Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 5
Ingmar Bergman og Charlie Chaplin skiptu milli sín á þessu ári fágætum heiðri, sem sé hollenzku Erasmus-verSlaunun- um. Við hina hátíðlegu afhend- ingu varð auðvitað að flytja þakkarræður. Eigi hefur heyrzt, hvað Chaplin sagði. En Ingmar Bergman lá sjúkur um þessar mundir og lét lesa upp fyrir sig boðskap, sem hefði ekki getað einkennilegri verið, og verður sjálfsagt sérstæður í hópi þakkar- ræðna: ágrip af lífsskoðun hvað listir snertir, vægðarlaus, raun- sæ játning. Ingmar Bergman hef- ur síðar umsamið ræðuna, og úr því varð grein sú, er hér fer á eftir: Listrærm sköpunarmáttur hefur hjá mér jafnan lýst sér sem hungur. Ég hef orðið þessarar þarfar var, og tneð nokkurri ánægju, en ég hef aldrei visvitandi spurt sjálfan mig, hvemig þetta hungur er til komið, og hvers- vegna það heimti alltaf fullnægingu. Nú á síðari árum, þegar tekið er að draga úr því og það er farið að breytast í eitthvað annað, finnst mér viðeigandi •ð reyna að rannsaka orsakirnar til „hstastarfs" míns. Mjög snemma á barnsaldrinum lang- aði mig til að sýna, hvað ég gæti: teikn- ingar, sem ég hafði búið til, bolta, sem ég gat kastað á steinvegg — fyrstu sundtökin. Eftir I gmar Bergman Ég minnist þess, að ég hafði mikla þörf á að vekja eftirtekt hinna full- orðnu á þessum sýningum á tilveru minni í andans heimi. Mér fannst sam- tíðarfólk mitt aldrei sýna mér neinn áhuga. Þessvegna tók ég — þar sem raunveruleikinn nægði ekki — að beita hugarfluginu og skemmti jafnöldrum minum með ótrúlegum reyfarasögum af leyndum afrekum mínum. Þetta voru örgustu lygasögur, sem hrundu í rúst fyrir raunsæjum efasemdum umheims- ins. Loksins dró ég mig í hlé frá kunn- ingjahópnum og átti minn draumaheim sjálfur. Hugmyndarikt og mannblendið mannsbarn varð særður, meiddur og misskilinn dagdraumamaður. E n dagdreymandinn er ekki lista- maður nema í sínum eigin draumum. Þörfin á að fá menn til að hlusta, taka LISTIN ES FÁNÝT við sér, lifa í samfélagi var enn til staðar. Og hún magnaðist æ meir eftir því sem fangelsi einverunnar luktist um mig. Það liggur í augum uppi, að kvik- myndin varð tjáningartæki mitt. Ég gat þar gert mig skiljanlegan á máli, sem virti að vettugi þau orð, sem mig skorti, tónlistina, sem ég réð ekki við, málara- lxstina, sem gat aldrei haft áhrif á mig. Mér varð það snögglega fært að tjá mig umheiminum á máli, þar sem sál bók- staflega talar við sál, með orðum, sem á næstum þægilegan hátt sleppur undan stjórn skynseminnar. Með öllu samansafnaða hungri barns- ins sló ég mér á þetta tjáningarform mitt, og í tuttugu ár hef ég linnulaust og í einskonar brjálæði, birt drauma, til- finningaatvik, hugarflug, brjálæðisköst, taugaveiklun, þrjózkukvalir og beinar lygar. Hungrið hjá mér hefur alltaf ver- ið nýtt. Auður, frægð og velgengni hafa verið furðulegar en í rauninni lítilsverð- ar afleiðingar af þessari starfsemi minni. En það, sem ég hér hef sagt, dregur ekki úr gildi þess, sem ég hef skapað, ems og fyrir tilviljun. Ég held, að það hafi haft og hafi, jafnvel enn, nokkra þýðingu. Það, sem er mér huggun, er það, að ég get séð hið liðna í nýju og ekki eins rómantísku ljósi. List til sjálfs- fullnægingar getur vitanlega haft sína þýðingu — einkum fyrir listamanninn. í dag er ástandið ekki eins flókið, ekki eins forvitnilegt, en framar öllu ekki ems glæsilegt. Efégáað vera alveg hreinskilinn, fmnst mér iistin (ekki kvikmyndalistin em) fánýt. Bókmenntir, málverk, tónlist, kvik- myndir og leikhús skapar og fæðir sjálft sig. Nýjar tilbreytingar, nýjar fJækjur koma upp og hverfa, og allt virð ist þetta, utan frá séð, taugaveiklað og kvikt, — þessi stórfenglegi áhugi lista- mannsins á að kasta fram myndum af heimi, sem spyr ekki lengur um, hvað menn álíti eða hugsi af eigin ramleik, o.g áhorfendur eru með stöðugt minnk- ar. di áhuga. í einstöku tilvikum hlýtur listamaðurinn refsingu; listin er talin hæpin og hana verði að undiroka og hafa hemil á henni. En í heild séð er listin frjáls, blygðunarlaus, óábyrg og eins og sagt hefur verið er framtaks- semin áköf, næstum taugaveikluð, og fyrir mér lítur hún út eins og högg- ormshamur fullur af maurum. Högg- ormurinn sjálfur er löngu dauður, upp- étinn, sviptur eitrinu sínu, en hamurinn hreyfir sig enn, fullur af áköfu fjöri. Ef ég nú kemst að því, að ég sé bara Framihald á bls. 6. ÞAÐ er gömul saga og ný, aö þeir, sern gera rnestar kröfur til annarra, vilja minnst leggja af mörkum sjálfir. Þaö er e.t.v. eitt af helztu einkennum nútímaþjóðfélags á ís- landi. Aldrei verður þessi kröfu- ■pólitík þó kúnstugri en í stjórnmál- unum, þegar stjórnarandstaða krefst stóraukinna framkvœmda hins opinbera, en jafnframt niður- slcurðar á tekjustofnum sama aðila. Ekki er öllum jafnvel lagiö að vinna fyrir kaupinu sinu. Hliðstœöumar er alls staðar aö finna. Taumlausar kröfur (fyrst og fremst á hendur stjórnarvöldum) I án rökrétts sam I hengis við aðra I þætti t þjóöfé- 1 lagsbygging- I unni, sem óhjá Kvœmilega eru samanlvang- I andi, teljast I daglegt brauð. Og þeir, sem I eru hávœrastir, hlaupast fyrstir undan ábyrgð- inni, þegar á bjátnr. Það er gamla sagan. Að leggja saman tvo og tvo telst ekki lengur til samlagningar. ra — Útkoman úr dœminu er sam- komulagsatriði hagsmunahópanna —og ef ekki semst getur niður- staðan orðið núll eða þrjátíu og sjö — og allt þar í milli. Ef einhver gerist svo djarfur að segja FJÓRIR er hann talinn einfaldur og lítt við- ræðuhcefur. Þess vegna er þaö ekki nema eöli- legt þótt Pétur og Páll ruglist í ríminu í tilburðum sínum við að reyna aö stíga tískudansinn. Ungur maður talaði um daginn og veginn x útvarpinu fyrir skemmstu og eyddi tuttugu mínútum í aö segja það, sem hann heföi getað sagt í einni setningu: Niöur meö alla. Ilann kvartaði m.a. yfir slœmum þjóðvegum og hafði þaö helzt til málanna að leggja, að gamla Kefla- víkurveginum yrði haldið viö fram- vegis, eftir aö nýja steinsteypta akbrautin yrði tekin í notkun — til þess að ökumenn gœtu komizt hjá að greiða vœntanlegan vegatoll, sem innheimtur verður á nýja veg- inum. Þaö er ekki dónalegt að eiga slíka liðsmenn í uppbyggingarstarf- inu. Geysilega ör yrði þróunin á ís- landi, ef slík sjónarmiö ættu að Framhald á bls. 6. 29. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.