Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 13
Þá sneri hann sér að heimspekingn- um, sem enn beið eftir svari við athuga semdum sínum. „Þú neyðist til að játa“, sagði hinn Ei- lífi, „að við þetta tækifæri hef ég með ágætum sameinað ALmætti mitt og Al- gæzku.“ Getur barnið Jbitt . . . Framhald af bls. 4 ir: „Nú hef ég ekki snert sigarettur í tvo daga“, þá látið hrifningu í ljós og samgleðjizt honum. Látið hann finna, að þið, foreldrar hans, séuð hreykin af honum og viljið gera það sem þið get- ið til að styðja hann í áformi hans. Unglingurinn þarf að verða þess var, að foreldramir hafi verulegan áhuga og vilja til að hjálpa honum til að ná settu marki. Foreldrar mega ekki taka þá afstöðu, að smá-afbrigði þurfi að vera „viljaleysi". Það má ekki koma þv: inn hjá unglingnum, að ha’.m sé viijalaus dula, þó að hann byrji aftur, eftir að hafa sagzt ætla að hætta seg- ir frú Opatashu. 7 Sumir unglingar — og þetta er dálítið vandamál — kunna að gangast upp við verðlaunum. Foreldrar gætu sagt eitthvað á þessa leið: „Ef þú hætt- ir að reykja gætirðu sparað 50 dali eða meira á næsta ári. Ég skal leggja sömu upphæð á móti því, sem þú sparar. Við lok ársins geturðu notað peningana til að kaupa eitthvað, sem þú þarfnast, eða þig langar í“. Einn læknir í Westchester segir, að þetta líkist nú nokkuð mikið mútum, en peningaverðlaun þykja viðeigandi | á svo mörgum sviðum daglegs lífs. Dug ; legur og samvizkusamur starfsmaður fær launahækkun, fyrirmyndarnáms- maður fær námsstyrk, bam, sem er duglegt, fær leikfang eða einhverja aðra gjöf. „Þetta kann að hneyksla hinar og þessar mil!istétta-uppeldishugmyndir“. segir læknirinn, „en fari maður að huvsa um það í alvöru, þá eru peninga- verðlaun fyrir að láta ógert að re/kja alls ekkert siðferðilega röng. Og þetta hefur verið reynt í sumum. fjölskyld- um, með góðum árangri11. O Sumir unglingar þurfa að tala við heimilislækninn tál bess að láta sann færast um, að það sé hættulegt að reykja. Þannig getur viðtal við lækninn gert herzlumuninn, orðið lokahvatning- in fyrir unglinginn. sem er í vafa um, hvort hann eigi að hætta eða ekki. Q S Margir unglingar munu einfald- lega gera það fyrir orð íoreldra simia að hætta reykingum. En að sögn kunn- ugra, er þó þessi hópur alls ekki í meiri hluta. Þó er það svo, að margir ungl- ingar munu hætta að reykja, ef þeir vita, að reykingamar eru foreldrum þeirra mikið áhyggjuefni. Og enn skal tekið fram að þegar svo stendur á, mega foreldrarnir ekki ganga fram með hörku og hótunum um refsingu. Sé það gert, reykir unglingurinn bara í laumi, Það gera margir þeirra þegar. 1« Foreldrar ættu að ýta undir amræðufundahöld unglinganna sjálfra um skaðsemi reykinga. Unglingurinn er hópsál, sem lætur sig miklu skipta, hvað náunginn hefst að, hvað hann við- urkennir sem góða hegðun, og hverju hann trúir. Ef íoreldrar í einhverju hverfinu gætu með lagi ýtt undir slik fundahöld með imglingunum, þar sem þeir raxidu nýjustu uppgötvanir um Vindlingana, gæti það orðið til þess. að allur hópurinn tækl tillit til upp- götvananna. Auðvit^ð er það takmörkunum háð, hvað foreldrar geta gert til þess að sannfæra unglingana um skaðsemi reyk inga. Eins og dr. Castriel bendir á: „Það eru mörg atriði í menningunni. sem vinna gegn öllum skýnsamlegum aðgerðum foreldra. Vindhngar eru aug- lýstir, sem vottu- um t.eimsmennsku. Hollywoodhetjurnar reykja. og það gera frægustu íþróttamennirnir líka“. „Ef við getum í framtíðinni spornað við eftirhermunum, verður líka breyt- ing á reykingum unglinga. Ef reyking- ar væru aðeins fyrir sjúka og vanheila, mundu unglingarnir fljótuga taka eftir því og steinnætta að reykja“. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5 an um nóttina. Hann stundar atvinnu sína, hittir Marie á laugardögum, og þótt hann elski hana ekki, samþykkir hann að kvænast henni. Húsbóndi hans býður honum starf í París, en hann af- þakkar það. Síðan kynnist hann Ray- mond nokkrum, og sá kunningsskapur dregur þann dilk á eftir sér, að hann drepur mann, Araba. Hann er hand- tekinn og dæmdur til dauða fyrir morð. Það er afstaða hans til morðsins, trú- leysi hans og lýsing hans sjálfs á við- brögðum sínum eftir dauða móðurinnar, sem verður honum til dómsáfellis. Kvið- dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að hann sé „siðferðislaust villidýr", sem hvorki hafi til að bera eðlilegar tilfinn- ingar né sektarkennd. Og Meursault sam þykkir þetta, en hann ver sig og hið innihaldslausa líf, sem hann hefur lifað. Hann sættir sig við dóminn og öðlast frið. ^ Frh. Kveðjustund i Dublin Framhald af bls. 9 sem hagkvæm skynsemi er látin um allt, þar með að skrifa bækur og gera þær frægar. Nei, hverfi ég aftur til blekkinganna og draumsins um stund, því hvaða saim- leikur er æðri en hann, þegar allt kem- ur til alls? Það er enginn sannleikur til hvort sem er. Enginn nema blekkingin. Eða hvaða sannleikur er meiri lygi en sú staðreynd, að fsland er Akrahreppur, og aldrei meira grey en nú? Ljóð fjúka um auðnarleg húsasund, hörpur eru troðnar í hreppspólitíska flagið af eigrandi grið- ungum. F 4-tg hagaði mér í einu og öllu eins og maður, enda drap umhverfið ekki gáf urnar ,og fyrir innri augum þeirra er ég sjálfsagt jafhan á sviðinu að minum slag. En raunveruleikinn er sá, að ég hef lok- að mig inni af ótta við umhverfið, eða verið lokaður inni. Það sem umhverfi skáldsins vill því, er að losna við það i eitt skipti fyrir öll, eða það litla af söng sem það leitast við að raula. En þessi andstyggð á skáldinu, jafnvel þótt því takist ekki að lifa á skáldskap, minnir óhugnanlega á þreytuna. Hér er lika mikil þreyta. Og af þreytunni elli. Enda er mikið um þögn. gagnrýni, gleðileysi, kontórískar hneigðir — gagnstætt því sem um íra verður sagt. Enginn kæmist hjá því að hugsa er hann fylgdist með þeim: Þetta er ung þjóð. Og daglega hugsa um þetta: óhemjuskap, lífsgleði, harm, en umfram allt: Líf þeirra megnar ávallt að vera til! Nú og hér! Satt að segja var ísland bölvað í vit- und minni .Líklega er ekkert jafnbölv- að og að horfa á þjóð sína og sjá, að hún er: skáldleg fátækt! Ekkert er jafn niðurlægjandi. Sjá daglega fyrir augun- um þessa óhugnan: myndarleika, reglu- Ný kynslób Framhald af b's. 8 að uppi hverja stjörnu, sem er bjart- ari en annar flokkur. Geimfarið verð ur að fara gegnum flókið kerfi hreyf- inga og því er í smíðum útbúnaður til að geta leitað nieð nákvæmni, sem svarar tíunda hluta sekúndu. (Þetta svarar til eins h uta móti 1.300.000 hlutum af ummáli hringsh Stefnu kíkisins verður stjórnað frá jörðu. Stjarnfræðir.gurinn reiknar út stig og fall hlutarins, sem hann ætlar að athuga. Þessi vitneskja gengur svo til útreikningsvélar ásamt með stöðu athuganahnattarins. Reiknivélin seg- ir til um hvorttveggja: hvort hægt sé að farh upp í þessa hæð eða niður í þessa lægð, án þess að stefna of r.ærri sólu, eða gera aðrar skakkar hreyfingar, og svo gefur hún merki um skipanir, sem gefa skal gervi- hnettinum, til þe .s að beina honum í nýja stöðu. Mögulegt verður að safna fyrir- skipunum í OSO-gervihnettinum, um að taka sér nýja stöðu eða fram- kvæma nýjar hreyfingar, á hverri minútu á allri hiingferðinni, hvort sem hann er sýniægur eða ekki frá stöðinni á jörðu. Stjarnfræðingar vona að geta séð svo daufar stjömur sem 11. flokk (hundrað sinnum daufari en þær, semi, hæfileikann að sjá sér farborða, þjóðlega hreinlætis- og heilbrigðisást- ríðu, grúskáráttu og yfirvegunarhneigð, 'hramms eftir aurum, seigluna að halda fengnu fé. Já, viðbjóð vekur það sem ég sé! Til þessa hafa erlendir aðdáendur skáldskapar orðið til að bjóða mér út í heim, en þessi þjóð hvað eftir annað dregið mig nauðugan heim. Til hvers? Til þess að þræla í vinnumatarskemm um sinum, til þess að hlýða á enn aðra útlegðardóma og falla í enn algerari þrældóm! Nei, hverfi ég aftur til huggunar draumsins meðan ég má, lifi ég eins lengi með fólki og auðið verður. Enda sé ég þegar ég lít í spegil hve ljótur ég verð í hvert sinn sem ég skrifa og hugsa um það sem er nú og hér. Mér hættir við að reka upp kvalarfullt öskur og þá pyngjast allar æðar. Sist má ég við að ó- fríkka. Þrjár bokkur af írskum söng, takk! 1) ick var allur í heimspekinni. Og þótt hann segði mér að einhverjir heim- spekingar sem hann leitaði tíl hefðu vís- að honum á dyr fannst mér einhvern veginn að hann hlyti að hafa verið þeirra mestur. Vegna þess að hann var ekki heimspekingur. Vegna þess að heim- speki er klepptæk hvort sem er, en Dick var, hvað sem heimspeki leið, maður, og það skipti tiltakanlega miklu máli. Ef nokkur maður er nokkurs staðar tækur í þjóðfélag manna er það Dick, því höf- uð hans og hjarta er fullt af mannlegri innfjálgi, að vísu oft nokkuð ótaminni. Og að vísu er hann afar veiklyndur. Nema hvað! Fársterkur af mannlegu veiklyndi! Ávallt var hann lifandi, fimmtugur maðurinn. Jafnvel þótt hann væri las- inn gat hann ávallt glaðst og fylgst með af áfergju. f raun og veru var hann á við marga menn, í raun og veru mundi obbinn af íslendingum um tvítugt eða þrítugt gefast upp og dasast þótt þeir þyrftu ekki að eyða meiri orku en þeirri sem Dick eyddi í handa-og búkhreyfing- ar þegar hann talaði við menn, útskýrði það sem hann talaði með líkamanum, sem sjást með berum augum), með OSO-hnattakerfinu. Síðari geimför í þessum floKki verða notuð til frek- ari athugana í útfjólublárri birtu og emnig til að skoða hluti í infrarauðri birtu, að athuga þó með skarpri grein ingu og eins að athuga þá í X-geisla og gammageislasvæðum litrófsins. JÍafnvel í beztu kíkjum, verða hlutir séðir frá jörðu móðukenndir. Skarpgreinandi ljósmyndir, teknar utan gufuhvolfsins, verða áreiðan- lega mjög athyglisverðar. A árinu 1964 munu einnig koma fram ýmsar nýjungar í Ranger-áætl- uninni, en fyrir þeirra atbeina vona amerískir vísindamenn að öðlast mik- ílvægar upplýsingar sem að gagni mega koma við ler.öingar á tunglinu. Ranger-geimfar. sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að taka myndir, verður sett á loft á fyrsta fjórðungi arsins, og svo koma tvö eða þrjú í viðbót, með svipuð hlutverk, síðar á árinu. Loks koma enn önnur, til að reyna snöggar lendingar í tunglinu. Nákvæmar upplýsingar um yfir- borð tunglsins verða að fást á næstu tveim árum til þess að halda fyrir- ætluninni um lendingu þar vakandi. Tæknifræðingar o.t verkfræðingar iíta vonaraugum ti' Ranger-geimfars- ins, að það geti rekið þetta erindi með góðum árangri. fyrir nú utan alla innri orkuna, þunga dapurra hugsana eða ólgandi gleði. Eða eins og ég hugsaði stundum, er það þessi gleði, þetta fossfall lífshvatar- innar, sem ein og óstudd kyndir mann- inn áfram og sér honum farboða í líf- inu, eins og hún væri almáttugur guð, hlóð hann og magnaði því meir því leng- ur sem hún ríkti? Já! .Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að írsk þjóð lifir í söngnum í brjósti sér, ef írska þjóðin er Dick, að hún er kynnt þannig fram og knúin án þess að vita af því eða þurfa meira fyrir því að hafa en töfrandi persónuleiki hefur fyrir því að vera dásamleigur. Og ég ætla að lífið sé við leggjandi að ná þessum dýrlega söng. Og þá fyrst, takist það, muni maðurinn losna úr klöfum sljóans. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þannig muni hafa verið ástatt um þjóðir á þeirra hæstu öld um, svo sem á hinum stórkostlegu tímum Grikklands, öld Díónýsosardýrkunarinn- ar. Og það furðulega gerist, sem okkur broslausum rolunum kann að þykja öllu ótrúlegast, að þar sem trylltasta gleðin fær útrás, þar grefur um sig hinn kynngi magnaði harmur og háfleyggsti þánki. Orikkirnir fóru trylltum dönsum upp á háfjöll og þaðan inn á leiksvið 'hins hrikalegasta harmleiks mannlegs anda. Og þannig eða hliðstætt vilja sum- ir ætla ,að umhorfs hafi verið á öld Shakespeares. Og sjálfsagt eigum við slíkri andans ölvun það að þakka, að sögurnar, Völuspá og Sólarljóð urðu til. Ég furðaði mig á því hvernig hann var saman settur, að hann skyldi ekki hafa glatað öllum andlegum ferskleika Og fyrir löngu hafa orðið útvatnaður borgari á við hvern meðal kramsala ís- lenskan. En þegar ég heimsótti hann í búðina fann ég að hún var jafn þjóðleg og ég gæti ímyndað mér um afskekkt- asta sveitabæá fslandi. Þar var spjallað við kúnnann um heima og geima, brand- arar fuku, það var hlegið og skellt á lær. Mér virtist ekki að á neinum manni lægi helsi ills hugar; það liggur við að náunginn njóti þess að vera elskaður af náungum, þótt hins vegar geti heiftar- 25. tölublað 1964 LESBOK MOKGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.