Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1965, Page 14
Böm Niels Jörglensens með Dorotlheu
voru Lauritz málarameistari, Anna
kona Gunnars Þorbjörnssonar kaup-
manns frá Steinum í Stafholtstungum.
Byggði Gunnar húsið Veltusund 1 og
endurbyggði húsið Hafnarstrseti 4, sem
er áfast við hið fyrrnefnda. Hann lézt
árið 1923. Synir þeirra Önnu eru Gunn-
ar og Georg, sem margir Reykvikingar
þekkja. Síðari maður Önnu var Georg
læknir Georgsson. Þriðja barn Niels og
Dorotheu var Hans Júlíus Jörgensen,
veitingamaður.
Frú Dorothea var mikil dugnaðar-
kona og veitti hótelrekstrinum for-
stöðu ásamt fyrri manni sdnium, síðan
ein í nokkuir ár og loks með seinni mann
inum í aldarfjórðung. Bjuggu þau Hal-
berg síðustu árin í húsi sínu á Laufás-
vegi 9 og þar andaðist hún ái'ið 1023
og Halbeng 1933.
Vesturhluti Hótel íslands var vígður
hinn 30. maí 1902, samtímis því að
haldið var brúðkaup Júlíusar Jörgen-
sens og Petreu, dóttur Halldórs for-
manns Einarssonar á Grund á Akra-
nesi og Ragnheiðar Þorgrímsdóttur
prests á Saurbæ á Hvalfj arðarströnd.
Júlíus lézt árið 1908, en ekkja hans er
enn á lílfi og býr á Akranesi. Ei-u frú
Petrea og Gunnar Gunnarsson heimild-
armenn fyrir mörgu af því, sem sagt er
í grein þessari, m.a. að því að vatns-
stræti 9 (Gildaskálinn) sem nú er. Vatn
inu var dælt úr brunninum með hand-
dælu, vatnspósti, sem svo var nefndur.
Mun póstur þessi ekki hafa verið tek-
inn niður fyrr en um 1912.
Ég held að prentaðar frásagnir um
frámunalegan sóðaskap Sæfinns við
vatnsburðinn séu ósannar eða minnsta
kosti mjög ýktar, enda hefði hann ekki
kembt hærurnar í vatnsberastarfinu, af
hann hefði rækt það illa, því margur
hefði verið feginn á þeim táma að taka
að sér þetta starf. >á höfðu íslendingar
ekki úr mikiu að moða. Finnst mér það
vera sómi Reykvíkinga að minnast Sæ-
finns fyrst og fremst sem vatnisbera,
en ekki sem sóða. Sárasta fátækt og
ómenning blasti við allt of viða hér á
landi fram yfir síðustu aldiamót sökum
ofstjórnar og margra alda kúgunar ís-
lenzku þjóðarinnar og gat fjöldi manna
ekki gert að því, þótt þeir bæru þess
merki.
Tilhöggna grjótið á myndinni er ætlað
í grunninn á vesturhluta Hótel ís-
lands, sem byggður var 1901-1902.
Stefán Egilsson múrari, faðir Sigvalda
Kaldalóns tónskálds, Guðmundar
glímumanns, Snæbjarnar skipstjóra og
Eggerts söngvara stóð fyrir hleðslu og
múrun á grunninum. Myndin hefur
því verið tekin annaðlhvort árið 1900
eða vorið 1901.
Niels Jörgensen, veitingamaður, var
þrígiftur og var Dorothea Dietridhsen
þriðja konan hans. Átti Jörgensen þrjú
böm . með hverri konu sinni. Meðal
barna hans voru Wilhelm úrsmiðameist-
ari í Kaupmannahöfn, og Jenny kona
Dines Petersen, stórkaupmanns, en þau
voru bæði nafnkunn í Kaupmannahöfn
og kunn mörgum íslendingum.
Veitingatjald Halbergs á Landakotstúni við Stýrimannaskólann á þjóðhátíð 1904. Á myndinni talið frá vinstri: Hal-
berg, hóteleigandi, Sighvatur Bjarnason, bankastjóri, frú Sigríður (Zoega) Jacobsen, frú Petrea Halldórsdóttir Jör-
gensen, frú Sigríður Snæbjamardóttir, kona Þórarins listmálara Þtarlákssonar, frú Ragnhildur (Eggerz) Thorlacius,
Gunnar Þorbjörnsson, kaupmaður frá Steinum og Jensen (?), skipstjóri á e.s. ísafold.
Ilótel Island eftir viðbygginguna 1902.
SVIPMYND
Framhald af bls. 13.
nazistum úr emibættum í dómsmála-
stjóminni og lögreglunni. Jafnvel einn
af nánustu samstarfsmönnum Adenau-
ers, Iians Globke, var nátengdur naz-
istum, þó hann væri ekki flakksbund-
inn. Adenauer neitaði að reka hann og
var jafntregur til að vikja öðrum vafa-
sömum mönnum úr embættum, nema
hann væri beinlinis knúinn til þess.
Einn af flokksmönnum, Adenauers,
bókaútgefandinn og þingmaðurinn dr.
Gerd Bucerius, hefur sagt um stjórnar-
ár hans: „Án Adenauers heíðu verið í
landinu sex flokkar í staðinn fyrir þrjá,
og sfcopleikur Weimarlýðveldisins hefði
verið leikinn á ný. Ný-nazistar væru á-
hrifamiklir og Sambandslýðveldið heifði
ekki orðið aðili að vestrænum vörnuim;
hin aldagamila barátta við Prakikland
hafði haldið áfram; lýðveldið hefði ver-
ið hlutlaust þar til Sovétríkin hefðu
bundið enda á tviskinnung þess gagnvart
Austri og Vestri. .. Þýzkaland getur því
þakkað Adenauer fyrir velsæld sína
og öryggi.“
En dr. Bucerius gagnrýnir líka Aden-
auer harðlega: „Mesta ávirðing Adenau-
ers var sú, að hann kunni að hafa áhrif
á fjöldann, en ekki að mennta hann til
borgaralegrar þátttöku. Af því hann er
svo miklu slóttugri en mennirnir, sem í
kringum hann eru, hefur hann sérstakt
yndi af að bera þá ofuriiði í stað þess
að sannifæra þá með lýðræðislegum
hætti. Flokkur hans hefði átt að knýja
hann til að draga sig í hlé fyrr, eins og
gert var við Churchill, en Adenauer var
umkringdur skósveinum, ekki stjórn-
málamönnum, og það var að npkkru
hans eigin sök.“
*r að voru ellin og þverrandi
áhrif hans á kjósendur sem urðu
þyngst á metaskálunum, þegar hann var
knúinn til að draga sig í hlé fyrir
tveimur árum. Síðustu 18 mánuðina,
sem hann var kanslari, var honum
greinilega farið að förlast. „Hann var
góður á morgnana," sagði náinn sam-
6tarfsmaður hans nýlega, „an eftir há-
degisverð og stuttan blund var erfitt
að halda athygli hans vakandi." Stjóm-
in varð einnig fyrir miklu áfalli vegna
„Spiegel-!hneykslisins“ (sjá Svipmynd,
Lesbók 7, 1965), sem neyddi Adenauer
til að víkja Franz-Josef Strauss land-
varnaráðherra úr embætti.
Síðustu tvö árin hefur Adenauer
haldið kyrru fyrir að mestu í villu
sinni utan við Bonn, þar sem hann
ræktar rósir eins og hann gerði forð-
um, meðan óaldarflokkur Hitlers
drottnaði yfir landi hans.
Júlíus Jörgensen veitingamaður
(d. 190 8)
berinn á myndinni sé Sæfinnur með
sextán skó. Flestar myndirnar sem hér
birtast eru eign Gunnars. Að öðru leyti
má vísa til Sögu Reykjavíkur eftir Klem
ens Jónsson, Landnáms Ingólfs I-III og
þátta úr sögu Reykjavíkur, sem
gefnir voru út af félaginu Ingólfi, en
sjálfur sá ég hvar myndin, sem birtist
í Morgunblaðinu, myndi hafa verið
tekin, um leið og ég leit á hana, end;
man ég eftir ljóskerinu fremst á mync
inni.
Sveinn Benediktsson.
Bygging Hótel íslands
Framhald af bls. 4.
inn, er hús Brynjólfs H. Bjarnasonar
kaupmanns, sem verzlaði þar frá því
fyrir aldamót til dauðadags 1934.
Stendur það hús enn.
Jörgensensknæpan og Coghillshús
vioru rifin, þegar vesturhlutinn á Hótel
íslandi var byggður 1901.
f fyrstu var allt húsið notað til hótel-
rekstrar. En er þau Halberg höfðu selt
hótelið árið 1906 Goodteplarareglunni
var það einnig tekið til annara nota.
Þar var Vörulhúsið og um tíma fleiri
verzlanir og blaðaafgreiðsla á götuhæð,
en uppi voru hótelherbergin og um
Dorothea Halberg, hótcleigandi.
tíma íbúðir að einhverju leyti. Nýja
Bíó fékk austurhlutan leigðan 1912 og
var þar til 1921. Hótel ísland brann 2.
febrúar 1944 og eru nú bílastæði á
grunninum.
Ljóskerið á horninu er olíulugt, eins
og þær voru á nokkrum stöðum í mið-
bænum þangað til Gasstöðin var byggð
1910.
Vatnsberinn á myndinni er Sæfinnur
Hannesson „með sextáh skó“.
Hann var frægur um allt land, enda
var hann um áratugi aðalvatnsberinn
í bænum og einkennilegur í háttum.
Langt fram yfir aldamót munu mý-
margir íslendingar hafa kunnað þessa
vísu:
Sæfinnur með sextán skó
sækir vatn og ber heim mó
á ’ann festir aldrei ló
af því hann er gamalt hró.
Á myndinni virðist Sæfinnur vera
berhentur þar sem hann skundar á
skinnsokkunum suður Aðaistræti í átt-
ina að Prentsmiðjupóstinum og heldur
í vatnsfötukilpana með sitt hvorri hendi.
Prentsmiðjupósturinn var við Aðal-
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
11. tbl. 1965.