Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Side 13
Sögur af ÁSA-ÞÓR. Úr Eddu Snorra Sturlusonar — Teikninqar eftir Harald Guöbergsson
OK Tlt FJÖRU/WíWUI? VflNW HMH &IR-
RÖei THARH ÍÍVlDI KoM/»
ÞÖR í GEM'ÓÐAftWflPA,
PA FOR
ÞORRTIL
niRAR,
ERVIMUR
HEITIR.
ALLRfl
'fl
MEST.
ÞA SPENdTl
ViflMAJ ÍIK MEGINCJÖRtHJM.
borðið næst útgöngudyrunum. Annars
heldur yíirleitt allt, sem er að ske um-
hverfis þau, athygli þekra glaðvakandi.
Hversvegna þau eru allt í einu komin
í gestahópinn öfugu megin landamerkj-
anna, er nolckuð sem þjónusturnar botna
ekki í. Gömlu hjónin hafa setið við
þetta borð öll undanfarin kvöld, þögul
og hógvær. Þau koma mjög tímanlega,
oft upp úr miðjum degi, og biðja þá um
kaffi, sem gamli maðurinn laumar ein-
hverju út í. Þegar nokkuð er áliðið,
biðja þau um súpu. Og svo kemur þjón-
ustan með ábót á kaffið. Langt er liðið
á matmálstímann, þegar gömlu hjónin
eru aftur orðin svöng og biðja þá um
fullan kvöldverðarskammt. Á þessu
tímabili, sem hjónin staldra við, bregð-
ur gamli maðurinn sér stundum út og
felur svo eitthvað undir borðinn þegar
hann kemur aftur. Og þjónustan læzt
ekki sjá ásigkomulag gamalla hjóna
sem byggt hafa borgina og eru nú að
hvila sig á sinn hátt eftir erfiðan vinnu-
dag....
Klukkan er tekin að halla I níu,
þegar allt í einu er eins og kvikni í
tundri í neðra plássi. Það er röddin í
Kiddu Kiðlingi sem glymur svona í:
Vítisbúar! æpir hún. Skottur og skarf-
ar! Rútan er komin á stæðið. Takið út!
Striðsmenn atómstöðvarinnar eru
fyrstir til að gegna skipuninni, enda
þaulvanir eftir allar heræfingarnar suð-
ur frá. Og þeir risa tafarlaust á fætur.
Glös eru tæmd á öllum borðum með
misjafnlega skjótum hætti — það fer
eftir magastyrk hvers og eins. Og fén-
aðurinn heldur út meir og minna reikull
í spori, undir Ieiðsögn og eftirliti síns
góða fjárhirðis, Kiddu Kiðlings.
Hurðin smellur í falsið á eftir þeim
síðasta úr hópnum. Þögn flæðir um alla
ganga — síðasti matargesturinn er lika
farinn sína leið. Og þessi þagnarstraum-
ur kallar á vettvang þjónusturnar tvær
úr afdrepinu við buffið. Þær byrja að
hreinsa til í rústum neðra salar — taka
burt flöskur og glös, tæma öskubakka,
skipta um dúka og raða stólum. Kaffi-
gestir tínast að upp úr tíu.
Það er ekkert að sjá hér meir, segja
talandi augu gömlu hjónanna við
gluggaborðið, sem sitja ein eftir.
Eigum við ekki að koma? segir mað-
urinn. Það drafar lítillega í honum.
Okkur liggur sosum ekkert á, segir
konan. Hún er líka seinmælt. Þó tygjar
hún sig.
Nei, segir hann, okkur liggur ekkert
á; það bíður ekkert eftir okkur.
Nei, segir hún, við eigum engu ólokið.
Og hjónin sem byggt hafa borgina reika
út í nóttina.
Þjónusturnar leggja siðustu hönd á
tiltektirnar og halda að því loknu til
sætis síns og varpa öndinnL Það versta
er afstaðið á laugardagskvöldi.
Eldri þjónustan nær í prjónana sína
úr hillunni, en sú yngri tekur blöðin til
bandargagns. Þá heyra þær að gengið
er um niðri og haldið upp í skot.
Þær líta ergilega hvor á aðra. Og án
minnstu orðaskipta leggja þær frá sér
viðfangsefnin og halda niður í neðra
pláss.
Mamma Lisa er komin!
Hún er setzt við innsta borðið i skot-
inu, búin að draga forláta drykkjar-
könnu úr pússi sínu, hella einhverju í
hana úr flösku, sem hún felur inni á
sér, og dreypir drjúgum á innihaldinu.
Og Mamma Lísa horfir fast á þjón-
usturnar, sem standa álengdar og virða
hana fyrir sér. Hún hefur ekki í hyggju
að hopa um svo mikið sem eitt fet nú
fremur en endranær — ekki ótilkvödd.
Þú verður að fara, Lísa, segir eldri
þjónustan og dregur djúpt inn andann.
Sú yngri þegir.
Ég er að fara, segir Mamma Lísa, ég
er bara að hlýja mér svolítið. Hún held-
ur fast um könnuna við öllu búin.
Þú verður að fara strax, ítrekar eldri
þjónustan.
Hvert á ég að fara? segir Mamma
Lísa aumkunarlega, það bíður enginn
eftir mér — nema ég.
Þú veizt þú mátt ekki vera hér, segir
eldri þjónustan og finnur til.
Ég má hvergi vera, segir Mamma
Lísa og bætir í könnuna.
Farðu nú Lísa, segir yngri þjónustan,
annars hringjum við.
Skelfing er lífið vont, segir Mamma
Lísa, það er alltaf verið að hringja.
Ljúktu nú úr könnunni, segir eldri
þjónustan.
Ég á engan vin, segir Mamma Lisa og
heldur báðum höndum um könnuna
dauðahaldi.
Nú hringi ég, segir yngri þjónustan
og sezt á næsta stól.
Það er alltaf verið að taka mig, segir
Mamma Lísa. Votir taumar brjóta sér
leið niður þrútið andlitið. ísland hefur
aldrei skilið mig. Hún grætur.
Þjónusturnar bera ráð sín saman. Það
er ekki um annað úrræði að velja. Fólk
má ekki gráta á opinberum veitingastöð-
um. Þær hverfa að símanum.
Það líður drjúg stund þar til þeir
koma. Það er í mörgu að snúast á laug-
ardagskvöldi.
Þeir eru tveir .sem taka Mömmu Lísu
og leiða hana út í biL Sá þriðji dvelur
andartak, hann vill ræða smávegis við
eldri þjónustuna.
Það sækir mikið til ýkkar, útigangs-
fólkið, segir lögreglumaðurinn. Hann er
farinn að grána í vöngum.
Já, segir eldri þjónustan, fólkið kem-
ur alltaf aftur.
Fólkið á hvergi inni, svarar lögreglu-
maðurinn. Hann þagnar við og segir
síðan:
Ég sá nokkur lík undir borðum þarna
niðri. Þú tekur þau burt.
Já, segir eldri þjónustan, þetta er von-
laust.
Já, samþykkir lögreglumaðurinn, í
einu þjóðfélagi verður alltaf dáiitið
brot útundan — fólk í sárum. Sumt af
því hefur fataskipti og hverfur út í lífið
á nýjan leik, aðrir komast ekki úr
gömlu tötrunum.
Það er einmitt það, segir eldri þjón-
ustan.
Þú hirðir þá líkin, segir lögreglumað-
urinn vingjarnlega og labbar burt.
Góða nótt.
Já, tautar eldri þjónustan og heldur
niður í neðra pláss: Við hirðum bæði
lík. —
Haga’agfiar
Þá var líka hyggður menntaskóli
Unnið var að smíði latínuskólans
allan veturinn og þegar kom fram aS
Jónsmessu var smíði hússins komin
svo langt, að Alþingi gat komið sam-
an í „sal“ hússins, sem þá var full-
ger og siðan varð samkomusalur Al-
þingis um nærfellt 35 ára skeið. En
ýmislegt var enn ógert innanstokks
og fyrirsjáanlegt, að því yrði ekki
til fulls lokið á því ári.
Árbækur Reykjavíkur 1845.
-LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13
24. tbl. 1965