Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Page 12
BÖKMENNTIR
En önnur >6. Sameiginleg var upp-
reisnin gegn fortíöinnni, öllu hefð-
bundnu hvort sem var í listum eða sam-
félagssiðum. Vélin, kraftuiinn, verk-
smiðjan, straumlínuform, flugvélar, í
þessu birtist feguröin hinum ungu ný-
aldarmönnum fútúrismans: burt með
Ihinar lýrisku blómavasastemm.ur, súlna-
hof og hörpuleik og allt þetta endalausa
tunglskin og táknmyndadulspeki. Rúss-
nesku fútúristamir sögðu: fleygjum
Púshkin, Tolstoj, Dos'i jevski o.s.frv.,
osfrv. fyrir borð á gufubáti samtíðar-
innar. Undir forystu Khlebnikoffs og
Maj akovskí kepptust þeir við að ganga
fram af borgurunuim, þeir gáfu lika út
sína stefnuskrá árið 1912 sem nefndist:
Opinber smekkur löðrungaður. í stjóm-
málaviðhorfum var hyldýpi milli rúss-
nesku fútúristanna og hinna ítölsku því
viðhorf Marinetti og nánustu fylgis-
manna hans vom úrkynjunaræsingur:
þeir voru á bandi stórkapítalistanna og
létu einsog þeir vildu fara í strið enda
lenti Marinetti í apabúri fasismans
síðar, hann var lítið skáld en hafði
lag á því að vekja á sér atihygli með
sérkennilegum hugmyndasamsetningi.
Rússnesku fútúristarnir voru fyrst og
fremst í uppreisn gegn borgaraskapn-
um. beir kröfðust hins algjöra frelsis
listamannsins, þeir vildu færa ljóð-
listina frá þvi að sveima um fjarska
minninga og drauma, fortíðar eða dul-
rænu þess sem ekki er og heldur láta
ljóðlistina fjalla um það sem er hér og
nú: óg vil skapa hina sósialistisku list,
sagði Majakovskí. 1914 talar hann um
að ljóðlistin sé sokkin. niður á borð við
skvaldrið í kaffihúsun/um þar sem er
sungið og spilað yfir gestunum. Þó
segir hann að hún aetti að hafa mikil-
væ-gari verkefni meðan óveðurský
heimsstyrjaldarinnar færast yfir heldur
en duga mönnum bezt við að velja sér
likjörana úr prískúrant Severjaníns eða
kitla borgarann sem ætlar að fara að
sofa. Þá voru ljóðskáldin Balmont og
Brjúsjofl í tízku og Majakovskí segir
að það sé auðvitað ósköp notalegt á
sínu róslitaða heimili að ilmúða sína
litla dóttur með Balmontspúðri, læra
nikkur Brjúsjoffsljóð til að nota við
skrafið eftir matinn, kalla eigin-
konuna með málað kringum augun mín
einasta eina, augun sem sindra af
þunglyndi Önnu Akhmatovu.
IV.
1 naastum tvo áratugi kom ekk-
ert frá Önnu Akhmatovu. Þegar um-
sátrið var um Leningrad flutti hún.
til Taslhkent með viðkomu í Moskvu.
Þá mun hún hafa heimsótt sjúkrahús
og lesið særðum og sjúkum ljóð sún.
í erfiðum veikindum hennar sjálfrar
um þetta leyti segist hún hafa kynnzt
manriigæzkunni. í næstum tvo áratugi
hafði hún ekki birt nein ljóð en árið
1940 kom úrval pr fimm fyrri ljóða-
bókum hennar út í Leningrad, auk þess
nýr ljóðaflokkur. Umburðarlyndi vald-
hafanna entist þó ekki lengi þessu
skáldi, sá argi Zdanoff gerði hatramma
árás á hana 1946 og hún ver rekin þá
úr rithöfundafélaginu. Eftirlitið með
listamöinnum var hert og Stalinplskur-
inn hamaðist. Ný Þögn.
Nú er Anna Aklhmatova enn komin
fram á sviðið. Þeigar létti Stalinsógnun-
uim var aftur farið að gefa út ljóð henn-
ar. Merkast af þvi sem síðan hefur ver-
ið prentað er langa ljóðið: Ljóð án
hetju sam ýmsir hafa kallað hátmdinn
á ljóðlist hennar. Árið 1951 var gefið
aftiir út ljóðasafn Ónnu Akhmatovu.
Þar eru. ljóð frá 1909 til 1960. Formáli
eiftir rithöfundafélagsformanninn Súr-
koff sem finnur að skorti á stjómmála-
afstöðu í forbyltiitgarljóðum, hann fjall-
ar þó mest um seinni ljóðin og segir
eftir heomi að Ijóðlistin sé henni núna:
samband við tímann, við hið nýja lif
þjóðar minnar. Þetta er sú skáldkona
sem hlaut þann dóm við bajmfaering-
una 1946 að hún ógnaði uppeldi sovét-
Fraimhald af bls. 6.
Á þessum árum situr hún löngum í
■káldakjallaranum Flökkuhundinum
með sitt svarta hár sem nam við auga-
brýnnar og reykurinn frá grönnium vind
lingi speglaðist kannski í bolla með
rvörtu kaffi og út úr miklum fölva and-
litsins lýstu þessi dimmu ljóðmærðu
augu. Þannig liðu þau ár með bóhemia-
lífi og ljóðum meðan rumdi í djúpun-
um og hin eina sanna tuttugasta öld
nálgaðist einsog hún segir í ljóðinu, ekki
sú sem var samkvæmt almanakinu held
ur nýr trnri, nýr heimur.
Fíjónaband heimar var ekki ham-
ingjusamt og þau skildu 1918. Þó er
sagt að það hafi fengið mikið á Akhama-
tovu þegar Gumiléff var skotinn 1921
fyrir andbyltingarstarfsenri
Mánudagur. Tuttugasti og fyrsti.
Um nóttina teiknast borgin fyrir utan
glugiga minn. Og hvaða fífl hefur
haldið því fram að ástin sé til á þess-
ari jörð.
í næstum 20 ár birtir Akhmatova
engin ljóð. Hún er alltof bundin einka-
málum sínum í ljóðlistinni til að hljóta
þokka stjómarvaldanna sem ætlast til
að skáldin hvetji þá sem vinna og
striða og lofi og prísi þá sólnasól sem
var Stalin, vinurinn. En á þessum
árum sökkti hún sér niður í verk
Púshkin og rannsakaði þau af mikilli
alúð, ferðaðist á þá staði þar sem
Púshkin dvaldist og skrifaði um hann.
Drottning silfuraldarinnar hafði hún
verið nefnd. Silfuröldin var hin mikla
endurredsn rússneskrar ljóðlistar fram-
an af öldinni. En gullöldin var sú sem
reis með Púshkin.
U m sama leyti og akmeistamir
gerðu sig fræga var annar skáldflokk-
ur ekki síðri: fútúristamir. Árið 1905
(hafði sá gleiði Marinetti gefið út sitt
fræga Manifesto futurista og það hafði
sín áhrif í Rússlandi, einsog á Italíu.
Akhmatova i Moskvu 1946.
Akhmatova 1963 ásamt (fr. v.), Breitburd (rithöfundi), Súrkoff (fyrrv. for-
maóur rithöfundasambands Sovétrikjanna) og Vigorelli.
æskunnar með Ijóðum sínum sem væru:
þrungin bölmóöi og úrkynjunaranda og
vitnuðu um smekk fyrir hinni gömlu
stofuljóðlist sem hefur stirnað í form-
um og afstöðu hirniar borgaralegu og
verðlaunum, dáinn. Gúmiléff eiginmað-
urinn skotinn 1921, sagt er að Maxim
Gorld hafi þó beðið honum
griða. Önnur skáld þessa tímabils eins-
og Piljnak og Babel, báðir drepnir, það
var í fyrrahaust upplýst í Sovétrikjun-
um að Babel hefði verið drepinn af
böðlum Stalíns, og haldin minningar-
hátíð undir forystu Ehrenburgs.
Allt er liðið. Söngur minn berst út í
tóma nóttina, þar sem þú ert ekki leng-
ur til, segir í ljóði Akhmatovu.
V.
Sikiley desem-ber 1964: Anna
Akhmatova í fyrsta sinn utan Rúss-
lands síðan 1913. Hún kom til Taor-
minu til að taka við alþjóðaljóðlistar-
verðlaunum: Premio di Taormina. Þessi
verðlaun voru veitt í sambandi við
stjómarfund Sambands evrópskra rit-
höfunda. Ljóðakvöld til heiðurs Akhnia-
tovu. Við háborð sitja nóbelsskáldið
Quasimodo, Ungaretti sem margir sögðu
að hefði átt að fá nóbelsverðlaunin,
Rafael Alberti sem er talinn einn snjall-
astur spánskra ljóðskálda í dag og
vinur Lorca, André Frenaud ásamt aðal-
ritara sambandsins Giancarlo Viglorelli,
i miðju sat drottning silfui-skeiðsins.
Enniþá er einsog á gömlu myndunum,
svipur þessarar konu: einsog hún sé
að hlusia á lága rödd hvisla frá löngu
liðnum tíma, kannski fitlað við streng
fyrir utan stofu manns þegar maður
veit hver er að því og er að hugsa um
þann, eða einhvem annan sem það gæti
hafa verið. Nú er hún ekki lengur
grönn, þetta er 75 ára gömul kona
gildvaxin, í andlitinu býr hin tigna ró
eftir langa baráttu innra. Og skáldin
gengu fram og lásu ljóð sín á ýmsum
málum og reistu sinn Babelstum. Ég
hafði einna mest gaman af að sjá þegar
Tvardoffskí landi hennar og ritstjóri
Noví Mír flutti sitt ljóð, hann hefur
verið vaskur að berjast fyrir frelsi
skáldanna. Hversvegna skyldi mér hafa
dottið í hug Hamlet þegar ég sá hann
og heyrði? Fölur maður og fremur
kringluleitur og björt blá augu, inn-
hverfur og dulur, svipurinn hreinn.
Milli hans og Akhimatovu virtist leyni-
samband, var það bara meðan hann
flutti ljóðið?
J. greininni sem fyrr var nefnd
um kynnin af Modigliani talar Aklhma-
tova um risana þrjá sem beri uppi 20.
öldina: Kaflta, Proust og Joyce.
Skyldi hún hafa verið að svara íhald-
inu í sovétbókmenntum sem talaði svo
í persónu Konstantm Fedin í ræöu á
rithöfundafundi þegar hann var að
verja sósíalrealisma: Nú standa bók-
menntirnar frammi fyrir tilraun til þess
Akhmatova 1963
aristókratisku fagurfræði og úrkynjun-
arinnar.
f Ljóði án hetju segir skáldið í orða-
stað annars:
Um hvaða fundi var að ræða
og hvar og vegna hvers
hver dó og hver lifði áfram
hver er höfundurinn og hver er
hetjan
og hverju þjónar það í dag
þetta hjal um skáld og þessi
vofuíans.
Ljóff án hetju er einskonar sjálfs-
ævisaga. Þar er ekki fjallað um „hið
nýja líf sovétþjóðarinnar". Hugurinn
leitar aftur í liðna tíð: silfurskjöldur
mánans á silfuröldinni frýs. Hún litur
yfir líf sitt með söknuði og líka gagn-
rýni, vefur saman þætti frá fyrri tíma
við það sem er nú í einsemd. skáldsins.
Skáldskapurinn er: spegillinn sem
dreymir um spegilinn, þögnin sem
vaitór yfir þö'gninni, segir hún.
Hin glassilegu skáld silfuraldarinnar,
hvert fóru þau? Majakovskí og Esen-
ín frömdu sjálfsmorð. Pastemak var
bannfærður 1946 af Zdanoff ásamt
Akhmatovu, og birti síðan en.gin ljóð
í 9 ár, og fékk ekki að taka við Nöbels-
)2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
11. tbl. 1965.