hann gerði þetta af eins konar sjálfseyðileggjandi nauð- ungarhyggju, loks hafði hann persónu- lega móðgað páfann. Fávís asni. í þann tíð er annar þeirra skiptist á við hinn i skjallyrðuim, hafði Urban lagt iram rökstutt álit, sem gerði Galilei kleift áð ræða á hagstæðan hátt um hina copernikönsku kenningu án þess að slá því föstu að hún væri raunsönn. Álykt- unin var í stuttu máli sú að jafnvel þótt tilgáta skýrði tiltekin fyrirbæri á full- nægjandi hátt, þyrfti hún skilyrðis- laust að vera sönn, því að Guð kynni að hafa framleitt hin sömu fyrirbæri með mismunandi móti, sem óskilið væri af mannlegum huga. Þessi rökstudda Élyktun, sem Urban taldi hafa mjög veigamikla þýðingu, er aðeins tilfærð allra síðast í bókinni, en sú persóna, sem til hennar vitnar, er SLmplicio, einfeldn- ingurinn í „Samræðunum", sem áður var aftur og aftur búið að sýna fram á að var fávís asni. Galilei hefði alveg eins á almaanafæri getað rekið út úr Sér tunguna að páfanum. Gagnstætt helgisögninni fór Nemesis (hefndin) sér hægt og rólega. Bókin var gefin út I febrúar 1632. Ekki fyrr en í ágúst var sala hennar stöðvuð, og refnd skipuð til að athuga innihald hennar. Nefndarmenn átöldu hana vegna étta atriða, en ályktuðu að „öll þessi atriði mætti leiðrétta, ef ákveðið væri að bókin hafi eitthvert gildi“. Skýrslan var svo afhent rannsoknarréttinum, eem kallaði Galilei til Rómar í októ- ber. Galilei sendi læknisvottorð frá Flórens, sem vitnaði að hann þjáðist af „svima, melankólisku þunglyndi, maga- veiki, svefnleysi og stingjum hér og þar í líkamanum"; tókst honum að fresta förinni þar til í febrúar 1633. I Róm tók hann sér bústað í Villa Medici, sem fallbyssúkúlum niður úr skakka tum- inum í Písa, lagði ekkert fram til hinn- ar fræðilegu stjömufræði, og sannaði ekki snúning jarðar. Hans raunverulegu afrek eru þau, sem finnast í hverri skólabók [eðlisfræðinnar]: lögmál heng- ilsins, (pendúlsins), um frjálst fall hluta, brautir skeyta, um seiglu, samloðun og mótspyrnu í föstum hlutum og um hundrað skyld efni. Hann var braut- íyðjandi tilrauna-aðferðarinnar og um- breytti eðlisfræðinni í nákvæm stærð- fræðileg vísindi. Þetta var köllun hans, ekki hin misheppnaða áróðurskrossferð, byggð á ótraustum röksemdum, sem kostaði hann tuttugu ár ævi hans og endaði í ógæfu. Hún batt nálega enda á þriggja alda sambúð í friði milli trúar og skynsemi, sem hófst með Thómasi frá Aquino, og sá Fransiskana, Dóminikana og Jesú- inga taka forustu, hverja á fætur öðr- um, í vakningu lærdóms og vísindaleg- um íramförum. Alla gullöld húmanism- ans og langt fram á seytjándu öld nutu vísindamenn, svo sem Copernicus og Galilei, verndar kardinála og páfa. Litið var á rannsókn náttúrulögmálanna syo sem form fyrir tilbeiðslu hins Æðsta stærðfrasðings. Galilei-hneyksiið markaði endastöð — víglínur voru slrengdar, strangar rétthyggjukenningar mynduðu andstæð skaut. Mergur þess máls, sem ég hef reynt að leggja fram, er að sökin var ekki öll öðrum megin: Yfirlæti guðfræð inganna fann hliðstæðu í drembilæti (hybris) jafnvægisvana snillings og metnaðargirni fávísrar akademiskrar klíku. Og hvað hina síðastgreindu snert- ir, þá verður það varla sagt, þótt að- ferðir hafi tekið breýtingum, .að aka- demísk rétthyggjustefna hafi orðið öllu umburðarlyndari en áður á bak við kurteislegt ytra borð. Rannsóknarrétt- urinn er þó að minnsta kosti farinn, og biskupinn frá Woolwicb hefir ekki ver- ið bannfærður, en Dúfnabandalö |in standa enn í blóma í lundum háskól- anna. Jóhann Hannesson þýddi. Tilvitnanir höfundar: (Cit. I.). Sönnunina er að finna i afrituðu hand. riti af fyrirlestri eftir Galilei, sem varð- veitt er og dagsett 1606, „Trattato della Sfera'* (Opere, Ediz, Nazionale, Florence 1929-30, II. bindi, bls. 203-55). (Cit. II.). „The Crime of Galileo", Cambridge 1955, bls. 8. (Cit. III). „Bréf til Castelli" (1613) aukið ári síðar í „Bréf til stórhertogaynju Kristinar". Skýringar þýðanda. a). Um formálann fyrir bók Copernicusar hefir það allt til þessa verið kennt við Heimsmynd miðalda. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 í stjörnuathugunarstöð' Tychos Brahes, þá var tuskanska sendiráðið, og aðrir þrír mánuðir liðu áður en hann var kallaður til fyrstu yfirheyrslu af „full- trúa“ raansóknarréttarins, Firenzuola. Frá 12. apríl til 10. maí, meðan málið stóð yfir, var hann formlega fangi rann- söknarréttarins; í raunveruleikanum bjó hann í fimm herbegja íbúð í húsi hins heilaga Embættis, með útsýn yfir Vati- kangarðana, og hjá honum var einka- þjónn hans, en heimilisráðsmaður tusk- anska sendiherrans sá honum fyrir mat og víni. Bkki einn einasta dag ævi sinnar var hann í fangelsi, og var hvorki píndur né átti það á hættu, en samkvæmt reglum rómverska rannsókn- prréttarins mátti ekki pína mann á hans aldri. (Spænski rannsóknarrétturinn var auðvitað algjörlega annað mál). í stuttu máli fóru yfirvöldin með Galilei samkvæmt allri þeirri vægð og virðingu sem fremsta lærdómsmanni hans tíðar var samboðið, og samkvæont því tillitsleysi til hugsanafrelsis, sem rótgróið var í erfðageymd þeirra og kenningú. Þeir setluðu sér ekki að gera úr honum píslarvott, en fremur sýna að hann var ekki úr því efni gerður sem pisiarvottar eru, og auðmýkja hann, fá hann til að afturkalla og sanna að ekki einu sinni Galilei gæti leyft sér að skop- ast að páfanum og vefengja kennivald guðfræðinganna. Lögsókn í málaferlunum vék mjög frá réttarvenjum. í allri fyrstu yfir- heyrslunni köm Galilei sjálfum sér í vonlaus vandræði með þvi að láta svo, þvert ofan í hin prentuðu sönnunar- gögn, sem bók hans væri rituð í þeim tilgangi, ekki að sanna, heldur að hrekja hina copernikönsku kenningu. Hin eina skynsamlega skýring á þessu glappa- skoti er óróleiki á taugum. Hann hafði talið sig færan um að geta kveðið i kút- inn Urban og alla aðra; þegar hann var uppvís orðinn, skildi hann að leiknum var lokið og varð ofsahræddur. Ekkert gerðist um tveggja vikna skeið. >á fór Firenzuola í einkahekn- sokn til íbúðar Galileis án þess að koma fram sem „dómsvald", og átti ekki mjög erfitt með að telja hann á samkomu lagsskilmála. Skömmu síðar var Galilei leyft að hverfa aftur til Villa Medici; einum mánuði síðar, 22. júni, var Galilei færður inn í sal klausturs Santa Maria sopra Minerva, þar sem hann í návist hinna tíu dómara sinna, sem allir voru kardínálar, — en aðeins sjö þeirra höfðu orðið á eitt sáttir — heyrði dóm sinn lesinn upp: „Samræðumar" skyldi banna; til þess að hreinsa sig af grun um villukenningu, átti hann að fram segja lilbúinn texta, þar sem formælt var og afneitað kenningunni um hreyf- ingu jarðarinnar; og hann átti að sæta „formlegri fangelsun eins lengi og hinu beilaga Embætti þóknaðist“. >á kraup hinn breyski gamli maður á kné fyrir hinum vægu kardínálum, fór með texta, sem enginn lagði trúnað á, hélt sér vit- urlega frá því að segja eppur si muove og sýndarréttarhöldunum var lokið. „Formlegt fangelsi“ þýddi fyrst dvöl hjá stórhertoganum frá Tuscana, þar næst hjá erkibiskupinum frá Siena, ásamt eftirfylg-jandi tiu friðsömum og skapandi árum í Villa Arcetri, þar sem hann reit snilldarverk sitt, „Samræð- urnar um tvö ný vísindi“. Það varð einn homsteinn hinnar vísindalegu um- byltingar og skipaði Galilei til sætis nieðal þeirra vitsmunalegu risa, sem formuðu örlög veraldarinnar. Engar fallbyssukúlur. Hin sanna stórmennska hans hvílir á afrekum, sem ekkert hafa að gera með Galilei-helgisögnina. Hann sleppti aldrei *. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.