Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Qupperneq 6
BÖKMENNTIR Framhald af bls. 5. vaeri einskonar forspjall að okkar lífi: hans sem var mjög stutt, mitt mjög langt. Vindbýsn listarinnar höföu enn ekki eytt til ösku né gjörbreytt þessum tveim lífshlaupum, þetta var stutt björt *tund...Einsog kunnugt er kastar framtíðin skugga sínum löngu áður en hún kemur; hún knúði á glugga, faldi sig bakvið lampann, smeygði sér inn í R A B B Framháld af bls. 5. inleiki og œskilegur, eins og oft- lega hefur veiriö bent á í „Morgun- blaöinu“ aö undanförnu, en stund- um getur veriö heppilegt aö tengja hana þeim hversdagslegu hlutum, sem blasa viö augum þegar draum- órunum sleppir. Ég held satt aö segja, aö Fœreyingar hafi gert okk- ur mikinn óleik, þegar þeir töldu okkur trú um, aö viö gætum állt. Hvernig væri aö rifja upp fyrir- tœki eins og Tívolí, Hæring, Gler- verksmiöjuna eða einfáldlega ís- lenzka togaraútgerö síöustu árin? Viö þylcjumst sennilega of merki- legir til aö fœra okkur í nyt reynslu og lœrdóma frœndþjóöanna á Noröurlöndum, en þaö gœti kom- iö okkur vel upp á seinni tímann. Svíar, sem eru stœrsta og auöug- asta þjóö Noröurlanda, reka sjón- varp, sem einn af menningarleiö- togum þeirra, Olof hagerkrantz, kvaö vera svo lélegt, aö enginn meö réttu ráöi entist til aö horfa á þaö. Samt hafa Svíar blómlegasta kvik- myndaiönaö og leikhúslif á Noröur- löndum og þó víðar vœri leitaö. 1 bréfi sem mér barst frá Terkel M. Terkelsen, ritstjóra danska stór- blaösins „Berlingske Tidende“, í til- efni af grein eftir mig um ís- lenzka sjónvarpsmáliö í tímaritinu „Perspektiv“, segir hann i sam- bandi viö hugmyndina um stofnun íslenzks sjónvarps: „Det er jo frygtelig dyrt at oprette og drive et fjernsynssystem, hvad vi har er- faring for her i landet, hvor vi dog har omkring en million licens- betálende fjernseere.“ 1 Danmörku er ein milljón greiösluskyldra sjónvarpseigenda, en samt eru Danir aö kikna undir tiltölulega stuttri og lélegri sjón- varpsdagskrá. Islendingar œtla að láta 10 eöa kannski 20 þúsund sjónvarpseigendur hálda uppi langri dagskrá, sem eyöi áhrifum sjónvarps sem rekiö er frá 7 upp í lj tíma daglega af auöugustu þjóö veraldar. Hvort erum við gengnir í barn- dóm eöa háldnir ólœknandi stór- mennskubrjálœöi? Því svari h'ver fyrir sig. Annars má kannski benda ráö- herra á þaö í állri vinsemd, aö til er miklu einfáldari og ódýrari leiö til aö hefta útbreiöslu dátasjónvarpsins en sú aö stofna til langrar og óhóf- lega dýrrar íslenzkrar sjónvarpsdag skrár — nefnilega sú aö koma upp truflanakerfi aö hætti Rússa! Þá mœtti kannski líka fœkka eitthvaö í þeim 30 manna hópi, sem ráögert er aö komist á ríkisjötuna á næst- unni vegna sjónvarpsins. s-a-m. draumana og vakti ugg Ssamt hinni hræðilegu París Baudelaire sem var alls staðar nærri hver veit hvar í launsátri. En allt sem bjó af guðdómseðli í Ama- deo sindraði aðeins gegnum skuggabelti. Hann hafði *Antinousarhöfuð og gull- sindur í augum, — hann líktist alls ekki neinum í allri veröldinni. Rödd hans hef ur geymst mér ævinlega í rninni. Ég vissi að hann var fátækur, og það var ómögulegt að vita á hverju hann lifði, það vottaði ekki fyrir viðurkenningu á honum sem listamanni. Hún segir frá samveru þeirra í París 1911, göngum þeirra um Luxemborgar- garðinn og sameiginlegum smekk í ljóð- listinni, oft sátu þau á bekk og þuldu saman ljóð eftir Verlaine sem þau kunruu. Og þegar rigndi sátu þau undir stórri svartri hrörlegri regnhlíf Modigli- ani og heyrðu regnið sem átti svo vel við þessi ljóð: II pleure dans mon coeur oomme il pleut sur ville quelle est cette langueur qui pénétre mon coeur. Aldrei segist hún hafa séð Modi- gliani drukkinn, stundum minntist hann þó á hassish, hann virtist enga umgang- ast. Hann var einstaklega háttvís, segir hún. >á var hann að fást við myndhögg Anna Akhmatova í París 1911. I húsagarði, högg hans bárust eftir hljóðri götunni. Mannamyndir þöktu veggina í vinnustofu hans, ótrúlega lang ar. Hana minnir þær hafi náð frá gólfi upp í loft. Hún segist aldrei hafa séð eftirmyndir af þeim, skyldu þær enn vera til? Hann fór með Akhmatovu í Louvresafnið að skoða egipzku deildina, fullyrti að allt hitt væri ekki þess vert að skoða. Egipzka listin áttí. allan hug hans en þetta timabil í list Modigliani segir hún að sé núna kallað: negratíma- bilið. Modigliani gaf henni sextán mynd ix sem hann hafði gert af henni, teikn- ingar. Þær glötuðust allar nema ein á fyrstu árum byltingarinnar. Þegar Akh- matova var komin heim til Rússlands • Antinous var ungur maður í miklum kærleika við Hadríanus keisara, af hon- um eru fagrar höggmyndir í söfnum. Anna Akhmatova í Leningrad 1926, spurði hún hvem mann sem frá París kom eftir Modigliani, sannfærð um að slíkur maður hlyti að vera orðinn fræg- ur, alltaf var svarið: við þekkjum hann ekki, aldreí heyrt hann nefndan. Einu sinni segir hún að Gúmiléff eig- inmaður hennar hafi sagt þegar hún nefndi Modigliani á nafn að hann væri drukkin ófreskja og sagði að þeim hefði lent saman í París vegna þess að mál- arinn ætlaði að banna sér að tala rúss- nesku í vinahópi. Þetta var 1918 og þrem árum síðar voru báðir dauðir. IIL A nna Akhmatova fæddist í Odessa árið 1889. Mjög ung fór hún að taka þátt í bókmenntalifi Pétursborgar sem þá hét svo. Hún kom fyrst fram sem ljóð- skáld á upplastrarkvöldi hjá nafnkunmu skáldi sem rauk til þegar hún hafði les- ið ljóðið, kyssti á hönd hennar einsog þá var siður að gera við konur og sagði: Anna Akhmatova, ég óska yður til ham- ingju og býð yður velkomna! Þetta ljóð er viðburður í rússneskum bókmennt- um. Þá var hún 22 ára, og árið eftir kom út fyrsta ljóðabókin hennar: Kvöldiff, síðan Rósakransinn 1914, Hvíti flóttinn 1917, Kímið 1921, Anno Domini 1923. Um það leyti sem Akhmatova kemur fram hafði veldi symbolistanna svo- nefndu verið mikið í ljóðlist Rússa, en nú risu ungir menn til andófs. Symbol- istarnir höfðu margir hverjir hafnað í einhverskonar dulspeki, þokusveim og orðafylleríi. Akhmatova hallaðist að þeim flokki skálda sem kölluðu sig Ak- meista, það er dregið af gríska orðinu sem táknar tind eða hápunkt. Þessi skáld vildu rjúfa hið höfuga rökkur sym bolismans og varpa fyrir borð fjarsóttu orðununum og framandlegum fléttum þeirra, leita einfaldleika og hins skýra tæra og ljósa. Helztu skáld þessarar stefnu auk Akhmatovu voru Gumiléff sem varð eiginmaður hennar 1911 og Os ep Mandelstam. Framhald á bls. 12. Anna Akhmatova: Minningin um sólina Minningin um sólina bliknar í hjartanu grasið verður gulara vindurinn blæs hljóðlega hinum fyrstu snjókomum Vatnið frýs og verður ís í hinum þröngu síkjum Hér gerist aldrei neitt Ó, aldrei! Pílviðurinn breiddi út gagnsæjar sólfjaðrir sínar á tóman himininn kannski væri bezt ég hefði ekki orðið eiginkona þín Minningin um sólina bliknar í hjartanu. Hvað er þetta? Myrkur? Kannski! Á einni einustu nóttu náði veturinn að korna. (1911) (Snúið úr sænsku) T.V. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 11. tbl. 1905.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.