Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1964, Blaðsíða 12
Sandfell / Öræfasveit Framihald af bls. 1 3546, og er enn talinn þar 1576, en síðar var hann í Bjarnanesi. í neðanmálsgrein við mann þenna í prestatalinu stendur: .... „hefur Gissur biskup byggt Jóni Eiríkssyni Sandfell um næstu 3 ár, og hefur þá e.t.v. séra Jón bróðir biskups haft enn veitingu fyrir kallinu, enda fær hann Stafafell ekki fyrr en 1544, en séra Jón Eiríksson þjónað kallinu í umboði hins.“ 7. Eiríkur Sveinsson. Hann er orðinn prestur að Sandfelli 1564, og getur hans þar í máldögum um 1602. 8. Jón Ólafsson. Foreldrar taldir vera séra Ólafur Guðmundsson skáld á Sauðanesi og fyrri kona hans, Ólöf Magnúsdóttir prests í Eyjafirði, Einars- sonar. HefurJíklega verið aðstoðarprest ur séra Gissurar Jónssonar að Stafa- felli 1611—’15, en hefur svo fengið Sand- fell og haldið því til æviloka 1635. Kona hans var Helga Bjarnadóttir, ekkja séra Gissurar á Stafafelli. 9. Guðmundur Guðmundsson, ólafsson ar í Einholti, og konu hans Elínar (eða Iðunnar). Hann var fyrst aðstoðarprest- ur föður síns að aðstoðaði einnig föður- bróður sinn, séra Ketil ólafsson, á Kálfa fellsstað, í embættisverkum. 1633 var hann kvaddur af biskupi til að þjóna Berufjarðarþingum, og 1635 ætlaði biskup honum að taka við Þvottá, en hann fór þangað aldrei, því þá kusu öræfingar hann sér til prests, og flutt- ist hann þá að Sandfelli í næstu fardög- um. Hann átti barn á lausaleik um 1638, líklega í Öræfum, en það virðist ekki hafa kostað hann hempuna, eða hann hefur fengið uppreisn, því 1645 fékk hann Hof í Álftafirði og hélt því til æviloka. 10. Þorleifur Magnússon. Vita menn það fyrst um hann, að hann hafi verið prestur í Meðallandslþingum, og lenti þar í skærum við sóknarmenn, svo að þeir afsögðu hann sem prest Og hótuðu að kæra hann, en málstaður hans var svo illur, að prestur treystist ekki til annars en leggja niður prestskap. Þetta var árið 1626.'Lenti hann svo á hrakningi með konu og börn, og vildi enginn söfn- uður við honum taka sem presti, svo ófagurt orð fór af honum. Þá er Gísli Oddsson var kosinn til biskups 1631, lét hann sér'mjög annt um að koma séra Þorleifi einhvers staðar að, og fyrir inni legan bænastað hans létu þeir feðgar, Þorsteinn sýslumaður Magnússon á Þykkvabæjarklaustri og synir hans, Hákon og Magnús, tilleiðast að taka séra Þorleif fyrir kiausturprest, en honum var einnig falið að þjóna Ásum með öðrum presti, þar til Ásar yrðu veittir. Bjó séra Þorleifur að Mýrum meðan hann þjónaði Þykkvabæjarklaustri, en sú þjónusta gekk nokkuð hrumult. Vildu þeir feðgar, Þorsteinn sýslumaður og synir hans, losna við hann og hótuðu að afsegja hann, ef hann yrði ekki látinn fara burtu. Báðu þeir biskup að koma honum að Sandfelli eftir lát séra Jóns ólafssonar 1635, og séra Þorleifur vildi gjarnan þangað komast, en öræfingar þverneituðu að veita honum viðtöku, og flýttu sér að kalla til prests séra Guðmund Guðmundsson í Berufirði. Sat því séra Þorleifur kyrr sem klaustur- prestur. Komst hann skömmu síðar í ófagurt mál við Magnús Jónsson, sam- býlismann sinn á Mýrum. Hafði prestur fiogizt á við hann á Kyndilmessu 1635, er Magnús vildi skila af sér vetrungi, er hann hafði í fóðri fyrir prest, en hann skammyrti Magnús og ógnaði honum með fjósrekunni. Héldust þeir fyrst á um hana, en svo rak prestur Magnús undir sig og lék hann illa, hnykkti í skegg hans fram og aftur, og barði hann svo að blæddi úr. Kærði Magnús svo séra Þorleif fyrir sýslumanni. Eru málsúrslit ókunn, en talið víst, að hann hafi orðið fyrir allháum sektum. Úr því fór að styttast vera hans á Mýrum, því að um 1640 virðist hann hafa orðið prestur á Sandfelli..... Lenti séra Þorleifur þar brátt í ófriði, því að í vísitazíu Brynjólfs biskups í Sandfelli lð. sept. 1641, sættist séra Þorleifur við sóknar- mann sinn, Sigmund Jónsson á Stafa- felli, en þetta varð ekki nema stundar- friður, því að í næstu vísitazíu biskups 1645, kærði prestur Sigmund fyrir tí- undar- og heytollahald, en biskup á- minnti þá séra Þorleif um „kristilegan, kennimannlegan, siðsaman og friðsaman lifnað“. En skömmu síðar kærði einn sóknarmaður prest, Árni Eiríksson, að prestur hefði flogið á hann, barið hann og troðið mat hans undir fótum sér . . . Kom þetta fyrir allsherjarprestastefnu á Þingvöllum 30. júní 1647. Fékk séra Þor- leifur þar stranga áminningu um „að varast það óendanlega og óhæfilega slark, agg og þrátt“, sem hann sé svo illræmdur fyrir um land allt, þar sem nafn hans sé kunnugt. En lítið batnaði hegðun prests við þetta, og varð biskup enn að nýju í vísitazíu sinni í Sandfelli 21. sept. 1654, að áminna hann alvarlega, „að varast hrips og gripdeildir, aðtektir og illlyndi“, en leggja af í elii sinni alla úlfúð og óspektir, og umgangast sóknar- fólkið og aðra friðsamlega, og því lofaði séra Þorleifur með handsölum, og gerðist þá sætt milli séra Þorleifs og Skaftafells- manna út af landamerkjum og lands- nytjum. En prestur gleymdi skjótt loforð um sínum við biskup, því að ári síðar (i sept 1655) réðst hann á einn sóknar- mann sinn, Sigurð Jónsson á Hofi í Öræfum, þar sem hann stóð við slátt, þreif í hálsklút hans og herti að, svo að Sigurði lá við köfnun og féll til jarðar, en er hann stóð upp, þreif prestur af honum orfið og lamdi hann með orf- hælnum högg mikið í höfuðið, svo að Sigurður féll aftur. Kærði Sigurður þetta þegar fyrir biskupi, er reiddist presti, þessum „gamla syndara“, er hann kallaði ,og skipaði héraðsprófasti að rann saka málið og dæma í því. En 15 sóknar menn séra Þorleifs gáfu honum þann vitnisburð (27. apri]*1656) að hann „hafi verið þar á meðal þeirra ófriðsamur, reiðinn, baráttusamur, ill-lyndur maður, auðsýnandi sig með ofsa og áflogum, einnig með þeim munnsöfnuði, sem prest manni ekki sómdi, og þó áminntur verið hafi af sínu yfirvaldi, ekki bót né betran gert á sinni skikkan“. Og afsögðu þeir að hafa hann lengur fyrir prest. Var hann nú dæmdur frá stað, em- bætti og öllum prestlegum heiðri .... Vildi biskup láta reka hann frá Sand- felli þegar um haustið, því að annars mundi nýrrar úlfúðar af honum að vænta við prest þann, er þangað kæmi, og fór biskup ómjúkum orðum um séra Þorleif í bréfinu til prófasts, og kallar hann „trássugan skálk“, er alla sína daga hafi beitt sífelldum ofstopa við meiri menn og minni ,og stöðugt farið dag- versnandi af einni áminningu til ann- arrar o.s.frv. En prófastur leyfði samt séra Þorleifi að vera kyrrum í Sand- felli veturinn 1656—’57 og rættist þá brátt það er biskup spáði, því að séra Þor- leifur ýfðist þegar við séra Gísla Finn- bogason er til Sandfells var vígður um haustið, vildi ekki vera til altaris hjá honum, þóttist ekki skilja kenningar hans og kenndi honum um draugagang í Sandfelli uin veturinn 1657. En svo fluttu þau séra Þorieifur og Þuríður kona hans úr Öræfum 1658 austur í Hornafjörð, líklega til tengdasonar síns. Nikulásar Guðmundssonar prests í Ein- holti ólafssonar, er átti Guðrúnu, dóttur þeirra..... Ekkert gat séra Þorleifur sannað af kærum sínum á séra Gísla og þorði ekki heldur að standa við á- burð sinn um draugaganginn............ Sættust þeir séra Þorleifur og séra Gísli, að viðstöddum biskupi, á Hofi í öræfum 21. sept. 1660. En fyrir vanrækslu á altarisgöngu í 2% ár, urðu þau hjón að sæta opinberri áminningu og leynilegri aflausn. Lýkur hér að segja frá þessum ein- kennilega óeirðasegg í prestastétt, sem virðíst hafa verið meðal hinna allra lök- ustu Guðsorðsþjóna fyrr og síðar hér á landi. (Útdráttur úr Blöndu IV, 97—102). 11. Gísli Finnhogason, f. um 1632. Sonur séra Finnboga Gíslasonar að Felli í Mýrdal. Hann vígðist 16. nóv. 1656 prestur að Sandfelli. Lenti honum þegar saman við fyrirrennara sinn, séra Þor- leif Magnússon er afsettur hafði verið. Hann var prestur að Sandfelli til dauða dags, mjög fátækur, en fékk þó styrk nokkum 1676, með því að svo taldist til, að preststekjur hans væri aðeins 1 hundr að og 58 álnir (á landsvísu) og átti hann þá ellefu böm innan tvítugs. Rit- gerð er til eftir hann um byggð í Öræf- um. Hann dó á Sandfelli 1703. Kona hans var Guðrún Sigvaldadóttir. Em- bættisár 46. Sú er sögn, að séra Gísli hafi verið í vinfengi við tröllkonu eina, sem bjó þar í fjallinu. Eitt sinn er hann snemma morguns reið til rekafjöru sinnar, mætti hann henni; hún hafði farið það fyrr á fætur að hún var á heimleið með hvalkálf í fanginu; átaldi hann hana held ur fyrir að taka af rekanum, en hún svaraði: Nóg er eftir handa þér, svarti Gísli, því þú hefur allan hvalinn, en kálfinn dró ég úr burðarliðnum. Skildu þau svo í fullri sátt. En nafngift skess- unnar festist við prestinn, og var hann síðan kallaður svarti Gísli. 12. Þórður Guðmundsson, f. um 1680. Hann var sonur Guðmundar lögréttu- manns Þórðarsonar að Sævarhólum í Suðursveit og prests að ICálfafelli á Síðu og síðari konu Guðmundar lögréttu- manns, Guðrúnar ísleifsdóttur að Höfða brekku, Magnússonar, Eiríkssonar. Séra Þórður vígðist 1703, og tók Sandfell sama árið, en þar var hann prestur þar til hann dó í Stórubólu 1707, 30 ára gam- all. Kona hans var: Sigríður Björns- dóttir á Geithellum, Magnússonar, Höskuldssonar. Hún dó einnig 1707. Son- ur þeirra var séra Jón Þórðarson á Reynivöllum. 13. Runólfur Hinriksson. Foreldrar hans voru: Hinrik Jónsson í Hlíð í Lóni og kona hans Valgerður Bessadóttir. Hann fékk Sandfell 1708 og Skorrastað 1723. Virðist því hafa haft Sandfell í 15 ár. Hann var hagmæltur. Kona hane var: Sigríður Eyjólfsdóttir frá Brunna- stöðum, Árnasonar. Varð löng rekistefna um þetta hjónaband með því að séra Runólfur hafði verið lofaður danskri þjónustustúlku hjá landfógela Beyer. Þau áttu margt barna. SVIPMYND Framhald af bls. 2 sama hátt og afkomandi hans í fjórða lið gerir nú. Filippus prins er sífellt að árétta þetta. Heimsókn hans til íslands var eitt dæmi: hann getur farið í opinbera heimsókn með miklu minna fylgdarliði og minni viðhöfn en drottningin gæti nokkurn tíma gert E ins og við var að búast hafa ferð- ir hans og fjarvistir erlendis vakið þann orðróm, að hann sé „ekki maður heim- ilisins”. En þess ber að gæta, að í hrað- -íleygum nútímanum er vettvangur þess konar sendiherra miklu víðtækari en áður var. Heimilið er honum jafnan eft- irsóknarvert athvarf, og hann reynir að eyða öllum frítíma sínum með fjölskyld- unni. Póló og siglingar eru helzta afþrey- ing hertogans. Bæði hann og drottning- in hafa mikið yndi af að taka mynd- ir. Fyrir tveimur árum kom út bók með fuglamyndum, sem Filippus hafði tekið. Það má því gera ráð fyrir, að heimsókn hans til íslands hafi verið honum til ánægju, þó hún væri líka þáttur í þeim skyldum, sem lífshlutverk hans leggur honum á herðar. SMÁSAG/ '1 Framhald af bls. 3 tók þau. Þau stóðust. Þau glímdu við hið illa eins og Jakob við engil Guðs og hrðsuðu sigri að lokum. Harmþrung- in en stolt í sakleysi sínu skildust þau. Þau lögðu fram fyrir Guð eins og fórn vonir sínar um hamingju, lífsgleði og fegurð heimsins. B uth hafði elskað svo heitt, að aldrei mundi hún elska framar, og með steinrunnið hjarta sneri hún sér að Guði og góðum verkum. Hún var óþreytandi. Hún annaðist sjúka og lagði fátækum lið. Hún kom á fót munaðarleysingja- hælum og veitti forstöðu góðgerðastofn- unum. Og smám saman hvarf henni feg- urðin, sem hún hirti ekki lengur um, og svipurinn varð eins harður og hjartað. Trú hennar einkenndu ofsi og þröng- sýni; jafnvel gæzka hennar var grimm- úðleg, sökum þess að hún var grundvöll- uð á skynsemi en ekki kærleika; hún fylltist drottnunargirni, umburðarleysi og hefndarþorsta. Og John, bugaður en skapillur og reið ur, dróst áfram hin löngu, þreytandi ár og beið þess, að dauðinn leysti hann. Lífið hafði ekkert að bjóða honum lengur; hann hafði lagt til atlögu og sigrandi verið sigraður; hin eina til- finning, sem eftir lifði, var hið stöðuga, ieynda hatur á eiginkonunni. Hann var henni góður og hugulsamur; hann gerði allt það, er vænta má af manni, sem er kristinn og hátlprúður. Hann gerði skyldu sína. Mary, góð, trú og (það verður að játa) afbragðs eigihkona, lét sér aldrei í hug koma að ávíta mann sinn fyrir þá vitfirring, sem hafði grip- ið hann; en samt gat bún ekki fyrirgef- ið honum, hverju hann hafði fórnað bennar vegna. Hún gerðist úrill og nöld ursöm. Þó að hún hataði sjálfa sig fyrir það, gat hún ekki stillt sig um að segja ýmislagt, sem hún vissi, að mundi særa hann. Hún hefði fús'.ega gefið líf sitt fyrir hann, en hún gat ekki þolað, að hann nyti augnabliks- ánægju, á meðan hún var svo óham- ingjusöm, að hún hafði óskað sér dauða hundrað sinnum. Jæja, nú var hún dáin og þau einnig; b’fið hafði verið grátt og tilbreytjngarlaust en það var Jiðið; þau höfðu ekki syndgað og nú var kom ið að því, að þau hrepptu sín laun. au luku máli sínu og þögn ríkti. Það ríkti bögn í ölJum forgörðum himnaríkis. Farið til vítis, voru þau orð, sem komu fram á varir hins Ei- 1ífa. en hann mælti þau ekki, því að í samræðum vekja þau vissar hugmynd- ir, sem hann áleit, og með réttu, ósam- rýmanlegar hátíðleik stundarinnar. Slík ur úrskurður hefði hreint ekki heldur hæft málsatvikum. En svipur hans varð þungbúinn. Hann spurði sjálfan sig, hvort það hefði verið í þessum til- gangi, að hann lét sólina heJla geLslum sínum yfir víðáttur hafanna og snióinn g'itra á tindum fjallanna; var það fyr- ir þetta, sem lækimir sungu svo fiör- lega á hraðri ferð sinni niður fjallahlið- arnar og gullin maíöxin bærðust í kvöld golunni? „Það hvarflar stundum að mér**, mælti hinn Eilífi, „að stjörnurnar ljóma aldrei skærar en þá, er þær speglast I óhreinu vatni skurðarins við vegbrún- ina.“ En skuggarnir þrír stóðu fyrir framan hann, og nú, er þeir höfðu lokið sinni dapurlegu frásögn, fór ekki hjá því, að þeir fyndu til nokkurrar sjálfsá- nægju Baráttan hafði verið erfið en þeir höfðu gert skyldu sína. Hinn Ei- lííi blés laust eins og maður, sem slekk ur loga á eldspýtu, og sjá! Þar sem vesalings sálirnar þrjár höfðu staðið —. var ekkert. Hinn Eilífi afmáði þær. „Ég hef oft undrazt, að menn skuli halda, að ég láti mig miklu varða víxl- spor þeirra á vegum ástarjnnar,“ mælti hann. „Ef þeir læsu verk min af meiri athygli, sæju þeir, að ég hef einmitt ávallt tekið vægt á þeirri tegund mann- legs breyskleika.“ ( 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.