Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Blaðsíða 8
ORÆFUM 3 jj Eftir Magnús Þórarinsson Z .■IHlrtlllllllllHHHIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIHIIMIIIIIIIIHMIMIMIIMMIIMIItlHIIIMIIIIMMIMIMIIIIIIIMIIHMIIIIIIItMIMIHIIIMIMMIIIIIIIIHHmmiMllÍMM Síðasti prestur á Sandfel'i í Öræfum, séra Eiríkur Helgason, ásamt konu sinni, Önnu Elínu Oddbergsdóttur, og þremur börnum, (frá vinstri) Helga, Ingibjörgu og OddbergL SANDFELLI Sl. Jón Norðfjörð Johannessen, f. 6. okt. 1878 í Reykjavík. Foreldrar voru: Jóhann Júlíus Jóhannsson skipherra og kona hans Ingibjörg Laurina Jónsdótt- ir verzlunarmanns í Reykjavík, Norð- fjörð. Hann varð stúdent 1899, en cand. theol. 1903. Vígðist sama ár aðstoðar- prestur að Kolfreyjustað tii séra Jón- asar F. Hallgrímssonar, en var svo veitt Sandíell í Öræfum 1905 og hefir þjón- að þar í 7 ár, því 1912 var honum veitt- ur Staðastaður, Breiðabólsstaður á Skógarströnd 1923, Staðarhraun 1927, og Staður í Steingrímsfirði 1929. Fékk lausn 1941, en þó síðar settur prestur á Breiðabólsstað og þjónaði þar aft- ur í 5 ár. Hann var allvel lærður í lyfja fræði, hafði lækningaleyfi og stundaði töluvert lækningar. Hefir það komið sér vel í einmana sveitum, svo sem Öræfum, er prestarnir gátu liðsinnt nauðlíðandi sjúklingum, enda oft í fyrri daga hlaupið til prestsins sem bezta manns sveitarinnar og hartn beðinn ráða og úrlausnar á vandamálum, eins í líkamlegiun sem andlegum efnum. Honum var veitt prússneska Krónu- orðan 1908. „Fyrir hjálp við þýzka skipbrotsmenn", segir Prestaæfir. Það e_r vægt til orða tekið, því presturinn vann þrekvirki. Skeiðarársandur, sem er tugir kílómetra á hvern veg, óbyggð eyðimörk með mörgum stórum, og oft- ast ófærum vatnsföllum og sandbleyt- um, er einhver ægilegasti strandstaður ókur.nugra manna, sem á land komast og eru til átakanlegar sögur um hræði- leg afdrif strandmanna á þessum slóð- urri. Þetta vissi séra Jón og ásetti sér að afstýra voðanum að svo miklu leýti, sem í hans valdi stæði. Séra Jón hafði það að reglu að ganga á hverjum morgni upp í Sandfellið, sem prestsetrið stendur undir og ber nafn af, með kíki sinn að gá til sjáy- ar. Morgun einn í febr. 1907 eða 8 sér hann að skip er strandað. Fékk hann þá aðstoðarmann góðan og riðu þeir til sjávar. Synti séra Jón út í skipið, sem var á sandeyri spöl frá landi. Allir mennirnir voru þá komnir á land og horfnir. Þeir prestur voru svo á rjátli alla nóttina í norðan-frostbil, og má nærri geta um líðan hans, nýkomnum at sundi, á sléttum fjörukambinum er hvergi var skjóls að leita, enda hafði þetla þau eftirköst að hann varð að sigla sér til heilsubótar og dvelja á hæli um alllanga hríð. Svo fundust skipbrotsmenn er komizt höfðu í Thoms onsskýlið gamla, sem nú er eyðilagt og horfið af vatnagangi. Var þeim hjálpað um langa leið og torfarna að Núps- stað. Fyrir hjálp Öræfinga og forustu séra Jóns komust mennimir heilir og óhraktir til bæja. En óvíst gat orðið um afdrif þeirra ef enginn hefði um þá vitað og engin hjálp borizt. — Fyr- ir hugulsemina, að gá til strandaðra skipa við eyðisandinn, gaf Ditlev Thoms en honum ágætan kíki, miklu betri en þann, sem hann áður átti. Morguninn 27. febr. 1912 gekk hann upp i Sandfell, sem venja hans var, og horfði til sjávar. Sá hann þá skip statt í brimgarðinum, auðsjáanlega strandað. Hann tók þá með sér vinnumann sinn er Eyjólfur hét, víkingur í starfi. Riðu þeir um langan veg yfir vatnsföll og tcirfærur. Fundu þeir loks mennina 24, flesta vestan við Skeiðarárós, en nokkr- ir þeirra voru á sandeyri í ánni. Vissu þeir ekkert hvert halda skyldi • á þess- ari óhugnanlegu eyðimörk. Séra Jón sendi þá Eyjólf heim og að Svínafelli eftir mannhjálp og hestum en dvaldi sjálfur hjá þeim um nóttina. Gat hann fengið þá til að slá niður rekasprek 1 sandinn og breiddu segl yfir sér til skjóls. Eyjólfur kom um morguninn með menn og 30 hesta. Komust svo allir heim þó erfiðlega gengi, því marg- ir kunnu ekki að sitja hest. Tók prestur inn 12 í sitt hús en 12 gistu að Svína- felli (Þess má geta að sömu nótt og strandmennirnir komu heim að Sand- felli lagðist kona hans á sæng og eign- uðust þau dóttur).-í tvær vikur dvöldu þeir á þessum bæjum, unz þeir voru fluttir til Reykjavíkur. Fylgdi prestur- inn þeim þangað og kvaddi þá í franska spítelanum við Lindargötu. Öskráð er ánægja prestsins yfir vel unnu verki og þakkir þeirra er góðverksins nutu. (Um allt þetta má lesa nánar í vel ritaðri grein eftir hann sjálfan í bl. „Akranes“ 1-3 1956). Fyrir árvekni og afrek séra Jóns í þessu tilfelli var honum á sama ári veitt franska björgunarmedalían úr gulli. Er hann eini íslendingurinn sem hana hefir hlotið. Bæði heiðursmerkin veittust honum á Sandfellsárum hans. Kona hans var Þuríður Filippusdótt- ir óðalsbónda í Gufunesi, Filippussonar. Húr. lézt 1936. 32. Gísli Kjartansson, f. 8. júlí 1869 að Ytri Skógum undir Eyjafjöllum (al- bróðir séra Kjartans fyrrverandi prests á Staðastað) varð stúdent 1890, en cand theol. 1892. Fékk Eyvindarhóla 1893, Mýrdalsþing 1895, en lausn sakir heilsubrests 1903. Séra Gísli var þá settur prestur á Sandfelli 1912. Hann mur. hafa verið góður klerkur, og er prestar sóttu um kallið, sinntu Öræf- ingai því ekki en vildu hafa séra Gísla og engan annan. Var honum þá veitt Sandfell 1913, en fékk aftur lausn 1916. Hann hefir þvi þjónað Öræfum í 4 ár. Hann lézt að Skaftafelli 12. sept. 1921. Kona hans var Guðbjörg Guðmunds- dóttir bónda og kaupinanns á Háeyri, ísleifssonar. 33. Kjartan Kjartansson, albróðir séra Gísla, var settur prestur í Öræfum 1917-18. -Hann bjó á Svínafelli. Var nú prestslaust að Sandfelli um eins árs skeið, en kallinu þjónað af séra Pétri Jónssyni presti að Kálfafells stað í Suðursveit. — Er þá komið ‘ að síðasta presti á Sandfelli, en það var: 34. Eiríkur Helgason, f. 16. febr. 1892 á Eiðá á Seltjarnarnesi, sonur Helga bónda þar, Árnasonar og Kristínar konu hans Eiríksdóttur bónda á Eiði, ,Bjarna- sonar. Hann varð stúdent 1914, cand. theci. 1918 og vígðist til Sandfells sama ár, fyrst settur, en veitt kallið 11. nóv. það ár. Hann þjónaði Öræfum í 13 ár ÞRIÐJI HLUTI eða til 1931. f skólanefnd var hann þar og deildarstjóri Kaupfélagsins. Kona hans var Anna Elín Oddbergsdóttir, bónda í Bakkakoti á Seltjarnarnesi, Oddssonar frá Harðbala í Kjós, Hall- dórssonar. Um leið og séra Eiríkur Helgason fékk Bjarnanes, fllutti síðasti prestur frá SandfellL Hefir síðan enginn þjón- andi prestur verið búsettur í Öræfum, en Hofskirkju, sem nú er ein eftir þar í sveit, þjónað af nágrannaprestum, eirikum frá Bjarnanesi og Kálfafells- stað í Suðursveit. Ætíð hefir verið torfkirkja að Sand- felli. Ég hefi í höndum lista yfir sjóð kirkjunnar á nokkrum árum frá 1853 fram yfir aldamót. Munu það ekki þykja sláandi tölur nú á tíma: 1853 átti kirkjan í sjóði 24 ríkisdali 67 skildinga. 1857 átti kirkjan I sjóði 39 ríkisdali 63 skildinga. 1864 var hún uppbyggð úr torfi. 1877 er hún talin í bærilegu standi með 145 kr.* í sjóði. 1883 var hún uppbyggð úr torfi. 1887 var hún í umsjón prestsins í dá- góðu standi en 162 kr. skuld. 1903 átti hún í Kirknasjóði 51 kr. 03 aura. 1906 átti hún í Kirknasjóði 57 kr. 03 aura. 1907 átti hún í Kirknasjóði 59 kr. og 27 aura. Kirkjugarðurinn er umgirtur garðL hlöðnum af torfi og steinum, ennþá vel stæðilegur, alsettur ílöngum þúfum, sem vera ber. Þar sá ég tvo legsteina. annan yfir hjónurn frá Svínafelli, Jóni Sigurðssyni og Rannveigu Runólfsdótt- ur, hinn yfir Sigurði Lárussyni, 26 ár» gömlum, einnig frá Svínafelli, grafinu 1950. Mun hann vera hin'n siiðasti jarð- settui þar. Er því kirkjugarðurinn af- lagður, með því að eigi er þar kirkja og ekki heldur búið í húsunum. Kirkjan stóð í miðjum garðinum. Eftir að hún var rifin var klukka fest á staur á kirkjustaðinn. Var klukkan notuð við jarðarfarirnar. Annað er ekki eftir. íbúðarhúsið, er séra Eiríkur Helgason byggði 1921, stendur norðan við kirkju garðinn. Eru það tvö hús samstæð með hvítmáluðum þiljum og laglegum glugg um. Torfveggur er á suðurhlið og torf þekja á báðum _húsum, en járn mun ver^ undir torfinu. Bæði eru húsin porfc byggð með sexrúðu loftsgluggum, sýni- lega góð til íveru og vel unnt að ‘hafa þar glaðar stundir með góðu fólkL Neðri hæð suðurhússins er stór og skemmtileg stofa og inn af henni svefnherbergi gott og eld- hús. Norðurhúsið sýnist vera fyr- ir geymslur og allskonar búsýslu. Ekkert var þar inni nema í stofunni gamall stóll á einum fæti. Var þar kúla á setunni er laut skyldi vera og fúkka- lykt, sem jafnan er í eyðibýlum. Sandfell er góð bújörð, jafnvel bezta jörðin í sveitinni, einktum fyrir sauðfé, það ber flestum saman um. Auk hinn- ar góðu bújarðar átti prestsetrið alla fuglaveiði og eggjatekju í Ingólfshöfða, tvo þriðju af grasnyt þar og rekafjör- ur stórar er lágu við ósa Skeiðarár, seg- ir Ferðabk Sveins Pálssonar. Fjör- urnar eru þó nú í þrennu lagi. Beggja megin við Ingólfshöfða, þó ekki næst höfoanum að vestan, og Bakkafjara milli Hnappavalla og Kvískerjafjöru. „Við högnuðumst þar allir“, segir gam- all Sandfellsprestur, en sá er galli á góðri jörð, að svo þýtur stundum nið- ur úr skörðunum, að upp rífur sand og steina, sem eyðileggur túnið og brýt- ur glugga í húsum, verður því að hafa hlera til að skjóta fyrir gluggana ef von er á slíkri sendingu. Fyrir kom að steinar flugu inn um kórgluggann á kirkjunni og -gjörðu messufall um hríð, þvi ekki var auðhlaupið í næstu búð eftir gleri. Eftir burtför séra Eiríks Helgasonar var Sandfell í eyði eitt _ár, en nytjað af öðrum. Árið 1932-33 bjuggu þar Jón Bjarnason og Þórhalli Jónsson, hálf- bræður, ættaðir úr Öraafum. 1933-35 bjó þar Sveinn Einarsson móti Jóni Bjarriasýni. En 1935 varð Runólfur Jónsson frá Svínafelli mótbýlismaður Jóns Bj arnasonar á Sandfelli. Var Run- ólfur hreppstjóri Öræfinga um 9 ár á Sandíellsárum sínum og mörgum öðr- um trúnaðarstörfum gegndi hann þar í sveit. 1945 fluttu báðir bændurnir frá Sandíelli og hefir gamla prestsetrið i auðr legið síðan, nema túnið var nytj- að frá Svínafelli fyrstu árin, eða til 1948, en er nú nytjað af Hofsbændum. Á síðustu árunum fyrir 1912 var Sandfellskirkja komin að falli og þurfti endurnýjunar við. Mun þá sú hugsun Framhald á bls. 13 * (Myntbreytingin var 1874). g LESBOK MORGUNBLAÐSINS 27. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.