Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Page 1
Bréf Matthíasar Jochums-
sonar til Tryggva Gunnarss.
egar Tryggvi Gunnarsson
kvaddi þennan heim, árið
1917, skildi hann eftir sig safn sendi-
bréfa, sem honum hafði borizt víðs
vegar að á langri og umsvifamikilli
starfsævi. Þessari syrpu hafði ekki
verið raðað, en var géymd í stór-
um trékassa. Svo sem vænta mátti,
höfðu þessi bréf að geyma fjölmörg
einkamál þeirra, sem bréfin höfðu
skrifað, en af því leiddi, að skipta-
ráðandinn í búi Tryggva velti því
fyrir sér, hvort ekki væri réttast
og drengilegast að bera allt þetta
bréfasafn á bál. En það var Matthías
heitinn Þórðarson þjóðminjavörður
sem átti heiðurinn af því að bjarga
þessum ritum frá eyðileggingu, en
í snertingu við þessi mál hafði hann
komizt sökum þess, að á sama tíma
var hann að veita viðtöku í Þjóð-
minjasafnið ótal eftirlátnum mun-
um og minjum úr dánarbúi Tryggva.
Allmikil vinna var á næstu árum
1 það lögð, að raða þessu bréfasafni, en
því verki varð þó aldrei að fullu lokið
sökum ónógrar fjárveitingar, og heild-
arskrá um bréfin hefir aidrei verið
samin. En þetta kemur allt fyrir eitt,
bréfin eru til og vel varðveitt, og það
er fyrir öllu. —
Þessi bréf sýna bezt, hvilík skæða-
drífa af beiðnum og kvabbi hefir dunið
á Tryggva Gunnarssyni, ekki sízt á þeim
tímum, er hann sat í Kaupmannahöfn,
og í almennri fyrirgreiðsiu hefir eng-
inn íslendingur komizt í hálfkvisti við
við hann að Jóni Sigurðssyni einum
vndanskildum. Þau sýna iíka hvílík
hjálparhella Tryggvi reyndist ótal
mönnum, sem til hans leituðu, og áttu
við fótækt og basl að búa. En minning-
una um þessa hjálparstarfsemi grefur
hann í sand og þegir þunnu hljóði.
Undir ævilokin ritaði hann lítið sögu-
kver, „Endurminningar“, sem gefið var
út eftir hans dag, og endar það með
þessum- iátlausu orðum:
„Af því, sem ég hefi aðhafzt um
dagana, er tvennt, sem mér þykir vænst
um. Annað eru afskipti mín af högum
Jóns Sigurðssonar. Hitt er það, sem ég
hefi skrifað og unnið fyrir dýrin“.
E inn þeirra mörgu, sem hér koma
við sögu í þessum bréfum, er Matthías
Joehumsson. Sonur hans, Steingrímur
héraðslæknir á Akureyri, sá um útgáfu
á bréfum hans árið 1935 og getur þess
í formála, að vitað hafi verið, að séra
Matthias hefði áratugum saman staðið
í bréfaskiptum við ýmsa merka menn,
án þess eitt þeirra bréfa hefði fundizt.
Meðal þessara manna nefnir hann
Tryggva Gunnarsson. Nú eru þessi bréf
Matthíasar hins vegar komin í leitirnar
og eru hvorki fleiri né færri en sex
tugir. Þau hafa ekki áður komið fyrir
almenningssjónir og efni þeirra að engu
eða litlu leyti. Matthías skrifaði að vísu
sína bráðsnjöllu „Sögukafla", en ævi-
sögur hafa að jafnaði fyrst og fremst
það að bjóða, sem snýr út. En „hugur
einn þat veit“....Hér kemur hitt aft-
ur á móti í ijós, sem snýr inn á við.
Bréf þessi flest eru skrifuð sem trún-
aðarmál trúnaðarvini, en í þeim er ekk-
ert, sem þjóðin má ekki fá að vita, og
það nú eftir 2—3 aldarfjórðunga. Engin
iina þeirra getur varpað nokkrum
skugga hvorki á Matthías né Tryggva,
heldur sýna bréfin þá bóða að nokkru
í nýju ljósi, og sér í lagi hvílíkur holl-
vættur Tryggvi hefir reynzt þessum
velgerðarmanni islenzku þjóðarinnar
þegar mest á reið, og jafnframt það,
við hve kröpp kjör, áhyggjur og erfið-
leika Matthías átti að etja, á sama tíma
sem hann samdi þau ljóð og rit, sem
jafnan munu skarta í íslenzkum bók-
menntum. — Bréf þessi hafa líka að
geyma giögga aldarfarslýsingu liðinna
tíma, sem að minnsta kosti yngri kyn-
slóðin í landi voru hefði gott af að
kynna sér. — Mörgum mun iíka minn-
isstæð frásögn sr. Matthíasar af því,
þegar sjálfkrafa klukknahringingar tóku
að h-eyrast í Reykjavík og enguim kom
til hugar að svo einstæður atburður
gæti boðað annað en fráfall Jó-ns forseta
Sigurðssonar.
U rval þessara bréfa mun smám
saman birtast hér í Lesbókinni. Þau
spenna yfir rúma þrjá áratugi. Þau
fyrstu eru frá þeim tíma, er séra Matt-
hías hafði <sleppt Kjalarnesþingum og
gerzt ritstjóri Þjóðólfs hér í Reykjavík,
hin næstu er hann hafði tekið prestskap
í Odda, en hin siðustu þeirra eru rituð
frá Akureyri.
En hér er bezt að gefa þjóðskáldinu
sjáilu orðið.
Kjarlan Sveinsson.
Reykjavík, 9. sept. 1876.
Astkæri vinur.
Ég er orðinn sá lang ónýtasti
slóði á landi voru til bréfaskrifta, en
man fífil minn fegri, því forðum þótti
mér yndi að hringla við það starf, sem
þá var leikur og læti.
Ég- sendi þér kveðju aðeins í elsku
og ræktarskyni. Þú' ert mér innilega
kær, skilur mig og metur, að minnsta
kosti eins og ég á skilið. Fyrir það
skammast ég mín hvað dugnaðinn snert-
ir — ekki hvað andann, viljann og stefn-
una snertir. — Ég er eiginlega ekkert
annað en brot af póetu, sem í virkileg-
leikanum er hjá oss nokkurn veginn
sama sem ónytjungur, þó get ég við og
við verið það sem menn kalla mein-
praktiskur. — Af þjóðmálum hefi ég,
eins og þú sérð, aðeins hreyft innan-
landsmálum í sumar t.d. um Banka
(sem landfógétinn predikar norður og
niður í fsafold), um skattamálið og jarða-
mál vor — ekki svo vitlaust vona ég —,
og svo hljóp ég í Alþingis kostnaðinn,
sem hér vakti heilmikla „Opsigt“. Þar
ert þú einn af þeim fáu, sem getur svar-
að mér fullum hálsi. Nú seinast í 27.
tbl. reifst ég í hálfkæringi við Norðl-
ing, því það blað þykir mér ærið
seyrugt.
Mikið fjör vekur Diana í þjóð vorri,
eiginlega er hér allt á tjá og tundri,
því vand.-æðin, óeirðin, hjartveikin og
vantraustið á allri tilverunni hafði nær
því sprengt þjóðaraumingjann. Nú smá-
réttir hún við. —
Ég skrifaði Hansen að hann skuli
senda Birni Magnússyni frá Stóruborg
Þjóðólf — minnið þið hann á það, því
hann er’prettóttur. Próf. Jonstrup ')
J) Prófessor í náttúrufræði við Hafn-
arháskóla, var hér í rannsóknar-
leiðangri sumarið 1876.
fór héðan með góðan orðstír — nema af
Dr. Hjaltalín, sem líkar afar illa, að
hann neiti sinni gömlu kenningu um
gull og græna skóga í fjöllum vorum.
Páll okkar Ólafsson hefir sagt af sér
þingmennsku sinni. Ef þú ræður þar
fyrir kosningu og þú sérð fram á að þeir
muni ætla að senda á þing jafndýran en
litlu snarpari oddvita, — þá máttu út-
vega mér þar þingkosningu — ef þú
vilt — því sæti ég á þingi ætti ég hægra
með að gefa út blað að gagni um þing-
tímann sem vantaði í fyrra en er nauð-
synlegt — því þá gæti ég sjálfur refer-
era, en tekið aðstoðarmann. Annað
gengur mér ekki til, en jafnsnjall þeim
aumasta ætti ég að geta reynzt. Jón
Ólafsson, nú á Eskifirði, kveðst hafa
Framlhald á bls. 4
Matíliías Jochumsson á efri árum