Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 14
lega soðið upp úr. Ég varg þess til dæm- is aldrei var að listamenn fyrirlitu hverj ir aðra eins og hér, jafnvel þótt alþýðan standi írskum listamönnum langtum framar, svo ekki verður saman jafnað að ég held. D 1 JL7ick var, eins og ég drap á áðan, vísað á bug af heimspekinni, og ég fann á honum að honum sárnaði það, því hann hafði unun af því að hugsa um tilveruna, fyrst og fremst af því tilveran var hon- um óviðjafnanlegt undur. Satt að segja get ég ekki annað en brosað er ég minn- ist nokkurra kvölda þegar við drukkum saman á krám og eftir lokunartíma þeirra fluttum við okkur inn á eitthvert kaffihús til að ræða málin yfir viskí og te, og heimspekilaga undrið hafði kvikn- að í huga hans. Dick átti til að að klappa á borð og biðja menn að 'hlusta nú á sig. Þannig stóð á eitt sinn er ég og lista- maður einn vorum búnir að ræða nokkra stund um skáldskap. En allt í einu gefum við okkur að Dick. Nú, það kom honum ef til vill á óvart að við skyldum allt í einu bíða eftir hinum stórkostlegu nið- urstöðum. Hann var þó sjálfsagt margbú inn að finna lausnina. En nú fer hann að undirbúa í löngum aðdraganda hina ein- stæðu uppgötvun, spinnur óg spinnur svo utan um ein'hverja hugmynd að hann kemst hátt upp úr öllum veröldum, og loksins þegar hann kemur að hinum stór kostlega heimspekilega botni er hann týndur. Slíkur sem hann er, ef hann er eitthvað: steindauður á borðinu fyrir framan okkur — og ég fer að hlæja. (Hann heitur og svo ákafur að hann gríp ur andann á lofti, augu hans biðjandi: Fjandans óheppni, veistu að mér tókst að finna lausnina á frábæran hátt, en að- eins kom því ekki út úr mér). Ég hló. Ekki vegna þess að hann var ónýtur heimspekinigur, það skipti engu máli, heldur vegna þess að hann var eins og hugfangið barn sem villist í skógi (ég 'hló í raun og veru að því snilldarlega; ,ég á það til), en hér var skógurinn hráefnið og Dick þurfti ekki annað en að segja þetta er skógur. En hann hafði ekkert taumhald á sér, ætlar að fanga allan skóginn en ramviliist í honum! Auðvitað dettur mér ekki í hug að dærna heimspekinginn Dick út frá þessu, enda vorum við þéttingsdrukknir. En þetta sýnir dálítinn svip af áfjálgi ír- ans; og mér finnst ekki nema raunalegt til þess að hugsa að nokkur opinber heimspekingur skyldi dirfa sig að því að blása á hann. En þessi skipti hans við skólann verða táknræn í huga mér um stöðu andans í dag. Mér finnst eins og hann standi í forsvari fyrir upplýsing- una, en Dick hinnar gömlu síungu írsku þjóðar sem í dag á á hættu að verða mis- skilin á sama hátt, af einhverri betrum- bótunarhvöt, svæfð og drepin í upp- fræðslu - gáfnasnauðrar skynsemi. Sann- leikurinn um skynsemina, þá skynsemi sem alla þykist fræða og öllum bjarga hér, er mjög raunalegur, svo ég ekki segi niðurlægjandi: hún er einatt að drepa gáfuna sem aldrei hefur í sér dug til að bjanga sér á veraldarinnar vísu og ekkert er nema gáfa, hjálparlaus, hötuð og ein gegn þessum fanti, sem alla hefur með sér og jafnan er að bjarga sér, brölt andi upp í stóla og hásæti. Þessi skólaða heimspeki kann að hafa íyrir sér útmældar formúlur og hún kann að vera viss um að Dick sé ekki viðræðuhæfur. En til fjandans með alla heimspeki ef Dick fær að lifa eins og hann er með öllum sínum stóru kostum og stóru göilum, hugsaði ég. Dick var miklu meira en heimspeking- ur. Hann er hluti af írskri þjóð. Hann var ekki trúaðri á bókina en svo að hann tók hana af mér, einum hinna þjóðlausu um- renninga, og fleygði henni í göturenn- una. Andskotans vitleysa, Steinar, ef þér er í raun og veru alvaira að verða að manni, að lesa þessa tilgangslau.su kontórista! Til fjandans með þetta rusl. Svona, inn á krá. Ég skal tala við þig. Og ég vissi að Dick, þrátt fyrir alla hans auðsjáanlegu þverbresti, var einhver mesti maður sem Óg hafði kynnst. ^Íeimspeki hans margnefnd var ekki augljós þegar hann ætlaði að út- skýra hana, því þá var hann undir á'hrif- um bókarinnar, nógu mikið til þess að víravirki bóklegu uppbyggingarinnar, sem hann hafði aðeins nasasjón af, tók að ramba og rugga þar til allt hrapaði í mask. En samt hefur engin heimspeki haft jafndjúp áhrif á mig og hans eigin heimspeki .011 má hún felast í tveimur þremur setningum, en hann talaði þær ekki á þeim stundum þegar heimspeki bar á góma, heldur allsendis eins og af tilviljun, á götu úti. Steinar, express yourself, sagði hann þegar ég reyndi einhvern tíma að halda mér saman. One has to be spontaneous, live spontaneously. Here and now! Now! now! now! sagði hann og steytti hnef- ana. Á þessari hugsun hef ég svo að seigja lifað síðan. Ég veit að þetta er eina ráð- ið til að skapa gleðina og andann sem ég talaði um áðan, hinn óviðjafnanlega skáldheim, en sá heimur verður ekki til með einstaklingum heldur þjóðum. Ein- staklingur, sem reynir að ná lagi meðal .laglausra verður jafnan fölsk pípa. Upp með ástríðurnar, enda er það öllu sjálfsagðara úr því við erum komin í fagnaðinn, dansandi og syngjandi upp um hæstu fjöll! Og hversu veglegt er það ekki og kynngimagnandi ef maður lærði og manni tækist að lifa í hverri andrá! Hversu öllu brýnna það er: allt skal verða að gerast nú, ekkert sé til nema nú og hér. Að öðrum kosti þyki maður hvorki alandi né ferjandi. Til hyers eigum vig að hverfa, séum við þurrbrjósta og orðfá og leiðinleg í hópi manna eins og við íslendingar er- um, ef ekki þess að reyna að ná ein- hverjum tón, læra að verða að lífi gædd- um mönnum? Að læra að verða fær um að lifa ávallt hér og ávallt nú er ekki aðeins spurning um brunn lífsþyrstu fólki; það er spurning um elexír, öld drukkna af skáldskap! Auðvitag stangast þessar hugmynd ir heiftarlega við hugmyndir flestra skáld fugla, sem samkvæmt einum og öðrum píslarvottum ljóðrænnar armæðu hafa leitast við að sökkva á kaf í lífspyttinn á eigin kontórum, fullsaddir á þeirri slysni sem lífið var, og taka helstefnuna (og þeim er vorkunn þótt þeir hafi orðið fyrir áhrifum af þjóðfélaigi sem alla hluti er farið að kaupa og búa til, jafnvel hinn innra mann, enda stendur hér allt með miklu meiri blóma sem er túlkað en skapað: skólinn, síðasta neyðarúrræði allra úrkynjana, styrkir þá í brölti þeirra við að reyna að gera sig að einhverju fremur en éngu). Og þeir gemsa á hverri krá .Þeir halda jafnvel að þeir vaxi í augurn mínum eftir að þeir hafa reynt að sannfæra mig um að þeir kunni að fyrirlíta — og samkvæmt viðurkenndri smekkvísi, listrænni! En í eitt skipti fyrir öll segi ég hverjum demón, að hann þarf ekki að leggja slíkt ómak á sig frammi fyrir mér. Ég trúi meira að segja illa, eða 'hef litla trú á, að skáld sem eru að- eins einstaklingar fái borið sitt barr. Þeir mega vera landeyður, en þeir verða ald- rei skáld, ekki þá nema í meðallagi, á sama hátt og öll skáld í dag eru miðlungs skáld, á sama 'hátt og skólinn og skyn- semin á afar hægt með að skapa skáld af þessari miðlungsgráðu, hundruðum saman, og þau skrifa öll nákvæmlega jafn vel: þau skipta engu máli. Ég vík tií Pauls la Cours um bezta svarið: „í andleysi fæðast demónar. Þegar engin spurning-og ekkert svar heyrist. And- leysi og tilfinninigaleysi eru heimkynni þeirra.“ Steinar, express yourself. Og það var engu líkara en í þessum orðum eða á bak við þau lifði ástúð bróður eða kær- asta vinar: Kæri vinur, úr því þú átt bágt — eigum við þá ekki að ráða fiðl- ara og slá upp dansleik! au Lúlú og Dick ræktu kaþólska trú nokkuð í meðallagi vel, gæti ég trú- að. Þau fóru um hverja helgi í kirkju. Að sjálfsögðu bar kirkjuna oft í tal okk- ar. Ég sagði þeim eins og var, að við hefðum skapað beztu skáldverk okkar í kaþólsku ,og satt væri það, lútherska kirkjan á íslandi væri aumlegt hluta- félag, enda á hausnum og allir fyrir löngu gengnir af trúnni. Ég var nokkuð hlutlaus í fyrstu þótt ég væri dálítið tortrygginn til trúmála. Ég sagði þeim frá spillingu kaþólsku kirkjunnar á mið- öldum, sem ég hafði líklega heyrt um í annarri útgáfu en þau. Ég gerði það fyrst og fremst til að hleypa hita í sam- ræðurnar sem sjálfsagt þótti. En þött svo virtist sem margt af því sem ég sagði hefði haft nokkur áhrif á stundinni hafði það engin varanleg áhrif. Heldurðu að ég væri slíkur vesalingur ef ég gengi úr kaþólsku á annað borð að ég færi að biðja lútherska að hleypa mér inn? sagði Dick. Ja, það yrði nú meiri upphafningin að fara þá að álpast þessa bæjarleið, hefja sig af burstinni heima en slapplaga lækka fluginn, rétt eins og vængirnir væru fiðraðir blikki, og koma skríðandi í hlað þeirra og sláandi járna- ruslinu í skrokk sinn! Og það var rétt. Hvað ætti Dick svo sem að gera með að rýna í þann hræri- graut sem Bi'blían er? Auðvitað mundi hann tapa engu fyrr en gleðinni (Sjá þá égætu bók Söngvar frá Suðureyjum eftir Hermann Pálsson; en þar minnist hann á gleðileysi lúthersku eyjanna, trúarof- stæki — en lífsgleði á hinum kaþólsku). Því hvernig gæti öll sú undarlega og okkur fjarlæga prédikunarárátta Biblí- unnar annað en þrælkað fremur en hitt? Þú mátt, þú mátt ekki, skalt, skalt ekki! í þessari siðfræðikompu verður hver ein- asti maður drullugur. Meira en það, því það að vera óhreinn má afbera á ýmsa •lund. En hver sá maður sem speglar sig í þessari bók, er fangi. Lát okkur fá þrjú glös af írskri tónlist takk! Mér þætti ekki ólíklegt, kæru vinir, að ég mundi skríða milli kránna ein- hvern sunnudagsmongun ef ég gerðist íri, frá bjórkrá yfir í kirkju og frá kirkju til bjórkrár, eins og þið. Nei, líklega ekki sækja kirkjur, en látið ykkur ekki til hugar koma að ég yrði svo forhertur að ég færi að prédika lúthersku. Það væri glæpur við það ljóð sem þið eruð. Jafn drepleiðinlegt og ef ég setti rafmagnshá- talara í samband við sög oig tæki að skerpa með ryðgaðri gaddaþjöl í miðri Dublínborg. Hverfi ég aftur til draumsins með- an ég má. Það verður engin hugsun frjó nema í draumi. Það er að standa á Iða- velli með fullt horn í hendi — og hörp- ur og Ijóð bíða okkar í grasinu ef við erum ekki á stundinni ag slá galdur! En hvernig svo sem á stendur erum við föigur. Krúsarlögurinn bálar innra. Ef ekki í orðsins fyllstu merking þá er líf vort eilíft fyllirí. Við erum álfar, af líf- inu sjálfu drukkin, og lífið er söngur. Gleði okkar er heilagur eldur sem kynd- ir upp og lýsir lífinu. Landamæri allra vonarkvía hafa þanist út af átökum okk- ar og sli-tnað við bumbur og básún! Þá fyrst erum við orðin að mönnum. Á Iðavelli! Þótt ég hafi óbeit á bjartsýnismönnum, segi ég: Ef til vill er komið að leysingu? Ef til vill líður ekki á löngu þar til flóð- stíflurnar bresta og djúpið gýs fram? Ef til vill verður hafinu, sem hefur verið að rjúka yfir ströndina ár eftir ár, að ætlun sinni? Til þessa hefur það ekki gengið upp á ströndina, heldur af óbeit- arblandinni miskunn við okkur sefað máttugan harminn 1 brjósíl nvrS þvl að lemja hamrana við dyr okkar. Aðeins grunurinn vakir: Brátt muni voldugur andi þess ekki lengur aðeins slá gráum hærunum yfir landið heldur hvolfast yfir það, hinn tröllaukni andi, og sópa burt óþverranum og rotnuninni, lemstra og lúskra, dýfa skækjunni svo duglega I fárið að yfir ljúki, án þess um nokkur igrið verði að ræða, nema fyrir okkur, hin örfáu sem enn erum fögur, nú með lútur okkar, dansandi og tryllt á hæstu fjöllum! Að minnsta kosti hlýtur hafið að vaka, endalaus fjalldjúpur söngurinn, það sem aldrei staðnar. Það getur ekki verið svo miskunnarlaust að skilja okkur eftir strípuð og volandi á ströndinni! E g get ekki annað en brosaö að því, hve Dick var mikill lítill maður. Ég get ekki annað en brosag að hugsa til þess hve hann var smár og mikill maður í veiklyndi. Hve marga daga og vikur ætlaði Dick að leysa út gleraugu og tennur sem fyrir löngu var búið að smíða. Hve margar vik urnar vorum við að. lifa lífinu án þesa Dick myndi eftir að leysa þær út. Ó, þetta tann- og gleraugnavandamál varð að mörgum kát'broslegum stundum. Og aldrei hef ég verið hamingjusamari, jafnvel þótt ég yrði svo fátækur að ég neyddist til ag stela úr herberginu mínu að 7 Josephine Avenue í febrúar, kodd- um og teppum, og færi með það til veð- lánara til að fá út á það peninga, olíu- ofnihn hennar Lúlú, sem líklega er þar enn, og pennann minn, allt sem veðlán- arinn tók á annað borð. Við töluðum saman á barnum um loft- kastala og skýjaborgir í lengri tíma, gleymdum okkur gersamlega þar til klukkuna vantar ekki nema nokkrar mín útur í brottferðina. Engu munaði að ég missti af ferjunni. Við út með þag sama, orðlaus og döpur, stöðvum bíl og ökum niður árbakkann. Öðru hverju er verið að skjóta fram setningum, en það er eins og búi tregi árs og daga undir þeim. Nú er stundin runnin upp! Ég stend uppi á þiljum og veifa þeim. Ég stend þar þegar skipið siglir frá bakkanum og mæni til þeirra, og lengi eftir að þau hafa gengið inn í skýlið og eitthvað út á götur og inn í borg. Og síð- an horfi ég á lága ströndina, frland, með an til þess sést. Kinnar mínar flóa í tár- um, augu mín eru full af sársauka. Betra það gerðist ekki meðan þau sáu til. Og ég stend þarna einn á háþiljum, drukk- inn og dapur. ■ Nei, þarna er maður að horfa á strönd ina, og hann er dapur. Ég gef mig á tal við hann. Hann er á leið tilAmeríku með viðkomu á Englandi. Hvað ég héldi um Ameríku, að búa þar? Ég segist halda að Ameríka sé ágæt, þótt mér fyndist nokk- uð öfugsnúið að írar færu úr landi í at- vinnuleit en enskir og þýskir milljóna- mæringar væru fluttir inn til að reisa á frlandi maskínuveldi í alls konar mynd og breyta fólkinu úr Mózörtum í til- finningalausa rudda. Má ég ekki bjóða þér í glas niðri á bar? spurði ég, og við fórum niður á bar þar sem landar hans voru að drekka, segja sögur og syngja. Skrítið ef ég á ekki framar að blanda geði við íra, eftir þennan dag. 1111 Ótrúlegt. Hvert er förinni heitið? Hvert er ég í raun og veru að fara? Er það ekki glæpsamlegt að fara saknandi frá kærri strönd eitthvað út í suddalegan busk- ann? Hvert er förinni heitið? Ég er á leið til norðursins I kuldann, huigsaði ég. Til að deyja. Ég er á leið til lands þar sem húsin eru hlý, en þar sem tilfinningarnar frjósa og mem koma ekki upp orði. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSIþJS 26. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.