Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1964, Blaðsíða 14
Indriði Waage í hlutverki Willy Loihans í „Sölumaður deyr“ eítir Arthur Miller,
leikárið 1950—51.
menntaskóla og háskóla að hann sé ritaður
af lútherskum guðfræðingi, Ósíander að
nafni, ennfremur að höfundur formálans
líti á skoðanir bókarinnar sem tilgátu
(hypotese). Sjá N. H. Söe: Fra Renaiss-
ancen til vore dage, bls. 15. Sé um að
ræða tvær útgáfur af bókinni sama árið,
aðra í löndum mótmælenda, hina í kaþólsk
um, getur hvorttveggja verið rétt, og mun
síðar úr því skorið hvernig þessu er háttað.
b. Frægir vísindamenn, sem snerust
gegn kenningunni, voru m. a. Tyge Brahe,
frægasti stjarnfræðingur síns tíma, kenn-
ari Keplers (sem var lútherskur og varð
að sleppa stöðu sinni við menntaskólann
í Graz af þeim sökum). Tyge Brahe dó árið
1601. Annar frægur maður, sem tók sömu
afstöðu, var Francis Bacon (d. 1626) höf-
undur reynsluhyggjunnar (empiricicm) í
Bretlandi.
c. Galileo Galilei fæddist fyrir réttum
íjögur hundruð árum í Písa. Faðir hans
var stærðfræðingur og tónskáld. Galilei
nam fyrst læknisfræði, síðar heimspeki
og stærðfræði, en frægastur er hann fyrir
rannsóknir sínar í eðlisfræði. Eftirnafn
hans hefir jafnan verið notað hér á landi,
og er því haldið hér, þótt Koestler noti
hið fyrra.
d) . Aristarkos frá Samos starfaði við
háskólann í Alexandríu um 280-260 fyrir
fæðingu Krists. Hann taldi að jörðin
snerist um sólu, tunglið um jörðu, en
stjörnurnar stæðu kyrrar. Verk hans eru
glötuð, en kenningarnar varðveittar, m. a.
af Archimedesi. Kenningin hlaut nálega
ekkert fylgi í fornöldinni, og örlagaríkast
var að verk Aristótelesar voru andstæð
henni. Nokkrir miðaldaguðfræðingar tóku
hana að vísu upp (Jóhannes Scotus Eri-
gena), en hún hlaut ekki viðurkenningu.
e) Klaudíus Ptolemeos var frá sömu
borg, lifði á annarri öld e. Kr. Meginverk
hans um stjörnurnar heitir á grísku Meg-
iste Syntax og var þýtt á arabísku undir
heitinu Almagest, af A1 Megiste, um 800
e. Kr. Hann gaf einnig út stjörnukort og
ritaði landafræði.
f) Heimsmynd Biblíunnar er yfirleitt
hin sama sem hin babýlónska. En sól og
tungl teljast ekki guðdómlegar verur, eins
og í heiðnum átrúnaði, heldur ljós, sem
Guð hefir skapað. Á einum stað segir að
Guð lét jörðina svífa í tómum geimnum
(Job 26,7).
Tilvitnunin: Sól, statt þú kyrr! er tekin
úr Jósúabók 10. kap. Segir þar frá bardaga
ísraels við bandalag fimm konunga Amór-
ita. Tilvitnunin er tekin úr eldri bók en
Biblíunni, og nefnist hún í vorri útgáfu
„Bók hinna réttlátu", en af fræðimönnum
nú jafnan „Bók Jashars". Hún er glötuð
fyrir ævalöngu, en hefir verið safn af
hetjuljóðum frá ævafornum tímum, og
voru m. a. í henni Bogaljóðin (nú II. Sam.
1. kap). í Jós. 10 rennur saman frásögn
frá bardögum, loftsteinahrapi og tilvitnun
í hin fornu hetjuljóð.
Per analogiam má geta þess að í fornum
kínverskum fræðum er sagt frá sólmyrkva
og andláti keisara með sömu orðum, og
má stundum ekki á milli sjá við hvort
er átt.
J. H.
Indriði Waage
Framhald af bls. 4.
kom einnig að góðu liði skarpskyggni
hans, smekkvisi og stálminni. Um all-
langt tímabil stóð hann einnig fyrir
eigin leikstarfsemi í félagi yið nokkra
frændur og félaga, fyrst í Iðnó og síð-
ar í Sjálfstæðishúsinu. Voru það aðal-
lega revýur og gamanleikir, sem þeir
tóku til sýninga. Árið 1950 réðst hann
svo til Þjóðleikhússins og helgaði því
starfskrafta sína upp frá því sem leik-
ari, leikstjóri og ráðunautur (með öðr-
um) um leikritaval.
Alls mun Indriði hafa leikið um 120
hlutverk, stór og smá, og hafa aðeins
örfáir íslenzkir leikarar aðrir hærri
hlutverkatölu, og þá aðeins þeir, sem
lítið eða ekkert hafa fengizt við leik-
stjórn. Á hinn bóginn mun enginn mað-
ur hér á landi hafa sett á svið og haft
á hendi leikstjórn á jafnmörgum leik-
ritum eða leiksýningum sem hann.
Fjöldi þeirra mun vera nálæyt einu
hundraði (ég hef því miður ekki ná-
kvæma tölu á þeim við höndina). Hann
lék einnig og hafði á hendi leikstjórn í
ótal leikritum í útvarpinu, allan þennan
tíma. Af þessu má marka, að það er
ekki lítið starf, sem eftir hann liggur,
þegar þess er um leið gætt, að lengst af
varð hann jafnframt að sinna erilsömu
daglegu starfi sér til lífsframfæris. En
allt þetta segir þó ekki nema hálfa sögu,
segir meira um hina ytri hlið á starf-
inu. En það er hin innri hlið, hinn
listræni árangur þess og áhrif, sem
meira máli skiptir. Og þar var Indriði
ekki síður mikilvirkur og stórvirkur.
Bæði sem leikari og leiksitjóri var hann
frábær, þó honum sem öðrum léti ekki
allt jafnvel. En í hvoru var hapn meiri,
leik eða leikstjórn? í sambandi við þá
spurningu detta mér í hug orð föður
hans, sem ég heyrði hann segja við
Irdriða eftir eina frumsýninguna. —
Hann sagði: „Ondi minn, það má vera,
að ég hafi verið eins góður leikari og
þú ert, en þú ert áreiðanlega meiri
leikstjóri en' ég nokkurn tíma var“.
Jens Waage var maður, sem ekki sagði
annað eða meira en hann meinti og
honum fannst hann geta staðið við. Og
ég held að hann hafi þarna í raun og
veru svarað spurningunni.
S em leikari í hlutverkum, sem
féllu bezt að skapgerð Indriða, reynslu
hans og tilfinningalífi, reis list hans ef
til vill hæst, hans persónulega listsköp-
un. Þá skapaði hann heilsteyptar og lif-
andi persónur, ógleymanleg listræn
augnablik. En sem leikstjóri og leið-
beinandi held ég, að hann hafi unnið
stærri sigra og leiklistinni enn meira
gagn. Þá lagði hann grundvöll að list-
sköpun annarra, ekki aðeins fyrir
augnablikið heldur einnig fyrir fram-
tíðina, listsköpun sem heldur áfram að
lifa og bera ávöxt, þótt hann sé nú
horfinn frá starfi.
Það væri freistandi að minnast á
rokkur mestu aírek hans og sigra, því
að af nógu er að taka, en því skal þó
sieppt hér. Bæði er, að það yrði ekki
annað en upptalning nafna á hlutverk-
um og leikritum, sem lítið eða ekkert
segja þeim, sem ekki sáu. Hinum, sem
sáu og nutu þeirra, geymast þau í þakk-
látri minningu, og auk þess er
alltaf matsatriði, hvað skal nefnt og
hvað ekki. Það yrði ekki heldur nema
einhliða mynd af list hans og starfi.
Því að þó segja megii, að hæð fjallsins
miðist við hæstu tindana, þá er þar
einnig ótal margt annað, sem gefur því
lit og lögun og skapar fegurð þess og
svip. Þannig er þessu einnig farið í lífi
og starfi listamannsins, hvort sem hann
er leikari eða annað. Það klífur enginn
tindana án baráttu og sársauka, án þess
að hljóta margar og stundum miklar
skráveifur. Indriði fór ekki heldur var-
hluta af þeim, hvorki í lífi sínu né list.
En það er heildarmyndin og þau áhrif,
sem hún veldur, sem mestu máli skiptir.
egar ég nú eftir á reyni að sjá
fyrir hugskotssjónum mínum heildar-
mynd af list Indriða og öllu starfi, þá
blasir við mér mynd, þar sem að vísu
skiptast á Ijós og skuggar, háir og tign-
arlegir tindar, hnúkar og hjallar, einnig
gljúfur og gilskorningar, en í heild stór
brotin, föglur og áhrifarík mynd.
Atburðurinn fyrir 40 árum, er Indriði
lék sitt fyrsta hlutverk á leiksviðinu, var
1 raun og sannleika einn af stórviðburð-
um í sögu og þróun íslenzkrar leiklist-
ar.
Indriði Waage var fæddur hér í
Reykjavík 1. desember árið 1902 og
andaðist 17. júní 1963.
Blessuð sé minning hans.
Valur Gíslason.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 6.
þegar stigið er á þá og sjálfur fylgi
ég með við og við, að minnsta'kosti með
annan fótinn. Það tekur langan tíma
þetta príl með Gullgljárdalsvatninu,
síðdegisbirtan gránar milli fjallshlíð-
anna, og þegar ég næ grýttri flötinni
við norðurenda vatnsins, geng ég inn í
kvöldskinið. En hver skyldi kvarta und-
an því að tefjast í Gullgljárdal? En nú
tekur völundarhúsið nýtt giervi, and-
stæðnanna og fjölbreytninnar, svo hríf-
andi, að varla er hægt að hreyfa sig úr
stað. Langt, langt fyrir neðan mig opn-
ast grænt minni Vallarselsdalsins og til
hliðar við hann í vestri furðuleg, dauða-
grá röð af tindum: Vallarselstindarn-
ir, fjórar eða fimm hræðilegar gamlar
skessur í röð, hver um sig með blájökul
í skauti sér. Og kvöldsólin gneistar í
dýrgripaskríni Gullgljárdalsins, — glitr-
ar í smaragðsgrænu grasi við fætur mér,
logar bak við mig í klettagulli Brún-
staðahorns, rautt undir kolsvörtum
dröngum efst uppi. í annað sinn finn ég,
að þetta er ekki mitt í raun og veru,
ég á það ekki nema andartakið, sesa
er að líða. Ef aðeins væri hægt að reisa
tjald hér á Gullgljárdalssléttunni, láta
nótt í skiptum fyrir þessa dýrgripi,
muni fara leiðina um Slósvatn. Warr
vakna hjá þeim að morgni og eigjnast
þá að lokum og með þeim hamingjuna,
— eða hvernig væri hægt að ná þeim á
sit; vald öðruvísi? Leyndardómur Gull-
gljárdalsins fylgir mér eins og skuggi
á langri göngu minni niður í Vallarsels-
daiinn. Kannski er lausn að finna á
botni hans.
F erðinni virðist næstum lokið,
þegar komið er niður í Vallarselsdalinn,
og ’ að vissu leyti er það svo. En þar
eru marg/ir smálækir, sem höfðu nú
smátt og smátt safnazt saman í stórt
vatnsfsil, og ég hefði átt að ganga eftir
vinstri bakka þess, en ég valdi eystri
hlíðina í staðinn. Einhvern veginn hafði
ég fengið þá hugmynd, að ég ætlaði að
fara að Brúnstaðaseli, án þess að gera
mér fyllilega ljóst, hvernig ég ætti að
komast þangað, — og það er erfitt að
snúa við, þó að birkiskógurinn þéttist,
og götuslóðarnir svo lítilfjörlegir, að
svo virðist sem hugsanir einar hafi
gengið þá á undan manni. Ég viður-
kenndi ósigur minn fyrst, þegar ég kom
auga á Vallarsel háit uppi í hlíðinni
hinum megin við ána. Það var eins og
undrajökullinn kastaði að lokum til
mín napurri háðskveðju gegnum
myrkrið.
Það er komið miðnætli, og ég dregst
áfram, þreyttur, hungraður og veit ekki,
hvert skal halda eða hversu lengi skal
ganga. Mér finnst ég vera mjög nálægt
því að leggjast fyrir og gefast upp.
Sarnt tek ég á öllu, sem ég á til, í síð-
ustu tilraun til að finna leið, og geng
upp á áshrygg, sem nefnist Vallaháls,
en utan í honum hafði ég gengið. Fyrr
en mig varði komst ég upp, og þar
mætti mér sýn, dásamleg eins og opin-
berun: Draugaleg húsaþyrpingin í
Brúnstaðaseli, ljósgrá í myrkrinu beint
á móti hinum megin í dalnum. Frá
gilinu, sem er á milli, heyrist niðurinn
frá nýju vatnsfalli, en myrkrið gerir
menn hugrakkari að vaða, og í þetta
sinn skal ég yfir, hvað sem það kostar.
Ég þýt eins og hvirfilbylur niður aust-
urhallið gegnum greinar, sem slá, og
runna, sem rífa, unz ég stend við ána.
Hugsunarlaust veð ég út í, stíg tvö eða
þrjú tilþrifamikil skref á grjóti, — og
ligg svo þar eins og ég er langur til.
Þá fann ég hamingjuna í þessari ferð.
Hamingjuna í ánni — raunveruleika
alls, seim ég hafði séð, hvers skrefs,
sem ég hafði stigið, — dýrgripi endur-
minningarinnar, sem ég hafði haft út
úr fjallinu hvarvetna á leiðinni, þeir
urðu ekki látnir mér í té til fulls fyrr
en milli steinanna á árbotninum. A3
lifa er nefnilega að lifa sig inn í, —
og frá magnleysinu bak við rúðuna á
ökutækinu og til vatnsins, sem streymir
yfir líkamann, þessa þýðingarmiklu
nótt gengur allt stig af stigi — frá engu
til alls — að því er snertir réttinn til
að eiga það, sem augað hefur séð. —.
Mjúkir eins og lausn gátunnar dúa
grasfletirnir undir skósólum mínuim
síðasta spottann upp að selinu, og með-
an nóttin tendrar sína fyrstu stjörnu,
stjörnuna yfir Brúnstaðahomi, sit ég á
þröstkuldinum, auðugasti maður heims-
ins og helli vatninu úr stígvélum mín-
um.
Völundarhúsið ber ég með mér, þeg-
ar ég geng léttfættur niður að Brún-
stað.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
8. tölublað 1964