Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1965, Blaðsíða 11
s
I
y
y
1
s
/
x
P
o
n
a
u
i
•
i
— LyfseSill!
Já, læknir. Ég
skila honum
svo aftur, þeg-
ar henni batn-
ar.
Skáldsögur
The Amhassador. Morris West.
Heinemann 1965. 25s.
Þessi ástralski höfundur er
þekktur hér á landi eftir að tekið
var að lesa „The Devil’s Advo-
cate“ eða Málsvara myrkrahöfð-
ingjans í útvarpið á siðastliðnu ári.
Bækur hans eru ákaflega vin-
sælar og sú bók sem hér um ræð
ir, mun ekki draga úr þessum
vinsældum. Sagan gerist í Viet-
nam þessa dagana og undanfarin
misseri. Höfundur notar þetta
stríðstætta land sem svið fyrir
þær persóur og atburði, sem
hann lýsir, sem eru hans eigin til-
búningur. Bókin er rituð í fyrstu
persónu. Bandariski sendiherrann
Amberley segir söguna.Hann berst
inn á sögusviðið og hlýtur nauð-
ugur viljugur að gerast örlaga-
valdur í þessu landi. Hann verður
að taka ákvarðanir um dauða ein-
valdans og útskúfun ættar hans.
Honum varð að fórna til þess að
vinna stríðið, að sögn herforingj-
anna. Þetta var mjög einfalt, en
svo varð ekki lengi. Amberley er
einn taflmannanna, og hann
stjórnar einnig öðru tafli. Og ef-
inn er á næsta leiti. Hver er sann-
leikurinn? Hið einfalda verður
margþætt og botnlaus flækja.
Þetta er saga sem er að gerast
þessa stundina, það er mikið í
húfi fyrir alla heimsbyggðina og
ekki sízt fyrir höfund bókarinnar
sjálfan, hann býr í Sidney og ör-
lög Ástralíu verða ráðin í Viet-
nam. Þetta er höfundi ákaflega
ljóst og því glæðir hann bókina
óvenjulegu lífi. Þessi skáldsaga
skýrir ástandið I þessu landi ef
til vill betur en skýrslur dipló-
mata og frásagnir blaðamanna,
Höfundur skrifaði bókina í Sai-
gon og Sidney og lauk við hana í
október s.l. Forlagið ætlaði að
gefa hana út síðar á þessu ári, en
útgáfunni var hraðað vegna at-
burðarásarlnnar í Vietnam. Bókin
kom á markaðinn 22. marz sl.
Saíía
Augustine of Canterbury. Marga-
ret Deanesly. Nelson 1964. 25s.
Höfundur var prófessor við
Lundúna-háskóla 1942-50. Hún
hefur lagt mikla stund á miðalda
kirkjusögu og almenna miðalda-
eögu. Þessi bók hennar fjallar um
Ágústfnus af Kantaraborg, þann
er sneri heiðnum Engilsöxum til
réttrar trúar og hóf upp staðinn
Kantaraborg sem megin stað
kristninnar á Englandi. Kristni
hafði áður fyrr verið í Englandi,
á dögum Rómverja, en við komu.
Engilsaxa hefst heiðnin þar aftur
þótt kristnir menn byggju á út-
skögum landsins og á írlandi, án
sambands við móður-kirkjuna.
Ágústínus bindur ensku kirkjuna
Rómapáfa. Gregóríus mikli send-
ir þennan postula 596 til Englands.
Helzta heimiidin um þessa ferð og
starf Ágústínusar á Englandi er
rit Beda hins fróða, enska kirkju-
sagan, en hún er skrifuð á áttundu
öld. Margt breytist í meðförum á
styttri tíma en rúmri öld og höf-
undur gefur fyllri mynd af þessu
trúboði og styðst við rannsóknir
á riti Beda og fleiri heimildir.
Hún gefur einkar skýra mynd af
þessum Guðs postula, hvers vegir
flutu fram í Guðs miskunn. Þetta
er einnig fróðleg bók fyrir þá sem
áhuga hafa á íslenzkri sögu, ísl.
frumkirkjan var tengd þeirri
ensku og er það efni enganveginn
rannsakað. Allt það, sem gæti auk
ið þekkinguna á því sviði, ætti
að vera íslendingum kærkomið.
Og svo gerir þetta rit.
Egypt of the Pharaohs. An Intro-
duction. Sir Alan Gardiner. Ox-
ford University Press 1964. 12/6.
Höfundur taldist einn mesti
Egyptolog á 20. öld. Hann ritaði
þessa bók bæði fyrir námsmenn
og leikmenn, hún hefst á frum-
sögu Egypta og nær til daga Alex
anders mikla 332 f. Kr. Bókin
kom fyrst út 1961 og er þetta
fjórða prentun.
Þetta er handhæg bók, fyrstu
kaflarnir fjalla um sögu rann-
sókna 1 egypzkum fræðum, mál-
iS, landið og tímatals aðferðir.
Annar hluti bókarinnar er saga
Egyptalands frá því konungdæmi
er reist £ landinu og fram á daga
Alexanders mikla. f þessum hluta
er ágætur kafli um trúarbrövðin
og trúarlegar byltingar. Þriðji
hlutinn er um forsögu lands og
þjóðar. f viðbæti eru taldir upp
konungar og konungsættir ásamt
tímatali og loks er registur.
Áhugi fyrir sögu Forn-Egypta
hefur alltaf verið mikill og fer
stöðugt vaxandi. Þessi bók er
hentugt inngangsrit að þessum
fræðum.
Listir
Painting as a Pastime. Winston S.
Churchiil. Penguin Books 1964.
6/—
Hinn ágæti höfundur þessa
kvers, setti saman 1932 tvær grein
ar um tómstundaföndur og að
mála sér til gamans. Þetta kver er
soðið upp úr þessum greium og
kom fyrst út í þessari mynd 1948.
Nú er það endurprentað i Pen-
guin. Höfundi var margt til lista
lagt og meðal annars hefði hann
getað lifað af málaralist sinni, ef
annað hefði ekki komið til. Mynd
ir eftir hann voru sendar á sýn-
ingar undir dulnefni og þóttu góð-
ar, ýmsar þeirra fengu viðurkenn-
ingu. Honum fór stöðugt fram
sem málara. Hann var einn þeirra
manna, sem aldrei gat verið iðju-
laus og á því skeiði sem hann var
útilokaður frá þátttöku í opinber-
um málum, dundaði hann við að
mála milli þess sem hann setti
saman hinar ágætustu bækur.
Þessi bók er tjáning á eigin
reynslu hans sem föndrara í mál-
aralist og huganir um listina og
einnig leiðarvísir fyrir þá sem
langar til að byrja en hika. Næm-
leiki höfundar fyrir litbrigðum
lofts og lagar, birtu og skugga-
spili kemur fram bæði i lesmáli
og þeim myndum, sem fylgja bók-
inni. Þetta er snoturt kver, gefið
út um það leyti sem höfundur
varð níræður.
European Painting and Sculpture.
Eric Newman. A Pelican Book.
Penguin Books 1964. 6/—
Þessi bók hefur verið prentuð
átta sinnum, hún kom fyrst út
1941. Þetta er endurskoðuð útgáfa.
Höfundur gefur stutta en glögga
mynd af þróun lista £ Evrópu frá
upphafi fram á þennan dag og
einkum málaralistar. Hann segir
sögu listamanna og listastefna í
tengslum við liðandi tfma og for-
tiðina, slítur ekki samhengið. Höf-
undur lýsir afstöðu sinni til lista
í fyrstu köflum bókarinnar og
þeim sérkennum, sem hann telur
að einkenni evrópska list.
Þetta er skemmtilega persónu-
leg bók um þessi efni.
Höfundur ætlaði sér í upphafi
að gerast listamaður, en mistókst,
gaf sig að steintíglamyndagerð
um tíma, fann vanmátt sinn einn-
ig í því og gerðist listagagnrýn-
andi og er gagnrýnandi við The
Guardian. Hann er ágætlega lærð-
ur í listasögu og kann tæknina og
er mikils virtur gagnrýnandi á
Englandi.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
„Tólfskildingsmyntir og mörkin slegin, sem möl hann læt-
ur detta á veginn" sagði Pétur Gautur um sjólfan sig þegar
hann svcif í draumórum sínum um lönd og hötf í loftferðinni
yfir sæinn og var í eigin ímyndun orðinn svo auðugur að
hann gat gert marga ríka. En slegin mynt dettur ekki aðeins
á veginn í ævintýrum og draumum. Hér í borginni dettur hún
daglega á veginn, og er ýmist troðin niður eða tínd upp eða
látin ,,trilla“ unz hún veltur ofan í eitthvert ræsið. Hér í borg-
inni þarf ekki lengi að ganga unz menn rekast á eina og eina
mynt, en stundum líka á 2-3 nálægt hverri annarri. Hér er
um að ræða eina af mörgum myndum gengisfellingar þegar
menn láta myntimar falla og tína þær eikki up-p. Og þá er um
fallna mynt að ræða þegar krakkar, sem langar í sælgæti,
vilja ekki það til vinna að tína upp peninga, sem liggja fyrir
utan búðardyrnar.
Gengisfelling er hugsanleg með þrennu móti: Að ofan, fyr-
ir aðgerðir stjórnarvalda, sem ákveða að skró myntina á
,,sannvirði“. Að handan, fyrir aðgerðir braskara, sem bein-
línis búa til dýrtíð og vandræði og koma til vegar margvísleg-
legum hæfckunum, sem menn skilja ekki hvernig á stendur,
og að neðan, þegar almenningur vill ekki lengiur peninga,
heldur heimtar í þeirra stað hluti þegar í stað.
Um það leyti sem Tslendingar skrifuðu fornsögurnar, kunnu
Kínverjar þá list að nota seðla fyrir gjaldmiðil. Þetta þótti
svo fjarstæðukennt i Evrópu, þegar Marco Pólo sagði frá
því í Feneyjum, sem á hans tímum var ein mesta verzlunar-
borg Evrópu, að þvi var tekið sem hverri annarri lygasögu.
Og Yuan keisararnir kunnu líka list gengisfellingarinnar svo
vel að þeir léku hana til enda, gerðu peningana gersamlega
verðlausa, hrökluðust frá völdum fyrir fullt og allt og espuðu
landslýðinn til byltingar, en lýðurinn kallaði yfir sig nýja
harðstjórn Ming-keisaranna. — Sennilega hefir þó engin þjóð
leikið verðbólgu- oig gengisfellingalistina jafn fullkomlega og
Þjóðverjar.
„Ég man einstaka daga, þegar morgunblaðið kostaði fimmtiíu
þúsund mörk, en kvöldblaðið hundrað þúsund. Þeir sem þurftu
að víxla útlendum peningum, urðu að gera það eftir hendinni,
því klubkan fjögur hafði andvirðið margfaldazt frá klukkan
þrjú, og klukkan fimm var það enn orðið margfalt á við það
sem fékkst stundu íyrr.... Fargjald með strætisvagni nam
milljónum marka, og seðlastöflunum var ekið á vörubílum
frá ríkisbankanum út í hina bankana, en rúmum mánuði síð-
ar fundust hundraðþúsundmarkaseðlarnir í göturæsinu, betl-
ararnir höfðu fleygt þeim sem hverju öðru flánýti. Ein skóreim
kostaði nú meir en skór áður, ónei, meira en tízkuverzlun
með tvö þúsnud pörum af skóm. Viðgerð á brotinni rúðu
kostaði meir en allt húsið áður, ein bók rneira en heil prent-
smiðja með hundruðum véla. Fyrir hundrað dollarara mátti
kaupa raðir af sex hæða húsum við Kurfúrstendamm, miðað
við erlenda mynt kostaði verksmiðja ekki meira en hjólbör-
ur áður. Hálfvaxnir strákar, sem höfðu fundið gleymdan
sápukassa á hafnarbakkanum, rússuðu í bílum vikum sam-
an og lifðu eins og greifar með því að selja eitt stykki á dag
.....En himinhátt yfir alla aðra gnætfði stórgróðamaðurinn
Stinnes .... Biátt var fjórðungur Þýzkalands í höndum hans ..
„Öllum verðmætum var kollvarpað, ekki aðeins hinum
áþreifanlegu. Fyrirskipanir stjórnarvalda voru hafðar að
spotti, venjur og siðgæði einskis virt. Berlín gerðist nú Bab-
ylon. Vínveitingastofur, lystistaðir og knæpur þutu upp eins
og gorkúlur .... Eftir Kurfúrstendamm spásséruðu andlitsförð-
uð ungmenni í lífstykkjum, en þó voru piltar þessir ekki allir
vændismenn að atvínnu. Sumt voru skólapiltar, sem vildu
vinna sér inn skildinga. í rökkvuðum vínkrám mátti sjá
stjórnarfulltrúa og hátt setta fjármálamenn dufla blygðunar-
laust við fulla sjóliða .... (Zweig: Veröld sem var, ísl. þýð.
1958, bls. 286-287).
Af eigin reynslu gæti ég margt talið fram frá verðbólgunni
í Kína, og hef gert í öðru sambandi. Það skal ekki endurtekið
hér. En þörf er að gefa gaum að einni afleiðingu verðbólgunn-
ar: Menn læra að vantreysta tölum, jafnvel þótt rétt sé farið
með þær. Menn vantreysta tölum'í munni fjármálamanna og
stjórnmálamanna, einkum þegar um er að ræða samanburð, atf
því að menn læra smátt og smátt að þessar tölur tákna ekki
hið sama og tilsvarardi tölur fyrir fám árum táknuðu.
14 tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H