Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 9
]VÍaður á vist ekki að tala um það sem er ekki skemmtilegt, þegar menn koma saman til að tala um það sem þeim finnst ánægjulegt, en ef ég hefði komið á stúdentaráð- stefnu NATO í Háskólanum á dög- unum, þá hugsa ég samt að ég hefði átt bágt með að stilla mig um að spyrja unga fólkið frá Portúgal hvernig fólki sé innanbrjósts sem segist vilja frelsi og jafnrétti þjóða og einstakiinga um allan heim, en á svo sjálft föðurland þar sem ekkert frelsi og ekkert jafnrétti þekkist: þar sem þjóðin og einstaklingurinn er hnepptur í harðasta fjötur ein- ræðis og kúgunar. Það er nefnilega eins víst og tvisvar tveir eru fjórir að unga fólkið sem kom frá Portúgal hefði ekki fengið að sækja þessa stúdentaráðstefnu í Reykjavík ef valdhafarnir í Portúgal hefðu talið sig hafa minnstu ástæðu til að ætla að ungherrarnir Jorge og José og ungfrúin Maria Teresa væru ekki dyggir stuðningsmenn stjórnarvald- anna. Þetta ber ekki að skoða sem árás á NATO sem var skrifað fyrir ráðstefnunni né einu sinni sem árás á ungu fulltrúana sem Portúgal sendi, þó að tal þeirra um portú- gölsku nýlendurnar og „flugumenn kommúnista“ í því sambandi virðist hafa verið með eindæmum barna- legt. Getur svartasta afturhald aldrei skilið að þá einmitt er gleðin mest í herbúðum kommúnista þegar and- stæðingar þeirra eru þeir ólýsanlegu aular að tala eins og sjálfstæðis- draumar nýilenduþjóðainna séu sprottn ir af rótum kommúnismans? Hvað þá um okkur hér á íslandi svo að dæmi sé nefnt sem þoldum ekki danska áþján né heldur danska stjórn né einu sinni danskt konungssam- band? Maður má ekki gera sig merki- legan andspænis ungu fólki sem þorir ekki til við harðstjórann (eða kynni kannski að vera svipaðrar trúar og hann), en maður má ekki heldur loka augunum fyrir því í gleði sinni yfir voldugum samtökum að í þessari varnarfesti frjálsra þjóða hringlar í hlekk eins og Portúgal. Þeir sem hafa andstyggð á ofbeldi hverju nafni sem nefnist hljóta að minna á þetta stundum, þó að ekki væri nema til þess að hafa sálarfrið. Við fáum enda í lýðræðis- blöðum NATO-landa talsvert af ó- hreinsuðum fréttum af því sem er að gerast í landi Salazars. Til dæmis Morgunblaði'ð birtir þessiháttar fréttir á stundum og svo heimskunn blöð eins og The New York Times og hinn brezki Observer, sem Morgun- blaðið hefur raunar mikil viðskipti við. Það eru þessi blöð sem segja okk- ur hvernig tólf ára télpa var í hópi unglinganna sem voru hnepptir í fangelsi í Portúgal í sumar fyrir „kommúnisma" (eða var hún kannski fullra fjórtán ára?); og hvernig bönd in bárust að leynilögreglunni í Portúgal þegar fyrrverandi fram- bjóðandj við forsetakjör þar í landi fannst myrtur eftir pyndingar; og hvernig fangelsin í Portúgal halda áfram að gleypa skáld og listamenn af því þeir hafa aðrar skoðanir en stjórnarvöldin samþykkja; og hvern- ig „kosningar" fara fram í Portúgal; og hvernig helmingur fólksins í Portúgal ef ekki betur er hvorki iæs né skrifandi ennþá; og hvernig auðstéttin i Portúgal veit naumast aura sinna tal en fátæklingurinn hefur varla til hnífs og skeiðar. Ég man lika eftir bréfi sem birtist í The Observer eða The Sunday Times í fyrra frá félagsskap brezkra kvenna sem hefur þann tilgang að hjálpa konum í Portúgal sem er varpað í fangelsi fyrir „pólitísk afbrot“. í því bréfi voru nafngreindar konur sem eru búnar að sitja í fangelsum árum saman vegna pólitískra skoðana. Þar segir frá konum sem eru geymdar í einangrunarklefum árið um kring, frá konu sem er að veslast upp úr berklum í klefa sínum, frá giftri konu sem hefur ekki séð manninn sinn síðan hún var endur fyrir löngu færð í fangelsið, en sem allt um það er geymd í klefa í sama fangelsi og hann — og raunar í sama klefagangi. Við skulum fyrir alla muni gera allt sem við getum til þess að bægja slíkum hörmungum og miskunnar- leysi sem hér hefur verið drepið á frá okkar landi. En við skulum fyrir alla muni samt ekki segja með þögn- inni að á meðan við séum laus við harðstjórana þá sé neyð annarra okkur óviðkomandi. Mr etta er svona fremur ljótur heimur sem við lifum í. Ég lít svo á að ef hann eigi að skána, þá verði menn að horfast í augu við stað- reyndirnar. Mér skilst að það hafi verið urgur í sumum Þjóðverjum út af réttarhöldunum yfir Auschwitz- mönnum sem lauk í Érankfurt þann 19. ágúst. Éólk vildi víst meina að þetta ætti að vera gleymt og grafið. Ég er ekki viss um að það eigi nokkurntíma að gleymast. Nazistarn- ir myrtu að minnstakosti þrjár millj. karla, kvenna og barna í Auschwitz- fangabúðum einum saman. Af þeim tuttugu mönnum sem nú voru látnir svara til saka fyrir að hafa ,,starfað“ i fangabúðunum hlutu sex ævilangt fangelsi, einn fjórtán ára fangelsi, tíu frá þriggja og hálfs árs til níu ára fangelsi og þrír voru sýknaðir. Meðal þeirra sem hlutu þyngstu dómana voru menn eins og Boger og Kaduk. Kaduk hafði gaman af að myrða fanga með eigin hendi einn eða tvo saman, en var auk þess ötull í aftökusveitunum sem drápu með gasi, byssukúlum og misþyrm- ingum. Boger fannst skemmtilegt að velja einhvern fanganna af handa- hófi, benda allt í einu á hann og hrópa: „Þessi er minn!“ og skjóta hann á staðnum. Hann gekk líka ötullega fram þegar fangar voru drepnir í flokkum (gjarnan svo sem ,þúsund í senn) og hann var enn- fremur hugvitsamur og ólatur við pyndingar á föngum og fann enda upp ný og ó.venjuleg pyndingartæki eins og til dæmis „talvélina“ og „Boger-róluna“. Þá má nefna til fróðleiks SS-foringjann Mulika sem nú er 71 árs. Hann hefur þá verið á fimmtugsaldri þegar hann „starfaði“ í Auschwitz. Vitni sem kom fyrir réttinn sagði frá því hvernig það sá Mulka eitt sinn horfa á úrið sitt, benda á fanga og skipa undirmanni sínum: „Dreptu hann, það er orðið framorðið". Mulka var í foringjaliði fangabúðanna, einskonar forstjóri skulum við segja, og það er sannað að hann sá um útvegun á eiturgasi til fjöldamorða og tók þátt í fanga- skoðunum, en við þau tækifæri var ákveðið hvaða fólk skyldi deyja strax og hvaða fólk skyldi fá að lifa eitt- hvað lengur. Hann hlaut fjórtán ára fangelsisdóm. En hann þvertók fyrir það frá byrjun réttarhaldanna til síðasta dags að hann hefði haft hug- mynd um hvað gerðist í Auschwitz. Réttarhöldin stóðu í tvö ár. Dr. Hofmeyer dómsforseti gerði grein fyrir niðurstöðum réttarins í ellefu klukkustunda ræðu. Það er tekið til þess hve vel hann hafi borið sig fram á síðasta dag, en þá eins og þyrmdi yfir hann sem snöggvast og það mátti sjá að hann barðist við grátinn. Hann sagði þegar hann þakkaði meðdómendum sínum og kviðdómnum: „Enginn sem hér hefur verið mun nokkurntíma geta gleymt því sem hann hefur heyrt .... né horft í saklaust barnsandlit án þess að það minni hann á börnin í Ausch- witz og hið skelfil-ega ráðleysi o-g hina h-amslau-su angist í augum þeirra“. Það er tilgangslaust að reyna að útmála með orðum hverskonar hel- víti á jörðu Auschwitz hefur verið. En það má samt nefna það að áheyr- endum í réttarsalnum í Érankfurt var æði oft brugðið, eins og til dæmis þegar vitni lýsti því hvernig barn eins fangavarðarins varð að ganga með spjald um hálsinn sem á stóð: „Ég er Þjóðverji", til þess að það yrði ekki einhvern daginn drepið í ógáti með hinum börnunum. Menn hugsi um þetta um stund. ij Hvernig sikyldi framtíðarsikól- inn líta út? Hvernig uppfyllir hann þarfir barn-anna, árið 2000? Nokkrir helz-tu uppeldisfræðin-gar, húsameiatarar, verkfræ'ðinigar og kunnáttumenn um umferð í Banda- rikjunu-m hafa sameinazt u-m að hugsa út það, s-em kaUa mætti framr tíðarsikólann, sem eigi að mennta 1 ekki einas-ta hi-niri ör-tvaxandi hluta i þjóðarinnar, sem á skó>laaildri er, I held-ur og þá, sem ful-lorðnir eru. -1 Útlkiaman af þessu sameina'ð-a hu-g- arstarfi er djarfleg, snjöll hugmynd — áberandi o,g flókin byggingasam- stæða, sem getur veitt m-önnum þá ' menn-tun, sem þeir þarf-naist aevilangt, 1 svo og staðið un-dir menningar- og 1 skemimtanalífi ibúafjöil-da alllt u-pp i1 að fjórðun-g millj-ónar. Framtíðanskólinn verður áberandi í sinni borg eða sveit. Þarna rísa þrír turnar upp af hringlaga gru-nni, sem er næstum 800 metrar að þver- málii. í lágu byggingunni verður sam- komusa-lur, skemmtanas-töð, sýning- arsvæði, bókasafn, minjasafn og mörg önnur þægin-di fyrir alm-ennin-g. Turnarnir þrír, sem tengdir verða saman í ýmsum hæðum með lokuð- um göngum. verða sérdeildir fyrir ýmsar sérhæfðar námsgreinar, ein fyrir hagnýt fræði, önnur fyrir vís- indi og mennin-garmál. Hver þeirra mun hafa kennslu fyrir barnaskóila-, menntasikóla- og háskólastig. Fles-tar stofurnar í turnunum verða glugga- lausar, til þess að nemendur geti ejnbeitt sér betur að verkefnu-m sín- um En þar verð-a einnig s-valir og opnir pallar, þar sem þeir geta rétt úr sér, eftir að hafa einbeitt sér að lærdómn-um. i framtíðarskólanum ver'ður höfð fyllilega sjálfvirk stjórn á lofti, litum, hljóðum og birtu. Gólfábreið- ur draga úr hávaða, húsgögnin verða hagkvæm og þægile-g, og þarna verða engin þrengsli; birtan fer ekki illa með augun, og hljómiburður ver'ður fullkominn. Þannig mun skólinn árið 2000 ge-fa nemendunum færi á að sjá betur, heyra betur, skynja betur og læra betur. Framhald á bls. 14. 29. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.