Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Side 4
»..• ..............; '
I- ,
<í«.v.,WvK.:^ife*vW%Wí.iíx-í:iÍii:-iS’>ii>>AÍí:íi:iÍitJí2iScii!á(á!iáK9iíÍ5!í4iSl!Í
Keykjavík 1847. Myndin er í eigu Listasafns ríkisins
/AviiáivlvíSÍ
ÁRNI ÓLA
Framhald af bls. 1
liugnanlegan svip á bæinn, og þóttust
ráða hér lögum og lofum, eins og þetta
væri danskur staður. Reykjavík missti
þá sinn íslenzka svip.
Til þess að sýna, að þetta sé ekki
sleggjudómur, skulu teknar hérumsagn-
ir nokkurra manna frá þessum tíma.
Magnús Stephensen segir: — „Reykja-
vík varð fljótt fjölbyggð og apaði eftir
útlendra kaupstöðum, eftir því sem
færi gafst til, í munaðarlífi, metnaði,
prakt, svallsemi, lystugheitum og ýmsu
er reiknast til hins fína móðs“. Gísli
Thorlaeíus, rektor skólans, gaf Reykja-
vík þann vitnisburð, að hér flekkuðust
piltar af umgengni við andvaralausan
ruslaralýð. Kveðst hann geta fullyrt, að
sé það rétt sem sagt sé, að erlendar
borgir sé sorpkassar mannkynsins, þá
verðskuldi Reykjavík . að vera kölluð
saurvilpa. — Og Ebenezer Henderson,
sem dvaldist hér veturinn 1814-15, segir
svo: Reykjavík er tvímælalaust versti
vetursetustaður á fslandi. Bæarbragur-
inn er eins lélegur og hugazt getur. Hér
eru aðallega útlendingar og hafa fæst-
ir þeirra fengið neina menntun, en eru
komnir hingað af gróðafíkn. í>eir totta
pípur sínar allan daginn, en eyða kvöld-
unum við drykkju og spil. Það er auð-
séð að þeir hafa ill áhrif á íslendinga
í Reykjavík og grennd, því að þeir
draga dám af illu framferði þessara
útlendinga. —
•
N æst er þá að minnast á tímabil-
Ið 1800-1850. Þá gerðust ýmsir markverð-
ir atburðir í sögu bæarins, sem eru liðir
í þeirri þróun, er leiddí til þess að
Reykjavík varð höfuðborg.
Dómkirkja er risin hér fyrir aldamót-
in, en biskup flyzt ekki hingað fyrr en
1807.
Árið 1803 fékk Reykjavík bæarfógeta,
auðvitað danskan, og 1805 flyzt stift-
amtmaður hingað, en Landsyfirréttur
hafði verið stofnaður 1800 og settur hér
1801.
Árið 1833 fluttust þeir landlæknir og
lyfsali frá Nesi og settust að í bænum.
1837 er slökkvilið stofnað og bygging-
arnefnd sett á laggirnar tveimur árum
seinna.
Árið 1844 var Alþingi endurreist í
Reykjavík og á þvi sama ári var prent-
smiðjan flutt úr Viðey til bæarins.
1846 var skólinn fluttur til Reykja-
víkur aftur, og sama ár gekk í gildi
reglugerð um bæarmálefni Reykjavík-
ur.
1847 var prestaskólinn stofnaður hér.
1848 fór fram fyrsta bæarstjórnar-
kosning í Reykjavík og voru bæarfull-
trúar sex, 5 frá borgurum en einn frá
almenningi.
Það markaði tímamót í sögu bæar-
ins þegar prentsmiðjan var flutt hingað
og hægt var að gefa út blöð. „Reykja-
vikurpósturinn“ byrjaði að koma út
1847, en breyttist tveimur árum seinna
í „Landstíðindi". „Þjóðólfur“ var stofn-
aður 1848.
U m þetta leyti voru bæarbúar
orðnir rúm 1100. Óx mörgum það mjög
í augum og töldu jafnvel horfa til land-
auðnar, ef fólk utan af landi flykktist
svo til Reykjavikur. Sú andúð hófst í
rauninni þegar er verksmiðjurnar risu
upp, en magnaðist er lengra leið. Og
svo kvað Jón Hjaltalín í Tíðavísum
1833, þegar landlæknir og lyfsali flutt-
ust til Reykjavíkur:
Áður fjöldi ýta var
ærinn saman kominn þar,
brjál sýndist að bera því
bakkafullan lækinn í.
Þeim mönnum, er þannig hugsuðu,
vu, ekki annt um að hér risi höfuð-
borg.
Það vill nú svo vel til, að í blöðunum
frá þessum tíma er drepið nokkuð á
hagi manna og bæarbrag, og Reykja-
vík sem höfuðborg.
Landstíðindi segja í grein 1. des.
1849:
„Það lítur svo út sem Reykjavík sé
olnbogabarn landsins, að minnsta kosti
verða margir til þess að hallmæla
henni; það er sagt um hana að þar sé
svo óvenjulega dýrt að lifa, þar sé svo
mikið prjál og óhóf og útlent apasnið á
flestum hlutum. Og þeir, sem ekki geta
verið að telja upp einstaka ókosti henn-
ar, taka þó einu sinni munninn fullan
og segja að hún sé átumein landsins".
Þetta þykja höfundi hinir mestu
sleggjudómar, því að það sé kallað afl
hvers lands og hverrar þjóðar, að hafa
einhvem þann stað, er taki öðrum fram
og geti verið þeim til fyrirmyndar, bæði
í menntun og hvers kyns þarflegum fyr-
irtækjum. Þar á hann við höfuðborg.
Um dýrtíð í Reykjavík segir hann að
hún sé meiri en í sveitunum, en sízt
ætti sveitarmenn að kvarta um þetta,
því að í Reykjavík sé sveitarvaran lang-
dýrust, sérstaklega smjör og kindur, og
þær vörur hleypi fram dýrtíðinni í
Reykjawík. „Hér lifir fjöldi manna á
fiskveiðum, á því að taka upp mó og
selja hann, og vinna ýmislegt fyrir em-
bættismenn og kaupmenn og aðra þá,
sem í heldri röð eiga að heita. Svo eru
margir smiðir og iðnaðarmenn sem vinria
hjá prentsmiðjunni og hafa ætíð nóg að
gera. Allir láta þeir svo meira og minna
af verkalaunum sínum fyrir sveitar-
vöru, svo að arðurinn af starfi þeirra
lendir að miklu leyti upp í sveitum.14
Þeir borga með peningum og kemur
bændum það vel. Svo fer fjöldi fólks
úr Reykjavík á hverju sumri í kaupa-
vinnu að hjálpa bændum, en þá vinnu
fá þeir borgaða með íslenzkum vörum.
Þá getur hann þess, að verðlag á er-
lendri vöru í Reykjavík hafi bætt verð-
lag í öðrum stöðum, bæði fyrir vestan
og norðan, að ekki sé talað um Eyrar-
bakka, því að kaupmenn þar hafi hagað
verðlagi eftir því sem var í Reykjavík
til þess að viðskiptamenn þeirra færi
ekki þangað að verzla.
U m prjál og óhóf segir hann að
þess verði að gæta, að þarfirnar aukist
þar sem fólki fjölgar, „en útlendir menn
sem til Reykjavíkur koma munu kalla
hana prjállausa“. Þar sé ekki heldur að
tala um nokkurt útlent apasnið. — „Það
er heimska fyrir hverja þjóð, að vilja
vernda þjóðerni sitt með því að forðast
samneyti við aðrar þjóðir. Að vísu
eiga menn umfram allt að vernda þjóð-
ernið, en menn eiga líka að taka allt
það gott sem þeir geta, eftir öðrum þjóð
um. Þar sem menntunina vantar er hætt
við að þjóðernið týnist, og því er það
ekki ólíklegt að þjóðerni voru hafi ver-
ið hætta búin í Reykjavík, áður en lat-
ínuskólinn var fluttur hingað, og með-
an svo fáir menntaðir íslendingar áttu
þar heima, en nú þarf þetta ekki að ótt-
ast“. Hann telur það þjóðræknisvott
hve margar konur haldi fast við ís-
lenzka búninginn, og að ýmsir menn
hafi ræktað tún og gert kálgarða hjá
húsum sínum; það sé ræktarmerki við
landið að eyða fjármunum sínum í slík-
ar jarðabætur.------
Árið eftir kom svo löng grein í Þjóð-
ólfi í tilefni af þessu og er kjarni henn-
ar um Reykjavík sem höfuðborg. Þar
Segir m.a.:
— Hefir alþýða manna hér í landi
nokkra hugmynd um það, að hverri
þjóð ríði það á miklu, að eiga einhvern
höfuðstað í landinu, er taki öllum öðr-
um fram? Eg held að mikið vanti á það.
Ber tvennt til þess, áð hvorki hafa menn
átt að venjast pví, að nokkur alvarleg
tilraun hafi verið gerð til þess að koma
upp þvílíkum stað í landinu, og svo hef-
ir heidur eigi verið lýst fyrir mönnum
þeira hagsmunum, sem af þvílíkum stað
gæti flotið. Miklu heldur hefir allt
hneigst að því að tvístra kröftum lands-
ins, svo það er ekki að undra, þó að
andi sundrungar og samheldnisleysia
hafi einnig í þessu tilliti fest rætur í al-
menningsálitinu, og það svo, að enn í dag
munu til vera þeir, sem álíta, að allt
sem landið á bezt til ætti að vera sitt
á hverjum staðnum, t.a.m. stiftamtmað-
urinn sæti uppi á Bolavöllum, biskup>-
inn í Heklu, synodus héldist í Trölla-
kirkju, yfirréttur í Surtshelli, alþing á
Þingvöllum, prentsmiðjan væri uppi á
Tindastóli, skólinn á Hólum, — eng-
inn ærlegur hlutur í Reykjavík.
En allir ættu þó að geta séð
hversu óeðlilegt það er í rauninni að
beztu öfl landsins dragist þannig sund-
ur, sitt í hverja áttina, því að það hlýt-
ur að liggja hverjum manni í augum
uppi, að þá fyrst sé nokkurra framfara
og fullkomnunar að vænta fyrir þjóð-
ina, þegar bæði hin líkamlegu og and-
legu öfl hennar sameinast á einum stað
til þess að verka í samvinnu. Og það
er einmitt hugmyndin um þetta, sem
endilega þarf að ryðja sér til rúms í
almennings áliti vor íslendinga. Eða
virðist ykkur það ekki auðséð, íslend-
ingar, að hvort sem menn hafa tillit til
handiðna, vísinda eða verzlunar, þá
hlýtur þetta að blómgvast því meir, sem
fleiri safnast saman á einn stað? Þar
verður samkeppni í hverri grein og slíkt
örvar ekki lítið iðjusemina og skerpir
hugvitið. Frá höfuðborginni dreifist
þekking og menning út um sveitirnar
með blöðum og fólki því er sækir nám
sitt þangað. Hö’fuðstaðurinn er eftir eðli
sínur réttur oddviti og leiðtogi lands-
ins. Má því líkja honum við hjartað I
líkama mannsins, það tekur við blóð-
inu úr öllum líkamanum og lætur það
svo streyma hreinsað am hann allan
að nýu og auka honum fjör og þrif.
Reynslan er búin að sýna það svo
öldum skiptir um allan hinn menntaða
mannheim, að það er vissasti framfara-
vegur hverrar þjóðar, að hún eigi sér
höfuðstað, sem taki fram öllum öðrum
stöðum í landinu.
En hvar á höfuðstaður fslands að
vera? Eg ímynda mér, að ef fjórðung-
arnir mættu ráða, þá vildi hver hafa
hann hjá sér. En fyrst þarf landið að
eignast höfuðstað, og svo hver fjórðung
ur höfuðstað fyrir sig. Þá fyrst hefir
Framhald á bls. 12
Verksmiðjuþorpið í Vík kringum 1770.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. tbl. 1965