Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Side 3
Laugardagskvöld í Hversvegna slóstji ekki skepnuna afW ur? spyr vinstúlkan. Mér datt það ekki í hug, svarar hi% ég greip bara hálffulla flöskuna karl*- ins og rauk út. Og nú er ég dottin 1 það aftur, bætir hún vonleysislega Eftir Guðrúnu Jacobsen jónusturnar tvær eru orðnar hálf dasaðar þegar líða fer á daginn. Sú yngri kvartar um verki í fótum, en eldri þjón- ustan líður af taugaspenningi. Hann ■lýsir sér í ógleði og ósjaldan uppsölu þegar helgin fer að nálgast. Gestaplássið er tvískipt. Það skipt- ist í efri og neðri sal. Nokkrar tröppur skilja á milli. Fólksstrauminn leggur út og inn án afláts frá morgni til kvölds með stutt- um hléum. Menn þurfa að næra sig og hver eftir sínúm smekk eins og gengur. Hitta kollega sína að máli og ræða marg- vísleg viðskipti sín í milli. Og gestirnir eru af öllum stéttum — frá verkamönn- um niður í ráðherra og öfugt. Embættis- og kaupsýslumenn halda sig í efri sal, enda er hann miklum mun stærri og að mörgu leyti hentugri utan um stærri menn en plássið við inngang- inn, sem rúmar aðeins nokkur hringborð og skotið innaf, sem að auki er flesta daga þéttsetið. Annars athuga menn á leiðinni upp það ekki nánar. Tröppurnar eru þau landamerki, sem skilja að tvö þjóðfélagsbrot. Og hvorug stéttin treð- ur hinni um tær nema þá í einstaka til- felli. — Ja, til dæmis á laugardegi þegar virðingarverður borgari dettur í það. Hann áttar sig þó fljótlega á hnattstöð- unni sé hann bara lítið fullur og hlamm- ar sér niður hjá einhverju snyrtimenn- anna í efri sal. Gesturinn, sem fyrir er við borðið, bregzt venjulega illa við svona fyrir- varalausri heimsókn stéttarfélaga síns. Reynslan hefur leitt það ótvírætt í ijós, að islenzkir ævisagnaþulir — fullir — er ein sú hvimíeiðasta manntegund sem fyrirfinnst á jarðríki. Aumingi utan af strætinu lætur sér nægja tíkall og fer svo; það gerir sætkenndur góðborgari aftur á móti ekki hversu heiðvirður og gegn heimilisfaðir sem hann er að öðru leyti. Svo fórnardýrið, sem fullur góð- borgari festir hendur í, á ekki um nema tvo kosti að velja, vilji hann slíta sig lausan — snara í sig steikinni og skunda síðan brott í von um að hann sé frárri á fæti, eða loka sig inni á klósetti um óákveðinn tíma. Þ’að er laugardagur í dag og mikið að gera. Liðið er á matmálstímann og kvöld- verðargestir fylla hvert sæti í efri sal. Það er líka þéttsetið við hringborðin í neðri sal, jafnvel tvísett í skotinu inn af. Þeir gestir eru líka að flýta sér þótt þeir séu margir Hverjir búnir að velgja stóla frá hádegi. Þeim liggur á kókinu sínu. Og þjónusturnar eru á þeytings- spretti me3 matarföt og diska í efri sal, en kókflöskur og glös í neðri sal. Þaðan berst glaumur mikill, pískur og hlátrar, óp og köll, og alltaf bætast nýir í hóp- inn. Hann er tekinn að flæða um alla ganga, og stúlkur og piltar standa í einni kös við inngönguna. Það er safnað liði í laugardagspartí. Ein og ein stúlka smeygir sér gegnum hópinn, sem stendur a landamerkjunum, og leggur leið sína til snyrtiherbergisins í efri sal. Stundum er göngulagið reik- ult og augnaráðið glært. Og einn og einn piltur kemur frá skotinu og reikar stund um örlítið líka. Hann þarf að komast að símanum í buffinu inn af efri sal. Menn þurfa mikið að hringja á laugar- dögum. Þjónusturnar hafa áhyggjur í kvöld. Milli þess sem þær fara með veitingar á borðin bregða þær sér í eftirlitsferð — þó ekki í efri sal; það er þarflaust. Á ÞINGVELLI 1965 Eftir Steingerði Guðmundsdóttur Hljóðna sál mín — heiðin kallar — himinblámi og döggvot strá. Björt er nóttin — byggðir allar blunda — mók er f jöllum á. Dalalæðan — dóttir Mjallar — dreymin tyllir niður tá — blæju sveipar blómin Vallar — breiðir yfir hverja gjá. Skáldin tvö — í kufli köldum hvíla hjarta landsins við. Ljóðasvanir ljóss á öldum — lyftu þjóð á æðra svið. Máttarvana — af mannavöldum minnisreit er búið snið. Mun þó hér á kyrrum kvöldum kveikja elda — himnalið. Þær leggja leið sína í neðri sal og skotið. Það er oftast sama fóikið sem skapar þeim fótaþreytu og ógleði — fólkið sem á í fá hús að venda nema þá helzt Síðu- múla ef svo ber undir. kJíðbúnum kvöldverðargestum lýst ekki á blikuna þegar þeir koma inn úr dyrunum. Hverskonar búla er þetta eig- inlega? segir maður konunnar. i kjölfar hjónanna, sem fengu fóstru fyrir börnin sín eitt kvöld, kena- ur maðurinn sem elskar konur. Hann staldrar á landamerkjunum «4- lítið hokinn í herðum, lítur yfir stúlkn*- hópinn og vætir varirnar. Hann langar í Hópinn, en er vandur að virðingu sinnL Hann gengur treglega upp þrepin. Hann er nýsetztur við eina auða borðið, þegar hann kemur auga á tvær stúlkur álengd- Og ég sem hélt að þetta væri heiðvirð- ur veitingastaður, segir kona mannsins. Hún horfir umhverfis sig með ískaldri fyrirlitningu. Við förum annað, segir maðurinn. Það er of seint, segir konan. Við þurf- um að mæta í óperuna á tilsettum tíma. Auk þess er voðalegur kuldi úti. Jæja, segir maðurinn, við borðum þá hér í þetta sinn. Þau brjóta sér feið upp í efri sal. Stúlka við hringborð gefur frá sér lágt óp, þegar hún sér aftan á hjónin. Hvað er að þér? segir vinstúlka henn- ar ávítandi. Ertu farin að kippa? Það er ekki það, segir hin og hönd hennar grípur um glasið. Þetta eri^ bara hjónin sem ég var að segja þér frá. Ó, segir vinstúlkan samúðarfull. Hún er nýbúin að heyra söguna. í gærkvöldi hafði vinkona hennar tek- ið að sér að passa börn þessara hjóna, meðan þau brugðu sér á dansleik. Þegar hjónin komu heim seint og síðar meir, hnakkrifust þau með tilheyrandi hávaða, enda bæði drukkin. Fóstran reyndi að þagga niður í þeim svo að þau vektu ekki börnin. Þá sió maðurinn hana nið- ur. Kvað henni ekki farast að setja sig á háan hest. Og ruddi úr sér óþverraorð um um fortíð hennar. ar sem skima eftir sæti. Þær eru seytján ára og jórtra gúm. Maðurinn sem elskar konur stendur upp með hofmannlegum til'burðum og iðar allur. Gjörið svo vel, gjörið svo vel, setjizt hér. Það er nóg pláss. Hann horfir með áfergju á stúlkurnar. Stúlkurnar þiggja boðið með þökkum. Þær eru danskar og ókunnar. Maðurinn sem elskar konur velur fyrir stúlkurnar beztu réttina á seðlinum, en pantar græn meti, bara grænmeti, fyrir sjálfan sig. Hann er grasæta. Hann heldur uppi samræðum við borð ið af mikilli listfengi enda langþjálfað- ur í þeim eínum og leikur á als oddL Þegar þjónustan kemur með reikning- inn spyr hann hvort hann megi ekki greiða þetta lítilræði á morgun, það taki því ekki að skrifa ávísun. Jú, ætli ekki það, segir eldri þjón- ustan dræmilega. Hún er slegin út af þessum manni sem kallar hana hálf- sextuga ástina sína í hverju orði. Og maðurinn sem elskar konur heldur hróð- ugur burt með tveim seytján ára stúlku- börnum sem jórtra gúm og flissa að öllu saman ............ Framhald á bls. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 24 tbl. 1909

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.