Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Page 3
Armado Palado Valdés: Eineygði risinn T óledanó ofursti, — að viðurnefni Eineygði risinn, var hræðilegur maður, sem gekk í síðum frakka, köflóttum bux um og með barðastóran hatt á höfðinu. Hann var líkastur trölli. Göngulagið <var stirt og reisugt, og hann hafði hvitt og ferlegt yfirskegg, en röddin var eins óg þrumugnýr og hjartað úr bronsi. Augnaráðið tók þó út yfir allt, — þetta villta og bióðlþyrsta einglymuaugnaráð, sem vakti þvílíkan ótta og hrylling. Ofurstinn var eineygður. í stríðinu í Af- ríku hafði hann drepið heilan háp af Márum og notið þess að slíta innyflin úr fórnalömbum sínum. Við drengirnir trúðum því allir að minnsta kosti, þegar við hlupum frá skólaraum til að leika okkur í San Fran- cieo-garðinum í góðu borginni Óvíedó. Þessi geigvaenlegi vígaþór var ein- imitt vanur að fara í gönguferð um garð inn á hverjum degi millí klukkan tólf og tvö, þegar veður var gott. Á löngu færi komum við auga á risann inni á miiii trjánna, og barnshjörtu okkar fylltust skelfingu. Og sæjum við hann ekki hlustuðum við og heyrðum þrum- andi rödd hans bergmála í laufkrónun- um eins og drynjandi fossnið. En of- urstinn var einnig mjög heyrnarsljór og kunni ekki að tala án þess að öskra. — Ég skal segja þér dálítið leyndar- mál sagði hann við einhvern, sem var þama í gönguförinni með honum. — Jacina, systurdóttir mín, vill ekki giftast stráknuim honum Navarrette. Og þá var það ekki lengur neitt leynd armál, því að allir, sem ekki voru í meira en h.undrað skrefa fjarlægð, höfðu heyrt hvert einasta orð. \Cnjulega var hann einn á ferð. En væri einhver í fyl-gd m-eð honum, virtist h-ann sýna náð og miskunn. Get- ur verið að hann hafi þegið félagsskap 1 þvi skyni að fá tækifæri til að opna þann belg, sem geymdi þessa tröllauknu rödd hans, því að staðreyndin var sú, að allur garðurinn nötraði, þegar hann Ihafði einhvern förunaut. Þessi friðsæli staður gat þá ekki lengur kal'iazt frjálst almenningssvæði, heldur miklu fremur undirokað einræðisríki ofurstans. Kvak fuglanna, hvísl andvarans og hægur niður gosbrunnanna, — allt þagnaði. Ekkert heyrðist nema hörkulegt og skip andi einveldisöskur afríkuböðulsins og það með slíkum hætti, að okkur virtist sem presturinn, er fylgdi honum, — (en það voru nær ein-göngu nokkrir prestar, sem voru á göngu í garðinum á þessum tíma dagsins) — væri einungis þarna við hendina til þess að opna og loka fyrir fióðigáttir ofurstans. Hversu oft héldum við ekki, þegar við heyrðum þessi hræðilegu öskur og sáum hans illilega svip og blóðþyrsta auga, að hann mundi steypa sér yfir vesalings prest- inn, sem hafði verið svo ófyrirgefanlega gálaus að koma nálæigt honum. Þessi hræðilegi maður átti bróðurson, átta eða tíu ára gamlan, það er að segja á sama aldri og við. óigæfusama drenginn kölluðum við hann. Við kennd um sárt í brjósti um hann hverju sinni, þegar við sáum hann á þessum göngu- íerðum með frænda sinum. Löngu síðar »á ég dýratemjara fleygja lambi inn í ljónabúr. I>að hafði sömu áhrif á mig, og þagar ég sá litla Gaspar Tóledanó á ferð með þessum föðurbróður sínum. Við gátum ekki skilið, hvernig þessi ó'.ánssami drengur gæti haft matarlyst etg stælckað eðlilega, eða hvemig á því etóð, að hann skyldi ekki fá alvarlegan hjartasjúkdóm, sem leiddi hann til dauða, tærði hann upp í langvarandi martröð. Liðu svo nokkrir dagar, að við sæjum hann ekki í garðinum, fylltumst við na-gandi kvíða. — Hugsið ykkur, — hann hefur kannski étið hann í eftir- mat? Og þegar við að lokum sáum hann á sama stað og áð-ur heilan á húfi og hraustlegan, urðum við bæði undrandi og glaðir. En við vorum álveg vissir um, að einn góðan veðurdag m-undi hann að síðustu verða blóðuigri ástríðu Eineygða risans að bráð. að var ökkur stöðuig og óleysan leg ,_ráðgáta, að á lífsglöðu andliti Gas pars li-tla skyldi aldrei sjást minnsti skelfingarsvipur eða feigðarboði, sem okkur f-annst svo sjálfgefið og eðlilegt. Þvert á móti geisluðu augu hans stikri hjartanlegri gleði, að við stóðum högg- dofa af undrun. Þegar hann var á ferð inni með frænda sínum, gekk . hann hnarreistur, brosandi og hamin-gjusamur við hlið hans og stunduim hoppandi og skoppandi. Dirfska hans gekk jafnvel svo langt, að hann gretti sig og rak út úr sér tunguna framan i okkur á bak við frænda sinn. Það fannst okkur þvi- Mkur óguðlegur glannaskapur, eins og við hefðum horft á hann dansa uppi á efstu turnspírunni á dómkirkjunni. — Gaspar! öskraði risinn, svo að loft- ið titraði, o-g bengmálið söng um allan. garðinn, út í hvert einasta horn. Við ná- fölnuðum allir. En Gaspar litli lét sér hvergi bregða. Það var líkast því, að sólskríkjan hefði kvakað. — Hvað var það, frændi minn? sa.gði hann og hljóp til hans í eins konar svif andi dansi. Auk þessa bróðursonar átti Eineygði risinn hund, sem beifði átt að lifa í sörnu ógæfunni samkvæmt öllum eðli- legum lögmálum. En það var ekki hægt að merkja neitt á honurn heldur. Þetta var fallegur hundur með blágráum lit, stór, rennilegur og kraftmikill. Hann geigndi nafninu Múlli. Húsbóndi hans hafði áreiðanlega kallað hann eftir ein- hverjum ógæfusömum Afríkumanni, sem beðið hafði hinna grimmu örlaga. Múlli og Gaspar lifðu báðir í fjötrum Ein- eygða risans. Hundur þessi var sá yndis legasti, bezti og vingjarnlegasti, sem ég hefi nokkni sinni kynnzt á ævi minni. Hjá honum fannst aldrei vottur af undir ferli, og aldrei fór hann með ófriði né vakti nokum minnsta ótta hjá oklcur bömunum. Það var því ekki undarlegt, þó að við drengirnir værum allir hrifnir af Múlla. Hvenær sem færi gafst, oig sú hætta var ekki yfirvofandi, að ofurstinn sæi til okkar, kepptust við um þann heiður að gefa honum brauð, skorpur, ost og annað sælgæti, sem mæður okkar höfðu gefið okkur í nesti út í garðinn. Það var ekki hægt að misskilja vináttu hans og þakk'læti, og sem dæmi um göfuglyndi hans og óeigingirni, skal ég segja ykkur að hann sýndi þeim alls ekki innilegustu vináttuna, sem gáfu honum stærstu og beztu bitana. c kj tundum lék sér með okkur lítill og fátækur munaðarleysingi, sem And- rés hét. Hann hafði engar gjafir að gefa, af því að hann átti ekkert. Og vitið þið hvað? Múlli tók alveg sér stöku ástfóstri við þennan dreng. Fyrir hann dimglaði Múlli skottinu ákafast og hljóp hraðast. Þetta hefðu margir getað tekið sér til fyrirmyndar! Fann Múlli það ef til vill, að þessi hjálparvana drengur, sem alltaf var þög. ull og sorgbitinn, hefði meiri þörf fyrir ástríki og vináttu en við hinir? Ég veit það ekki, en það leit svo út Og Andrés litli fékk líka órjúfandi ást á þessu dýri. Þegar við vorum að leika okkur einhvers staðar afsíðis í garðinum og Múlli kom óvænt í ljós, gátum við ver- ið vissir um, að Andrés kallaði á hann og dundaði með honum tómum saman, eins og hann væri að skýra honum frá óteljandi leyndarmálum. Og í fjarska, inni á milli trjánna, mátti sjá tröllsleg- um skugga Eineygða risans bregða fyr ir. En þessir endaslepptu fundir, fullir ótta og kvíða, fóru smám saman að verða drengnum frá munaðarleysingja- hælinu ófullnægjandi. Hann þráði að mega njóta samvistanna með þessum vini sínum í einrúmi bæði lengi og vel. Sú ótrúlega dirfska greip hann því dag einn að okkur ásjáandi, að hann tók hundinn með sér heim í fátækrahúsið, eins og _ munaðarleysingjahælið var kallað í Óviedó. Hann kom til baka aft ur fyrr en að klukkutíma liðnum, og þá var hann geislandi af hamingju. Múlli virtist einnig mjög ánæ.gður. Til allrar hamingju hafði ofurstinn ekki yfirgefið garðinn og ekkert tekið eftir fjarveru hundsins. Þessi ferðalög þeirra félaga voru síðan endurtekin dag eftir dag, og vináttan milli Andrésar litla og Múlla óx og dafnaði dag frá degi. Andr- és litli mundi ekki hafa hikað við að leggja lífið í sölumar fyrir Múlla, og ég er viss um, að Múlli hefði gert slikt hið sama, ef tilefni hefði gefizt. En munaðarlausi drengurinn var enn ekki ánægður. í huga hans • dafnaði sú hugmynd að taka Múlla og láta hann sofa hjá sór heima í munaðarleysingja- hælinu. Þar svaf Andrés litli á hálm- dýnuræfli frammi á gangi við dyrnar hjá matreiðslumanninum, því að dreng- Framhald á bls. 12 SJÚKUR Eftir Odd Björnsson Sól! ég brosti við hinni fölu ásjónu þíns horaða andlits í fyrsta sinni Sól' lát hönd hins gráa dags ei sópa þér áf brúnu þili iriíns sjúka hugar Ó sól! hverf ei aftur í hinn fúla beð þinn hvar ormar með rauðan haus eiga sér bæli 32. tbl. 1%4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.