Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Síða 8
A fornum slóðum víkinga Jm slíka hluti <»r mkknr tírtr!»ft t-.a,rr_ T'Iji'' n M *■ n M * Um slíka hluti er okkur tíðraett, þeg- ar við ökum norður eftir Skotlandi. Fyrir norðan Inverness koraum við brátt á fornar slóðir víkinga. Við rifj- um upp fyrir okkur frásagnir Land- námu af Sigurði jarli og Þorsteini, ættfööur Hvammverja: „Þeir unnu Eftir Magnús Magnússon Magnúsarkirkja í KirkjuvogL Katanes og Suðurland, Ross og Mer- hsefi og meir en hálft Skotland. Var Þorsteinn þar konungur yfir, áður Skotar sviku hann, og féll hann þar í orrustu." Kn það er eftir fall >or- steins, að Auður djúpúðga ekkja hans flyzt búferlum til íslands. Bf Þorsteinn hefði ekki verið svikinn af Skotum, hefði hin göfuga landnámskona ef til vill aldrei stigið fæti sínum á íslenzka grund. Þegar við komuim norður í Suður- land, kem.ur okkur allt í einu í hug, hvernig Sigurður jarl lauk ævi sinni. Hér erurn við komnir á sögustaði. Sig- urður jarl hafði barizt við Melbrigða tönn, skozkan höfðingja, og vinnur á honum sigur. „Nú varð þar harður bardagi og eigi langur, áður Melbrigði jarl fellur og allt hans föru- neyti, en Sigurður jarl lét festa höfuð þeirra við slagólar til ágætis sér, og þá riðu þeir heim og hrósuðu sigri. Og er þeir voru á leið komnir, þá vildi Sigurður jarl keyra hest sinn með fæti og lýstur kálfanum í tönn þá, er skag- aði úr höfði Melbrigða jarls, og skeind- ist og laust í verk og þrota, pg það leiddi hann til bana, og er Sigurður hinn ríki heygður á Ekkja]sbakka.“ Enn þykjast menn geta bent á Sig- urðarhaug, en slíkar frásagnir af forn- um atburðum hressa upp á pílagríma, sem eru að kanna ókunna stigu. Og enn rennur áin Ekkjal þungum straumi til sævar. í Orkneyinga sögu er getið um Vík á Katanesi, og þar stigum við úr bíln- um og fórum með flugvél norður yfir Péttlandsfjörð, áleiðis til Kirkjuvogs á Hrossey í Orkneyjum. Við fljúgum yfir Rögnvaldsey og skyggnumst um yfir Skálpeiðisflóa, sem Englendingar kalla Scapa Flow og kunnur er af at- burðum í flotasögu Breta. Flugvélin lendir í Orkneyjum, og það er kaldur suddi og súld. Nordal vindur sér út á völlinn, andar djúpt að sér og segir fullur af lotningu: „Hér ber norrænt veður að vitum mér“. Við klöngrumst upp í flugvallar- vagn, sem stritar með erfiðismunum eft- ir bugðóttum vegi á leið til Kirkju- vogs, og brátt erum við staddir uppi á hæð einni, og framundan blasir við spanskgrænt þakTð á kirkju heilags Magnúsar mað göfugum turni. Þetta er dómkirkj/! Orkneyja. Við þessa sýn varð okkur öllum hýrt í geði, og Nor- dal sagði: „Þessi hæð má gjarna kall- ast Feginsb/ekka“, en pílagrímar til Rómar kölluðu svo þann stað utan við borgina, sem hin heilaga borg varð fyrst litin, að hann héti Mons gaudii, en það er Feginsbrekka á máli íslenzkra pílagríma. Þetta þótti okkur vel og tilfyndilega að orði komizt, því að við gátum aldrei skilizt við þá hugmynd, að hér værum við í leit að helgum dómum. Allt sem við sáum var litað af frásögn Orkn- eyinga sögu, og okkur fannst við ekki geta þverfótað fyrir minningum frá dýrðartíma Orkneyja. Magnúsarkirkja gnæfir yfir allt í Kirkjuvogi, og þangað snerum við eftir hellulögðum strætum þegar eftir kpm- una til bæjarins. Samkvæmt Orkneyinga sögu virðist Kirkjuvogur einungis hafa verið smá- þorp árið 1137, þegar þetta göfuga guðshús var reist, og dómkirkjurtni á Kirkj uvogur það að þakka, að hann stækkaði og varð höfuðstaður eyjanna. Magnúsarkirkja var smíðuð fyrir áheit Rögnvalds kala, en hann var systur- sonur Magnúsar Eyjajarls, sem þoldi píslarvættisdauða á Egilsey 16. apríl 1115; dagur þessi heitir enn Magnúsar- messa á íslenzku. Rögnvaldur kali gerði það áheit, að hann myndi reisa hið fegursta giuðshús til minningar um frænda sinn ef sér tækist að ná jarl- dórrri yfir eyjunum. Og áheit sitt efndi Rögnvaldur af mikilli sæmd, þótt ef til vill megi gérá ráð fyrir því, að fleira hafi vakað fyrir honum en það eitt að heiðra minningu Magnúsar. Dóm- kirkjan átti eftir að styðja aðstöðu Rögnvalds sjálfs. Gestirnir á hótelinu i Kirkjuvogi ráku upp stór augu, þegar fjórir annarlegir ferðalangar hreiðruðu um sig úti í horni á dagstofunni um kvöldið og Nor- dal fór að lesa upphátt úr Orkneyinga sögu. Hann valdi þennan ritningarstað fyrir fyrsta kvöld okkar í Orkneyjum: Frásögnina af drápi Magnúsar jarls einn aprílmorgun fyrir 847 árum. Það er dýr leg lýsing, einföld og sönn, og hún færði okkur undarlega nærri þessum atburðum. Þeir Magnús jarl og Hákon frændi hans höfðu lagt með sér fund í Egilsey. „Stefndi Magnús jarl til sín þeim mönnum öllum, er hann vissi vera góð- gjarnasta'og líklegasta til umbóta með þeim frændum. Hann hafði tvö skip og jafnmarga menn sem mælt var. Og er hann var búinn hélt hann til Egils- eyjar, og er þeir réru í logni og sæ- kyrru, þá reis boði á skipi því, er jarl stýrði, og féll yfir skipið, þar er jarl sat. Menn jarls undruðust mjög þenn- an atburð, er boði féll í logni, þar sem enginn maður vissi von til, að fyrri hefði fallið, og djúpt var undir. Þá sagði jarl: „Eigi er það ky-nlegt, áð þér undrizt þetta, en það er hugsan min, að þetta sé fyrirboðan lifláts miíns. Kann vera, að það komi fram, er fyrir er spáð um Hákon jarl. Skulum vér svá hugsa vort mál, að ég get, að Há- kon frændi minn mun búa eigi um heilt við oss á þessum fundi.“ Menn jarls urðu hryggir . við þessi orð, er hann sagði svo bráðar vonir 9Íns líf- láts, og báðu hann gæta lífs síns og fara eigi á trúnað Hákonar jarls. Magnús jarl svarar: „ Fara, skal nú að sinni, og verði allt að guðs vilja um vorar ferð- ir...“ Magnús jarl kom fyrr til Egilseyjar með lið sitt, og er þeir sáu ferð Há- konar jarls, sáu þeir, að hann hafði átta herskip. Þóttist hann þá vita, að um svik mundi búið. Sótti Magnús jarl þá upp á eyna með lið sitt og til kirkju til bænar og var þar um nóttina, en menn hans buðu að verja hann. Jarl svarar: „Leggja vil ég eigi líf yðvart í hættu fyrir mig, og ef eigi verður frið- ur settur með okkur frændum, þá verði sem guð vill.“ Mönnum hans þótti sannast það, er hann hafði sagt. Nú af því að hann vissi fyrir um lífsstund- ir sínar, hvort er það var heldur af hugspeki hans eða guðlegri vitran, þá vildi hann eigi flýja og eigi fara langt frá fundi óvina sinna. Hann baðst fyr- ir rækilaga og lét syngja sér messu. Hákon og hans menn hlupu upp uim morguninn og runnu fyrst til kirkj- unnar og rannsökuðu hana og fundu jarl eigi. Hann hafði við þriðja mann gengið annan veg á eyna í leyni njdkkuð- Og er hinn helgi Magwús jarl sá, að þeir leituðu hans, þá kallar hann á þá og segir hvar hann var. ,Bað hann þá eigi annars leita. Og er Hákon sá hann, þá hlupu þeir þangað með ópi o.g vopnabraki. Magnús jarl var þá á bæn sinni, er þeir kornu til hans, og er hann lauk bæn sinni, þá signdi hann sig og mælti til Hákonar jarls með staðföst- um orðu.m: „Eigi gerðir þú vel, frændi, er þú gekkst á eiða þína, og mikil von, að þú gerir þetta meir af annarra illsku en þinni..“ Svlo varð hinn virðulegi Magnús jarl glaðlegur sem honum væri til veizlu boðið. Hvorki mælti hann með styggð né reiðiorðum. Og eftir þessa ræðu féLl hann til bænar og laut í gaupnir sér og hellti út mörgum tárum í guðs aug- iiti. Þá er hinn helgi Mag.nús jarl var til dauða ráðinn, bauð Há.kon Ófeigi merkismanni sinum að drepa jarl, en hann neitti með hinni mestu reiði. Þá neyddi hann Lífólf steikara sinn til að bana Magnúsi, en hann tók að gráta hástöfum. „Ei skaltu gráta þetta," sagði jarl, „því að frægð er í að vinna slikt. Vertu með staðföstum hug, þvi að þú skalt hafa klæði mín, sem siður er til og lög hinna fyrri manna, og eigi skaltu hræð- ast, þvi að þú gerir nauðugur, og sá er þér nauðgar, misgerir meira en þú.“ En er jarl hafði þetta mælt, steypti hann af sér kyrtlinum og gaf Lífólfi. Síðan bað hann sér leyfis að biðjasit fyrir, og það var honu.m veitt. Hann. féll til jarðar og gaf sig guði og færðí honum sjálfan sig í fórn. Þá er guðs vinur var til högigs leiddur, mælti hann til Lífólfs: „Stattu fyrir mér og högg mig í höfuð mikið sár, því að eigi sæmir að höggva höfðingja sem þjófa. Styrkstu, aumiur, því að ég hefi beðið fyrir þér til guðs, að hann líkni þér....“ Sá staður var áður mosóttur og grýtt- ur, en litlu síðar birtust verðleikar Magnúss jarls við guð, svo að þar varð grænn völlur, er hann var veginn, og sýndi guð það, að hann væri fyrir réttlæti veginn, og hann öðlaðist fegurð og grænleik paradísar, er kallast jörð lifandi manna....“ LEIÐRÉTTiNG Línubrengl varð á einum stað í síðastliðinn sunnudag í rabbi í Gísla J. Ástþórssonar. („Eins í og mér sýnist“) um mis-1 notkun „transistortækja“ eða fl ráptækja. Tvær setningar l brengluðust. Svona er þetta 2 rétt: „í>ó skal það heita hæfileg £ traktering iðnaðarfólki og verka- L fólki, það sem engum dettur í l hug að bera á borð fyrir bókara I 1 eða bankafólk skulum við segja l ellegar bissnesmann sem fram- l leiðir til dæmis grænsápu. Hér l virðist það sjónarmið ríkjandi að | maðurinn í smiðjunni og konan 1 við vigtina hafi ómerkilegra taugakerfi en maðurinn í gjald- 1 kerabúrinu og konan við ritvél- ina — að þau séu öðruvísi inn- t réttmð “ 7 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- II. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.