Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Qupperneq 2
svr MVND. Bwight Ðavid Eisenhower er orðinn 75 ára gamall og á að baki sér glæstan og margbreyti- legan feril. Frá bví í byrjun seinni heimsstyrjaldar fram til ársloka 1960, þegar hann lét af embætti Bandaríkjaforseta, var hann að heita mátti sífellt í sviðsljósi alþjóðlegra stórviðburða. Hann var æðsti maður herafla Þít-Gamanna sem vann sigur yfir möndulveldunum í Evrópu, fyrst við Miðjarðarhaf, síðan í Vest- ur- og Norður-Evrópu. Eftir stríðslok varð hann forseti eins kunnasta há- skóla í Bandaríkjunum. Því næst varð hann fyrsti yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins, og loks tók hann við embætti Bandaríkjaforseta í ársbyrjun 1953. Hann gegndi þess- um ólíku embættum með misjöfnum árangri, eins og gengur, en hann vann sér hylli flestra sem kynntust honum, jafnt austan hafs sem vest- an, fyrir látlausa framkomu og ein- faldleik í öllu dagfari og hugsun. E iserahower fæddist í Texas ári’ð 1890, kominn af svissneskum og þýzk- um ættum. Hann var þriðji í röðinni af sex sonum verkfræðings, sem átti held- ur erfitt uppdráttar og settist að í smábænum Abilene í Kansas. f æsku stundaði Dwight Eisenhower ýmiss kon- ar störf, sem til féllu, svo sem kvik- fiárrekstur og verzlunarstörf, þangað til honum féll í skaut sá eftirsótti heiður að fá inngöragu í herskólanin í West Pcint árið 1911. Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöld- inni og var yfirmaður fyrstu skrið- drekadeildar sem Bandaríkjamenn sendu til vesturvígstöðvanna 1917, og ári sfðar varð harm yngsti ofursti í bandaríska hernum. Fyrir framgöngu sír.a í stríðinu hlaut hann margháttaða viðurkenningu. Hann hækkaði ekki í tign á árunum milli heimsstyrjaldanna, en varð samt herráðsforingi hjá Mac Arthur hershöfðingja árið 1930. í byrj- un seinni heimsstyrjaldar var hann sett- ur yfir skipulagningardeild hermálaráðu neytisins í Washington, og þar kom George Marshall hershöfðingi, yfirmað- ur herforingjaráðsins, auiga á hæfileika hans. Eftir a'ð Bandaríkin gerðust aðiljar að styrjöldinni við Þýzkaland og Ijóst varð að senda yrði bandarískan herafla til Evrópu, mælti Marshall hershöfðingi eindregið með hinum duglega og geð- þekka skjólstæðingi sínum. í nóvember 1942 var Eisenhower skipaður yfirmað- ur bandaríska innrásarliðsins í Norður- Afríku, og siðan stjórnaði hann innrás Bandaríkjamanna í Italíu. I nóvember 1943 varð hann yfirmaður innrásarhers bandamanna í Vestur-Evrópu og stjórn- aði þannig innrásinni í Normandí 6. júní 1944. Síðan stjórnaði hann hernað- araðgerðum í Frakklandi, Belgíu, Hol- landi og Þýzkaiandi, þar til Þjóðverjar gáfust upp 7. maí 1945. að hefur verið sagt um, Eisen- hower, að hann hafi ekki verið annað en „glæsilegur auglýsingamaður og sátta semjari", sem hafi lagt meiri áherzlu á pólitískar en herfræðilegar hliðar her- stjórnarinnar. Vissulega mundu fáir vilja halda því fram, að hann hafi jafnazt á við hershöfðingja eins og Lee, Grant eða jafnvel MacArthur í herstjórnarlist, og þó honum tækist með einstakri lagni að fá erfiða undirmenn eins og Montgomery og Patton hershöfðingja til að vinna saman, reyndist honum um megn að beita valdi sínu, þegar taka þurfti tor- veldar og tvísýnar ákvarðanir. Hins vegar ber þess að gæta, að meg- inhlutverk yfirhershöfðingjans var að skilningi Eisenhowers einmitt í því fólg- ið að hefta það, að pólitískur ágreining- ur ríkisstjórna bandamanna hefði áhrif á gang mála á vígvöllunum. Virðingin, sem Sir Winston Churchill bar jafnan fyrir honum, er til marks um ótvíræða hæfileika hans á þessum vettvangi, þvi Eisenhower hershöfðingi var andvígur Churchill í mörgum veigamiklum atrið- um. An efa var Eisenhower einn mesti pólitiski herforingi eftir daga Marl- boroughs. E ftir seinni heimsstyrjöldina varð Eisenhower yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna og gegndi þvi starfi á ár- unum 1945—47. Þá vann hann m.a. það afrek að uppræta síðustu leifar misréttis milli kynþátta í hernum. Árið 1948 lét hann af störfum í hernum og tókst á hendur embætti forseta Columbia-iháskól ans í New York, þó honum stæði raun- ar til boða framboð fyrir hvorn flokkinn sem var í forsetakosningunum, sem fram fórú þá um haustið. Meðan hann var við Columbia-háskólann gaf hann út bók sína um herferðina í Evrópu, „Crusade in Europe.“ Árið 1950 var Eisenhower skipaður yfirmaður alls herafla hins nýstofnaða Atlantshafsbandalags og settist að í Par- ís. Því embætti gegndi hann þar til hann var talinn á að vera í framboði fyrir Repúblikana við forsetakosningarnar haustið 1952. Af öllum störfum Eisen- howers var þjónusta hans við Atlants- hafsbandalagið kannski mikilvægust, þegar á allt er litið. Með einbeitni og stöku jafnaðargeði neitaði hann að hlusta á lítilvægar umkvartanirj hvort heldur var frá aðildarríkjum Ameríku eða Evrópu, en lagði rika áherzlu á meg- ínatriði. Hann átti sennilega meiri þátt í því en nokkur annar einstaklingur að vekja bjartsýni og baráttuvilja Evrópu- manna gagnvart ógnunum Rússa og koma fótunum undir hinn sameiginlega herafla, sem hefta skyldi frekari út- þenslu Rússa í Evrópu. A- árinu 1952 voru pólitískar við- sjár í Bandaríkjunum orðnar meiri en þær höfðu verið um árabil, og margir Bandaríkjamenn töldu að fósturjörðin ætti ekki síður heimtingu á þjónustu Eisenhowers en Evrópa. Þegar Eisen- hower lét það uppskátt veturinn 1951— ’52, að hann væri Repúblikani, var lagt hart að honum að vera í framboði við forsetakosningarnar af þeim öflum innan flokksins, sem vildu forða honum frá að sundrast í baráttunni milli einangrunar- sinna og alþjóðasinna. Hann lét tilleið- ast, og i nóvember 1952 vann hann fræg- an sigur yfir keppinauti sínum, Adlai Stevenson. Eisenhower hiaut 33,9 mill- Jónir atkvæSa, en Stevenson 27,3 miil- jónir. Sennilega hefur enginn einstaklingur setzt í forsetastól Bandaríkjanna umvaf- inn slíkum dýrðarljóma og aðdáun sera Eisenhower. í augum milljóna Banda- rikjamanna var hann boðberi nýrrar „gullaldar.“ Hann mundi binda enda á stríðið í Kóreu, spillinguna og hinar pólitísku viðsjár heima fyrir, óttann og öryggisleysið. Hann mundi skapa nýtt frelsi þar sem efnahagslífið blómgaðist og Washington yrði aðsetur „landsföð- ur“, sem spegla mundi vonir og hug- sjónir þjóðarinnar og létta af hennl þeirri nauðsyn að taka erfiðar og hættu- legar ákvarðanir. Að sjálfsögðu var allt þetta óhugsanlegt, og margir sáu það* en þeir kusu að halda sér á mottunni, af því einhvern veginn virtist það ekki vera viðeigandi að bera brigður á yfir- mannlega hæfileika hinnar dáðu stríðs- hetju. I augum bandarísku þjóðarinnar var Eisenhower hafinn yfir flokkaríg og deil ur stjórnmálamannanna. Roosevelt og Truman höfðu verið atkvæðamiklir for- setar og miklir baráttumenn á tímura örra byltinga og margvíslegrar aðsteðj- andi hættu. Eisenhower átti að binóa enda á þá umbrotatíma sem staðið höfðu í tvo áratugi; almenningur heimtaði það af hetjunni sinni. E rá fyrstu byrjun var Eisenhower forseú umvafinn einkennilegum fagur- gala sem lýsti sér í alls kyns orðtök- um úr auglýsingaheiminum. Hann var „forseti allrar þjóðarinnar." Hann var kominn á vettvang til að „hreinsa til I Washington.“ Og þannig mætti lengi telja. Forverar hans tveir í forsetastóli höfðu verið miklir stjórnmálamenn. Roosevelt hafði ekki hikað við að beita brögðum eða jafnvel þvingunum til að fá málum sínum framgengt. Hann beitti jafnt velgerðum sem persónutöfrum til að fá stjórnmálamenn á sitt band. Ýms- ar aðferðir, sem hann beitti í þjónu. ,u flokks síns eða ríkisins, hefðu varla v?r- ið taldar heiðvirðar í einkalífi. Svo fór að lokum, að hann bakaði sér óslökkv- andi hatur andstæðinga sinna. En hann gerbreytti svipmóti Bandaríkjanna. Truman var ekki eins slóttugur, en hann var ekki síður einbeittur. Hann sýndi miklu meira hugrekki en Roo. e- velt. Hann tók margar örlagaríkar á- kvarðanir — um kjarnorkusprengjuna, um íhlutun Bandaríkjanna í Grikklandi og Tyrklandi, um Marshall-hjálpina, um Atlantshafsbandalagið, um Kóreustríðið — sem gerðu Bandaríkjamenn orðlausa. Hann var líka óvæginn við andstæðinga sína. Og hann gerði einnig vilja sinn jafnvægan velferð þjóðarinnar, þó með öðrum hætti væri en hjá fyrirrennar- anum. f augum þessara tveggja manna var forsetaembættið sífellt skapandi starf, samfelld ábyrgð, uppspretta valds og hug mynda sem voru máttarstoðir lýðræðia í landinu. Þeir litu á forsetaembættið sem lýðræðislegasta þáttinn í stjórnar- kerfi Bandaríkjanna. Forsetinn var kos- inn af þjóðinni allri, óháður staðbundn- Framhald á bls. 15 í’ramkv.stj.: Stgfas Jónsson. Rltstjórar: SigurCur Bjarnason frá Vieui Matthtas Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arnl GarBar Kristinsson. Rítstjórn: Aöalstræti 6. Sími 22480. Utgefandl: H.l. Arvakur. Reykjavilt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. tbl.. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.