Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Page 13
Sögur af ÁSA-ÞÓR. Úr Eddu Snorra Sturlusonar — Teiknmqar eftir Harald Guöbergsson
ÓK V7)R£> HeiMN flCI LAUSARl O* STENOR BAH í HOFÐl
Þ'öfí. OK £1 ÞAT aoeiT TiL VARNANARfíT KASTA HEtN OF
C'OLf ÞVERT, t>VÍ AT Þ’fl HRÆRISK HEININ 'l HVfÐl ÞOR.
BISMARCK
Framihald af bls. 9
Mákvæmum skotum að Ijóskúlunum, svo
að Vian datt í hug, að aðmírálnum væri
ek'd þægð í áframhaldi á þessari skot-
hríð.
u,
m kl. 3 ákvað Vian að nálgast
betur með Cossack og skjóta þessu eina
tundurskeyti, sem hann átti eftir. Nú
virtist Bismarck komið af stað aftur
og halda haagt í norðvesturátt. Vian
koms^ kringum það og norður fyrir,
nálgaðist eftir því sem hægt var og
skaut af um 4000 metra færi. Ekki virt-
ist skotið hafa hitt.
Eftir þessa árás virðist allt öruggt
samband við Bismarck hafa farið út um
þúfur, allt til kl. 6 eða skömmu áður.
En Vian var þess fulltrúa, að sér mundi
takast að finna hann aftur, þar eð nú
var tekið að birta af degi. f>að var greini
legt, að Bismarok var í bágu ástandi.
Hann hafði gengið mjög hægt í stefnu,
sem breyttist frá norðvestri til norð-
austurs, síðan kl. 23. kvöldinu áður, og
það var vafasamt, hvort rétt væri að
hætta sér út í skothríðina frá honum,
sem var mjög nákvæm. Kl. 5 skipaði
Vian Piroun, sem hann vissi, að var orð-
ið eldsneytislítið, að snúa til Ply-
mouth. Plawski skipherra, sem hafði
verið mjög hindraður af regnhryðjun-
um, var þá að leita til norðvesturs að
Bismarck. Hann hélt því svo áfram í
klukkustund enn, en hélt þá heimleið-
is og undi sínu hlutskipti hið versta.
Ekki náðist beint samband fyrr en
Maori sá svarta skuggamynd óvinar-
ins kl. 5.50. Armstrong skipherra kom
þá auga á hann þar sem hann slagaði
hægt í NNV-átt með hér um bil 7 hnúta
hraða. Þegar hann hafði fundið skipið,
hélt hann í huimátt á eftir því fram f
birtu. Hálfri klukkustund síðar kom
Sikh auga á það, þegar það kom út úr
þéttri regndembu, u.þ.b. hálfa fjórðu
milu í burtu. Myrkrið var nú smám
saman að víkja fyrir morgunskímunni.
Rétt fyrir sólaruppkomu, þegar skyggni
var orðið sæmilegt, ákvað Maori að
eyða þessum tveim tundurskeytum, sem
það átti eftir. Það nálgaðist betur og
skaut siðan báðum á 9000 metra færi,
rétt fyrir kl. 7. Hvorugt skotið hitti, en
enn einu sinni hóf Bismarck skotihríð og
skaut nokkrum sinnum ýmist of stutt
eða of langt. Þetta voru endalok skot-
hríðarinnar, sem hafði dunið á tundur-
spillunum alla nóttina.
xr egar albjart var orðið skipaði Vi-
an tundurspillum sínum niður á fjögur
svæði kringum Bismarck og þeir héldu
áfram að hafa auga með því. Þetta
hafði verið svefnlaus og þreytandi nótt
hjá þeim, í hörkuspenningi frá sólarlagi
til sólaruppkomu. Hver tundurspillir
hafði verið undir nákvæmri skothríð frá
stærri og smærri byssum Bismarcks.
Allir nema Piroun höfðu gengið gegn-
um að minnsta kosti tvær eldraunir og
Cossack þó þrjár. Þetta voru veikbyggð
skip og bæði yfir- og undirmenn gerðu
sér það fullljóst, að ekki þurfti nema
eitt markskot úr 15” byssunum á Bis-
marck til þess að gera út af við þau.
Með tilliti til þess, hve mörg skot höfðu
lent ýmist fyrir ofan þau eða ekki náð
alla leið, mátti það furðu kalla, að elck-
ert þeirra skyldi hafa orðið fyrir skoti.
Lítill vafi getur á því leikið, að þessi
sambandsslit sem urðu öðru hverju með
skipunum orsökuðust mest af nákvæmni
skotanna frá Bismarck, sem skotið var
með aðstoð radartækja. Iiefði það ekki
getað hrakið tundurspillana frá sér og
út úr sjónmáli, hefði verið tiltölu-
lega auðvelt að hafa stöðugt auga á
þvi, hefðu þeir lagt sig fram um það.
En þetta vandamál eltingaleiksins, sem
var fullflókið fyrir, varð ennþá erfið-
ara vegna þess, að tundurspillarnir
lögðu sig ekki alla fram við það. Sú
ákvörðun að ráðast að með tundurskeyt-
um hlaut að hafa óheppileg áhrif á hitt,
að hafa óvininn vrndir stöðugri athug-
un. Ef elta skal með góðum árangri,
verður að forðast slys og skaða og gæta
þess vel að halda sig á heppilegum
stöðum. Aftur á móti kosta árásir með-
vitaða slysahættu og snöggar hreyf-
ingar til þess að komast í aðstöðu til að
skjóta tundurskeytum, og verður þá
ekki um annað hugsað á meðan. Tund-
urspillir, sem er að elta, en snýst þá til
árásar, kann að koma fram — ef hann
þá kemur yfirleitt fram — fimm til
tíu mílum frá stað sínum í eltingaleikn-
xim; og þegar, eins og hér átti sér stað,
árásirnar eru gerðar smátt og smátt og
hver fyrir sig, hlýtur eltingaskipulagið
að fara út um þúfur, og jafnvel komast
í rugling. Elting og árás eru verk, sem
eru langt frá því að geta samrýmzt.
í
hafi hitt. Það er mjög erfitt fyrir tund-
urspilla, sem gera árás að næturlagi, að
vita fyrir vist, hvort tundurskeyti þeirra
hafa hitt eða ekki. Vatnssúlan, sem seg-
ir til um þetta og gýs upp við hið skotna
skip, er ekki vel sýnileg í myrkri og
drunurnar í skotihríð sjálfs skipsins,
sem skotið er á, þegar það skýtur á
árásarskipið, geta hæglega verið tekn-
ar fyrir sprengingu í tundurskeyti. Og
óskhyggjan er sterkur þáttur í málinu,
þegar svona stendur á. Yfir- og imdir-
menn á árásarskipinu vilja sjá og heyra
tundurskeyti hitta í mark, og geta raun-
verulega sannfært sig um, að svo hafi
verið, þótt skotið hafi alls ekki hitt
Ekki sízt þegar þeir hafa verið í hætt-
um og erfiði við að fremja árásina.
ft
þessu tilviki virðist ekki fram-
k\ræmd aukaverkefnisins — árásarinnar
— hafa getað bætt upp vanrækslu að-
alverkefnisins — eltingarinnar. Satt er
það að vísu, að talið var, að nokkur
tundurskeytanna hafi hitt í mank. En
samkvæmt þýzkum skýrslum, útgefn-
um af brezka flotamálaráðuneytinu,
hitti ekkert skotið í mark. Vitanlega
getur þessi þýzka skýrsla verið ósönn.
Hinsvegar hefðu allir um borð í skip-
inu, sem fyrir skotinu varð, vitað
um það, og ekki virðast Þjóðverjar
hafa haft neina ástæðu til að leyna
þeirri staðreynd, væri hún fyrir hendi.
Öðru nær, og hafi þeir enga ástæðu haft
til að skýra svona frá, gæti skýrsla
Þjóðverjanna, að ekkert skot hafi hitt,
verið trúlegri en sú trú Breta, að tvö
lér við bætist, að skilyrðin við
framkvæmd þessara árása voru án alls
vaxa mjög ólíkleg til árangurs. Eitt ein-
stakt orustuskip er slæmt skotmark fyr-
ir tundurspilla að næturlagi.. Og enn
óheppilegra, þegar þeir ráða til atlögu
hver fyrir sig en ekki allir saman. Að
visu var þarna það hagræði, að Bis-
marck var á svo lítilli ferð og gat ekki
brugðið skjótt við. En hinsvegar var
hið langa færi, sem tundurskeytunum
var skotið úr. Til þess að hafa góða að-
stöðu til að skjóta tundurskeyti á ein-
stakt skip, er venjulega nauðsynlegt að
komast í um 2000 metra færi áður en
skotið er. En þessa nótt var engu ein-
asta tundurskeyti skotið á svo stuttu
færi. Þrem var skotið á 4000 metrurn,
fjórum á 5000, þrem á 6000, fjórum á
7000 og tveim á 9000 metra færi.
En tundurspillarnir þurftu um fleira
að hugsa en skjóta á óvininn.. Næsta
dag yrði það þeim mikið verkefni að
hlífa orustuskipunum við kafbátaárás-
um, og þá yrði að taka hættuna af kaf-
bátunum alvarlega. Og raunar var það
vegna þess arna, að tundurspillarnir
20. tbl. 1965
-LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13