Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1965, Blaðsíða 15
 Hólmavík Við staðina, þar sem þeir fundust. Þjóðvegurinn hefur legið um Húsa- víkurkleif, þröngur og viðsjáll. Síðast- liðið sumar var hinsvegar gerður þar nýr vegur, breiður og öruggur. í kleif- inni hafa fundizt molar af surtarbrandi. Þorvaldur Thoroddsen segir: í rauða leirnum er dálítið af surtarbrandi, og kúlur og hnúðar af leirjárnsteini. Inn- an í þessum kúlum eru för eftir blöð og ávexti. Þar hafa fundizt blöð af birki, elri og plöntu einni, sem skyld €r trjám þeim er teljast til kakaóættar. Inn með fjallinu hefur og fundizt í gilbotni surtarbrandur, einnig í Arn- kötludal. Fyrir botni Húsavíkur, þar sem bær- inn stendur og vegurinn liggur, er mal- arkambur, sjáanlega gerður af ísi og öldu. Hvolfið inn með hlíðinni og kletta- ásnum að vestan hefur fyllzt upp, en framrás vatnsins orðið til norðurs milli kletthólanna. Því hefur malarhryggur- inn legið óhreyfður eins og hann mynd- aðist til forna. Uppi við fjöllin er bærinn Trölla- tunga. Landnáma getur þess, að þar iiafi Steingrímur trölli landnámsmaður búið. Um aldaraðir var þar prestsetur og voru þar margir merkir klerkar, sem eiga sínar sögur. Siðastur presta þar var séra Halidór Jónsson, en er hann hætti prestsskap var jörðin seld ungum bónda er þar bjó með víðfraegri rausn og atorku í um 40 ár. Var það Jón Jóns- son frá Laugabóli. Nú búa I Tröllatungu með sonum sínum hjónin Daníel Ólafs- son og Ragnheiður Árnadóttir. Húsfreyj an hefur með nærfærni konunnar og elju ræktað fallegan trjágarð og blóma- garð, þar sem forfeðurnir hvíla. Um Tröllatungu'heiði er bílvegur milli Króksfjarðar og Steingrímsfjarðar, þar liggur einnig háspennulinan frá Þver- árvirkjun til Króksfjarðarness. Ef áfram er haldið inn með firðinum, sést milli klettaborganna bera hátt á Víðidalsá með rismikilli byggingu er Páll bóndi lé byggja. En þau hjónin Páll og Þorsteinssína bjuggu þar um nær hálfrar aldar skeið fyrri hluta þessarar aldar með miklum myndarbrag, svo landsþelckt var. Vestan Skeljavíkur er kauptúnið Hólmavík móti sól, kyrrlátt og hlýlegt. Ef það á framtíð fyrir sér sem vart er að efa, er þar eindæma fallegt og sér- stætt bæjarstæði, hækkandi uppeftir hlíðinni milli borganna. Inni í dalnum, milli lyngi vaxinna kletta, sér á hvítmálaðar byggingar, er það Þverárvirkjunin. Hún hefur nú þeg- ar fullnægt orkuþörf sveitarinnar, svo og Hólmavíkur í Steingrímsfirði, og innsveitum sunnan heiða við vestan- verðan Gilsfjörð. Hún mun á næstu árum veita ljósi og hita suður um dali og inn um Strandasýslu. 17. tbl. 1985 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.