Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 4
Hagaiagöar Mest barbarhk Meðal guðfræðinga í Höfn gekk sr. Þorvaldur (á Mel) lengi undir nafninu „Kandidatinn á gráu brók- unum“. Hafði hann sýnt tízkuhelginni þann ósóma að ganga svo klæddur undir embættispróf, en meira hló þó sr. Þorvaldur að orði, sem hraut til hans hjá vini hans Vilhelm Thomsen, mála- manninum heimsfræga sem nú er: „Oprigtig talt saa du mig mest barbarisk ud“. Síra Þorvaldur hafðij spurt Thomsen, hvers vegna hann hefði miður álit á sér öðrum frem- ur til íslenzkunámsins. Og ósvikinn hefur Thomsen verið á þeim kjarna- kvisti íslenzks þjóðernis. — N. Kbl. Ekki tapaðir bókmenntunum „Þú átt þó alltaf hjá þér eins og candidatus philosophiæ af beztu teg- und, aðgang að góðu brauði, sem rétt getur fjárhag þinn, svona smátt og smátt, og veitt þér nægilega forsorg- un, og prestsembættin eru þó í því betri öllum öðrum embættum, að þau eru vandalítil og veita manni næðis- saman tíma til annarra bókiðna, sem1 honum eru kannske meira eftir geði, svo að við þurfum ekki að vera nærri ’ tapaðir fyrir bókmenntirnar, þó við gengjum inn í prestskapinn, og það má okkur þykja hvað mest í varið.“ (Úr bréfi frá Tómasi Sæm- undssyni til Jónasar Hall- grímssonar). Verst er Reykjavík Reykjavík er án efa versti staður- inn á íslandi til þess að dveljast í að vetrarlagi. Félagsbragurinn er hinn auvirðilegasti, sem hugsazt get- ur. Þar er samkomustaður ýmissa útlendinga, er dvelja á íslandi aðeins í gróðaskyni; þar er ekki aðeins hörmuleg auðn fyrir trúaða menn, heldur algjörð vöntun á hverri upp- sprettu andlegrar nautnar. Hinir út- lendu menn sitja vanalega allan dag- inn aúðum höndum með tóbakspíp- una í munninum, en á kvöldin spila þeir og drekka púns. (Úr Ferðabók Hendersons). Bóndinn á Kirkju- bæjarklaustri Á Kirkjubæjarklaustri bjó fyrrum bóndi einn, er rikur var af sauðfé. Eitt haust, er hann réttaði kemur kerling á réttargarðinn og segir: „Feigt er fé þitt bóndi!“ Bóndi hafði á. móti því og sagði, að allt mundi það ekki fara. Hún kvað það allt feigt nema eina á mórauða. Um vorið féll hver kvik klauf hjá bónda þess- um, nema Mórakolla ein. Varð hon- um þá svo skapbrátt, að hann kast- aði henni út í Skaftá í hroðavexti, Tog hraktist ærin fyrir straumnum og náði loks landi í Hæðargarðsnesi, og fæddi hún þar um vorið tvær gimbr- ar mórauðar. Út af þeim átti bóndi að hafa grætt eins margt fé og hann' hafði áður átt. Þjóðsögur J. Þ. Sigurour Heiðdal: Þegar ég gekk til pres'.s'ns III Ovæntar c vo kom sá dagur, er ég skyldi standa frammi fyrir prestinum og gera skil á kunnáttu minni í kverinu. Séra Þorkeli hafði þann hátt á, að hann spurði börnin í messunni að vi’ð- stöddum öllum kirkju-gestum. Ég heyrði stundum fól-k taila um það, að þessi sið- ur, eð spyrja börnin í áheyrn safnaðar- ins, sýndi mikla ónærgætni við börnin, því aö þau væru auðvitað mikilu feimn- ari að standa frammi fyrir öllum söfn- uðinum, en ef fenginn hefði verið til að hlusta á þau nema presturinn einn, og svo þau sjálf hvert á annað. Það var þó bót í máli, að séra Þorkell hafði margsinnis lýst yfir því, að hann ætlað- ist aðeins til þess, að börnin kynnu. Hitt væri aukaatriði, hve dugleg þau væru að svara út úr kverinu. Við stóðum umhverfis gróturnar, drengirnir til vinstri handar presti og stúikurnar til hægri. Börnin þuldu hvert sínar greinar. Fl-es-t lásu fremur lágt. og tók ég fljótt eftir því, að prest- ur var ekki kröfuhar'ður um það, að bamið þyldi greinina orðrétt, en lét sér vel líka, þótt nokkru skeikaði, ef barnið þuldi hverja grein hiklaust frá upphafi til enaa. Þe-gar hann spurði út úr, svör- uðu börnin svo lágum rómi, að hann heyi'ði naumast tii þeirra, og því siiður kirkjugestir. En þar eð prestur endur- tók svörin, sem auðvitað voru rétt 1 hans munni, þá leit svo út, eins og barn- ið nefði svarað rétt, þótt allmiMu sikeik- aði stundum. Ég fékk_strax anidú'ð á þess ari aðferð prestsins. Ég vildi, að söfnuð- urinu fengi að heyra, hvernig kra-kikarnir stæðu sig, úr því að spurt var í mess- unni. E g kunni svo vel, að ég þóttist fær í flestan sjó og kveið engu. Þegar svo prestur tók að spyrja mig út úr, vildi ég ekki „snuða“ og svaraði há-tt og snjallt, svo að allir mættu heyra til min. Ekiki vai'ð þessi aðferð mér til framdráttar. Ég bjargaðist samt stór- slysalaust fram úr þessu og fannist með sjáifum mér, að ég hefði fremur vaxið en hitt af þessari fyrstu göngu til prestsins. — Þú stóðst þig ágæflega, góði minn, sagði mamma við mig eftir messuna. — Þetta sagðj ég alltaf, sagði Gróa vinnukona. — Ég var vis-s um það, að Siggi mundi spjara sig. — Mér fannst bara hann kunna langbezt af krökkun- um. Maðu-r heyrði ekkert tii hinna krakkanna flestra. Þessu var ekiki mótmælt. Loksins ha-fði ég þá si-grað kverið, þrátt fyrir leti mína og tryggð við sieðann. Fyrstu spurningar prestsins á hverj- um vetri fóru fram, eins og áður segir, í messunni á sunnudögum. Þe-gar kom fram á einmánuðinn, tók hann að spyrja á rúmhelgum dögum auk sunnudag- anna Var bömunum þá stefnt saman annaðhvort á kirkjustaðnum, Saurbæ á Kjalamesi þar sem ég átti beima, eöa að bæ í Kjós, en sá bær er í Saurbæjar- sókn. Þótti mér það mikil skemmtun að fara aiil-a leið frá Saurbæ og inn að Bæ tii þess að láta spyrja mig, enda þótt ég færi ailtaf gangandi. Ekki get ég gert grein fyrir því, hve mikið af því,' sem presturinn fræddi mig á í sambandi við spurningarnar, festist í mér eða hafði varanleg áhrif. Ég hafði það efst í huga að „standa mig“ hjá presfinum, og hu-gsunin um það þokaði öllu til hliðar og dró úr áhuga á því að njóta raunverulegrar fræðslu og an-d- legrai uppbyggingar, sem hefði þrosk- andi áhrif. Þegar frá lei'ð, og árin breiddu slæðu gleymskunnar yfir þessa spurninga-tíma, þá hafa það verið ein- stöku atburðir, sem að einhverju leyti voru frábrugðnir hinu venjulega, er loðað hafa í endurminning'unni. Þótt skömrn sé frá að segja, voru þetta oft atour'ðir, sem við hefðum einmitt átt að gieyma. að var ekki alltaf með sældinni út tekið að gan-ga til prestsins. Maður tók stundum út reglulegar kvalir, verri en nokkra tannpínu eða magaverk. Þessar kvalir stöfuðu ekki af samvizku- biti vegna þess, að maður hafði staðið sig mjög illa við spurninigarnar. Nei, hið furðulega var, að þjáningarnar voru h-Lácurskvalir. En hvernig eru hláturskvalir? Hugsaðu þér, að þú sért staddur þai sem öll þín tímanleg og andleg ve'l- ferð er undir því komin, að þú hegð- ir þér siðsamlega. En svo þegar mest á ríður, að þú sért hátíðlegur og full- komlega prúður, þá ber ei-tthvað fyrir augu þín eða eyru, sem er svo spreng- hlægilegt, að hvernig sem þú þrýstir lófanum að maganum, þá er engin leið að haldia hlátrin-um niðri. Og svo þegar þú ert sprunginn, þá liggur við að þú farir að hágráta af ótta o-g blygðun. Eitl sin-n hafði sér-a Þorkell bo'öað börnin til spurninga í miðri viku að Saurbæ. Börnin komu um hádegisbilið, og k-om prestur um likt leyti. Var á honum nokkur asi, því að hann ætlaði að fara tii Reykjavíkur þennan dag að loknum spurningunum. Við mættum þegar til spuminganna. Prestur sat á stóli innarlega í stofunni. Hann stóð ekki upp en benti okknr að setjast k tvo langbekki, stúlkunum á annan og okkur drengjunum gegnt þeim. Hóf nú prestur að spyrja okkur eitt og eitt í einu, eins og venja var. Sá er spurður var stóð auðvitað á fætur. Fóru nú spu-mingarnar fram með venju- legum hætti og bar ekkert sérstafct til tíðinda. Þegar m-eira en helmingur barnanna hofði komið upp, mun pres-turinn hafa venð orðinn þreyttur að sitja. Stóð hann allt i ein-u á fætur og tók að gan-ga um góif. I því er hann stóð upp af stóln- um sneri hann snöggvast baki að okkur. Þá var eins og öll geðstjómarbönd okkar tættust sundu-r sém brunnir þræð- ir. K ölvunin var sú, að við sátum þannig ands-pænis, stelpur og s-trákar. Það hefði ekki fari'ð svona illa, ef við strákarnir hefð-um ekki gilápt á sitelp- urna-r og þær á okkur. Tilefnið var nauðaómerkilegt. En einmi-tt vegna þess, að það var svona ómerkilegt, gerði það okkur ennþá vitlausari. Presturi-nn var klæddur í fínan lafa- fralcka. Til þess að hlífa löifunum, er hann sat í hnakknum, hafði hann brett þau upp og fest þau með nælum, svo að er hann sneri bakinu að okkur, trónaði sitjandi hans á móti okikur svo ein- kenniiega storkan-di, að það næ-gði til að setja okkur út af sakramentin-u. Ég h-eld, áð okkur hafi öllum sýnzt prest- urinn vera eins og kerling, sem hefur flett upp um sig pilsinu að afta-n. Þegar svc prestur tók að ganga um gódí með frakkalöfin eins og flikki báðum megin við sitjandann, náðu hlátu-rskvalir o-kk- ar hám-arki. Þetta voru hreinar vítis- kvalir. Við hlógum ekki á venjulegan hátt. Við vorum öll sem á gló'ðum, eld- rauð og skömmusituleg, öll niðuiílút og gntum augunum læöupokiale-ga tH beggja hliða. En prestur lét sem ekkert væri um að vera. Hann hefur ef til vill grunað, hver var orsök þes-sarar ósvífnu hegðunar okkar, því að það var eina og hann hylltist til að láta bölvuð löfi-n dingla á sem ósvífnastan hátt við mjaðmirnar, er hann labbaði þama á milii okikar. Ef til viH hefur presturinn gert það sem skynisamle-gasit var, því að smám saman dró úr þjáningunum, og að lok- um náðum við fuMu valdi yfir okikur. Auðvitað lét hann þetta ekki trufla sig hið minnsta, og í engu lét hann sjást, að honum mislikaði he-gðun okkar. Satt að segja þóttums-t við sleppa vel úr þessari klipu. -MfK. n.r.'íí 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 29. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.