Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Side 12
/ UPPHAFI Framhald af bls. 4 frv. En Holger Petersen svaraði: „Jeg spiller det heldigste for anledningen", og sneri sem fljótast um frá Brahms yfir í valsinn úr „Den glade enke“. Og J>á fóru svo margir að rauia með, að ölium hernaðaraðgerðum var gleymt í bili. Daginn eftir fór Finsen frá Höfn, áieiöís til íslands um London. Við höfð- um verið að dóla skeytum til Moggans undsnfarna daga, og nú sat ég einn eltir með alla mina „instruksa“. Ég gekk daglega upp á símstöðina í Kaup- Vilhjálmur Finsen mangaragötu og hafði, auk efnisins sem ég hafði krotað niður heima hjá mér, í töskunni minni dansk-enska orðabók. Stríðið var komið í algleyming, enska ntskoðunin krafðist þess að öll frétta- skeyíi til íslands væri send á ensku. Mér létti mikið þegar ég einn góðan veðurdag fékk skeyti frá Finsen: „Stop wr'ing, got connection Reuter“ (hættu að símr, við höfum fengið samband við Reuter — heimsfréttastofuna í Lond- on). Ég varð eiginlega mjög feginn, og hætti strax’að ganga með ensku orða- bókina mína í töskunni. Ég hafði far- ið af Garði haustið áður og flutt mig út í Reyrhólmsgötu, í herbergi sem íslenzk húsmóðir úr Svefneyjum á Breiðafirði réð yfir. En eftir það kom maður oft á Garð (Regensen), til þess að hitta landa. Svo var það eitt kvöldið, undir Lind- inn á Garði, að danskur kunningi kem- ur þar askvaðandi inn og er kominn í dátaeinkennisbúning og segir óðamála: „Gi mig en Tuborg. Jeg skal ombord i „Beskytteren" om en times tid. Til Færöerne. Det skal være nogen Eng- elskmænd deroppe.“ Ungur landsmaður, enn óforframað- ur í Hafnardönsku, spurði þá: „Ja, De slcal jage dem væk frá Færöerne. Skal De ikke drive dem bort fra Isiand pá samme turen — Engelskmændene? — Men, sig mig — skulde det ikke være sikrfcre for Dem S livtrygge Dem, for- ud?“ Aliir hlógu. Áður höfðu þeir brosað að mikillæti Danans, sem talaði eins og allt væri í lagi, ef strandvarnarskip- ið kæmi og ræki enska flotann frá Fæieyjum og íslandi. En nú hlógu all- ir að misteknu íslenzku orði, sem þýð- ir: að tryggja líf. í Noregi hefði mein- ing orðsins varla misskilizt. Héi skilst ég við þetta mál. Næst komu gróðabrallstiiraunir ýmsra, m.a. byggðar á því að selja Þjóðverjum „gull achs“, sem á að heita ungverskur kjöt- réttur, en í niðursoðna matnum, sem ýms smámenni græddu á, voru 70-85% — kartöflur. Skúli Skúlason. SVIPMYND Framhald af bls. 2 Brosio er grannholda og hávaxinn maður, gengur teinréttur og ber tæpa sjö áratugi mjög vel — lítur út fyrir að vera talsvert yngri en hann raun- verulega er. Má vafalaust að nokkru þakka það tennisiðkunum hans. Hann er kvæntur, og heitir kona hans Clot- hilde. Þau gengu í hjónaband 1936. Brosio-hjónin lifa kyrrlátu lífi, eru lít- ið gefin fyrir samkvæmislífið, þó þau ræki skyldur sínar á þeim vettvangi, en hafa hins vegar mikla ánægju af leik- húsferðum. IVJ anlio Brosio er minna þekktur, þegar hann tekur við starfi fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbandalags- ins, en fyrirrennarar hans voru, þegar þeir tóku við embættinu. Þó eru vanda- málin í sambandi við starfið að mörgu leyti flóknari og erfiðari viðfangs en áður, reyna meir á samningslipurð og framrýni framkvæmdastjórans. Er það samdóma álit þeirra, sem til þekkja, að Brosio sé líklegur til að verða þessum vanda vaxinn sökum mikillar reynslu og góðra gáfna. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir því, að framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins væri jafnan brezkur, þar seru yfirhershöfðinginn yrði jafnan bandarískur og aðalstöðvarnar staðsett- ar í Frakklandi. Bretar gáfu þetta eft- ir vegna Spaaks á sínum tíma og hafa ekki átt völ á embættinu síðan. Nú þótti viðeigandi að framkvæmdastjór- inn kæmi frá einhverju ríki Efnahags- bandalags Evrópu, og kom þá helzt ít- ah til greina, þar sem Belgíumaður og Hollendingur höfðu þegar gegnt em- bættinu og Vestur-Þjóðverji þótti ekki koma til greina að sinni. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 hveríisins, og seinna um daginn byggði hann sér nýtt fjós fyrir átján feitar köngla-kýr. En stóri bróðirinn var í prammanum sínum. Hann komst um borð í skipið og öðlaðist nýjan fróðleik. Nú orðið varð honum ekki á að hugsa um hallir og prinsessur, þegar hann horfði á skip ið ljósum prýtt í hálfrökkri sumarnæt- urirnar; hann hugsaði um stríðið; hann hugsoði sér skipið sem ósigrandi, eld- spúandi bákn á svörtu hafi undir nið- dimmum himni. Og ef það færist myndu lúðrar verða þeyttir á meðan það væri að sökkva í hafið og aivarlegir menn myrdu standa á þilfari þess í púðurreyk og eldi, og þeir myndu votta fána sín- um virðingu, með því að halda hend- inni upp að húfuskyggninu. Meðan skip ið lá þarna á firðinum var hjarta þessa stóra drengs vettvangur mikilla fram- tíðardrauma. í þetta sinn sigldi skipið burt um miðjan dag og fjarlægðin til strandarinnar hinumegin við fjörðinn virtist hafa aukizt frá því sem áður var, þegar það hvarf á brott. En að nokkrum dögum liðnum var allt kom- ið í samt lag aftur. V orið var liðið og sumarið setzt að völdum, og einn góðan veðurdag lá þriðja skipið á firðinum. Það var enn stærra og fínna en hitt. Þar að auki var á því flugvélaþilfar og nú fylltist loftið hávaða og flugvélum, sem þutu yfir húsið, grænmetisbeðið, móðurina, litla snáðann og stóra drenginn. „Hvaða fáni er á þessu skipi?“ spurði sá litli. Móðirin sagði honum það og lagði áherzlu á að það væri byggt til varn- ar gegn árásum „ef til þess kæmi að styrjöld brytist út, drengurinn minn“. En litli drengurinn var ekki minni en það, að honum fannst að eitthvað hlyti að vera bogið við allar þessar varn- arráðstafanir. Hann togaði í pils móð- ur sinnar og sagði: „En hvar er þá ó- vinurinn, ha, mamjna?" Móðirin horfði á hann og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri gáfu- leg spurning, og henni var hreint ekki ljóst hvernig hún ætti að svara. „Óvinurinn?", sagði hún hikandi. „Já, óvinurinn“ sagði litli drpngur ákafur. Snjallri, kærkominni hugmynd skaut upp í vitund móðurinnar. „Óvinurinn er í okkar eigin hjört- um, vinur minn“. Litli drengurinn varð þögull; hann lagði höndina á brjóstið, þar sem hann vissi að hjartað var, en gat ekki fund- ið fyrir neinum óvini. Ekki gat hann helaur heyrt neitt í honum. Hjartað sló alveg eins og það var vant að gera, í takt við skellina í vélbátunum, sem sigldu út fjörðinn á kvöldin. Móðirin sá að drengurinn skildi hvorki upp né niður í þessu ö:lu. „Sjáðu til“, sagði hún, „ef við erum ekki góð og hjálpsöm við náunga okk- ar, þá hýsum við óvininn í hjöftum okkar“. En drengurinn var engu nær. „Sjáðu nú til, vinur minn, það er svo mikið af eymd í heiminum, svo margir sem svelta og eiga bágt. Svo margir sem eiga ekki einu sinni brauð- bita til að borða, og við eigum að hug;a um þá og reyna að hjálpa þeim“. „Eiga þeir ekkert brauð?“ spurði litli drengurinn alveg forviða. „Nei, þeir eiga enga peninga til að kaupa sér brauð“. Drengurinn velti þessu fyrir sér um stund. Svo sagði hann: „En mamma, er óvinurinn h'ka í hjörtum þeirra, sem eiga ekkert brauð?“ að gat enginn vafi íeikið á því að barnið var gáfað. Móðirin leitaði ákaít í huga sér að uppeldisfræðilega réttu svari, því að hún var góð móð- ir. í sama bili kom stóri bróðirinn hlaupandi; hann var orðinn brúnn á hörund af sólskininu, og nú var hann líka kafrjóður af æsingi: „Mörg hundruð milljónir", hrópaði hann hrifinn. Móðirin var þakklát fyrir, að í bili var bundinn endi á samræður hennar og litla drengsins. „Um hvað ertu að tala?“ saaði hún. „Skipið". stundi stóri drengurinn upp mill> andkafanna, „það kostar mörg hundruð milljónir. „Þú getur nú ímyndað þér, að svona skip kostar mikla peninga“, sagði móð- irin. Stóri drengurinn fór nú að lýsa þessu undursamlega skipi; hann hafði verið þar um borð og vissi allt um bað. Hann var nú farinn að kunna lagið á því að komast um borð. „Þegar ég verð stór, æt’a ég að verða skipstjóri á svona skipi“, sagði hann og reyndi að gera málróm sinn svo djúp- an cg karlmannlegan sem honum var framast unnt. Því þetta var hátíðleg stund; hann hafði þegar gengið í gegn- um öll stig áhafnarinnar, og einmitt á þessu andartaki tekið síðasta stóra skref ið upp á sjálfan stjórnpallinn. „Ég vil heldur verða brunavörður", sagði litii drengurinn. í rauninni var það honum alls ekkert áhugamál að verða brunavörður, en hann fann að nú hafði hann fengið tækifæri til að segja álit sitt á öllum þessum skipum. Stóri drengurinn leit meðaumkun- araugum á litla snáðann. Móðirin sagði: „Kæru börn, sem betur fer er svo langt þangað til þið verðið fuliorðnir menn, að þið getið hafa skipt oft um skoðun, áður en sá tími kemur.“ „Ekki ég“, sagði stóri drengurinn og gekk frá þeim festulegum, ákveðnum skrefum. „Konur og börn“, hugsaði hann og fannst sólbrenndar axlir sínar hækka og þrekna við þessa hugsun. „Konur og börn.......“ En litli drengurinn'varð var við ilm, sem barst að vitum hans. Hann þekkti þennan ilm og vissi, að ef hann gengi á hann myndi hann finna lítið, blátt blóm. Hann lagði af stað, því að enda þótt hann vissi hvað hann myndi finna, var það alltaf jafn skemmtilega forvitnilegt að uppgötva, að það var bara þetta litla bláa blbm, sem ilmaði svona sterkt og unaðslega. Móðirin dró að sér llminn úr græn- metisbeðinu. Hún var niðursokkin í a3 hugsa um hvað bætiefnin væru holl og góð fyrir hina ungu, upprennandi kyn- slóð. Ragnhildur Jónsdóttir þýddi Hagalagðar Taldi til frændsemi Axel Johnson heitir hinn nýi bisk up á Hamri, sem tók við af Seheld- erup. Hann er af íslenzkum ættum, fimmti maður frá sr. Gísla Jónssyni, sem varð prestur í Noregi og dó þar 1829. Hann var hálfbróðir Espólíns. Sonarsonur hans var Gísle Johnson guðfræðiprófessor í Kristjaníu og trúfræðihöfundur (1822-94). Hann var afi Axels biskups en faðir hans var Johannes trúboði á Mad agaskar. Hann varð heilsuveill, kom heim og dó á bezta aldri, varð bráð- kvaddur 13. júní 1916. Þegar Þór- hallur biskup var stúdent og bjó á Garði, komu þangað norskir stúd- entar í heimsókn. Þeir voru á göngu föi suður á Þýzkaland. „Hafði Joih. Johnson helzt orð fyrir þeim, þá tvítugur stúdent og nýbakaður, eink ar góðmannlegur og prúður og mælti hann til frændsemi við okkur landa.“ Örnefni á Sandi Örnefni eru geysilega mðrg í land areign Sands eða alls rúmíega tvö bundruð. Má segja, að nálega eng- inn blettur í landareigninni sé án nafns. í fljótu bragði mun það þykja ástæðulítið, að meðalstór land areign, sem heyrir til einum sveita- bæ, beri örnefni svo að hundruðum skiptir, en örnefnin myndast af þörf þeirra, sem á jörðunum hafa búið til þess að geta greint rétt frá hverj um stað, þar sem einhver starfsemi fór fram. Þegar að morgni var far- ið á engjar, þurfti að greina þeim, sem heima voru, frá því, hvar heyjað yrði um daginn, svo að hægt væri að færa heyskaparfólkinu mat á engjarnar, ef sá staður, sem heyj- að var á, sást ekki frá bænum. Smal- inn þurfti að greina frá þeim stöð- um þar sem hann hafði leitað kvía- ánna, ef eitthvað vantaði af þeim, því að þá þýddi ekki að leita hinna týndu áa þar, sem smalinn hafði á'öur farið um. Greina þurfti frá þeim stað, þar sem beita átti þann eða þann daginn, og varð þá sá stað- ur að bera eitthvert heiti, og svo framvegis. (Erl. Friðjónss.) 12 LESBOK morgunblaðsijss 27. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.