Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Blaðsíða 8
Keldiur á Rangárvöllum. Eftir Ingjald hafa margir búið á Keldnm þó ekki verði þeirra getið hér. Jörðin t>g kirkjan hafa alitaf verið bændaeign. Prestar Keldnaþinga, seni var sérstakt prestakall, hafa þar vísí sldrei verið. Þeir hafa verið á ýmsum jörðuia öðrum innan prestakallsins einsi og t.d. Vestri-Kirkjubæ, Stokkalæk eða Stotalæik eins og hann er stundurn nefndur. E FRAMBODSMESSA Á KELDUM Eftír séra G'isla Brynjólfsson mr að er komið fram yfir sumarmál, fyrsti sunnudagur í sumri. Veturinn hef ur kvatt, þessi vetur (1963-64) sem raunar enginn vetur var, því blíða hans og mildi ljómaði yfir landinu okkar kalda daga eftir dag, eins og mönrvum mun enn í fersku minni. I>á var nú ekki vandi að „þreyja þorrann og gó- una.“ Og nú eru þau bæði liðin og einmánuðurinn líka og sólskinið og sunnanvindur langdegisins handan við næsta leiti. Við finnum vorið í vitum okkar og bíllinn líður mjúklega eins og lágfleygur fugl yfir Elliðaárbrýrn- ar og upp Árbæjarbrekkuna. Klukkan er að verða tíu og það er ákveðið að vera kominn austur að Keldum á Rang- árvöllum stundu fyrir nón. Til hvers? J. il að messa. Prestskosningar standa fyrir dyrum og þetta á að verða etnskonar framboðsmessa. Og nú skýtur etns og leiftri upp í hugann ferðasögu, sem ég las þegar ég var drengur. >að ei frásögn sr, Matthíasar af ferð hans þessa sömu leið fyrir 80 árum. Hvern- ig væri að rifja hana upp, úr því farið er að geta um þessa Keldnamessu 1. sunnudag í sumri 1964. Þá var sr. Matt- hías prestur í Odda og það er í janúar 188a, að skáldið bregður sér til Reykja- víkur' til að undirbúa kirkjubyggingu á staðnum. Hann er með fylgdarmann og 4 hesta. Þeir beztu hétu Eyja-Gráni og Landeyja-Jarpur, garpar miklir, enda reyndi mjög á þrek þeirra í þessari vetrarferð. Skáldið lýsir ferðinni suð- ur, sem greiðist vel, þótt djarft sé teflt í ófærð og illveðrum. Ekki segir af Reykjavíkurdvölinni, en „að afloknu er- indi og vinasamdrykkju reið ég af stað, og ýmsir góðir menn fylgdu mér upp fvrir ár. En Geir Zoega leizt ekki á ferðaveðrið og spurði, hvenær ég hygð- ist ná heim í slíkri færð og veðri. Ég' kvaðst ætla að embætta að Keldum næstkomandi sunnudag. „Það gjörir þú ekki fremur en að fara ofan í mig,“ segir hann, „því nú er fimmtudagur.“ Síðan kvöddumst við, og reið maður með mér inn á ásana og sneri þar aftur, því komið var myrkur og færð ill.“ Síð- an kemur frásögn af ferðinni austur, botnlaus ófærð á Hellisheiði, fannfergi og spillt vötn, svaml og volk, Ölvesá talin ófær vegna jakaferðar, Þjórsá ill og úfin. En áræði og bjartsýni skálds- ins og dugnaður, þrek og skörungsskap- ur gæðinganna yfirstíga alla raun, kljúfa alla erfiðleika. Eyja-Gráni bíð- ur aldrei bætur þessarar svaðilferðar. Og Jarpur, sem var orðinn gamall, féll árið eftir og fékk kostuleg eftirmæli hjá skáldinu. handsöl og mægðir við Flosa. En Njáll hafði nú líka þrisvar leyst hann úr skógi. Sagan leggur honum það heldur ekki til lasts. .E, I n af Keldnaembætti er það að segja, að það fór fram eins og ég hafði sagt Geir Zoéga“ lýkur sr. Matthías frá- sögn sinni. Við sitjum í hægindum bíLs- ins, sem ber okkur áfram þjóðveginn austur. Nú sést hvergi snjódíll á Hellis- heiði. Við vitum ekki af stóránum sem neinum farartálma og garpsleg vetrar- ferð Matthiasar er okkur úr minni lið- in, þegar við ökum austur Rangár- völlu. Hér kemur landið á móti okkur, hver byggð barmafull af Njálu. En við bindum okkur við Keldur einar, því að þangað er ferðinni heitið, og þá kemur Ingjaldur náttúrlega fyrstur fram á sjón arsviðið, enda fyrsti bóndinn á Keld- um, sem Vigfús fræðimaður hefur hent reiður á í bók sinni um ættaróðalið. All- ir kannast við Ingjald, sem neitaði að vera með í brennunni, þrátt fyrir eiða, I kki munu Keldnaþing hafa þótt neitt eftirsóknarvert kall, enda fámennt og tekjurýrt, og aldrei var þar prófast- ur Rangárþings utan sr. Jóhann Björns- son, sem settur var prófastur tvö miss- eri. í upphafi síðustu aldar var Skaft- fellingurinn Runólfur Jónsson frá Höfðabrekku prestur Keldnaþinga. Sr. Jón Steingrímsson kenndi honum undir skóla að öllu leyti og taldi hann ágætt mannsefni. Honum gekk nárnið vel og reyndist í stöðu sinni hið mesta val- menni. Hann dó 1809, um fimmtugt. Bróðir hans, sr. Jón „köggull“, sem þá var á Hofi í Álftafirði, hafði hug á að verða eftirmaður hans og fékk brauðið að honum látnum. En hann komst aldrei lengra en út í Fljótshverfi — að Kálfa- ielli, — hafði þar brauðaskipti við sr. Jón Vestmann. Áratuginn 1836-1846 var sr Jóhann Björnsson, sem fyrr var nefndur, prestur I Keldnaþingum, ung- ur maður og einstakt góðmenni. Hann var samtímamaður og vinur Tómasar Sæmundssonar og var honum til mik- illar aðstoðar í banalegu hans og yfir honurn síðasta kvöldið, sem hann lifði, 16 maí 1841, og lýsti því síðar svo í lík- ræðunni, að honum hefði fundizt „sú rósemd og blíða, sem ljómaði út a£ hans máttvana brjósti, vera því líkust, sem þá sólin á lygnu kveldi ka.»tar sein- ustu geislum sínum á jörðina, p^tir bjart an og fagran dag.“ Sr. Jóbann varð ekki gamall frekar en vinur hans Tómas Sæmundsson. Sex ár- um eftir dauða hans var hann jarð- settur við hlið hans í Breiðabólsstaðar- kirkjugarði. Síðasti prestur Keldnaþinga var sr. Isleifur, síðar í Arnaibæli. Eftir það AS lokmni messu. Sr. Gisli til hægrl. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 14. tbl. 1965,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.