Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Page 3
H ann spáði fyrir veðri, .gamli
eímastaurinn utan við giu.ggann hennar
ömmu. Krakkarnir sögðu það, og ég
hafði margsinnis heyrt það sjálf.
Stundum var hvinurinn í honum hár
og önugur.
„Nú er norðanátt í staumum", sögð-
um við.
Varla brást það að sú hin kalda haf-
étt fylgdi þessum fyrirboða, og óx þá
geðvonzkulegt ýlfrið í staumum um
tillan helming.
En aðrar stundir mátti heyra værðar-
legt murr í staumum. Þá lagði ég
etundum eyrað að gráurn, veðurbörðum
viði hans ag hlustaði á mjúkan þytinn,
sem mér þótti kominn langt, langt
sunnan yfir heiðar.
Þannig hafði það verið kvöldið áður,
pg þegar ég vaknaði, hafði sólin teikn-
að nýjan sexrúðna glugiga á hvítskúr-
aðar gólffjalimar 1 ömmuherbergi.
Gamla veggklukkan var að verða tíu,
en hún var nú að a.m.k. tveim tímum
á undan. Amrna hafði klætt sig, án þess
ég yrði þess vör eins og venjulega. Nú
dreif ég mig fram úr rúminu og í spjar-
irnar, því næst gekk ég fram í bæjar-
dyr á vit þessa dýrlega morguns. Döglg-
in þornaði óðum á stráunum í glaða sól-
skininu. Hundurinn Kolur hringaði sig
tnakindalega hjá gamla simastaumum,
sem söng glaðlega í mildri sunnanátt-
inni. Frá gömlu veðmðu skemmunum
bárust klingjandi högg, þar sem ein-
hver piltanna var að klappa ljá á
steðjanum. Ég stóð grafkyrr góða
stund og teygaði í mig loftið og ljósið.
Síðan gekk ég inn rökkvuð göng-
in, þiljuð á aðra hönd, en með moldar-
vegg á hina, og andaði að mér reykjar-
lykt innan úr „Gamla eldhúsi“, sem
ég kallaði „sveita.lykt“. Innst í göngun-
um lágu þrep hlaðin úr misstóruim stein
hellum niður í eldhúsið hennar ömmu.
Ég gætti þess að reka mig ekki í bit-
enn yfir niðurgöngunni, þegar óg gekk
þar um, en þar fékk ég stundum vel
útilátin höfuðhögg fyrstu daga sveita-
verunnar.
Niðri í eldhúsinu með reyklitar þilj-
umar beið mín skyrhræra á diski. Þar
eátu einnig Doddi og Helga, sem bæði
vloru nokkru eldvi en ég. Þau höfðu
þegar lokið við ao borða, en þótti mér
ganga fremur seinit að koma í mig
hrærunni.
„Það veit ég, að ég gæti hlaupið alla
leið suður og niður á Fit og heim aftur,
á meðan þú borðar eina skeið“, sagði
Doddi.
E ftir hádegisverðinn vorum við
send með hænsnamatinn út og upp í
fjánhús, en þar voru hænsnin hötfð á
sumrin. Leiðin út úr kjallaranum lá í
gegnuim geymsluna hennar ömmiu, þar
eem voru hveiti- log mjölsekkir og stóra
grænmálaða kistan hennar. Kjallara-
dyrnar vom galopnar í blíðviðrinu og
halllokan hallaðist upp að kjallara-
veggnum.
Þegar lokið var að gefa hænsn-
unum hóist ævintýraleg eggjaleit í
hálfrökkri inn um alla garða í fjárhús-
inu og einnig í aðligigjanidi hlöðuan.
Það var svo spennandi að gé í hvern
krók og kima og koma svo alit í einu
auga á skínandi hvít agg, eitt eða fleiri
saman, eins og glóandi fjársjóð. Hænsna
fatan var vel hálf, þegar við röltum
heimleiðis yfir túnið. Við stönzuðum hjá
lygnu í lækhum, sem rann skammt frá
fjárhúsunum, til þess að gá að brunn-
klukkum.
„En haldiði vei fyrir nefið og passið
að hafa lokaðan munninn, annars
stökkva þær upp í ykkur“, sagði Doddi.
Og þarna stóðum við og lá við köfn-
un, á meðan við horfðum á bruinn-
klukkurnar með bústinn bakhlutann,
sem við og við komu upp á yfirborðið
til að sækja sér loft.
H eima á bænum hafði allt full-
orðna fólkið fengið sér míiðdagsblund
að venju, en við tókum berjaföturnar
okkar og fóruim í berjamó á mónum
sunnan við túnið. Þar uxu safamikil
krækiber og bústin bláber. Noikkrir
tærir smálækir skoppuðu þar á milli
þúfna. Gott var að leggjast endilöng á
bakkann og teyga svalandi vatnið beint
úr lækminn.
Varla höfðum við tínt botnhyl í föt-
urnar, þegar við hittum Kidda. Hann
var úr sama þorpi og ég, en dvaldist
um sumarið á næsta bæ. Þeir Doddi
fóru að bera saman vasahniifa, sem
þeir höfðu keypt af Sveinika stutta á
seinustu ferð hans um sveitina. Það
var ævintýri líkast að sjá, hvað Sveinki
dró upp úr poka sínum: sælgæti,
tvinnakefli, smellur, nálar, nælur, bönd
og borða og margt, margt fleira. Ýmis-
legt fallegra og fjölbreyttara hafði ég
séð í búðunum heima, en þetta þótti
mér afskaplega skrýtinn og skammti-
Xeigur verzlunarmáti.
„Sveinki stutti sagði, að ég væri svo
lík Stínu frænku minni á Hóli“, sagði
Helga. „ „Stína á Hóli er svo lagleig, hún
er svo píreyg, þegar hún hlær“, sagði
Sveinki“.
Ég hugleiddi þetta skamma hríð, en
stundi þvínæst upp:
„Er ég lagleg?“
„Það segi ég ekkert um“, saigði Helga
og lagði þunga áherzlu á orðin. „En ég
veit vel, hvað fólk segir um þig.“
Ég varð víst eitthvað skrýtin á svip-
inn, en þá kom Kiddi mér til hjálpar
og huggunar og sagði:
„Það sver ég, að þú skalt verða
konan mín, þú eða engin önnur.“
Hann hristi ljósam lulbbann og skelli-
hló, svo að augun næstum hurfu í
freknóttu andlitinu.
Mór þótti að sumu leyti vænt um
þetta, en var nú alls ekki viss um, að
ég kærði mig um að verða kona hans,
og braut heilamn um, hvernig hægt
væri að komast umdan þessum svar-
daga.
agar við komum heim úr berja-
móruum, vonr amma og frænka að
ganga frá engjakaffinu. Hvítir klútar
voru bundnir utan um brauðfötin og
Ihendinni smeygt undir hnútinn. Kaff-
ið var sett í glerflöskur og þeim síðan
stungið í sokkaboli. Við krakkamir
vorum nú send niður á engi með kaff-
>. ff:
ið. Við tókum hrifurnar okkar mieð
og gen-gum af stað niður sólþurrkaða
leirtröðina, Á báðar hendur var mýrin
vaxin gulgrænni stör, en innan um
hana glytti í rauðan, votan mýrarieir-
inn. Ég teygaði að mér súrsætam mýr-
ariliminm. Doddi stakk hrífuskaftinu á
bólakaf í mýrina.
„Alveg botniaust“, tautaði hann, „al-
veg vitabotnlaust“.
Tröðin endaði á árbakkanum, og nú
kom brúin, sem ég var alltaf hrædd við.
Ekkert handrið var á henni, og ég gætti
þess alltaf að ganga á henni miðri og
lita hvorki til hægri né vinstri. Áin
var bæði djúp og breið, en alvag lygn,
og oft mátti sjá urriða á sumdi innan
um grænt slýið, ef maður þorði að
horfa otfan í.
Ég varpaði öndinhi léttar, þegar ég
kom yfir á hinn bakkann. Nú vorum
við komin á engið. Verið var að hirða.
Fólkið hamaðist við að raika skrauf-
þurru ilmandi heyin-u saman í þykka
garða. Síðan var því ýtt saman með
heygrind, sem bundin var aftan í hest.
Þá mynduðust þessir stóru, mjúku
bingir, sem svo freistandi var að leggj-
ast í.
E ngjafólkið settist nú upp við
einn þessai-a bingja og neytti kaffisins.
Eg hreiðraði um mig í dúnmjúku hey-
inu og drakk úr mjólkurflöskunni, sem
amrna hafði leyft mér að hafa með. Á
meðan virti ég fyrir mér góðviðrisský-
in, sem sifellt breyttu um lögun, og í-
myndaði mér, að ég sæti þar uppi og
hreiðraði um mig í bólstrunum og liði
ofurhægt yfir landið.
Nú var farið að binda og Doddi síðan
látinn flytja heim baggana á sex hest-
um í lest. Við Helga hjálpuðum til við
að raka dreif, þangað til sólin var far-
in að lækka göngu sina yfir dimm-
blárri brún Ógönigufjalls.------------
E g stóð heima á
hlaðinu, þar sem orðið var sólsett, og
fann til sætrar þreytu í öllum limium.
Innan úr fjósiniu heyrðust mjólkurbun-
urnar syngja í fötunum. Þá kom amrna
og færði mér flatbrauð með reyktum
silungi. Á meðan ég borðaði brauðsneið-
in mina, horfði ég yfir sveitina og sá
fjallskuggann teygjast ofurhægt lengra
og lengra austur yfir engið. Austurfjöll-
in voru enn böðuð bleikri kvöldsól. Þau
stóðu þama svfo örugg og eilíf, og lang-
ar, láréttar brúnir þeirra fylltu huigann
óumræðilegri ró. f suðri mátti glöggt
greina niðinn í Ullarfossi. Og langt,
langt utan af sólgylltri fljótseyrinni
heyrðist langdregið, an.gurvært kvakið í
lómnum.
Athugasemd
í 10. tbl. Lesbókar Mor-gunblaðsins
14. þ.m. er gömul talnavísa undir
nafninu Stórt hundrað, að minni
hyggju rangt með farin eins og rím-
ið raunar segir til um.
í mínu ungdæmi lærði ég vísuna
þannig:
14, 8, 5 og 7
4, 12 og 9,
11, 13, 1 og 2, (eitt og tvö)
18, 6 og 10.
Þannág er vísan rétt kveðin.
16. marz 1965.
Ásgeir H. Jónsson.
Sams konar athugasemd barst
einnig frá Arnlaugi Ólafssyni.
Eftir HAF Erlend Jónsson
Þær dagljósu víddir Eyktirnar læðast
eins og dulin spá sem ígráir skuggar.
slá gliti á falda Áttleysan spinnur sér
um firnin blá. ómælisþræði
í djúpinu sveima og himinninn upplýkur
sindrandi uggar auganu gljáa
en aldan vængjunum í holfvíðri hvikulli flæðL
ofurhægt ruggar.
11. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3