Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Qupperneq 4
E nda þótt rómverski klæð skerinn Angelo Litrico hafi góða aðstöðu til að heyra frétt- ir, sem ganga manna milli, missti hann samt bezta skipta- vininn sinn, Nikita Krúsjeff, algjörlega fyrirvaralaust. Allir urðu hissa á falli Krúsjeffs, en fyrir Litrico var það beinlínis á- fall. Samkvæmt eigin sögn klæð skerans, hafði hann selt Sovét- höfðingjanum 21 fatnað og 7 yfirfrakka. Og þannjg viðskipti koma ekki dettandi af himnum ofan, eins og Krúsjeff sjálfur hefði getað orðað það. _ En hað gerir nú gpnar§ hglá- ur ekki klæðskeri á borð við Litrico, jafnvel þótt hann heiti Angelo. Litrico var elztur 24 systkina, sem fátækur fiski- maður í Catania á Sikiley og kona hans eignuðust. Árið 1934, þá 7 ára gamall, var Angelo settur til náms hjá klæðskera þar á staðnum. Að mörgum hnappagötum liðnum er hann á ferð í Taormina, til að sjá þar klassískan sjónleik, og þá gefur erlend ferðakona honum far- seðil til Rómaborgar. Með 3000 lírur, eða um 5 Bandaríkjadali, kemur Litrico til Rómar (sá sögulegi dagur var i júní 1952) og flýtir sér til Via Veneto, sem hann hafði heyrt svo margar sögur af. En að Via Veneto liggur önn- ur, er nefnist Via Sicilia. „Heil gata, sem heitir eftir Sikiley!" segir hann við sjálfan sig, undr- andi, og svo gengur hann eftir þessari götu og leitar sér aí- vinnu. Loksins, þegar hann er kominn langt frá Via Sicilia og langt frá hjarta Rómaborgar, finnur hann klæðskera, sem býður honum atvinnu með 900 líra kaupi á dag. Amma hans sendir honum 1000 lírur í við- bót, því að hún hefur heyrt, að það sé dýrt að lifa í höfuðborg- inni. „Það hefði verið helm- ingi verra, ef hún hefði sent mér milljón lirur“, segir Litrico síðar. „Þá hefði ég ekkert hugs að um neina atvinnu." Litrico rekst á annan gjaf- mildan útlending, sem gefur honum aðgöngumiða að óper- unni „Það stendur ekki á svo miklu að hafa ofan í sig eða éta“, segir Litrico, ,,en ég vil vera vel til fara.“ Hann kaupir sér stykki af skozku klæði — dökkgrænu, bláu og svörtu. Hversvegna skozkt klæði í smókingjakka? „Ef þeir hefðu haft ódýrt svart, hefði ég keypt það.“ Hann fer með klæðið í verk- stæðið þar sem hann vinnur. Húsbóndi hans er þegar orðinn nægilega gramur yfir tíðum ferðum Litricos til Via Veneto, en nú verður hann bálvondur, þegar hann heyrir, að lærling- urinn ætlar að fara að sauma sér smókingjakka. „Ertu snar- vitlaus?“ segir hann og rekur Litrico. Hann fer aftur til Via Sicilia. í húsinu nr. 51 sér hann í glugg anum hjá klæðskera, að þar er auglýst vinnupláss til leigu. Litrico greiðir 1500 lírur út í hönd, og fær þannig aðstöðu til að klára smókingfötin sín. í óperunni kemur ninn frægi ítalski leikari Rossano Brazzi og kynnir sig, og spyr, hvar Litrico hafi fengið svona glæsi- legan smókingjakka. „Það er hjá klæðskera í Via Sicilia 51“. svarar Litrico og Brazzi segist ætla að líta inn. Næsta dag kemur Brazzi og spyr klæðskerann: „Saumuðuð þér smókingíöt á hr. Litrico?“ „Herra Litrico? Hann er nú hérna.^ Og svð drðg'ut1 háhn syndaselinn fram í búðina. Og meira þurfti ekki Litrico og ævintýrið hans. Brazzi pantar tvenn föt hjá Litrico, á 70.000 lírur hvor, og innflytjandinn frá Catania kaupir klæðskerann út og beinir nálinni sinni fram og upp. Ni orðið er það orðið þannig, að hvenær sem Litrico heyrir um sýningu á kvenfatn- aði, spyr hann, hvort hann megi ekki líka sýna karlmanna- föt — svona til tilbreytingar frá öllum dúllunum og fruns- unum. Hvenær sem tízkusýning er haldin í góðgerðaskyni sýn- ir Litrico einnig þar, og ó- keypis, og leggur sig allan fram. Brátt eru fínu dömumar farnar að segja eiginmönnum sínum, sonum eða friðlum um þessi yndislegu föt, sem litli klæðskerinn frá Sikiley búi til. Litrico er allur í verzlunar- rekstrinum. Hann slítur trúlof- un sinni við kærustuna í heima borginni og segist ætla að verða einþ.ieypur þsngað til þir, mörgu ógiftu systkini hans séu búin að koma sér fyrir al- mennilega. Sjálfur nær hann sér í stóra íbúð með stórum garðpalli, og fer að skreyta alla veggi með fornum og nýj- um listaverkum og dreifir göml heimilið tekur einnig þátt í kaupskapnum og hann hefur þarna móttökur til að sýna um húsgögnum um salina. En kemur til ísrael, þarf hann tízkufötin sín. Árið 1957, þegar ítalski tízku- iðnaðurinn bjó sig til að senda kventízkuvörur til Moskvu, lét Litrico bjóða sér þátttöku með sín karimannaföt. Hann lætur þess getið, að sem góður Sikil- eyingur vilji hann færa hin- um rússnesku gestgjöfum sín- um einhverja gjöf. „Ef ég væri bóndi“, segir Litrico, „mundi ég koma með ávexti og grænmeti, en af því að ég er klæðskeri, kem ég með frakka. Nú get ég ekki gefið öllum Rússum frakka, svo að ég ákveð að gefa hann æðsta manni þeirra. Fallegan úlfalda- hársfrakka með bifurskinn- kraga. Ég spyr, hver sé æðsti maður Rússlands, og mér er sagt, að það sé skarfur að nafni Krúsjeff." Alvaldur Rússa sendir þakk- arbréf — og rússneska mynda- vél, með þeirri orðsendingu, að Litrico megi taka allar þær myndir, sem hann vilji, í öllum Sovétríkjunum. Og hinn á- pægði þiggjaodi þiður LitricQ að koma aftur og taka af sér mál fyrir nokkra fatnaði. Litri- co mihnist þess, að Krúsjeff sagði: „Gerðu þau ekki strax of fín, svona allt í einu. Bara smám saman, annars fær mann- skapurinn taugaáfall". Og svo kemur brátt að því að Litrico er orðinn tíðari gestur í Kreml en sendiherra Bandaríkjanna. Litrico segir. við Krúsjeff: „Manstu þegar ég tók fyrst í höndina á þér? Þá tók ég í erm- ina í staðinn. Rússneskir klæð- skerar hafa ermarnar alltof langar.“ í^rúsjeff man eftir þossu atviki og síðar (segir Litrico) gæðir hann rússneskum áheyr- endum á sögunni og segir: „Út- lendingar kvarta yfir því, að það sér þrennt, sem þeir sjái aldrei hjá okkur, sem sé hend- urnar og fæturna á okkur og svo hvar við búum til kjarn- orkusprengjurnar. Þeir verða nú að bíða eitthvað enn eftir því síðarnefnda, en ættum við ekki að lofa þeim að sjá hend- urnar og fæturna á okkur?“ Og svo taka sovézkir hagfræðingar sig til og reikna út, að ef erm- ar og skálmar styttist, geti land ið sparað milljónir rúblna. Tengdasonur Krúsjeffs, Alex- ei Adzhubei lítur inn hjá Litr- ico, þegar hann kemur til Rómar, pantar fleiri fatnaði og frakka fyrir tengdapabba og þrenn kasmírföt handa sjálf- um sér. Hann kemur líka með gjafir frá rússneska forsætis- ráðherranum, flöskúr áfengis í flauelsfóðruðum öskjum. Ein er handa þáverandi forseta, Ant- onio Segni, önnur handa þá- verandi klæðskera Angelo Litr- ico. Litrico verður djúpt hrærður og sýnir þakklæti sitt með því að senda Krúsjeff hvern kass- ann eftir annan af hálsbindum, og fjóra hatta. Og svo saumar hann fjóra frakka handa geim- förunum Gagarin, Titov, Popo- vich og Mikaljev. Maður, sem Krúsjeff er svona stórhrifinn af, finnst ekki á hverju strái, og frægð Litricos breiðist út. Og hann hjálpar henni til þess með því að gefa sér tíma til að sleppa nálinni og láta nokkur fín nöfn koma við sögu þegar hann talar við blaðamenn, sem vilja forvitnast um hann. Juscelino Kubitchek fær klæðskerann með málband- ið sitt í höllina í Brasilíu, og Litrico lætur þess getið, að for- setinn sé eins og Rómúlus og Remus, með það að stofna nýja höfuðborg. Og Kubitöhek minnist orða Litrieos og vígir nýju höfuðborgina, Brasilíu, einmitt 21. apríl, daginn sem talið er að Rómaborg hafi verið stofnuð. Næst saumar Litrico eitthvað tízkulegt á Joao Goul- art, sem varð eftirmaður Kubi- tcheks, og bráðlega var hann farinn að sauma á alia stórhöfð- ingja í Brasilíu. Hann segir: „Hvenær sem stjórnarskipti verða í Brasilíu, er Litrico í miðjum hópnum." Munnleg vitneskja er mikil- væg meðal stjómmálamanna og Litrico nýtur góðs af því. Hann saumar á Tito og uppgjafakon- ung ítaliu, Umberto; þáver- andi forsætisráðherra Macmill- an; forsetann í Costa Rica; á Hirohito keisara og þáverandi r itoLk. föt fara til útlanda á sýningar, lætur Litrico þess getið, að hann geti íklætt hlutaðeigandi forsætisráðherra eða forseta eða konung nýjustu ítalskri tízku. Hann segir: „Litrico saumar golfjakka á Eisenhower. Og hann saumar líka á Nixon og Kennedy meðan hann er enn öldungadeildai-þingmaður. Svo verður hann forseti, svo að þið sjáið, að fötin frá mér eru heillagripir“. Sukarno kemur til Rómar og fer þá eins og aðrir miklir menn til Litricos. Levi Eskhol, forsætisráðlherra ísraels, s-endir málin af sér og þegar Litrico kemur til ísraels þarf hann ekki annað en laga ermarnar. Haft er eftir Litrico, að Eskhol og Nasser hafi ekki nema eitt sameiginlegt: klæðskerann. Og sama er að segja um Ricthard Burton og Elísabetu Taylor. Á hana saumar hann síðbuxur. Og handa ítölsku ráðherrunum, hvort sem þeir fást við varn- armál, fjármál eða skipulagn- ingu skrifstofuveldisins, saum- ar hann föt. Þegar gestir sjá hjá honum innrammaða mynd af Jóhannesi páfa XXIII og Páli VI, svarar Litrico: „Nei, ekki á hans heilagleika. En á marga kardínála!" „Það er auðvelt að sauma á mestu höfðingja“, segir Litrico. „Þeir, sem bara halda, að þeir séu höfðingjar, eru erfiðir og ætla að fara að segja mér fyr- ir, hvernig þetta og þetta eigi að vera. En raunverulegu fyr- irmennirnir segja: „Bgerstjórn málamaður en þú ert klæð- skeri, þessvegna er bezt, að þú búir til fötin“ “. Jj itrico grobbar ekkert af neinum sérlegum gæðum fata sinna, heldur séu þetta algeng 200-dollara föt. „Ég er klæð- sikeri eins og hinir, en bara dá- lítið framtakssamari. Litrico getur bæði búið til góð og vond föt. Jafnvel Miohelangelo gerði mörg uppköst. Góður klæðskeri er eins og góður læ-knir. Hann spyr, hvað að þér sé, og gerir svo sínar ráðstaf- anir. Ef þú ert grannur, geri ég þig ofurlítið gildari að sjá. Ef þú ert feitur, læt ég þig sýnast grennri. Ef þú ert ung- ur, geri ég þig ofurlítið full- Framhald á bls. 10 Auigelo Litrico athugar jakka á Krúsjeff, sem aldrei var sóttur. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 24. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.