Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1964, Qupperneq 11
The Diaries of Franz ' Kafka 1910-23. Edited by Max Brod. Penguin Books (Peregrine). 1964. 18/6. Dagbækur Kafka komu fyrst út á þýzku í Bandaríkjunum 1948. Eftir stríðið var þessi höfundur í hvers manns munni og er enn. Hann er ráðgáta bókmennta nútímahs. Impressj ónistar, ex- istensjalistar og jafnvel kirkj- unnar menn vilja telja sér hann. Sumir kalla hann arftaka Dostoévskys aðrir arftaka Kierkegaards. Max Brod vinur hans og útgefandi þessarar út- gáfu telur slíka flokkun vera tómt tal. Dagbækurnar ná frá 1910-23. Kafka deyr fertugur. Dagbækurnar tjá ótta hans, ein- angrun, sektarkennd og útskúf- un. Þessi stöðugi ótti og útskúf- unarkennd voru hans heimur eins og hann birtist í dagbókunum. Öðru hvoru glittir í annan heim, heim hinna óttalausu og heims- vönu, hann talar um íöður sinn, sem hann dáði, og konuna, sem hann vildi, en gat ekki fengið sig til að kvænast. Kaíka fæddist í Prag 1883. Faðir hans var efn- aður Tékki og Gyðingur. Kafka las lög í fyrstu, áleit að sú at- vinnugrein gæfi honum mest tóm til þess að stunda rit- mennsku. Hann vann um tíma á skrifstofu í Prag, þoldi þá vinnú* ekki til lengdar og settist að í Berlín og tók að skrifa. Sýktist af berklum og dvaldi á hæli nokkurt skeið. Hungurárin eftir stríðið f Berlín, berklar og sjúklegur næmleiki eyddu lífs- krafti hans, hann deyr 1924. Hann lagði svo fyrir vin sinn Max Brod að öll handrit sín skyldu eyðilögð, en Brod breytti gagn- stætt vilja hans og bækur Kafka hafa farið sigurför um heiminn. Fyrsta bókin „Rannsóknin“ kom út 1925. Hann skrifaði bækur -sín- ar á þýzku. Max Brod hefur skrifað ævisögu hans og einnig vináttusögu þeirra, sem nefnist á ensku The Kingdom of Love. Selected Prefaces and Introductf- ons . of W. Somerset Maugham. Heinemann 1963. 21s. Bókin skiptist í tvo hluta. Sá fyrri fjallar um eigin verk, sá síð ari um verk annarra höfunda. Þetta er úrval formála og inn- ganga og hefur þetta efni allt birzt áður. Þessu er safnað sam- an og gefið út þar sem þessi skrif gefa ágæta hugmynd um mann- inn W.S.M., smekk hans og skoð- anir. Fyrsta greinin er „Skáld- sögugerð". f henni gerir höfund- ur grein fyrir þeim kostum, sem góð skáldsaga ágætist af. Hann ræðir um tíu beztu skáldsögurn- ar og lýsir einkennum þeirra og uppbyggingu. Formálinn að „Minn isbók rithöfundar" gefur góða mynd af vinnutilhögun og vinnu brögðum W.S.M., og um leið ann- arra höfunda. Þarna er einnig að finna formálann að leikritum hans og heildarsafni smásagna hans. Hann skrifar þætti um Guy de Maupassant, Chekhov og Henry James og að lokum Kip- ling, sem' W.S.M. álítur mestan söguhöfund Englendinga. Þessi bók er skrifuð í þessum þægilega rabbtón W.S.M. Hann kemur víða við og er oft satírískur en aldrei leiðinlegur, maður les hann sér til þæginda. Mannþekking hans var einstök og frásagnartækni hans slípuð. Meðalhófið var ein- kenni hans. Jóhann Hannesson: ÞANKARUNIIt >0 öguna um miskunnsama Samverjann sagði Frelsari vor til þess að kenna einum lögvitringi þá list að koma auga á ná- ungann. Sjáif lögvizka kærleikans var áður til í helgum rit- um Israels. Síðan hefir sagan orðið mönnum, einnig lögmönn- um og löggjöfum, lærdómur, ekki í dulrænum heilabrotum né djúpspekilegri naflaskoðun spekinga, heldur í þeirri ein- földu list að taka eftir náunga vorum þar sem hann er, stór eða lítill, heilbrigður eða sjúkur, ungur eða gamall, sjálf- bjarga eða ósjálfbjarga. Levítinn og presturinn, sem fóru fram hjá hinum særða, fá lítið lof. Þó eru margir þeim verri og hégómlegri. Þessir tveir menn létu skyldustörf og reglugerðir ganga fyrir mannúðar- verki. Þeir áttu á hættu að verða óhreinir og óhæfir til embætt- isverka urn stund, hefðu þeir farið að fást við hinn særða mann og hann dáið í höndum þeirra. Ekki töldu þeir þó kjark úr hirium mannúðlega Samverja; en vor á meðal eru til menn, sem spilla fyrir góðum verkum, svo sem kennslu, kristni- boði og hjúkrun og annarri hjálp meðal fátækra framandi þjóða. Svo hörð og köld er hræsni samtímans að hún snýst, jafnvel í kirkjunni, gegn því, sem sérhver kristinn maður ætti að telja sér sæmd í að eiga nokkra aðild að. En allur fjöldinn heldur fratn hjá — eða ekur fram hjá -kröfum mannúðarinn- ar og horfir undan, til þess að sjá ekki þann náunga, sem þarf á hjálp að halda. --^amverjinn átti með sér persónulega menningu og hafði vakandi samvizku. Líkamsþrek hafði hann, kunnáttu til að hag- nýta meðöl samtímans og búa um sár, hann átti reiðskjóta og einhverja peninga, og allt var þetta á samri stundu tekið í þjónustu mannúðarinnar. Hún hlaut príóritet, forgangsrétt í athöfn hans, svo að hann tók á sig áhættu, erfiði og fjárútlát vegna hins særða manns. Gestgjafinn virðist hafa tekið við honum og gert það, sem um var beðið. Allt frá dögum hinna fyrstu kristnu manna hafa þeir stofnað félagsheildir, sem tóku.Samverjann (og Frelsarann) til fyrirmyndar í því að hjálpa bágstöddum, og öldum saman hafa lögvitringar þjóð- anna verið að læra meira og meira í þeirri list að taka tillit til sjúkra, veiklaðra og aldraðra. Alkunnugt er hve stórkostlegar framfarir hafa orðið í þessum málum síðastliðin hundrað og þrjátíu ár, frá stofnun hinna fyrstu hjúkrunarskóla, með stór-. stígu'm framförum læknislistar og hjúkrunar og margþættri löggjöf um heilbrigðis- og mannúðarmál. Ekki hefir þó allt af gengið greiðlega. Jón Helgason, síðar biskup, reyndi rétt fyrir aldamót að stofna hér í borg hjúkrunárfélag. „En þá fylgdu mér engir“, sagði hann eftir fyrstu atrennu. Betur gekk árið 1903, því þá var loks stofnað hjúkrunarfélag. Hér í borg vann fyrir löngu dönsk hjúkrunarkona. Sumir landar vorir kölluðu hana „danskan hund“. Margt hefir þó batnað síðan, en ekki allt. síðari árum hefir slegið nokkuð í baksegl á skipi mann- úðarinnar í ýmsum löndum. Til eru hús, hlutir og fé, en fólk vantar til að hjúkra sjúkum og öldruðum. Nýlega barst sú frétt frá einni nágrannaborg að 500 sjúkrarúm stæðu tóm, en biðraðir mynduðust hjá læknum af fólki, sem þurfti að leggja inn. Lykli er snúið í skrá; nauðlíðandi menn látnir bíða, af því að menr. halda fram hjá nauðstöddum náunga — inn í hið mjúka lúxuslíf. Hvað veldur? Margt mætti nefna. Með ýmsu móti er dregið úr ungu fólki, stúlkum og piltum, sem vilja læra hjúkrun. Hjúkrunarfólk er ofhlaðið störfum, þreytt og iúið og lítils metið, oft er því einnig vanþakkað, einkum óbeint. Foreldrar draga úr börnum sínum og telja um fyrir þeim, benda á aðrar greinar atvinnu, skemmtanaiðnað, kvik- myndir, sjónvarp, iðngreinar, þar sem von er á síhækkandi launum undir harðsnúinni forystu. Hið' mjúka líf — soft life — í hægindastólum og lúxusbílum, með langdvölum í danshúsum og drykkjustofum, er auglýst þúsundfalt meir (t.d. í útvarpi voru) en mannúðin og hjálpin til handa þeim, sem hennar þurfa. — Um mannúðarmál er þó rætt á þann hátt að spenna ágirndarbogann í brjóstum rn^nna og miða örinni á stóra vinn- inginn. Og þá hafa menn úttekið sin laun eins og Farísearnir. Þeir unnu líka talsvert að mannúðarmálum, meira en margir vor á meðal. íslendingar gerum allra norrænna þjóða minnst að því að líkna bágstöddum mönnum í öðrum löndum. Samt eru heima fyrir framundan erfiðleikar varðandi brýnar skyldur gagnvart mönnum af eigin þjóð. Með óheyrilegum seinagangi í byggingu þess eina hjúkrunarskóla, sem hér er til, er bæði hjúkrunarfólki nútíðar og framtíðar sýnd fyrirlitning og van- þ.akklæti, um leið og byggðar eru glerhallir með miklum hraða og hóflausum íburði og kostnaði. Lúxusframhjáhaldið fær for- gangsrétt fyrir mannúðinni. SIGGI SIXPENSAR 32. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.