Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Side 6
margan mismunandi hátt. Hafi maður ekki pressu, má nota falsbein eða líkt verkfæri, sem maður nýr bakhlið paippírsins með. Gúmimí- og línwaJsur eru einnig n(otaðir. Korrektúrpressu, ver tíkalpressu ásamt koparstungupressu (Munch) má einnig nota. Venjulegast setur maður plöturnar með litnuim á, eina f einu, í spor undir pappírinn sem er festur við borðið í hæð platnanna þannig, að hægt er að lyfta þeim upp án þess að þær fari úr skorð- um. Þegar maður hefur athugað hvort pappírinn hafi tekið lit yfir allt, er hann tekinn upp og festur með klemmu á grind yfir sporinu og næsta plata, sem auðvitað verður að vera eins í lögun (samsvarandi), er sett inn. Á þennan hátt forðast maður að rugla litaflötun- um. Eins og áður er sagt getur bóka- prentarinn með góðum árangri notað lit-tréristu, þegar listamaðurinn hefur haft það fyrir augum fná upphafi. egar bræðurnir Goncourt, á miðri síðustu öld, komu fram með og kynntu japönsku tréristurnar á lista- markaðinum, vöktu þær óskipta athygli meðal listamanna. Þær orkuðu sem form Jeg staðfesting á nýju stefnunni, burt frá Clair-obscuren í átt til litaflata. í lit-tréristunni er þetta dyggð af nauð- syn sprottin, með hina sterkt afmörkuðu litafleti. En tækni lit-tréristunnar vakti etaki áhuga málara þeirra tíma í jafn ríkum mæli og það, hvernig hið austurlenzka fáik leit á málverk — hið skuggalauisa málverk. Hér voru það aðeins litafiet- irnir og línan sem máli skiptu. Sá af frönsku impressjónistunum, sem sýndi greinilegastan áhuga á hinni japönsku list, var sennilega Toulouse- Lautrec. Hann bjó til röð plakata í litó- gnafíu fyrir fjöilleikaihús og tónlistar- hallir, sem sannarlega er meðal þess ágætasta sem enn hefur sézt í litó- grafískri list. Hann hefur vafalaust fundið sig dreg- inn að skyldleikanum á umhverfinu, þvi hinar fyrstu japönskiu tréristur voru nefnilega auglýsingar fyrir leikhús og glímusýningar. Frá Toulouse-Lautrec gengur greini- leg lína til eins stærsta graflistamanns aldarinnar, Edvards Munchs. Fyrir hann hefur hin grafíska tækni verið listrænt tjáningarmeðal jafn margslungið mál- arapenslinum. Einkum í lit-tréristunni hefur hann gert hluti sem jafnast fylli- lega á við hið bezta í málverkunum. Hann hafði einnig sína sérstöku tækni, sem gerði listheiminn forviða, þegar plöturnar voru sýndar ásamt með þrykkjunum eftir dauða hans. Hann skar hina mismunandi litafleti lausa hvern af öðrum og setti svo saman aftur eftir innförvun, svo úr varð heil plata, líkt og hlutirnir í pusslespili. Það er heimsleg ró og einfaldleiki yfir línu- spilinu í þessum þrykkjum, sem maður aðeins finnur hliðstæðu við í hinni klassísku list. Hin innblásandi áhrif hans munu' vafa laust aukast með tímanum og orka hvetjandi á komandi kynslóðir lista- rnanna víða um heim. Annar ágætur norskur listamaður, er vann mikið í tréristu, var Nicolai Astrup (1880—1928). Einnig hann varð fyrir áhrifum af seinni tíma japönskum tréristum, þó mjög þjóðlegur væri. Auk Munchs og Astrups voru það ekki margir norskir myndlistarmenn sem sér- staklega unnu í tréristunni, þar til hinn ungi Paul Réne Gauguin tók tæknina upp aftur. Á eftir kom svo fjöldi ungra hæfileikamanna fram, sem margir eru mjög vel þekktir í da6, einnxg iangt út fyrir landsteinanna. í Svíþjóð var það Harald Sallberg er tók upp merkið og margir fylgdu á eftir. í Danmörku hefur komið fram hópur ungra manna, er náð hafa fótfestu, einnig utanlands, og feng- ið stór verðlaun á alþjóðlegum sýning- um á grafík. Má nefna nöfn eins og Falle Nielsen, Swend Wiig Hansen, Helle Thorborg. En auk þeirra eiga Danir fjölmarga ágæta graflistamenn. Á fslandi mun Jón Engilberts fyrstur manna hafa farið að vinna í tréristu svo eitthvað kvað að. E inkennandi fyrir þetta fólk er viðleitni þess til að endurnýja og auka möguleika tréristunnar, og svo ólíkt sem það er, á það alltt sammerkt um það, að hjá því er eitthvað nýtt og ferskt að gerast. Ef hægt væri að slá því föstu í hugum almennings, að hin grafíska list, hin grafíska tækni, sé listrænt tján- ingarmeðal, jafnfætis málverkinu, og að verðgildi hennar minnkar ekki þótt myndirnar þrykkist í mörgum eintök- um, mundi mikið vera unnið fyrir báða aðila. Að vísu* hefur því verið haldið fram, að hinir myndrænu hæfileikar manneskjunnar svo og hugmyndaflug muni smám saman hverfa vegna þeirrar þróunar, sem endurprentunartæknin hefur gengið í gegnum á síðasta manns- aldri. Myndir mæta roanninum hver sem hann stendur og gengur — blöð, auglýsingiaspjöld, tímarit, bæk ur og ekki sízt kvikmyndahús og sjónivarp erta sjónhæfileika vorn daginn út og daginn inn. Myndir og aftur myndir; dagsins, tím- ans, og minútuninar skjalifesting á táknmáli, sem ekki væri allt- af svo auðskilið, ef ekki kæmi til hin siðmenntaða manneskja sem fró blauitu barnsbeini var alin upp við hinn margslungnasta útskurð þeirrar náttúru og þeirra lífvera, sem umkringja hana. Nútímamaðurinn ætti sem sagt að missa hæfileikann til að skálda í litum og línum, af því að hin fullkomna mynd skilur ekki eftir rúm í heilanum fyrir drauma? Ég held nú ekki. Hvað almenning snertir, held ég að blaðalesandinn, sjón- varpsáhorfandinn og kvikmyndahúsgest urinn muni einmitt þróa með sér sér- staka hæfileika til að lesa myndir, sem munu verða honum til góðs í afstöðu til myndlistar. Þróun í átt að auknu félagslyndi í skilningi á máli listarinn- ar. Bragi Ásgeirssc«L- Leiörétting í grein Asgeirs Þorsteinssonar í Jóla-Lesbók urðu mistök sem les- endur eru vinsamlega beðinir að leið rétta: Bls. 48: 4 og 5 lína undir mex^xnu III Hluti í 3. dálki: falli burtu. 8 lína að neðan í efri kafla 4. dálks, orðist: og a.m.k. milli hins meðvitaða og ómeðvitaða. Bls. 49. 11 lína að ofan í 1. dálki, orðist: vísindastarfi Einsteins, sem lýtur að kenningu hans upp úr ára- mótunum, að ef unnt væri að umbreyta. Hagaíagöar Óróbelgur einn Eiginlegs mótþróa verður aldrei vart við Gizur biskup (Einarsson) frá presta- stéttinni. Einungis eitt dæmi fer í aðra átt, og á þar hlut að máli óróabelgur einn, sem jafnvel hafði árætt að ganga í berhögg við Ögmund biskup sjálfan. Þessi maður var sr. Þórður Pálsson í Hraungerði, sá er síðast átti heima í Hróarsholti. Var þverúð sr. Þórðar svo megn, að hann hafði jafnvel í hótunum við biskup og einn presta hans og bar til vanhirða sr. Þórðar um reiknings- skil kirkna sinna. t (Saga íslendinga) A erlendum bókamarkaði Nýjar Penguin-bæltur Zadig — Llngénu. Voltaire. Adolphe. Benjamin Constant. Penguin Classics. 1964. Hvor 3/6. Þeir sem lesið hafa Candide (Birting) finna skyldleikann við þessar sögur. Zadig er ein elzta saga Voltaires (1747). Þessi saga gerist í Austurlöndum, það sögu- svið varð mjög vinsælt eftir að Þúsund og ein nótt var þýdd og gefín út á frönsku á árunum 1704- 17. L'Ingénu segir frá náttúru- barni sem alið er upp af Indián- um en flyzt síðar til Evrópu í bókinni koma íram skoðanir þessa náttúrubarns á siðmenning- C unni, þ.e. skoðanir Voltaires. Báð- ar þessar bækur eru fyndnar og kátlegar. The New English Bible — The New Testament. Penguin Books. 1964. 5s. Þetta er ný Biblíuþýðing, gefin út af Oxford- og Cambridge-út- gáfunum 1961 og nú gefin út af Penguin-forlaginu. Beztu grísku textarnir eru lagðir til grundvall- ar þýðingunni og þýddir á nú- tíma ensku. Fullt tillit er tekið til' nýjustu biblíurannsókna. Þýðing þessi vakti nokkurn styrr, en nú eru 350 ár síðan hin viðurkennda Jakobs konungs Biblíuþýðing kom út . The Penguin Book of Japanese Verse. Translated by Geoffrey Bownas and Anthony Thwaite. Penguin 1964. 7/6. Þetta er úrval japanskrar Ijóða- gerðar frá upphafi og fram á okk ar daga. Elztu kvæðin eru frá 3ju öld. Ljóðagerð er almenn í Japan. Þar yikja menn sér til ánægju, flestir geta sett saman stöku og minnir þetta nokkuð á íslendinga. Ljóðaformið hefur hingað til ver- ið hefðbundið eins og hérlendis. Ljóðaleikir tíðkast víða og áhug- inn á ljóðagerð er^vo almennur að í flestum stærri borgum eru kvæðamannafélög, nefnd eftir hin um hefðbundnu formum, „tanka" eða „haiku“ félög Yrkisefnið er íramar öðru náttúran og náttúru- stemningar, ljóðin er tregabland- in og mjld. Confessions of Zeno. Italo Svevo. Penguin 1964. 5s. Italo Svevo er dulnefni Ettore Schmitz. Hann var fæddur í Tri- este 1861, vann lengi í banka í fæðingarbæ sínum. Hann skrifaði tvær bækur, Una Vita og Senilita, um þrítugt, lélegar skáldsögur. Lagði ritmennsku á hilluna næstu tuttugu árin, á þeim árum kynnist hann James Joyce, og það verður til þess að hann tekur að skrifa aftur og La coscienza di Zeno kemur út 1923. Bókin var þýdd á írönsku nokkrum árum síðar og höfundurinn hlýtur með þeirri bók viðurkenningu í Frakklandi og Evrópu. Hann deyr af slysför- um 1928. Þetta er ævisaga, sem sálgreinir gefur ut í þeim tilgangi að angra einn sjúklinga sinna. Aðalpersón- an er heppinn kjáni. Saga Chronica Buriensis — The Chron- Icle of Bury St. Edmunds 1212- 1301. Nelson 1964. 84s. Bury St. Edmunds klaustrið var stofnað til minningar um St. Edmund konung, sem féll í viður- eign við danska víkinga 20. nóv- ember 870. Klaustrið naut mikils álits og ensku konungarnir virtu það mikils, fóru jafnvel fótgang- andi síðasta spölinn semvenjuleg- ir pílagrímar, þegar þeir komu í heimsókn. Einnig áskotnuðust klaustrinu miklar eignir og sér- réttindi. Á þrettándu öld var veg- ur klaustursins enn mikill. Ját- varður I kom þangað minnsta kosti fimmtán sinnum. Þessi krónika eða annáll, sem er settur saman í þessu klaustri á 13. öld, er samtímaheimild. Höf- undarnir eru þrír, John de Taxer hóf að rita Krónjkuna og ritar hana fram til 1265, sá næsti, nafn hans er ekki vitað, ritar til 1296, og sá þriðji einnig óþekktur lýkur ritinu 1301. Þessi annáll er góð heimild xxm síðustu ríkisstjórnar ár Hinriks III og Játvarðar I. Það er mikið rætt um skatta konungs og páfa í ritinu, skattpíningin jók mjög áhyggjur múnkanna. Fjár- hagur klaustursins var óhægur, skuldir miklar og lánardrottnar harðdrægir. Auk þessa stóð klaustr ið í fjárfrekum fjárfestingum, byggingarframkvæmdum og sam göngubótum. Fjármálastjórn klaustursins var á ýmsan hátt á- fátt, sendimenn páfa víkja að þessu 1234. Það kennir margra grasa í þessari króníku. Þetta er hin ágætasta samtimalýsing í smáu og stóru. Þarna er að finna pólitíska sögu Englands, sögu páfastólsins og togstreita páfa og konungs, efnahagssögu klauturs- ins, helztu viðburðir utan Eng- lands eru þarna skrásettir. Tog- streita og deilur konungs og höfð- ingja eru talsverður hluti annáls ins, og minna lýsingar stundum á Sturlungaöld úti hér. Sé vandlega lesið birtist manni mannlíf 13. aldar á Englandi. Fyrirburðasög- ur finnast í þessum skrifum svo og fréttir af ýmsuxn kynjum og ókyrrleika. Hjaltastaðafjandinn virðist hafa verið á ferðinni í Trouville 1273, lýsingin á þeim illa anda, sem þar lét á sér kræla, er svo til samhljóða lýsingum manna á Héraði á þejm illa sem grasseraði á Hjaltastað. Svo úir og grúir annállinn af smáanek- dótum og kátlegum athugasemd- um. Annálinn er ritaður á latínu og er gefinn út á því máli og í enskri þýðingu. Antonia Grans- den hefur annazt þýðinguna og útgáíuna. Rit þetta er gefið út 1 bókaflokkmxm „Nelsons Medie* val Texts.“ 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 1. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.