Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Blaðsíða 3
Eftir Jan Fridegárd lánalegur náungi kom kjagandi eftir þjóðveginum til bæjarins. Ain virt- ist nærri kyrrstæð undir brúnni, og hita bylgjurnar titruðu í loftinu yfir skógin- um í vestri. Svitinn bogaði svo að sveið í augun. Strákhnokki stóð á árbakkanum og horfði á endurnar án þess að hafa rænu á að kasta að þeim steini, þótt þær væru í ágætu skotfæri. Kn það lifnaði yfir honum, þegar Ih m kom auga á manninn á þjóðvegin- um. — Hænsna-Bjarni! hrópaði hann skrækróma. — Strákar, Hænsna-Bjarni er að koma! Hann tók sprettinn niður með ánni, þrngað sem nokkrir félagar hans voru að veiða. — Hænsna-Bjarni! hrópaði hann aft- ur. Maðurinn krossbölvaði og steytti hnefana í áttina til drengjanna. Þeir svöruðu í einum kór, því að þeir þótt- ust öruggir í þessari fjarlægð. Hænsna-Bjarni hélt bölvandi inn Að- alstræti og upp á torgið. Þar sáust eng- ar hræður utan ein sölukerling og lög- regluþjónn, er stóð afsíðis í þríhyrndum skugga af þakskeggi. Reiði Hænsna-Bjarna blossaði upp, þegar hann sá lögregluþjóninn. — Það er þessum náunga, sem ég get þakkað fyrir þetta helvíti, tautaði hann æstur. Hingað í þetta byggðarlag hafði hann flutt til þess að losna við hænsna-upp- nefnið. Hundrað ldlómetra. Og svo skyldi þessi lögregluþjónsafmán endi- lega verða að koma á eftir honum og fá starf í þessari afskekktu bæjarholu við ána. Þrjú smáljóð Eftir Margréti Jónsdóttur S St. Péfursstrœti 22 Geng ég um S'teinlögð stræti í stórri, frægri borg, verða á vegi mínum veglegar hallir og torg. Glampandi logaletur leiftrar við himinskaut, ofbirtu slær í augun allt þetta litaskraut- Þama er gömul gata grettin og stéttamjó, hér var það eitt sinn áður sem íslenzka skáidið bjó. Samt hefir sankti Pétur sjálfsagt átt ítök hér. Honum er gatan helguð, af honum nafn sitt ber. Einmana íslendingur í öngum sínum er kvað. Hann er mér efst í huga, hann vígði þennan stað. Einmana íslendingur aleinn og særður dó. Honum er helguð stundin, hérna hann forðum bjó. V/ð fjallavatnið Hér er friðsæld og ró, hér er fegurðin nóg við fjallavatn blátt inní laufríkum skóg. Og sá ilmandi blær, það er unaður skær, hér andar guðs friður, hans líkn er mér nær. Hér er friðsæld og ró. Drag af fótum þér skó við fjallavatn blátt inní laufríkum skóg. f Skálholti Hve gott að sjá hinn gamla, helga stað og guðshús nýtt og veglegt rísa hér. Á djarfa, frjálsa menn oss minnir það og merki um trú og göfga hugsjón ber. Hér syngja stráin söng um horfna tíð, og sérhver blettur geymir frægra spor. Hér minnir allt á löngu genginn lýð, en líka á nýja von og trúarþor. Þar stóð hann dag einn eins og jóla- tré umkringdur bændum, sem hann hafði kynnzt. Og allir þekktu þeir Bjarna, þótt hann byggi tíu kílómetra utan við bæinn. Lögregluiþjónninn glotti, þegar hann kom auga á Bjarna. — Nei, félagi Hænsna-Bjarni! hróp- aði hann. Jæja, svo það var þá hingað, sem þú fluttir? — Hænsna-Bjarni! skríktu bændurn- ir, — það var déskoti sniðugt nafn. Bjarni hafði haldið sína leið þrút- inn af reiði. Hann bæði heyrði og fann, hvernig bæjarslúðrarinn lapti þá sögu, að hann hefði einu sinni stolið hana og þess vegna flutt úr heimabyggð sinni. — „He, he, he, gagg, gagg, góó“, göluðu þeir á eftir honum. Síðan var liðið heilt ár, en nú vissi hver einasta manneskja í bænum og í 20 kílómetra fjarlægð hringinn í kring, að hann var kallaður Hænsna>Bjarni. Margir álitu, að hann hefði einnig reynzt fingralangur í nýju heimkynnun- um, þótt hann hefði aldrei á allri æ<vi sinni stolið öðru en þessum eina horaða hana og að eilífu bölvaða. Hann keypti sér mjólk, pylsu og franskbrauð, svo settist hann út í íþrótta garðinn í friðsælu matartímans og át og drakk, og reiðin sauð í honum. Þessi digri nautsihaus skyldi víst fá fyrir ferð- ina, svo sannarlega sem hann héti Hænsn ... fjandinn hafi það ... svo sannarlega sem hann héti Bjarni. Klúkkan hlaut að vera orðin þrjú, en hitinn lét samt engan bilbug á sér finna. Það var því líkast sem bærinn hefði misst meðvitundina. Lögreglumað- urinn þerraði af sér svitann og reyndi að eiga orðaskipti við karamellukerling- una, en hún hafði nú einu sinni andúð á allri lögreglu af rótgrónum vana. Hún stakk bara nefinu ennþá dýpra niður í sjaltuskuna og anzaði ekki. Lögregluþjónninn leit sljóum augum upp eftir götunni, en allt í einu lifnaði hann allur og einblíndi í ákafa. Hænsna-Bjarni kom út úr verzluninni Kjöt og Flesk með reykta flesksdðu und.- ir hendinni. Hún var umbúðalaus, og það glampaði á hana brúna og girnilega í sólskininu. Bjarni dokaði undir búðarveggnum og skimaði upp og niður götuna. Síðan laumaðist hann af stað hægum, lymsku- legum skrefum og stefndi á brúna. — Halló, Hænsna-Bjarni, stoppaðu! f þetta sinn tekst það ekki! hrópaði lög- reglumaðurinn og tók á rás svo hratt sem gildu fæturnir hans frekast leyfðu. Bjarni leit um öxl og fór að hlaupa. Þá bar yfir brúna á greiðu brokki, — Bjarni og flesksíðan á rrndan, en lög- regluþjónninn svo sem einu síma- staurabili á eftir. Hann þrumaði: — Viltu reyna að stoppa með síðuna, hænsnaþjófur — eða réttara sagt flesk- þjófur! Ég góma þig hvort sem er fyrr eða síðar! En Hænsna-Bjarni hélt áfram að hlaupa og leit við öðru hverju. Brátt voru þeir komnir út í sveit og bærinn að baki. Fólkinu á ökrunum féllust hendur. Það glápti á þennan á- k a eltingarleik. Skref lögregluþj ónsins urðu að sama skapi styttri sem andlit hans varð rauð- ara. Holdin voru ekki Hænsna-Bjama til trafala. Hann skokkaði léttilega eftir veginum og leit til baka öðru hverju. Að lokum varð lögreglumaðurinn að nerna staðar. Hann blés eins og smiðju- belgur og lét fallast niður á skurðbakk- ann við veginn. Hænsna-Bjarni leit í kringum sig, hætti að hlaupa og settist á bakkann í hundrað metra fjarlægð með flesksíðuna við hlið sér. Þegar lögreglumaðurinn mátti aftur mæla. sagði hann vingjarnlega og sann- færandi: — Bjarni, — er þér það ekki ljóst, að þetta framferði er fjandanum einum þóknanlegt? — Nei, hvaða framferði áttu við? Hvað varðar þig um, þótt ég kaupi Framhald á bls. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 20. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.