Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1965, Síða 8
Ef þú getur líknað eða glatt Jón Sveinsson, Þá veit ég að þú gjörir iþað; ég elska hann og hann mig, og Ihann á bágt, enda var hann öðruvísi oonstrúera'ður frá upphafi en aðrir menn. Við Móra á ég ekkert framar. 8. maí 1880. Els'ku bezti vin! í óguðlegu ergelsi, önnum og raseríi hripa ég þér aðeins mína hjartans kveðju. G'leðilegt sumar fyrir þig og þitt ógurlega eilífa drasl! Verði allt og allt þér til yndis og aeru og öörum tii gagns og gleði. Einkum bið ég Guð að vera hjá þér og varðveita þig, því í rauninni er þér nauðsynlegt að hafa Guð í verki með þér og þinni Karoussel- þraut. — Allt gekk vel — úr því sem gjöra var — með jarðarför kempunnar. Blessað- ur karlinn! Nú liggur hann svo lúnt í sinni grænu gröf! Slíka jaiðarför hefði Jón nafni hans, kallaður Repp, viljað fá, en slíkt kemur ekki fyrir nema á stónhátíðum. Söngurinn allur fór eclat- ant og brilliant! Landsíhöfðinginn var sá ailra liprasti og bezti og sömuleiðis nefndarmennirnir (nema póetarnir, við vorum begribeligvis blóðónýttir). Lands (höfðingjafrúin hafði (okkar á milli sagt) — sjálf componerað Cantaten, en vill ekki láta nafns síns getið, og lagði ynd- islegustu alú'ð við hana. Okkur póetun- um tókst nokkurn veginn og ræðan mín — komi hún á prent skal gera lukku. Landshöfðinginn segist senda þér kvæð- in, en ég sendi þér Þjóðólf. Ég er í vandræðum: Vil ekki og þori ekki og duga ekki til að fara upp í sveit, en get hér ekki komizt af lengur svona; Eiríkur gleypir frá mér prestaskólaem- bættið og svo fæ ég ekkert. Kona mín er heldur ekki búkona og vill ekki fara í sveit. — Vertu blessaður hjartans Tryggvi! blessss! Þinn einl. Matthi. Nú er búið að flytja þinglhúsið ofan að tjörn. Þa'ð þykir oss afleitt og næst- um því óskiljanlegt af landshötfðingja að hafa mikið á móti Arnarhóli, ' sem allir kus-u aðrir en nefndarmenn eða sumir þeirra. Um þetta nenni ég samt ekki að þrefa í blaðinu, því út af því kemur ekkert nema æsingar og rifrildi. Reykjavík, 28. nóvember 1880. E g hefi lengi ætlað að hripa þér línu síðan í sumar, en ekki vitað hvar þú værir niðurkominn það og það sinnið. Nú ertu kominn með Guðs hjálp tii Hafnar heim með þinni góðu systur og með allt þitt óendanlega hafurtask, sem skaparinn elski, auki og margfaldi og uppfylli með jörðina. Brauðsnúðinn skaltu fá betalaðan hinumegin. Minn gamli vinur Hjaltalín varð fyrstur til að segja mér frá happinu, og rétt á eftir honum kom Jón Pétursson í sama erindi. Margir unna mér Oddans og flestir hinna betri. Ég fór austur að sjá hann og leizt vel á brauðið að mörgu leyti, en mikil er ábyrgð og afarmikill vandi fylgir vegsemd. Ég hefi selt húsið mitt fyrir 5000 kr. og Þjóðólf Kr. ó. Þor- grímssyni fyrir 800 kr., svo ég hefi lík- lega svo sem 1500 kr. til að byrja bú- skapinn með — fer náttúrlega úr einni súpunni í aðra; en ég kvíði engu með Herrans hjálp, enda hafa ástæðurnar oft verið lakari. Við Þjóðólf slepp ég með auðmjúkri en ókrenktri meðvit- und; ég var enginn skörungur, en frið- samur og vildi vel og hvatti menn til góðs. Friðsöm blöð eiga við á friðar- tíma, eins og ég segi í kveðjugrein minni í síðasta blaði. Engin 4 framfaraár þekki ég betri en þessi síðustu á voru landi. Hugsunarhættir þjóðar vorrar og flest- ir lífshættir breytast nú óðfluga ár frá ári, því veldur ný tíð nýrrar stjórnar. Aðeins að það betra gamla hyrfi nú ekki með hinu lakara, t.a.m. okkar gamla góð- semi, gestrisni og Idealisme. Frelsið — segi ég löngum — verður því aðeins til blessunar að menn kunni með það að fcira og neyti þess gæða, skjóls og hag- sældar í friði, festi öll félagsbönd og starfi að einu og sama augnamiði. Við eigum svo gott að því leyti, að hér er flest ógjört, nóg að berjast við og sigra, þess vegna nóg til að gleðjast af og fylla með lífið og þess tómleika. Hinar sælu þjóðir verða þegar minnst varir vansælar, sökum þess, að þær hafa ekki lengur neitt stríð og ekki heldur neinn sigur, neitt sem vekur hin andlegu interessi og eftirlanganir, unz egg lífsins er orðin sljó, lífið lendir í sleni og dáðleysi, óhófi og material- isme. Hvernig Þjóðólfi reiðir af eftir þetta veit ég ekki né hirði um að vita, ef hann breytir stefnu; Egilson í Glasgow er nefndur aðalstyrktarmaður Kristjáns, en aðrir nefna landfógetann og Stein- grím Thorsteinson, en ég veit ekkert um það. Ég hefi séð og lesið mér til leiðinda ruglið eftir Laxdal um félag þitt, en út úr því get ég þó ekki fengið annað en það, að félagið standi hér um bil á jafn- föstum fótum nú, sem það frá upphafi hefir staðið. Og líti menn á hin bágu verzlunarár og erfiði og umbrot byrj- unarinnar, hinn mikla kostnað með skipa og kaupstaðakaup etc., þá geta menn efalaust ekki með sarmgimi heimt af því meira en lánstraustið, og láns- traustið hefir það meira en ég ímynda mér að nokkur maður og nokkurt félag hefir áður haft á voru landi — þótt þú eigir sjálfur eflaust mikinn þátt í því. Einasta liggur mér við að ofbjóða hvað þú færist mikið í fang og undrast hvernig þú getur annað öllum slíkum ósköpum. Ég skal biðja Guð og góðu englana fyrir Iþig, þegar ég er kominn að Odda — „upp á Odda“, segir hann Steini minn. Ég bið innilega að heilsa systur þinni og börnum hennar og óska ykkur á-» nægjulegs vetrar og gleðilegra jóla — umfaðmandi sjálfan þig sem minn ást- fólginn bróður. Matth. Jochumsson. Odda, 4. nóvember 1882. Astkæri, góði, gamli og göfugi vinur! í skóla var ég kenndur við Matthías Korvinus, en korvinus þýðir hrafn, og nú má ég í herrans augum heita einn vesæll hrafn: ergo bið ég herrann að borga þér fyrir hrafninn — alla þína blessuðu Ijúfmennsku og bróðurþýðu (að ógleymdum Oddastað). Guði sé lof fyrir Oddann, hvemig sem okkur semur; hann hefir lánazt mér betur en líkindi eru til, og hefi ég með höndum til vors- ins (ef allt lifir) nál. 300 fjár, 18—20 hross og 10 kýr, en skuldugur er ég á 3. þús. kr. Harðærið og þar af leiðandi áþján, er erfiðast, aldrei gestlaust heim- ili auk 10 ómaga og þriggja sveitar- ómaga útsvari, og % af tekjum ónáan- legur. Þess vegna neita ég að borga afgjaldið, þeir mega fyrr taka út stað og kirkju af mér og confiskera síðan gjaldið; en ég skýt því máli til þings ef ráðgjafinn (sem ég held mikið upp á), neitar beiðni minni um uppgjöf eftir- gjaldsins. Nóg um það. Apropos, mig gladdi þinn kross, því þú berð hann með sæmd og prýði. Ég skrifaði Einari í Nesi og bað haixn í Fróða að taka fram það skammarhneyksli í blöðunum, sem Jón Skuld lætur dynja. yfir þig, slíkt er ekki þér til hnjóðs, heldur blöðum vorum og þjóð; þú þarft ekki að yrðast við Jón, enda hefir þú látið hann og alla hans humbúkspinkla snarast undir kvið. Ég sé ekki betur en það skársta í Jóni sé nú alveg á förum og ekki annað eftir en vaxandi siðferðisleg eyði legging, lífstómleiki, hrekkir og húm- búk. Þannig fara pólitískir „partí- menn“ flestir að lokum. Líf Jóns, — uppeldi og eðlisfar gjörir honum ómögu- legt að lifa, án þess að halda sér uppi á persónulegu þrasi og það stórfelldu — úr því hann sleppir skáldskapnum, því hann einn hefði átt að viðhalda í honum einhverjum snefil af anda og hjarta. Próf. Fiske segist vera forviða yfir blaðaskömmum okkar og mála- þrasi, slíkt er einkenni okkar þjóðar en með vaxandi hringli o,g húmbúki þess- ara tíma fer það illa (eins og það góða-?) líka vaxandi. En hér þarf þjóðin aðvör- unar við; hún er ung og má ekki gleyma að skammast sín. Nóg um þetta, en bón fylgir bréfi hverju: Svo er mál með vexti, minn elsku vin og bróðir míns bezta vinar (hvers nafni er nú 10 vikna gamall og þykir framúrskarandi barn, liggjandi hérna þegjandi og brosandi í vöggu sinni). — Já, svo er mál með vexti, að kirkjan mín hér á staðnum er fallin og þarf ég að byggja hana í sumar. Viltu nú hjálpa mér og senda hingað upp, helzt frá Noregi, 20—30 lesta skip með tilhöggna kirkjugrind? Ég bið Jakob Sveinsson í Reykjavík að senda þér pöntunarlista, en hér set ég til vara, ef þú færð ekki það bréf, hið helzta: Lengd að utan 20 ál. 8 þuml.; breidd 10 ál. 16 þ. Stafurinn 5 ál., sperrur eftir því (eins og hér tíðkast); 4 bita (2 járn- bitar eru til) grind í turn, sem sé 16 ál. hár (eða 17), frá grunni kirkjunnar. Sjö glugga (3 á hvora hlið og einn yfir dyrum) hæfilega stóra, með t.d. 4 rúð- um og bogmyndaða að ofan (og 'þar rúður); 3 tunnur af kalki og saum eftir þörfum. Gólf-þverbita þarf ég ekki, en máske þak (spón? járn?). Þetta vildi ég fá með skipinu, og síðan það sem skipið bæri af venjulegu timbri allskon- ar nema engin stórtré. Viðurinn þarf að vera valinn, en verðið ríður mér á að gæti verið sem vægast. Kostirnir: Grind- ina, kalkið og sauminn skuldbind mig að borga strax, en viðinn á tveggja mánaða fresti, eða þá eins og um semur, er skipið kemur. Ég hjálegg fullmakt. En nú kemur einn póstur. Skipið ætti að leggja af stað t.d. frá Noregi ekki seinna en 1. maí. Það á að fraktast til Rang- árvallasýslu (Eyrarbakka?), en þó ef mögulegt er að leggja viðinn hér við Landeyjasand, þannig að skipið héldi rakleitt ef veður leyfði upp undir sand- ana með lóðsflaggi, tæki þar lóðs, sem ég læt vera viffbúinn úr því von væri á skipinu, og setti farminn í flota, en fólk verður strax við hendina að róa þá upp í sandinn. Þetta hefir reyndar aldrei verið gjört í seinni tíð en má tak- ast eins og mönnum tekst að róa flotum upp úr Vestmannaeyjum; þó, ef Norð- menn afsegja þetta eða gjöra 12 daga til há'ifsmánaðar bið í bugtinni eftir land- ræði mjög dýrt, :þá, eftir svo sem 14—15 daga mega þeir setja viðinn upp á Eyrar- bakka. En helzt upp í sand — Ó, ó! er þetta ekki risavaxin bón? En ég treysti næst blessan Drottins hamingju þinni og drengskap. Hræddastur er ég að Norðmenn gjöri okkur „Knuder“ við „sandinn“, en satt að segja er það „lapparí" að setja ekki viðinn eins þar á land og t.d. á Eyrarbakka. Jakob skrif ar þér nú greinilegra um það sem panta þarf, en skyldi hans bréf ekki koma, þá reyndu að fara eftir þessu. Hér er timbur laust og vona ég að ég hafi góðan hag af að seljá farminn. Kirkjan getur borg að strax 2—3 þús. og hitt fæ ég fyrir gömlu kirkjuna og timbrið, sem kemur og ég þarf ekki sjálfur. Ég læt Jakob ráða úr með efnið í þakið. Þessi fyrir- höfn þln verður án efa mikil og eflaust sérðu ekki út úr önnum, en ég trúi eng- um eins og þér samt. Ég bið að heilsa góðum löndum, þar á meðal skáldinu Hannesi frænda þínum. Mikið hefði séra Gunnar glaðzt af honum. Aðeins vil ég að hann vari sig á Drachmann þó mikið skáld sé, — mér finnst bjór og ýstru- bragð að bans póesí sumstaðar Guð blessi þig alla ævi. Þinn elskandi vinur Matth. Jochumsson. Odda, 4. ágúst 1883 E Isku vin! Ég hefi annað veifið verið að hugsa um mína kirkju og niðurstaðan er orðin, að ég neyðist til að eiga allt við Bakka- kaupmenn, Thorgrimsen og Lefoli — ég verð upp á þá kominn, hvort sem heldur er. Ég sé nefnil. að ég set þig í vanda og undir eins sjálfan mig, en við það að kaupa óhöggvinn viðinn fluttan til Eyrar bakka spara ég ca. 1000 kr., þannig að ég Iþarf ekki að leggja þær út nema eftir hendinni. Ég brá mér út á Bakka I vikunni og reiknaðist okkur Thorgrim- sen svo til, að ég mundi geta hróflað kirkjunni upp með því sem hún á í sjóði ytra og hjá mér, 12 og 16 hundruð kr., en smiðina læt ég eiga sín laun hjá mér. Líklega fæ ég samt ekki viðinn fyrr en í maí n. ár. Minn status er elendugur, enda hefi ég hingað til eytt tekjum í bústofn, en búið þó rentulítið, 8 ómagar og 25 manns, skuldir yfir allt. Verði afgjald lagt á brauðið, ríf ég mig héðan ef unnt er, vegna krakkanna og sjálf míns. Nú hafið þið sem mest að vinna. Guð láti alla góða engla og anda umkringja þig og varðveita að engir hundar bíti Iþig í hásinarnar, að framan átt þú að gela passað þig og höfuðið. Heilsaðu hjartanlega fólki þníu, ef ég er netfndur, einkum blessuðum Hannesi, sem mér þykir svo vænt um og bið Guð inni- llega fyrir að gjöra okkur úr gáðan og mikinn mann, en dálítið verður hann að fá að drasla svo lífaður kálfur. Eitt fvlg- ir allri þinni ætt — allt ljótt og so l’id flýr ykkur eins og pestina og góðu ele- mentin keppast eftir að vera með ykk- ur. Á Eggerts brask hefir mér reyndar aldrei þorað að lítast, det er for svindet- agtigt. Nú vil ég ekki tefja þig lengur. Þinn elskandi vin og bróðir Matth. Jochumsson. SVIPMYND Framhald af bs. 2 Ihleví konungur blæs á umkvartanir þeirra. „Hverju búast þeir við?“ spyr hann. „Ríkisstjórnin grei'ðir þeim ná- kvæmlega verðið sem þeir létu meta jarðeignir sínar á árum saman, þegar þeir greiddu skatta. Þá kvörtuðu þeir aldrei yfir því, að þær væru of lágt metnar." Jarðeigendur — og bankastjórar — eru ek’ki einustu andstæðingar hinnar djörfu áætlunar konungsins. „Svartir afturihaldsseggir“ er orðtak sem hann notar æ oftar upp á síðkastið, og þessari glósu er einkanlega beint gegn hinum afaríhaldssömu leiðtogum múlhameðska Sjíta-flokksins, sem er ötfluigur í land- inu, en þeir eru ekki einungis andvígir skiptingu jar’ðnæðis, heldur segja þeir aukin réttindi kvenna striða gegn mú« hameðskum lögum. Það er alimennt á- litið, að þessir ofstækisfullu trúarleið- togar (múllah) hafi staðið á bak við óeirðirnar í júní síðastliðnum í Mesjed, helgustu borg írans, þar sem lögreglu- þjónn var drepinn. P alhleví konungur hefur gert mik- fð úr þésisum atburði, en honum er ekki um að ræða uppþot sem viarð eirrum eða tveimur dögum síðar í gamla bazarnum í Teiberan — gróðrarstíu Ihaldssamra kaupmangara og okurkarla. Við það tækifæri kom riddaralið og skriðdreka á vettvang og skaut á stóran hóp upp- þotsmanna. Vægt reiknað er talið að 100 manns hafi þar látið lífið. Eindregin framganga hersins ásamt fangelsun nokkurra hörðustu gagnrýn- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 1. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.