Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Qupperneq 1
Rússar skjóta
arana sína
Eftir George Feiíer
egar Stanislaw Wawrzecki
var tekinn af lífi í Varsjá,
seint í marzmánuði síðastliðnum,
hvítnuðu pólskir menntamenn í
fráman, og sauð í þeim gremjan.
Wawrzecki hafði verið dæmdur sem
aðaimaðurinn í samtökum um að
skjóta undan kjöti af birgðum ríkis-
ins, og selja það sjálfum sér til ábata,
og rétturinn komst að því, að um
áratugar skeið höfðu þessi samtök
grætt eitthvað 3.5 milljónir sloty (á
réttu gengi sama sem 150.000 doll-
ara). Þessi aftaka hans virðist hafa
verið sú fyrsta í Póllandi, fyrir auðg-
nnarglæp í sl. 10 ár, og vakti mikla
gremju.
. „Hvað er prísinn á mannslífinu í Pól-
landi núna?“ spurði einn Varsjárbúi. „Er
það sama sem hálft tonn af kjöti, eða er
það heilt tonn?“
„Þetta getur gengið í Asíu, en ekki í
evrópsku landi“, sagði annar Pólverji í
mótmælatón.
Þarna var „Asía“ sennilega notað sem
fegrunarnafn fyrir Rússland þar sem
dauðarefsing fyrir auðgunarglæpi er al-
geng og magnar andstyggð Pólverja á
grimmdaræðinu í Moskvu. Aðeins hálf-
um mánuði fyrir áðurnefndá aftöku var
T. nokkur Chkekheidze, yfirverkfræðing-
ur sovézkrar brjóstsykurverksmiðju,
dæmdur fyrir að stjórna samtökum, sem
höfðu stolið úr eigin hendi 76.000 dala
virði, með því að nota sýróp i stað hun-
angs og smjörlíki í smjörs stað, og lauma
imdan koníaki, sem ætlað var í vínkon-
fekt. Talið er, að allt að því 200 sovézkir
borgarar hafi verið teknir af lífi, siðustu
fjögur árin, fyrir auðgunarglæpi.
E kki hefur nú dauðarefsing alltaf
verið svo mjög viðhöfð í Sovétríkjunum
— þó oftar en ekki. Dauðarefsing var af-
numin 1917, endurreist 1918, aftur af-
rumin 1920, endurreist sama ár, afnumin
1947 og enn endurreist 1950. Meðan hún
var í lögum (hér á ég aðeins við refsing-
«ir dæmdar af reglulegum dómstólum, en
ekki við hinar, sem framdar voru án
dóms og laga af stofnunum ógnarstjórm
*rinnar og vegna ríkisöryggis), var
glæpafjöldinn, sem hún lá við, breyti-.
iegúr, allt frá fáeinum dauðasökum upp.
í 74 tegundir, á Stalinstímanum.
Þfcgar grundvallarreglur reísilöggjaf-
arinnar komust á 1958, eftir harðar um-
ræður um að milda Stalinslöggjöfina,
var dauðarefsing ekki á skrá meðal ann-
arra tegunda refsingar. Til þess að leggja
áherzlu á, að dauðarefsing væri alveg í
sérflokki og ekki viðhöfð nema í ein-
stöku tilvikum, var um hana sérstök
lagagrein: „Sem þrautaráðstöfun og
þangað til hún verður afnumin að fullu,
er dauðarefsing með skoti leyfð . . . “ en
aðeins fyrir landráð, njósnir, skemmdar-
verk, ógnanir, rán og morð af ásettu ráði,
ef sérstakar þyngjandi kringumstæður
er um að ræða. En svo, á árunum 1961
og 1962, gaf miðstjórn flokksins út, með
litlum fyrirvara, nokkra úrskurði, þar
sem dauðarefsing náði einnig til auðg-
unarglæpa.
F
n hvað eru svo auðgunarglæpir?
Úrskurðirnir bera það fullvel með sér:
brask með gjaldeyri, gull og verðbréf, í
atvinnuskyni eða í ríkum mæli; stuldur
eða hnupl á eignum ríkis eða sveitarfé-
laga; fölsun á peningum eða verðbréfum
til sölu; og svo mútur.
Að leggja dauðarefsingu við þessum
brotum, sem annars eru ekki höfuðsök,
er í augum flestra Vesturlandabúa
grimmdarlegt og ómannúðlegt. Og enn-
þá hryllilegra var hitt, að fyrsta fram-
kvæmd þessara úrskurða verkaði aftur
fyrir sig. Hópur gjaldeyrisbraskara, sem
var tekinn af lífi í Leningrad 1961, hafði
áður verið dæmdur í 15 ára fangelsi.
Þrátt fyrir 6. gr. refsilaganna — þar sem
segir, að „lög, sem ákveða refsingu fyrir
verk eða þyngja refsingu, verka ekki aft-
•ur fyrir sig“ — gaf miðstjórnin út sér-
stakan úrskurð, þar sem leyfð var dauða-
refsing yfir þessum mönnum og þeir
voru skotnir. Sama aðferð var notuð við
aftöku nokkurra hópa, sem áður höfðu
verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir
skipulagðan þjófnað á eignum ríkisins.
En almenningur í Sovétríkjunum
kippti sér miklu minna upp við þessa
nýju úrskurði en margir vestrænir
menn. Meira að segja vakti aftaka brjóst-
sykunbraskarans Chkekheidze enga telj-
andi eftirtekt né áhuga hjá almenningi.
Líklega hefur öllum staðið á sama um
hana nema þá hans allra nánustu.
Meðal „venjulegra“, ómenntaðra
Rússa kom úrskurðurinn um dauðarefs-
ingu við auðgunarglæpum varla til um-
ræ8u. Rússar hafa lengi verið forlagatrú-
ar: Nitsjevo podelaiesj (það er ekkert
við því að- gera) er venjuleg afstaða
þeirra. Menn sætta sig við dauðareís-
ingu sem hvern annan sjálfsagðan hlut,
rétt • eins og harða veðráttu, ófrjósama
jörð, eða fátækt bændanna. Þetta er
nokkuð, sem æðri máttarvöld hafa á-
kveðið. Þannig hefur þetta alltaf verið
í Rússlandi, hvort heldur það laut keis-
ara eða sovézkum valdamönnum, og
þannig séð eru þessir úrskurðir engin
nýlunda.
Jaínvel sovézkir lögfræðingar eru
þöglir um þessa aukningu dauðarefsing-
arinnar. Hjá lögfræðingastéttinni i Sov-
éirikjunum hafa verið hvassar umræður
um vandasöm atriði refsilöggjafarinnar
og framkvæmd hennar, svo sem það að
telja manninn saklausan, þar til annað
brask-
vitnast, þýðingu játningarinnar, hvenær
hinn ákærði megi fá málsvara; allt eru
þetta meiriháttar atriði þessara um-
ræðna. En enginn lögfræðingur, hversu
frjálslyndur sem hann kann að vera,
hefur dirfzt að mótmæla á prenti þess-
ari aukningu á dauðarefsingunni.
Jafnvel á fræðilegum fundum, þai
sem umræðurnar ná alla leið til sjálfra
grundvallarafriða sósíalísks lagagildi*
(og þar sem ræðumönnum hitnar oft
heldur betur í hamsi), hef ég aldrei heyrt
úrskurðina eða aftökurnar vefengdar.
Þær liggja sem sé á því sviði þar sem
stjórnmálastefnur eru ákveðnar na
verkhu (á hæstu stöðum). Ákafur á-
róður kunnáttumanna og i blöðum er
settur í gang, til þess að undirbúa svona
ákvæði og stefnur, og það þarf ekki að
skjóta því að neinum, að andstaöa verði
ekki látin viðgangast.
Að minnsta kosti ekki opinberlega.
Einu sinni spurði ég hóp laganema: ,,Er
englnn ykkar andvígur dauðarefsingu
fyrir auðgunarglæpi?" Enginn svaraði.
En í einkasamtölum síðar meir ko.m það
í Ijós, að að minnsta kosti fáeinir þeirra
voru þessu andvígir. „Þér megið ekki
misskilja það“, sagði einn útskrifaður
laganemi. „Margir okkar hafa andstyggð
á dauðarefsingu. Hún er alveg jafn forn-
aldarleg hér eins og annarsstaðar. En
það er bara ekki hægt að minnast á það
eins og stendur“. (Þetta var 1962, þegar
striðið við auðgunarglæpina var á há-
marki). „Seinna meir, þegar þessi æsing
er afstaðin, munuð þér heyra gild rök
gegn henni“.
En hversvegna var „þessi æsing“ gegn
auðgunarglæpum blásin upp svona fijót-
lega eftir hinar allverulegu lagabætur
1958?
Framhald á bls. 6.
mmM
lil m '<f|i
Meginæðin í GúM-verzlunarfyrirfækinu í Moskvu, sem að
sjálfsögðu er í eigu rikisins.