Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1964, Blaðsíða 9
maðurinn (barbudo) ei ekki Castro, heldur verkstjóri Ríchard Eder skrifar um Kúbu: Batavon eða hrúrnun? Tvisvar á dag koma hópar af frískólastúlkum í bláum, grænum eða gráum blússum, og bíða hérna á horninu, halda utan um bækurnar sínar og skrafa sam- an. Þær ólmast ekki mikið, en eru augsýnilega í góðu skapi. „Við sigrum Kanarm með söng og hlátri“, segir Mella, æskulýðstímaritið, sem er að reyna að koma byltinigar- brosinu í tízku. Það er svo sem ekkert tilgerðara en ameríska stjórnmálabrosið eða tannkremsbrosið — það þjónar sam- félagslegum lokatilgangi, alveg eins og þau. Og það stendur í sama sam-bandi við raunverulega kúbanska kæti, eins og brosið á Madison Avenue við ósvikna ameríska vinsemd. Þessir níutíu þúsund frískólanemend- ur — börn bænda og verksmiðjumanna — eru framtíðarvon byltingarinnar. Þeir eiga að verða tæknimenn, stjórnendur og stjórnmálamenn. Þeir munu eiga bylt- ingunni allt að þakka — fortíð sinni ekkert Það úir og grúir aí þeim í þessari failegu, hrörnandi borg — og á vissan hátt éta þeir hana upp. í hverfum efri miðstéttanna, eins og MLramar og Vedado, hafast þeir við í húsunum, sem eigendurnir hafa yfir- igefið þegar þeir flýðu úr landi. Húsin virðast full ai fól'ki, en þó yfirgefin, rétt eins og múrsteinshúsin í fátækra- götunum á Vestur-Manhattan. Því er eins farið með húsin og mennina, að þau deyja þegar hlé verður á endur- nýjuninni, og í Havana detta hurðar- húnar af, rúður brotna, áklæði rifnar — og enginn skeytir um neinar við- gerðir. S kólanemendurnir hafa nóg að borða, en samtímis verða húsmæðurnar í Havana að standa í biðröðum og neyta allra bragða, til að ná sér í lág- marks matarskammt. Þeir hópast í leik- hús, á hljómleika oig í kvikmyndahús, fyrir lækkað verð, en aðrir Havana- búar verða að spara sarnan til þess að geta fengið sér hádegisverð úti, á sunnu dögum. Á götuhornum skrafa og hlæja skólanemendurnir, en með degi hverj- um verða strætisvagnarnir, sem flytja þá, hrörlegri, háværari og spúa æ svartari reyk úr sér á fituhála gang- stéttina. Kúba er að keppast við að láta skóla- fólkið sitt ljúka námi áður en strætis- vagnarnir eru komnir í rúst, húsin moina niður og matvælin ganga til þurrðar. Þetta er kapphlaup milli fram- tíðarvonanna og hrörnunarinnar. „Það er keppni milli framkvæmdar- ínnar og uppgjafarinnar“, sagði evrópsk ur blaðamaðúr. „Á næstu tveimur ár- um koma þeir framkvsemdunum í verk, eða þá falla algjörlega saman,“ sagði vesturevrópskur kommúnisti, sem þarna á heima. Báðir vildu veðja upp á, að bardaganum lyki með sigri, en aaumur sigur yrði það. Rússneski andinn Hálfsmánaðarlega kemur eitt- hvert hinna þriggja rjómagulu, rúss- nesku farþegaskipa — Marja Úlanóva, Baikai eða Túrkmenja — og beygir fyrir sjómerkið við Morokastalann og siglir inn í höfnina í Havana. Tveim dögum síðar siglir það burt. Svona hefur það gengið í þrjú ár, en aefðir skipagjægjar — diplómatar og blaðamenn með kíkja og skrifstofuglugga út að höfninni — segja, að þetta hafi breytt um svip. Þegar skipin sigldu inn, áður fyrr, voru þilförin þaikin föl- um Rússum í stífum og nýjum sport- skyrtum. En nú er það á útleiðinni, sem þiiförin eru þakin Rússum og þeir eru sólbrenndir og í upplituðum sportskyrt- um og daufir á svipinn — segja Kúbu- menn, Þúsundir Rússa hafa yfirgefið Kúbu, síðustu mánuðina. Enginn kunnugur get ur um fjölda þeirra, en almennt er talið, að af þeim tíu þúsundum, sem einu sinni voru hér, sé nú aðeins eitt þús- und eftir. En slavnesku merkin eru enn til sýn- is. Á hafnarbökkunum eru kassar í há- um hrúgum, með rússneskum, pólskum eða tékkneskum áletrunum — stórir hrufóttir gufukatlar frá Kiev, raðir af litlum dráttarvélum frá Prag og vélar í kössum frá Póllandi. Smásnáði kemur til að betla og and- litið verður sviplaust ef eimhver sþyr, hvort hann skilji ensku, en hann kinkar kolli ef sagt er við hann: „Russki?“. Og tali einhver ensku á opinberum stað, stendur Rússi upp, eins og honum verði hverft við. Samkomulagið hjá Rússum og Kúbu- mönnum er stundum stirt. Kúbanskir kvrkmyndamenn tala vingjarnlega, en þó með dálitlum verndarasvip um rússneskar kvikmyndir og taka franskar og ítalskar fram yfir þær, alls ófeimn- ir. Rrthöfundar á Kúbu lesa Kafka og Faulkner og Joyce og þurfa ekkert á neinum sósíalrealisma að halda. Fyrirmenn í landinu hlusta á so- vétforskriftir um endurbætur á þjóðar- hngnum, en láta þær oft fara út um hitt eyrað. Það er ekkert leyndarmál, að Rússar voru fyrst vonsviknir, síðan bál- vondir en að lokum gerðu þeir sér það að góðu að komast að því að vinnu- krafturinn, sem þeir höfðu búizt við og ætlað að láta þræla, fyrirfannst blátt áfram ekki meðal hinna níðlötu Kúbu- manna. - „Lítið á þessa bíla,“ sagði Rússi nokkur reiðilega fyrir nokkru og benti á gömlu, salttærðu skrjóðana, sem drögn uðust eftir götunum. „Þetta land hefur ekki efni á þeim. Þarna flytjum við þeim olíuna, dropa fyrir dropa, frá Baku, til þess að hver skrifstofumaður á Kúbu geti farið akandi í vinnuna." Aðstoð Sovétríkjanna við Kúbu, sem þar í landi er áætluð 100 milljón dalir, en í Washington 300 mitljónir, mun halda áfram um fyrirsjáanlega framtíð. Samt hafa Kúbumenn í vaxandi mæli snúið sér til vestrænna landa um vöru- kaup og tæknifræðinga — en með tak- mörkuðum árangri. í stuttu máli má segja, að enda þótt sovézk áhrif séu enn sterk, er almennt litið svo til, að þau hafi náð hámarkL Barnadýrkun Hver bylting verður að setja traust sitt á börnin, eigi hún að verða langiíf, en Kúbubyltingin hefur á sér það rómanska einkenni að vilja nota börnih til að hlífa sjálfri sér. Nýlega veitti Kúba sjálfri sér þá ánægju að halda allsherjar og alþjóða Barnaviku. „Ekkert er dýrmætara en barnið!" stóð á auglýsingaspjöldum. í verksmiðjunum var duglegustu verka- mönnunum leyft að festa upp myndir af börnunum sínum, í gylltum römm- um, við verksmiðjudyrnar. Nefndir Framlhald á bls. 14 27. tbL 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.