Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 11
'AVE VER AN'fTHIM r THE PONFIRE,MISSUS! 'ANG ON A /VHNUTE PUTME ÞOWNf CAN'T NER TAKE A fl JOKE —!\ Áttu eitthvað á eldinn? Geturðu ekki tekið gamni? Bíddu andartak. Slepptu mér! SIGGI SIXPENSARi Á erlendum bókamarkaði ( Heimspeki ! Aristotle. G. R. G. Mure. Oxford tJniversity Press. A Galaxy Book. $ 1.65. 1964. I Aristóteles er fæddur 384 og dáinn 322 fyrir Krist. Faðir hans : var læknir við hirð Makedóníu- ’ konungs í Pella. 17 ára íer hann i í skóla Platons 1 Aþenu, og þar dvaldi hann þar til Platon deyr. Hann var kennari Alexanders nokkurt skeið. Síðar sezt hann að skammt frá Aþenu og stofnar þar skóla, með stuðningi Alexanders mikla. Við dauða hans fer hann til Kalkis og þar deyr hann 322. Aristóteles er svo lýst að hann hafi verið sköllóttur, augnsmár og einstaklega mjófættur, einnig er sagt að hann hafi verið töluverð- 1 ur sundurgerðarmaður í klæða- | hurði. Hann er sagður hafa verið háðslegur á svip, og oft leikið háðsglott um varir hans, sem var kannski eðlilegt. I Rit hans sem eftir hann liggja eru þrennskonar. Rit ætluð al- menningi, aðallega sett saman á fyrri hluta ævi hans, þau rit eru töpuð. Þau hafa verið 1 samræðu- formi, eins og algengt var meðal Hellena. Safn athugagreina og minnisgreina, nú týnd. Og loks beimspekileg og vísindaleg rit, sem hafa varðveitzt. I Aristóteles er einn mesti andi, sem uppi hefur verið, og áhrif hans eru geysileg fyrr og nú. Hann var nokkurs konar alfræði orðabók fornaldar og miðalda. Rit Mures er hentugt fyrir alla þá, sem kynnast vilja kenning um hans og hugmyndum, þetta er inngangur að kenningum Aristó- telesar, vandaður og nákvæmur. Efnið er samþjappað og skipu- lega framsett, furðumikill fróð- leikur f ekki stærra riti. Bókin er 280 síður. Nýjar Penguln-bækur The Confessions. Rousseau. Pen- guin Books 8/6. 1963. Þessi ein frægasta og opinská- asta sjálfsævisaga er nú prentuð í fjórða sinn í Penguin- útgáfu. Rousseau reynir að segja allan sannleikann um sig í þessu riti og skapaði með því listaverk, sem á fáar hliðstæður. Áhrifa þessa verks gætir síðan í bók- menntum, meðal annars í verkum Prousts, Goethes og Tolstoys. Aldarfarslýsingin á fáar hlið- stæður og sjálfslýsingin líkast til engar. The Brothers Karamazov. Fyodor Dostoyevsky. Penguin Books 6/. 1963. Ein mesta skáldsaga sem skrif- uð hefur verið. Þessi þýðing er gerð af David Magarshack og þykir taka fyrri þýðingum fram á ensku. Penguin hefur einnig gefið út „Glæpur og refsing", „Djöflarnir“ og „Idjótinn* í þýð- ingu Magarshacks. Hadrian the Seventh. Fr. Rolfe. Penguin 5/— Rolfe var fæddur 1860, lifði lífi umferðamanns og dó í Feneyjum 1913. Sérvizka, skapofsi og þrjózka einkenndu hann. Hann m ■ ■ ' 'fm t Jóhann Hannesson: ^ í sa ' m tfcjL bANKARÚNIR M eðal afþróunareinkenna menningar, sem er í sundur- lausn, er skrópiff. Þá er ekki aðeins um að ræða skróp krakka, sem eiga að vera í skóla. Slíkt skróp er að visu nógu alvarlegt einkenni í sjálfu sér, enda hafa velferðarríkin komið á fót skrópskólum, ekki til þess að kenna krökkum að skrópa, held- ur til þess að halda uppi svo föstum aga að þau skrópi ekki. Alvarlegra er skróp fullorðinna manna, sem fram kemur í því að þeir afrækja þau verk, sem þeim er trúað fyrir, eða eiga að leysa af hendi samkvæmt eðli köllunar sinnar. Nú er ekki þar með sagt að skróparinn noti ekki tímann, en í stað þess að ganga hreint að verki, tekur skróparinn til við einhvern hégóma eða brask, notar vit o|g tíma til fánýtra hluta. Þannig geta elskendur og hjón skrópað frá kærleikanum. Konur kunna að skrópa frá litlum börnum sinum til þess að geta haldið áfram að taka þátt í því glitrandi gleðilífi ungmeyj- anna, sem þær eitt sinn lifðu. Karlar skrópa frá skyldum sínum við konu og börn. Erlendis' virðist það vera að snúast upp í eins konar faraldur að karlar hverfi frá konum og börnum, og ekkert spyrjist til þeirra framar — og furða vísindamenn sig á fyrirbæri þessu og flytja um það fyrirlestra við háskóla. Verður ekki betur séð en að við muni taka það ástand, sem Kínverjar greina frá í fornum ritum, að börn þekki aðeins mæður sínar, en ekki feður. Valdhafar skrópa frá stjórnarstörfum. Það hefir oft komið fyrir í sögunni að valdhafi hefir orðið svo fíkinn í gleðskap og listir að stjórnvizkan hefir að engu örðið, en ríkið að rek- aldi, sem aðrir valdhafar hirtu þegar tími var til kominn. Kín- • versk saga greinir frá keisara, sem gerðist svo gleðigjarn, að hann gætti ekki að sér fyrr en hann var orðinn fangi fjand- manna sinna, en þeir settu hann í búr og höfðu til sýnis og gáfu honum heitið „Gleðinnar prins“. Neró lék á fiðlu meðan Rómaborg brann og skellti síðan skuldinni á kristna menn. Sumir landar vorir verða stórhrifnir af nautaati á Spáni, þótt ekki geri þeir neitt at í íslenzkum nautum. P *■ restar skrópa frá embættisverkum og afrækja söfnuði. gerðist kaþólikki og vildi verða prestur, en fékk ekki vígslu vegna skapsmunalegra ágalla. Hann dvaldi lun tíma í Róm og las mið aldafræði, og það var þar sem hann tók sér nafnið Corvo bar- ón. Bezt þekktu verk hans eru Chronicles of the House of Borgia, Don Tarquinio og þessi bók. I Claudius. Claudius the God. Robert Graves. Penguin 10/—. Ódýr útgáfa af þessum vinsælu skáldsögum. Það eru fáar bækur, sem eru eins fallnar til að kynna mönnum andrúmsloftið í hinni fornu höfuðborg heimsins og þess ar bækur Graves, andrúmsloftið eins og Graves álítur það hafa verið. The Glass Village. Ellery Queen. Penguin 3/6. Endurprentun á verðlaunareyfara frá 1954. Exile and the Kingdom. Albert Camus. Penguin 2/6. Þetta eru sex smásögur. Fjórar þeirra gerast í Alsír á mörkum eyðimerkur og byggðar í lands- lagi sem vekur með mönnum eilífðarkennd takmarkaleysisins og þrúgandi vanmáttarkennd gagnvart hinum endalausu víð- áttum. Á síðmiðöldum sátu prelátar í borgum og lifðu praktuglega, en héldu fátæka kapellána til að annast þjónustu, en þeir kunnu lítt*til verka annað en að tóna og framkvæma seremóniur. Myndaðist þá orðasambandið „la trahison des clercs“, það er að segja svik klerkanna, og má vera að menn hafi hugmynd um hvað átt er við. En söfnuðir geta líka skrópað, og vér kristnir menn, einn og einn, eða margir saman, frá trú og góð- um verkum. „La trahison des clercs“ hefir hins vegar verið tekið upp á ný og hagnýtt um menntamenn, sem skrópa frá skyldum sínum við eigin menningu og þjóðfélag. Erfiðara er að greina þetta skróp en skróp krakka í skóla. Þegar forstjórinn er ekkj við, kann svo að vera að hann skrópi, en svo kann einnig að vera að hann þjóni föðurlandi eða fyrirtæki á öðrum stað en hin- um venjulega. Skróp menntamannanna — svo notað sé hið vægara orð — er fremur fólgið í fúski og káki en í athafna- leysi. í skólum getum vér kennt alla stafkróka málfræðinnar og stærðfræðinnar eins vel og lög gera ráð fyrir, en látið nemendur frá oss fara án þess að hjálpa þeim til að eignast mannvit og lífsvizku og þá lífshrifningu, sem gerir menn ham- ingjusama og ánægða í köllunarstarfi sínu. — í háskólum Ev- rópu, þar sem hið akademíska frelsi ríkir, geta stúdentar „skrópað" nálega eins og þeir vilja, án þess að kennarar fái að gert — en þeir geta einnig notað frelsið til þess að gera mikið gagn og taka út mikinn þroska. D •*-*-ithöfundar og blaðamenn geta rangsnúizt á þann veg að þeir skrifi andlausar bækur í góðu bandi eða greinar, sem ekki eru annað en stagl og skammir um náungann, án mál- efnalegs kjarna. Þannig hættir andlausum rithöfundum við því að líkjast morandi rekadrumbum í straumi, sem enga athygli vekja, nema því aðeins að árekstur verði. Fræg menningar- málanefnd erlendis bar þá spurningu fram fyrir nokkra unga rithöfunda hvers vegna þeir skrifuðu svo dapurlega, og hvers vegna bækur þeirra snerust svo mjög um níðinga, svikara og ofbeldisseggi sem raun bar vitni. Höfundarnir svöruðu því til að þess konar efni væri þeim hugleikið og um það yrðu þeir að skrifa. Nú er mér kunnugt að sumum mönnum er mjög hugleikið að skjóta, bæði bandittum og hermönnum, en sá munur er á að hermenn vilja verja land sitt, en bandittar hugsa einhliða um eigin hag og svífast einskis. - Hér er sjálfsprófun nauðsynleg. Skrópum vér í skóia lífsins? Göngum vér á glötunarvegi, eins og hið hebreska sálmaskáld segir, eða á hinum eilífa vegi í skóla lifsins, með náunganum, með Guði? I 25. tölublaS 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.