Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Síða 8
Þegar Bismarck
var sökkt
Eftir Russell Grenfell, höfubsmann
Þessi mynd af ,,Bismarck“ var tekin frá brezku orustuskipi rétt áður en örlaga-
skeytið hæfði þýzka skipið.
egar Vian höfuðsmaður kom
«uga á Sheffield, beint fram undan rétt
fyrir kl. 22, voru tundurspillar hans í
beinni röð, hlið frá hlið, með um það bil
hálfrar þriðju mílu millibili, og Sheffi-
eld, sem var á gagnstæðri leið, fór gegn
um röðina stundarfjórðungi síðar. Þeg-
ar Vian höfuðsmaður frétti hjá skipinu,
að Bismarck væri ekki langt undan og
hefði þegar síðast sást til hans stefnt
norður til norðvesturs, dró hann úr ferð
inni. Þar eð enn var að dimma og sjór
úfinn, gat það orðið hættulegt að vera
of fljótur á sér að nálgast. Búizt var við
að sjá til Bismarcks beint fram undan
skipinu, sem í miðjunni var. Bn kl. 22.38
sást til hans ofurlítið stjórnborðsmegin
við Skipið sem var lengst á bakborða,
Piroun, og skömmu síðar varð skipið,
sem næst því var í röðinni, Zulu, einn-
ig vart við hann, og varð fljótast til að
tilkynna, að Bismarck hefði sézt.
Áður en margar mínútur voru liðnar,
kom Bismarck auga á Piroun og hóf
skothríð á það bæði með stærstu og
ÖNNUR GREIN
nwststærstu byssum sínum, Piroun lét
sér hvergi bregða og svaraði skothríð-
inni með 4.7” fallbyssum sínum. Ólík-
legt er, að sú skothríð hafi haft neina
þýðingu, og sjálft var skipið í mikilli
hættu þar eð skot lentu ýmist yfir það
eða of skarnmt. En þetta var hraustleg
viðureign og Firoun hélt raunverulega
uppi skothríð í meira en hálfa klukku-
stund, en hætti þá að spúa eldi á bryn-
varðan óvininn og dró sig út úr skot-
miáli.
Vian höfuðsmaður hafði fundið óvin-
inn, sem hann hafði verið að leita að, og
varð nú að ákvarða, hvaða aðferð skyldi
við hann beitt. Þegar tundurspillarnir
komu nær, og áttu betra með að áætla
hreyfingar Bismarcks, kom það í ljós, að
hann gekk mjög hægt og lét illa að
stjórn. Vian höfuðsmaður var þess sæmi
lega viss, að brezk stórskip mundu sker
ast í leikinn með morgninum, ef ekki
fyrr, svo fremi hægt væri að tefja fyrir
óvininum yfir nóttina. Hann taldi það
því fyrstu skyldu sína að fylgjast með
Bismarok, til þess að geta vísað George
V og Rodney á hann. Samt mundi hann
til vonar og vara hefja sprengjuárás á
hann, eftir því sem tækifæri byðist, þó
því aðeins að það ylli ekki miklum
sköðum á hans eigin skipum.
c
. 7 trax eftir að óvinurinn var séð-
ur, hafði hann skipað tundurspillum sín-
um og búast til eltingar, og nú voru
þeir að skipa sér niður til þess. Maori,
Zikh, Zulu og Piroun skyldu mynda
ferhyrning um hann — tveir sinn hvor-
um megin út frá stefninu og hinir tveir
út frá skipinu að aftan, en Cossack, skip
Vians höfuðsmanns, skyldi elta í kjölfar-
ið. Það mundi taka tundurspillana nokk
urn tíma að komast hver á sinn stað,
einkum þó vegna þess, að þeir tveir, sem
lengst áttu að vera í burtu, urðu að
halda sig utan skotmáls á leiðinni á sinn
stað og það kostaði talsvert mikinn
krók.
En um kl. 23.15 létti Bismarck undir
með þeim með því að breyta stefnu í
áttina til tundurspillanna. Síðan þeir
sáu Bismarck var líkast því sem hann
slagaði sitt á hvað út frá meginstefn-
unni, sem var um það bil í norðaustur.
En nú breytti hann stefnu til norð-norð-
vesturs, eða því sem næst. En nú var
orðið næstum dimmt, svo að fjarlægustu
tundurspillarnir sáu ekki strax þessa
stefnubreytingu hjá Bismarck og héldu
því um stund í skakka átt.
Kl. 23.24 gaf Vian höfuðsmaður merki
um að skipin tækju sér stöðu til að hefja
samstillta tundurskeytaárás. Ætlun
hans, sem hafði verið tilkynnt hinum
skipunum, var að láta þrjá tundurspilla
vera öðrum megin við Bismarck og tvo
hinum megin og þeir skyldu allir hefja
árásina samtímis, koma framan að skip-
inu og skjóta tundurskeytum í sama
mund. En veðrið var bara ekki hentugt
fyrir slíka skipulagða árás. Það var
bæði hvasst og illt í sjóinn. Tundur-
spillarnir gátu haft sæmilega ferð á
undanhaldi, en ekki nema litla móti
vindi. En það kom bráðlega í Ijós, að
myrkrið var Bismarck til lítils baga.
Aftur og aftur, skaut hann mjög ná-
kvæmt á tundurspillana, augsýnilega
eftir ratsjá, og óháð venjulegri sjón, og
auk þess virtist hann vilja sýna tund-
urspillunum, að kæmu þeir of nærri,
yrði það verst fyrir þá sjálfa.
F yrsta skipið, sem fékk slíka
kveðju frá honum, var Cossack, skip
Vians höfuðsmanns sjálfs. Kl. 23.42, með
an það var enn í fjögurra mílna fjar-
lægð frá Bismarck, sáust eldblossar úr
áttinni frá honum og heil hríð stórra
og smærri kúlna féll allt kringum
hann, og brotin úr þeim eyðilögðu nokk-
ur loftnetin. Þetta var ofgóð skotfimi
til að láta eins og enginn sæi hana og
Cossack varð að hörfa undan.
Átta mínútum síðar varð Zulu fyrir
söniu meðferð. Það gat rétt grillt Bis-
marck í norðri og séð hann skjóta á
Cossack. En nú hófst skothríðin aftur
og skothríð 15“ skeyta þaut í námunda
við Zulu sjálft. Tvær þannig skothríðar
gengu svo nærri því, að einn foringi
og tveir menn særðust. Það var hrein-
asta mildi, að skipið sjálft varð ekki
fyrir skoti, og nú flýtti það sér að hafa
sig á brott. En við það slitnaði það úr
sambandi, sem það náði ekki aftur fyrr
en eftir meira en klukkustund.
etta var í fyrsta sinn í sögunni,
sem ratsjá var notuð til að skjóta eft-
ir að næturlagi og var óhugnanleg
reynsla fyrir tundurspillana að kom-
ast í. Hefði Bismarck notað ljóskastara
hefði það strax verið eðlilegra. En eng-
in slík viðvörun var fyrir hendi. Utan
úr myrkrinu, úr áttinni frá Bismarck,
kom heil runa af skjannabjörtum bloss-
um, sem lýstu upp himininn sem snöggv
ast. Síðan varð tíu eða fimmtán sek-
úndna hlé, en þá heyrðist ýlfrið í kúl-
unum, sem nálguðust, og síðan heil runa
af braki og brestum þegar þær lentu
í sjónum. Samtímis kom mikil ókyrrð á
sjóinn næst skipinu og ógreinilegar
gusur þutu í loft upp eins og draugar
og sýndust geysistórar í myrkrinu. Svo
kom blossi frá skoturrum, sem lýsti upp
rétt sem snöggvat risavaxnar vatnssúl-
ur skammt frá.
Frá klukkan hálfeitt til eitt um nótt-
ina virðist enginn hafa verið að elta
Bismarck, þar eð allir tundurspillarnir
voru komnir úr sambandi. En það var
vel afsakanlegt. Nóttin var bleksvört og
í viðbót við storminn og sjóganginn
bættust tíðar regnhryðjur, svo að
skyggnið varð innan við hálfa mílu. Að
missa samiband við myrkvað skip und-
ir slíkum kringumstæðum var því býsna
auðvelt. Þegar hér var komið hafði Vi-
an höfuðsmaður komizt að þeirri niður-
stöðu, að engin skipulögð árás væri
hugsanleg. Það að Bismarck gat haldið
skipum í fjarlægð með radarskothríð
gerði- það að verkum, að myrkrið var
mein galli en kostur. Þegar tundurspill-
arnir höfðu hörfað undan stórskotahríð-
inni, höfðu þeir dreifzt. Ef árás skyldi
yfirleitt hafin, yrði hver tundurspillir
að gera hana upp á eigin hönd, eins og
bezt gengi. Hann gaf því merki, kl. 0.40,
að tundurspillarnir skyldu hefja árás,
hvenær sem tækifæri byðist.
Þegar Graham, yfirmaðurinn á Zulu,
fékk þetta skeyti stefndi hann tafarlaust
til vesturs, einn síns lið. En um leið og
hann gerði það, sprakk stjörnukúla upp
með blossa á stjórnborða og seig hægt
niður í sjóinn. Hún var frá Maori, sem
var að leita fyrir sér í áttina, þar sem
óvinurinn hafði síðast sézt, en varð
einskis vísari. En um klukkan eitt kom
Zulu auga á svarta skuggamyndina af
Bismarck framundan á stjórnborða, og
virtist hann stefna norður, lítið eitt til
vesturs. Zulu var beint fyrir aftan ó-
vininn og varð að komast lengra fram
og móts við stefnið hjá honum, áður
en hægt væri að skjóta tundurskeytL
Graham skiplherra ákvað því að komast
fram með Bismarck bákborðsmegin og
setti því á alla þá ferð, sem hægt var.
Óvinurinn hlýtur að hafa verið á mjög
lítilli ferð, því að það tók ekki nema
tuttugu mínútur að komast móts við
hann, í áætlaðri 5000 metra fjarlægð.
Þegar hér var komið hóf .Bismarck ofsa-
lega skothríð og einni eða tveimur mín-
útum síðar skaut Graham öllum fjórum
tundurskeytum sínum, og forðaði sér
síðan burt. Að því er bezt verður vitað,
hitti ekkert tundurskeytanna mark.
C
^7 kothríðin, sem beint var að Zulu,
sýndi Maori, hvar Bismarck var og svo
sigldi Maori í áttina. Eftir blossunum
að dæma var Maori einnig fyrir aftan
Bismarck, og Armstrong skipherra fór
að dæmi Grahams og ákvað að komast
áfram bakborðsmegin fram með Bis-
marck. Hann komst svo nærri, að ekki
munaði nema 4000 metrum, að því
er virtist óséður. Þar sem mjög var
dimmt og Armstrong vildi vera visg um
miðun sína, skaut hann upp stjörnu-
kúlum til að lýsa upp óvinaskipið með-
an hann gerði árásina, og meðan þær
voru að brenna upp, skaut hann tveim
tundurskeytum. Þetta var kl. 1.37.
I sama bili sem ljóssprengjan sprakk,
hóf Bismarck skothríð og hitti vel að
vanida. Armstrong hafði þegar eftir að
tundurskeytunum var skotið, farið að
snúa sér gegn óvininum. Honum fannst
hann vera að breyta um stefnu og
hugðist komast fram fyrir hann og skjóta
tundurskeytunum tveimur hinumegin
frá. En skothríðin frá Bismarck var alltof
hörð til þess, og Maori breytti stefnu til
þess að komast burt, en skotihríðin frá
Bismarck elti það tiu þúsund metra
vegalengd. En þegar Maori sneri frá,
þóttust þeir, sem þar voru um borð, sjá
fyrir víst, að annað tundurskeytið hefði
hitt í mark. Bjartur blossi virtist upp-
Ijóma óvinaskipið við sjómark og
skömmu síðar virtist annar blossi gefa
til kynna aðra sprengingu. Mennirnir á
þilfarinu lustu upp fagnaðarópi.
Meðan Bismarok var að skjóta á Ma-
ori í vesturátt, var Vian höfuðsmaour
að gera árás úr annarri átt. Hann hafði
nálgazt stjórnborðshlið skipsins svo að
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
20. tbl. 1965