Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Blaðsíða 7
V. f'órður sýslumaður Thorlacius íókk veiting'u fyrir Árnessýslu, vitjaði hennar á útmánuðum 1814 og fór iandleið suður. Hann er í Öræ-fum iaugardaginn næstan fyrir pálma- sunnudag. Þá var rigning en hæg- viðri, ár örísa og jörð marþíð. Thor- iacius og fylgdarmaður hans riðu sem leið lá framan við Hofsbæi. En heima á hlaði er vegfarend- u:m gefið auga, hlaupið á hest og þeyst út á veginn. Þar fer bóndinn Davíð Jónsson og hefur í hendi brodd staf mikinn, „hvar broddurinn horfði upp.“ — aHnn er keikur, ef til vill þylur hann í svart skeggið, minnug- ur fornra frásagna: „Mik dreymdi þat“, segir Fiosi „at ek þót tur . t vera að Lómagnúpi ok ganga út ok sjá upp til gnúpsins, ok opnaðist hann ok gekk maður út úr gnúp- inura ok var í geitheðni ok hafði já-rnstaf í hendi. Hann fór kallandi.... “ V ísa Járngríms hefur eflaust verið Davíð tungutöm. Nú átti að kalla enn einn til reikn- ingsskila! Eftirreiðarmaðurinn dró vegfar- endur uppi á skriðunni innan við bæinn, hljóp af baki, laust niður stafnum og greip í tauma á hesti sýslumanns. Kastaði fram kveðju og íylgdi spurning í kjölfar: „Sælir nú Theodorus! Hvar eru nú þeir dönsku og norsku þrælar með byssur og korða, sem þú lézt arrestera mig?“ Falar síðan kautioninq, sem sýslu- maður hafði tekið á Djúpavogi, sagð- ist þrá það, að frelsast frá skuldar- heimtu, er erfingjar Jóns sál. í Papey séu til sín að gera. Þegar gjaldið lá ekki iaust færðist Davíð allur í auk- ana, hvessti rödd og krafðist þess að kammerassessorinn uppijúki koffort- um og úttelji peningana. Þórður Thorlacius sat á hestbaki, heitt í hamsi en lafhræddur u.m líf og limi. Skammt frá veginum voru synir Davíðs. Einkum hefur sýslu- maður illar bifur á þeim eldra, hygg- ur honum stefnt til höfuðs sér, ef slær í harðbrák. Bezt að fara í gát og finna undankomufeið. — Hann tel ur óhægt að opna farteski í regni, vill þá heldur skreppa að Hofi. Þeg- ar þangað kom, leitaði hann skjóis og verndar undir handarjaðri Páls bónda Eiríkssonar og lætur ekkert fait. Hann er þó ekki stórmannlegur í yfirlýsingum, óttakenndin við líkam- legt hnjask, jafnvel brugguð bana- ráð, er ekki að öllu horfin. Hann fór undan í flæmingi, lofar að greiða umrædda peninga sjá sóknarprestin- um. Kóngsmaðurinn bað Pál bónda um tvo til fylgdar að Sandfelli, til vernd- ar fyrir hættum á veginum. Gerðist ekkert frásagnarvert fyrr en í kirkj- unni í Sandfelli, er Davíð innti eftir framboðnu gjaldi. Thorlacius kvaðst aldrei hafa lofað að betala Davíð peningana, en lézt fús að gefa peninga til fátækra í Ör- æfinm, þá peninga ætli hann að skilja eftir hjá sýslumanninum í Vik; allt voru það óhaldinyrði. — Þegar haldið var úr hiaði, hafði prestur léð sýslumanni fjórða fylgd- armainninn til halds og trausts að Svínafeili. En Davíð hvarf heim við svo búið. Sagði þó að skilnaði við Thorlacius, að Árnesingar mundu rétta á honum krókinn, sem hann befði beygt á sér. Sigurjián Jónsson VI. S uður á Eyrarbakka ritaði Þórður sýslumaður Thorlacius klög- ún til stiftamtmanns og útmálaði herfilega tiltektir Davíðs, er hafi yf- irfallið sig á förnum vegi með of- beldi, heimtar hann dæmdan svo sem lög standa framast til gagnvart ræn ingjahyski. í Austur-Skaftafellssýslu var líf í tuskum sumarið 1814, mektarmenn á ferð og flugi. Um vorið heldur sýslu- maðurinn, Jón Guðmundsson í Vík, frumpróf í málinu. Bergur Bene- diktsson umboðsmaður í Árnanesi mætir sem sérlegur fulltrúi ákæru- valdsins. Þeir eru ábúðarmiklir á svip vitandi u.m hlutverk sitt. Eink- um eru það Hofsmenn, sem sæta fyr- irkalli, og er sálarheill í veði að rétt og satt sé skýrt frá, hvað þeir sáu og heyrðu árásardaginn. Sá ákærði, Davíð Jónsson, hlýddi á vitnan manna og skaut að spurn- ingum. — ÖNNUR GREIN Davíð var á hvers manns vöruim Iangt út fyrir sýslumörkin. Alþýða manna hreifst af hugrekki hans. Það var hetjudáð, að taka í lurginn á kóngslallanum. Hvemig svo sem bóndanum reiðir af í rangölum rétt- vísinnar, verður framganga hans iengi í minni. Kenningarnafnið Mála Davíð skal hann bera og í rammis- lenzkum sögnum velli halda. Aðdáun er minni og blendnari í hópi valdsmanna. Þó að margir þeirra liggi á því lúalagi ár og sið og alla tíð, að níða og ærukrenkja kolleg- ana, ganga þeir einhuga gegn búand- körlum, sem vilja gera sig digra. Davíð sjálfum er ljóst, að hann stendur höllum fæti. En athæfið í Öræfum laugardaginn næstan fyrir pálma átti forleik. Líta verður aust- ur á Djúpavog og rifja upp hvað gerðist fyrir tæpum áratug. Þykist Davíð eiga þar forsvarsástæður, en veit að í straum verður að stefna til að ná þeim fram: Mín svo batni máladeild mótpartinum sízt að vild, ná ef skai í hennar heild halda þarf á klækjasnilld. n M-r avið leggur áherzlu á, að all- ir þættir málsins séu kannaðir. En þó að hann hryndi ýmsum kæi-u- póstum verður lítið um varnir. Eldri ágreiningsefni eru látin liggja í lág- inni grafin og marklaus. Vegfriðar- brotamáiið einangrað, um það snúast forsendur og niðurstöður dóma. Dav- ið fundinn sekur um: „með ásettu ráði að skelfa annan saklausan“. frá Þorgeirssiö&um: Það straffast að vísu ekki sem óbóta- mál, en stigamanninum úr Skafta- fellsþingi verður þó að veita éftir- minnilega ráðningu. Héraðsdómarinn hafði kveðið upp dóm 20. febrúar 1815 á heimili sínu í Vík. Hann dæmir Davíð til að líða tuttugu vandarhögg og greiða allan áfallinn málskostnað, en það hafði reynst tímafrekt og snúningssamt að koma málinu saman. Davíð er ekki á þeim buxum að láta leysa ofan um sig .áfrýjar til yfirréttar. Hann virðist trúa því í heilagri einfeldni að allir standi jafn ir undir lögunum og engu líkara en hann viti ekki, að honum ber að virða allt „sem lög og siðsemi til- skilur persónum æðra stands“. Davíð flutti búferlum vestur í Landbrot, bjó eitt ár í Efri-Vík og er þar, þegar hann sá sæng sína upp- reidda í landsyfiri'éttardómi frá 7. októ'ber 1815, ÞVÍ DÆMIST RÉTT VERA: Davið bóndi Jónsson, fyrrver- andi á Hofi í Öræfum, á fyrir hina hér ákærðu ofríkis — og ósæmilegu breytni við kammer- assessor og sýslumann Thorlaci- us þann 2an apríl 1814, að gjalda 40 rdl. S.v. til Hans Majestæts kassa og 20 rdl. S.v. til fátækra kassans í Öræfasveit, svo og all- an af málinu löglega leiðandi kostnað, hvar á meðal 96 rdl, 72 sk. N.v. eftir héraðsdóminum og 45 idl. S.v. samt 52 rdl. N.v. til aktors og defensors fyrir lands- yfirréttinum, allt innan 8 vikna frá þessa landsyfirréttardóms auglýsingu undir aðför eftir lög- urru VII. egar dómur er uppkveðinn, og Davíð hefur fallið í drjú.gar sektir og óheyrilegan málskostnað, brýzt hann hart um. Hann á í fórum sín- um gamalt einkabréf frá sjálfum héraðsdómaranum. Það er dregið fram. Bréfið afhjúpaði marðareðli sýslumamnsins, en smækkaði u.m leið Davíð sjálfan, sem gerzt hafði ginn- ingarfífl. Hann grípur síðan til blekk inga, reynir að dra.ga allt á langinn og vinna tíma, hefur í huga að fyrna máiið. Það er loks haustið 1816, að stift- amtmaður hnippir harkalega í Jón sýslumanm Guðmundsson, heimtar að hann geri tafarlaust skil á þeirri fjarsekt, sem Davíð á að greiða til konungs. Sýslumaður rumskar við vondan draum, dormar þó. Komið fram yfir áramót, þegar hann sendir amtinu svarbréf Lofar hermennskulegum aðgerðum gegn Prestbakkakots- bónda, er orðið hefur honum óþjáll ljár í þúfu. Verður samt varla greint hvort meir má: grobbkemnt sjálfshól eða kviði við að ganga á hólminn. Niðurstaðan verður sú, að sýslu- maður sezt við uppskriftir í Prest- bakkakoti. Um vorið segir hann í bréfi til stiftamtmanns, að búslóð bóndans nægi ekki til lúkningar dómssektinni. En hann er borubratt- ur, kann tíðindi frásagnarverð: Dav- íð Jónsson bjóði fram bæliur, sem séu nú komnar undir lögihald, „mange af dem er af stor værder.“ Valdsmaður kinokar sér *;ið að virða bækurnar til peninga. Hann veit það eitt, að þær eru ekki selj- anlegar sannvirði heima í héraði. Óskar eftir gjaldfresti, unz tækifæri gefist að selja bókasafnið „á auct- ion í Reykevig.“ Beztan tíma þar til telur hann júlímánuð, ferðamenn frá norðurlandi, svo og úr öðrum lands- hlutum, séu þá venjulega margir í bænum ýmissa erinda. Ekki reynist unnt að selja bækurnar þannig á þessu sumri, verði því að bíða næsta árs. Víst er það, að sýslumaður trúir því, að hann hafi náð þarna tang- arhaldi á verulegum verðmætum. Á manntalsþingi í Öræfum reiddi hann Davíðs vegna fram helming sektar- fjár til sveitarkassans. Fyrrverandi sam.sveitun,gar bóndans, sem áður bjó á Hofi, eru ekki á því að, ívilna honum í framlögum. Kröfugerð Ör- æfinga var afdráttarlaus, undirskrif- uð af hreppstjóra og sóknarpresti: Af Davíðs Jónssonar á Prestbakka- koti í hans og Thorlacius justitsmáli fyrir landsyfirréttinum í dæmdu bót- um til Öræfasveitar upp á 20 rík- isdali í silfri, hefur herra sýslu- maður Jón Guðmundsson i dag fyrir manntalsþingréttinum að Hofi út- greitt 10 rdali courant s.v. eður silf- ursmápeningum. En þar ég, hreppstjóri Jón Árna- son, ekki finn minnstu heimild til að eftirgefa fátækra fullkominn rétt, og sveilarbændur, sem hljóta að bera öll sveitarþynglsi, þegar kassinn þrýt ur, ekki vilja biðja fyrir Davíð en síður jafna á sig þeim 10 rd. sem restera: srvo vænti ég frá háttnefndum vor- um sýslumanni hinna eftirstandandi 10 rdala það fyrsta skeð getur. Hofi, llta júní 1817. Jón Árnason. S em viðstaddur við þessa sveitarsök: Brynjólfur Árnason. Yfirvaldið lætur mgan bilbug á sér finna, þegar hann tekur máti þessari skuldheimtu. Svör hans eru gagnyrt: Davíð Jónsson getur ekki greitt, hvorki þetta né annað, fyrr en bókum hans verður komið í verð. Bóndinn í Prestbakkakoti elur á ráðagerðum um að leysa bækurnar út. Verður varla dregið fram í dags- Ijós, hivort þar gætti yfirvarps og brúkinmennsku, eða hann geri sér vissar vonir um að geta innt af hönd- u.m greiðslu til kóngsins kassa, án þess að forlóra bókunum. Hann á leið suður, lestaferð til Eyr arbakka, ætlar að bregða sér til Reykjavíkur. Látið í veðri vaka, að sú reisa gæti breytt gangi mála. Það sýnir meðfylgandi yfirlýsing. Þann verificeraða lista, sem sýslu- maður minn, hr. Jón Guðniundisson, hefur gefið mér yfir mínar regvi- steruðu bækur, að tölu 52, lofa ég a ð afhenda herra stiftamtmanni v. Castenskiold, nema ég þar afleggi peningana, því þá tek ég general kxitteringu, sem ég vísa veinefnd- um m.inu.m sýslumanni á minni heim ferð til baka. Staddur að Vík, þann 7da júlí 1817. U. tbl. 1965. Davíð Jónsson. . LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.