Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Page 13
Ma*o ræðir viS franska sendiherrann, Lucien raye, sem var einn í hópnum. að hefja nsestum allsstaðar S vestur- löndum gunnfána skáldsagnahafðar Joyce, Proust og Kafka. Við höfnum því. Við trúum ekki þvi að i nýsköpunartilraunum sé rétt að hverfa aftur að úrkynjunarstefnu af þessu tagi, sagir Fedin. Nú er risin ný skáldakynslóð í Sovét- ríkjunum sem er á öndverðum meiði við menn einsog Fedin sem reyndi að koma í veg fyrir að Zivago Pasternaks ksemi út. Hin ungu skáld Sovétrikjanna hylla skáld silfuraldarinnar: Pastemak, Majakovskí, Akhmatovu. Flest hafa þau orðið fyrir áhrifum af uppáfinn- ingamanninum Khlebnikoff þó þau áhrif hafi kannski ekki komið beint heldur gegnum skáld einsog Maja- kovskí, KhlebnikoÆf er sagður hafa dá- ið úr sulti. Sumir líkja honum við Joyce, þar á meðal Ehrenburg. Æ nna Akhmatova býr í Lenin- grad og er sífellt að yrkja um borgina. Hún heyrir kliðinn frá samt'íðinni, hlátur leikandi barna en hugur hennar nemur hljóðnaðar raddir hvísla af nýju, og sú sam var hún umkringd aðdáendum í Pétursborg talar aftur um ástina log eldana sem brunnu í nóttinni meðan jólaklukkum var hringt og vagnarnir skröltu á brúnum yfir Nevu, og manninn sem eitt sinn var allsstað- ar en hefur vikið úr draumunum: kon- ungur himinsins hefur læknað sál mina ískaldri ró ástleysisins. Allt er liðið. Söngur minn berst út í tcma nóttina, þar sem þú er ekki leng- ur til ... RAUÐA-KÍNA Framhald af bls. 1. af gerðinni Rauði fáninn (kínversk eftir líking af Cadillac frá 1950), inn á stíg r.okkurn, sem gætt var af vopnuðum vörðum. Stígurinn lá að húsaþyrpingu. og í myrkrinu gat ég greint fjögur ein- lyft hús og eitt þriggja hæða og í fjar- laegð gyllt þakið á iitlu hofi. Stærsta einlyfta húsið var uppljómað og í anddyTÍnu stóð Mao. Einhver embættismaður kynnti gest- ina. Mao brosti, gestirnir hneigðu sig og Mao benti mönnum, án frekari vim- svifa, að ganga inn í húsið. í forsaln- um sagði hann gestum sínum að standa sitt hvorum megin við sig og lét þá tninnstu í hópnum standa uppi á bekk fyrir aftan sig. Allt í einu birtist ljós- myndari, sem tók eina mynd af hópn- um. Mao vísaði leiðina inn í stórt og vel- Upplýst herbergi, sem var með gólftepp- um út I öll horn og dökk- rauðum veggteppum. (f>etta var fy~sta og eina heimilið í Kína, sem ég kom á, sem ekki hafði mynd af Mao uppi á vegg). Hann tók sér sæti í einuim af 10 stólum, sem voru við fundarborð, og benti okkur að gera hið sama. Á litlu borði við hvem stól var bolli af rjúkandi tei, sígarettur, eld- spýtur, skrifblöð og velyddir blýantar. Spýtubakki var við fætur Maos og var hann í laginu eins og næturgagn. Mao var klæddur ljósgráum einkennis- búningi, lokuðum í hálsinn, stórum leðurklossum og vaðmálssokkum, sem löfðu niður á ökkla. Einkennisbúningur hans virtist alltof stór og hann virtist því miklu grennri en ég hafði búizt við. Hár hans var hrafnsvart og vandlega ereitt aftur og varla sást þar nokkurt grátt hár. Andlit hans var með hrukk- um, en samt holdmikið. Hann virtist yngri. en 71 árs aldur hans hefði gefið tilefni til að ætla og ekki varð vart neinna þreytumerkja hjá h/onum eftir þvi sem á kvoldið leið. ~Fln Mao virtist •amt greinilega ekki vera við neina hesta tieilsu. Pegar hann gekk á undan okkur inn í setustofuna var þjónn við hlið hans og hélt um olnboga hans. Mao reykti stanzlaust og af þeim mikla fjölda af sígarettum, sem hann reykti um kvöldið, virtist greinilegt, að hann reykti minnst þrjá pakka á dag. Hann hafði einnig slæman reykingahósta og dró andann þunglega. Hann virtist einnig ekki hafa fulla stjóm á hreyfingum sínum. Þegar hann kveikti sér í sígarettu hélt hann á eld- spýtustokknum í hægri hendi og eld- spýtunni í þeirri vinstri (hann er ekki örvhentur). Hann studdi olnbogunum á stólarmana til að styðja sig. Þegar hann hafði kveikt í sígarettunni hélt hann henni í vinstri hendi, en færði hana síðan varlega yfir í þá hægri. Einn Frakkaana, sem þama voru, hafði misst föður sinn úr Parkinsonsveiki, og hann sagði mér síðar, að hann áliti að Mao þjáðist af sama sjúkdómi á byrjunar- stigi. Hinir álitu, að hann hefði fengið vægt hjartaslag. Þegar viðræðumar höfðu staðið góða stund benti Mao á magann og sagði: , Ég er orðinn svangur". Þá varð þö'gn um stund, en svo bætti hann við: „Eruð þið ekki svangir? Viljið þið vera gestir rnínir við matborðið?" Hann reis á fæt- ur og gekk á undan okkur í annan enda herbergis þess sem við vorum í, sem var mjög stórt. Á bak við tjö'.d, sem þar voru, var kringlótt borð og hafði verið lagt á það fyrir 10 manns. Eftir að minni Frakklands hafði verið drukk- ið í mao tai, hinu sterka hrisgrjóna- brennivíni Kínverja, settumst við að snaeðingi sérlega bragðgóðra kjúklinga, humars og steikts fisks. Bjór var á borð um og gulleitt vín, þótt Mao drykki einungis ávaxtasafa. Mao drakk súpuna og öðru hvoru brosti hann eftir að hafa sagt eitthvað, sem honum þótti fyndið. Áður en fimm mínútur voru liðr.ar frá því fundurinn hófst lét hann orð falla um Dien Bien Phu-orustuna, sem gerði endi á veldi Frakklands í Suðaustur-Asíu. Hann tal- aði í hálfum hljóðum á kínversku, en kínverskur embættismaður frá utanríkis ráðuneytinu þýddi. Hann svaraði spumingum í tvennu lagi. Fyrst gaf hann álit sitt í stuttu máli, en eiftir smástund færði hann rök fyrir skoðun sinni og tók það stimdum allt að tíu mínútum. Hann vitnaði í smáatriðum til sögunnar, þróunar kín- versku byltingarinnar og þeirrar reynslu sem kínverskir kommúnistar fengu í baráttunni við Japani og Ohiang Kai-shek. Þótt Mao hefði lagt á það mikla áherzlu að um algert einkaviðtal væri að ræða, og því mætti ekki skýra frá neinu, sem hann segði, opinberlega, hafði hann ekkert fram að færa sem nýtt gæti talizt. Hann var algeriega sannfærður um, að skoðanir hans væru hinar réttu, en hann talaði án nokkurs orðagjálfurs og sýndi mikla þolinmæði. Enginn vafi lék á valdi Maos. Stöku sinnum minntist hann á „forsætisráðherra sinn“ og í frá- sögninni um deilur Rússa og Kínverja gerði hann öllum ljóst, að hann hefði haft forgöngu um hina „hörðu“ stefnu gagnvart Sovétríkjunum. Maðtir fékk hugboð um það, að Mao liti ±il yngri kynslóðar Kínverja með hálfgerðri fyrirlitningu. Hún gæti aldrei hlotið reynslu hans kynslóðar — nema þá í styrjöld. Eftir tveggja og hálfrar stundar við- ræður gaf Mao merki um, að tími værl kominn fyrir okkur til að fara. „Það er margt sem við eigum enn eftir að ræða um, en við verðum að gera það í næsta skipti“, sagði hann. Hann reis á fætur og fylgdi okkur til dyra. Þegar við ók- um burt sáum við hann standa í and- dyrinu, þetta heita og raka kvöld, tein- réttan og brosandi, og hann veifaði okk- vir með hægri hendi í kveðjuskyni. Hér var um að ræða þrjózkan og ó- samvinnuþýðan gamlan mann, sem var ákveðinn í því að viðhalda byltingu sinni í þvi skyni að ná heimsyfirráðum, jafnvel þótt hann sé nógu mikill raun- sæismaður til að vita, að máttur Kín- verja er ekki nægur til þess enn sem komið er. Allar skoðanir hans eru litað- ar af óútmáanlegu hatri á Bandaríkj- unum sem leiðtoga auðvaldsríkjanna. Þegar ég ræddi við Wang Ping Nan, aðstoðarutanríkisráðherra, næsta dag, spurði ég hann um fjölskyldu Maos. „Báðir bræður hans eru látnir“, sagði ráðherrann. „Hann á einn son, sem er verkfræðingur, og tvær dætur, sem báð ar eru giftar“. Ég sagði við hann, að ég hefði haldið að Mao ætti tvo syni. „Eldri sonur hans fómaði lífi sínu sem sjálf boðaliði í Kóreu“, sagði Wang Ping Nan. Hann hafði verið orustuflugmaður að því er mér var sagt, og það voru auð- vitað Bandaríkjamenn sem höfðu skotið hann niður. SVSPMYND Framhald af bls 9. æ nánari tengsl við Vesturveldin áttu að ganga fyrir öllu öðru. E n eftir því sem velgengni Vest- ur-Þýzkalands jókst og hreif hugi Þjóð- verja utan landsins, og eftir því sem honum urðu ljósari þær vonir sem hinir einangruðu Berlínarbúar og hinar kúguðu þjóðir Austur-Evrópu bundu við hann, varð hann æ sannfærðari um, að vöxtur Vestur-Þýzkalands innan ramma hins vestræna bandalags væri færasta og öruggasta leiðin til frelsis og sameiningar Þýzkalands. Þegar „þíð an“ varð í samskiptum Austurs og Vest- urs eftir dauða Stalíns, beitti hann öll- um áhrifum sínum til að fá því fram- gengt við Vesturveldin, að sameining Þýzkalands yrði skilyrði fyrir endan- legum friðarsamningum í Evrópu. Þeg- ar Rússar buðust til að koma á stjórn- málasambandi við Bfonn-stjómina fór Adenauer sjálfur til Moskvu til að tala máli sameiningarinnar. En Rússar neit- uðu að fórna Austur-Þýzkalandi. Óþarft er að rekja hér það sem gerzt hefur í Vestur-Þýzkalandi undir stjóm Adenauers síðustu tíu árin. Helzti sam- starfsmaður hans var um langt skeið efnahagsmálaráðherrann, Ludwig Er- hard (Sjá svipmynd, Lesbók 3, 1964), maðurinn á bak við „efnahagsundrið" svonefnda. Eftir að de Gaulle kcxmst til valda í Frakklandi, rættist draumur Ad- enauers um náið samstarf Þjóðverja og Frakka. E n Adenauer hefur einnig sætt mikilli gagmýni heima fyrir, ekki sízt fyrir ráðríki og gerræði. Hann hefur stjómað landinu eins og einvaldur og haft fyrirlitningu á lýðræðislegutn stjómarháttum. Ráðherrar hans hafa yf- irleitf ekki átt trúnað hans, en hann hef- ur hins vegar verið í nánurn tengslum við ýmsa kaupsýslumenn í Rínaríönd- um. Þingmenn flokksins voru einatt elcki annað en „tölur“ sem Adenauer notaði við atkvæðagreiðslur. Ðg þar sem hugur hans var allur við utanrikis- málin, lét hann skósveina sína gjama sjá um innanrikismálin. Segja má að vöxtur lýðræðisins í Vestur-Þýzkalandi hafi verið hægur af þessum sökum, og hefur Adenauer sætt harðri gagmiýni fyrir tregðu sina til að víkja fyrrverandi Framhald á bls. 14. 10. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.