Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Blaðsíða 5
Um það bil mánuði áður en hann fæddist sá Salvador Dali í móðuikviði aiokkuð, sem hann lýsir sem tveim eggjum steiktum á pönnu — en án pönnunnar. Þegar hann var fimm ára að aldri fann hann lifandi leðurblöku, eem maurar voru að háma í sig, og gerði sér þá lítið fyrir og stakk henni upp í munninn. Þegar hann var niíu éra afklaeddist hann öllum fötum sín- um og setti upp herðaslá úr hreysikatt- crskinni, hárkollu og kórónu. Skömmu eftir að hann náði þrítugsaldri hélt hann fyrirlestur í London, klæddur köf- unarbúningi, og hafði tvo úlflhunda sér við hlið. Fyrir heimssýninguna í New York ár- Ið 1930 kom hann fram með „Draum Venusar“, en hann var fólginn í því, að 17 „hafmeyjar" mjólkuðu neðansjávar- kýr og léku ímyndaða tónlist á nótna- borð, sem máluð voru á kvenlíkama, sem gerðir voru úr gúmmí. Árið 1948 gal hann sjálfum sér 18 stig fyrir snilli- gáfu sína, Leonardo da Vinci 20 stig, en Manet og Mondrian O. Árið 1950 málaði hann Krist á krossinum, sem hékk eins og einhvers konar risafugl yfir landslagi kletta og sjávar — en sem nú er ein af vinsælustu myndunum í Listasafninu í Glasgow. ]N ú vinnur Dali á Spáni, sextugur að aldri, að stærstu mynd sinni til þessa, „Dýrkun dollarans", knékrjúp- andi eins og nautabani, með viðarkol í stað lagspjóts og með ungan mann eem fyrirsaetu, því pilturinn likist Dali eins og hann var á sínum yngri árum. Þetta er sá Dali, sem allar sögusagn- irnar hafa myndazt um. Og það þarf aðeins að taka fáein slík dæmi um manninn til að minnast hinna hatrömmu deilna, sem staðið hafa um harrn og öll verk hans, allt frá þvi hann fæddist árið 1904 í Eigueras á Spáni. Dali hefur lifað og starfað í svo mik- illi frægð, að ekki verður unnt að meta með ró hin sönnu afrek hans sem list- rnálara fyrr en mörgum árum eftir dauða hans. Dali er hið eðlilega goð þeirra, sem vilja halda því fram, að ekkert það sé til, sem kalla megi súrre- eh'stíska list, heldur séu aðeins til súrre alistar. Því aldrei hefur lifað á þess- ari jörðu jafn súrrealístískur maður. Súrrealisminn hefur verið einna há- værastur af hinum óskilgetnu afkvæm- um Freuds. Og Freud sjálfur, sem Dali hitti eitt sinn í London, hafði tilhneig- iiigu til að komast í sérstakan hugar- æsing út af þessari listastefnu. Hann skrifaði til André Breton, helzta frum- kvöðuls hennar: „Aðeins samsafn drauma.... sem segir mér ekkert án vitneskju um þær aðstæður sem þeir spruttu úr og ég get varla ímyndað mér hvaða erindi það getur átt til nokkurs manns.“ E g geri ráð fyrir, að það sé óhj&- kvæmilegt að gerðar séu tilraunir til aS lýsa og skýra lífsskoðun, sem afneitar gildi rökréttrar hugsunar, þótt það hafi ekki annað í för með sér en endalaust oiðagjálfur og harla lítið annað. Eftir- farandi tilvitnun í stefnuyfirlýsingu súxrealista frá árinu 1924 sýnir þó hálf- gerða skýringu, þótt hún sé fálmandi og næstum út í hött: ,,.... í undirmeðvit- und huga okkar leynast undarleg öfl, sem eru þess megnug að styrkja þau sem eru uppi á yfirborðinu.“ Bezta lýsingin á eðli súrrealismans er ef til vill gefin með þessum orðum Lau- treamont, sem var fyrirrennari stefn- unnar: „fögur sem sú tilviljun er sauma- vél og regnhlíf hittast á líkskurðarborð- inu.“ Með öðrum orðum — maður, kona, rúm. Lautréamont hefði næstum getað með þessum orðum verið að lýsa raun- verulegu málverki súrrealista. Einmitt þetta einkenni súirealístískrar listar er 1 rauninni það, sem lýsir svo mikium hluta hennar, seim málverkum fárán- legra hugmynda, sem unnt væri að tjá nákvæmar og fljótar með orðum. Dali hallaðist fremur seint að súrrea- lismanum, en hann færði steifnunni sjón- hverfingar manns, sem virtist svo sann- arlega vera truflaður á geðsmunum, og meinlokur sjálfpínandans og hins af- bvigðilega. Annars vegar skynvillur um ógnarlegan mikilleika („sjö ára að aldri vildi ég verða Napoleon og sú löngun hefur farið stöðugt vaxandi upp frá því“) og hins vegar hryllilegar skynj anir, sem stafa frá reynslu hans í bernsku. „Með tilkomu Dali er það ef til vill í fyrsta skiptið, sem gluggar hug- arheimsins eru opnaðir upp á gátt“, skrifaði Breton um hann. n íf ali segir, að „snilld“ hans felist í sjálfspínslu hans og áhuga á öllu saur- ugu og rotnandi, ímyndunum (úr ,maur- ar, hækjur, hræ), hugmyndum hans um forlögin, hinni ákveðnu skoðun hans á hlutverki sínu í heiminum, hinum and- lega eldmóði ,hinni ríku tilfinningu hans fyrir auglýsingamættinum, hugvitsemi og hinum markverða hæfileika til að lýsa sérhverjum hlut í smáatriðum. Hæfileikar Dali, sem eru svo mjög fólgnir í hinu afbrigðilega gera það 6- Framhald á bls. 6. Ósjaldan heyrast Islendingnr belgja sig út af hroka og gefa þá fáránlegu yfirlýsingu, aö íslenzku þjóöinni beri aö foröast öll erlend áhrif. Tekizt hefur aö koma því inn í vitund þorra íslendinga, aö þaö, sem nefnt er erlend áhrif, hljóti *að spilla þeim „úrvalskyn- stofni,“ sem byggir Sögueyjuna. Flestir viröast vita, aö erlend áhrif geti spillt tungunni, œskunni, fulloröna fólkinu - já, menningunni í landinu. Fæstir tala um erlend áhrif, þegar viö sækjum okkur nýja tækni, þekkingu, reynzlu og góö ráö til útlanda. Fœstir tála um erlend áhrif, þegar rætt er um þá allsherjar nýsícöpun til hagsbóta fyr ir allan landslýö — þá nýsköpun, sem hér hefur oröiö fyrst og fremst vegna nánari samskipta okkar viö aörar þjóöir og aukinna erlendra áhrifa. Belgingur og hroki er ríkur í fs- lendingum, ekki sízt, þegar rœtt er um aörar þjóöir, sem yfirleitt eru engu ómerkari en sú íslenzka. Þaö kraftaverk, sem gerzt hefur í sög- unni, aö jafnvel smœstu þjóöir geta __ __ setzt á bekk |p$| meö þeim I stœrstu sem I jafningjar á alþjóöavett- I vangi, stígur I mörgum smá- §111 um karli til höfuös og I hann á stund- I I I I um ver meö aö tileinha sér samvinnuand- ra ann en sá, sem margfalt meira hef- ur á bak viö sig og hefur ekkert til smáþjóöanna aö sœkja. Þaö er jafngott aö þeir, sem mest vara viö erlendum áhrifum, geri sér grein fyrir því hvaö þeir eru í raun og veru aö tala um. Þegar vel er að gáö er þaö í rauninni sára fátt, sem viö höfum ekki sótt til útlanda — og ástœöan til þess aö 'íslenzkt þjóöfélag hefur byggzt upp og þróazt er sú, aö viö höfum á mörgum sviöum getaö tileinkaö okk ur reynzlu útlendinga; oröið fyrir erlendum áhrifum. Viö skulum taha nokkur dœmi: Sími, útvarp, bílar, flugvélar, stór- virkar vélar til alls kyns fram- kvæmda. Og kunnáttu til aö nota öll þessi tœki og margfált fleiri höfum viö sótt til útlendinga. Eöa er raf- magniö tslenzk uppfinning? — Viö státum af sjávarútvegi okkar. En hvert höfum viö sótt skipin, vél- arnar, ratsjána, fiskisjána, kraft- hlökkina, veiöarfœrin? Og hvaöan kemur kunnáttan til aö nota þessi tæki? Hvaöan kemur vélvœöingin x íslenzkum landbúnaði? Hvaöan kemur sú tœkni og þekking, sem gert hefur okkur kleift aö flytja úr moldarkofunum í jafnbetri húsa- kynni en þekkjast yfirleitt á byggöu bóli? Ef állt þetta hefur ekki borizt meö erlendum straumum — þá Klýt ur þaö aö hafa dottiö úr skýjunum. Við erum álltaf aö njóta hug- kvæmni og orku útlendra manna, hverja mínútu sólarhringsins. Viö fáum vélar og tœki frá útlöndum, tœkniaöstoð og aðgang aö nýjum Framhald á bls. 6. 14. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.