Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Blaðsíða 2
 rsviPi LMVNDj Hinn 1. ágúst síðastliðinn tók við störfum nýr fram- kvæm dastj óri Atlantshaf sbanda- lagsins, ítalinn Manlio Brosio, sem vai' til skamms tíma sendiherra lands síns í París. Brosio er fjórði maðurinn sem gegnir embætti fram kvæmdastjórans. Fyrirrennarar hans voru þeir Ismay lávarður, sem gegndi starfinu á árunum 1952- 1957, Paul-Henri Spaak, núverandi utanríkisráðherra Belgíu, sem var framkvæmdastjóri 1957-1961, og nú síðustu þrjú árin Hollendingurinn Dirk Stikker. Stikker var um skeið sendiherra Hollands á íslandi og kynntist þá allnáið landi og þjóð. Orsakir þess að hann lét af starfi framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins munu fyrst og fremst hafa verið heilsufarslegar. í kveðjuheimsókn sirmi hingað til lands fyrir nokkr- um vikum komst hann í því sam- bandi meðal annars svo að orði við íslenzka fréttamenn: „Þið skuluð ekki halda, að ég sé þungt haldinn af veikindum, þó ég hafi kosið að láta nú af störfum. Sannleikurinn er miklu fremur sá, að jafnframt því sem staða framkvæmdastjórans er mjög heillandi starf, þá krefst hún óvenjulega mikillar starfsorku. Ég hef ævinlega lagt höfuðáherzlu á að kynna mér málin ofan í kjölinn sjálfur. Og eigi slíkt að takast, er starfsdagur framkvæmdastjórans aldrei skemmri en 14 klukkustund- ir á sólarhring, jafnt helga daga sem virka. Og þau þrjú ár, sem ég hef gegnt starfinu, hefur aldrei gefizt tóm til hvíldar. Það er þess vegna sem læknar mínir hafa nú eindregið ráðið mér til að snúa mér að einhverju „venjulegu“ starfi." Þ annig lýsti Dirk Stikker kvöð- um og starfsbyrði framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Hver er nú maðurinn sem kvaddur hefur verið til að axla þessa byrði um sinn og hafa af henni veg og vanda? Maniio Brosio fæddist í Torino á Noiður-Ítalíu árið 1897 og er því 67 ára gamall. Hann hóf nám í lögfræði við háskólann í Torino, þegar hann hafði aldur til. Fyrri heimsstyrjöid gerð' strik í reikninginn og tafði Brosio á námsbrautinni. Hann gekk um skeið á herskóla, gegndi herþjónustu og varð liðsforingi í Alpa-stórskotaliðinu, þar sem hann stóð sig með mikilli prýði og var sæmdur heiðursmerkjum fyrir vask lega framgöngu. Að heimsstyrjöldinni lokinni hvarf Brosio aftur að laganámi og lauk em- bættisprófi í þeirri grein árið 1920. Sneri hann sér þá þegar að stjórnmál- MANLIO BROSIO um og gekk í Frjálslynda flokkinn. Á þessu skeiði var valdabarátta fasista undir forustu Mussolinis byrjuð og kvíðvænlegar blikur á lofti í ítölskum stjórnmálum. ,Brosio tók höndium sam- an við andstæðinga fasista og átti virk- an þátt í aðgerðum til að hefta fram- gang þeirra — en þær báru ekki árang- ur. egar fasistum hafði vaxið fisk- ur um hrygg og þeir voru búnir að festa sig í sessi með alkunnum aðferð- um sínum, ofsóknum, útlegðardómum og launmorðum, barst Brosio dag nokk- urn viðvörun frá fasistalögreglu Musso linis: Honum voru stranglega bönnuð ÖJI frekari afskipti af stjórnmálum. Við svo búið neyddist Brosio til að leggja hendur í skaut og taka upp lög- fræðistörf að nýju. Rak hann næstu ár:.n lögfræðiskrifstofu í Torino. Jafn- framt starfi sínu hélt iiann þó stöðugu sambandi við andfasista og samtök þeirra, meðal annarra heimspekinginn víðkunna Benedetto Croce og hagfræð- inginn Ltiigi Einaudi, sem síðar varð forseti Ítalíu. E ftir að Mussolini hafði verið steypt af srtóli í júLí 1943, tók Brosio aítur upp þráðinn í Rómaborg — sem félagi í Frjálslynda flokknum. Hann starfaði ötullaga í neðanjarðarhreyfing- unni og átti jafnframt næstu tvö árin sæti í ítölsku þjóðfreLsisnefndinni. Þegar Róm var aftur orðin fullkom- lega frjáls, varð Brosio framkvæmda- stjóri Frjálsiynda flokksins, og á árinu 1944 sat hann sem ráðherra án stjórn- ardeildar í tveimur ríkisstjórnum undir forsæti Bonoinis. Árið eftir var hann uir. hríð varaforsætisráðlierra í ríkis- stjórn Parris. Síðar sama ár og fram eftir árinu 1946 gegndi hann embætti ha'-málaráðherra í fyrstu ríkisstjórn de Gasperis. egar hér var lcomið sögu, venti Brosio slnu kvæði i kross og hóf í jan- aar 1947 gtæisiiegan og margbreytilegan feril sinn í ítölsku utanríkisþjónusturmk Til marks um dugnað og velgengnl hans á þessum vettvangi má hafa það, að næstu 17 árin gegndi hann sendi- herraembættum í öllum fjórum heiztu höfuðborgum heimsins, hverri á eftir annairi: Moskvu, Lundúnum, Washing- ton og París. í Moskvu var Brosio sendiherra frá 1947 til ársloka 1951. Þar féil það með- al annars í hlut hans að semja við Rússa um friðarsamning milli landanna eftir heimsstyrjöldina, skaðabætur og heimsendingu ítalskra fanga. Einnig átti hann stóran þátt í fyrsta viðskipta- sanmingi Ítalíu og Sovétríkjanna eítir seinnj heimsstyrjöld. í Lundúnum var Brosio sendiherra á árunum 1952-1954. Þar var hann meðal annars fulltrúi Ítalíu í samningsviðræð unum um hið erfiða og viðkvæma Tri- este-vandamál og undirritaði af hálfu lends síns samkomulagið um lausn deil unnar. Sú saga gekk á sínum tixna og þótti lýsa manninum vel, að þegar Brosio kom fyrst til Lundúna hafi hann einsett sér að hitta að máli og snæða ir.eð hverjum einasta þingmanni í neðri málstofu brezka þingsins, áður en starfa tíma hans í Lundúnum lyki — en þing- mennirnir eru sem kunnugt er 630 tals ins. Ekki er annars getið en Brosio hafi staðið við þennan ásetning sinn! Frá ársbyrjun 1955 fram á mitt ár 1961 var Brosio sendiherra í Washing- ton — eða hálft sjöunda ár — en sið- ustu þrjú árin fram til mánaðamótanna júní—júlí var hann svo sendiiherra ílala í París. I. París fór það orð af 3rosio, að hann gerði strangar kröfur til samstarfs m nna sinna, bæði um vinnusemi og nákvæmni, en fyrir bvort tveggja er hani'. sjálfur kunnur. Hann er óvenju- lega mikill starfsmaður. Hann tekur daginn snemma, leikur tennis stundar- korn á hverjum morgni áður en hann heldur til skrifstofu sinnar. Þangað kemur hann venjulega um níuleytið og er þá búinn að fara yfir flest helztu heirnsblöðin, sem fáanleg eru. Meðal annars les hann „Pravda“ daglega, því hann les og talar rússnesku auk ensku, þýzku og frönsku. í störfum sendiráðs- ins er hann sagður fylgjast jafnt með stóru og smáu. Hann er talinn viðfelld- inn í umgengni, en þó formlegur, og gæddur mikilli samningslipurð. Hann er sagður túlka mál sín skýrt í fáum orð- um og vera laus við mælgi og mála- lengingar samlanda sinna. S tundvísi Brosios er viðbrugðið. „Hann hefur aldrei komið of seint til eins eða neins,“ er haft eftir einum sam starfsmanni hans — og sá hinn saml bætti við: „og enginn, sem einhvern tíma hefur orðið of seinn á fund sendi- herrans, hefur komizt hjá ádrepu.“ Það fylgir hins vegar sögunni, að Brosio sé einkar lagið að sýna mönnum sársauka- laust fram á villu síns vegar og láti samstarfsfólk sitt njóta þess hæfileika — ekki síður en aðra. Hann er vin- gjarnlegur í viðmóti og hefur til að bera góða kímnigáfu, þó hann hafi kannski ekki sífeLlt gamansögur á hratff bergi sjálfur. Framhald á bls. 12 Utgelandl: H.Í. Arvakur, UeykjavHr. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýslngar: Arni GarSar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrætl 6. Sími 22480. 2 LESBOK morgunblaðsins 27. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.