Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 14
Úr bréfum Matthíasar Jochums- sonar til Tryggva Gunnarssonar Akureyri 14. marz 1894. Elskulegi vinur! Ekki leiðist þér amstrið og annríkið fyrir mig auman mann. Ég var staðráð- inn í að þiggja boð Sig. Kristjánssonar og hafa þitt ráð, en konu minni sýnist annað og í hennar og herrans nafni og /jörutíu ætla ég að reyna að baslast við að kosta ritin sjálfur í sumar þó illt og bágt sé við Björn hér að eiga og ég sé á kúpunni. Ég er það hvort sem er og er illu vanur. Gjörðu því svo vel að senda mér allt draslið með pósti eða strand- skipinu í vor, Gretti líka. — Það var gott að Sigfús fór ekki að prenta aftur Chicagoförina, hún gengur miklu lakar út syðra en ég bjóst við. Það er heldur en ekki peningaleysisjarmur í þessu voru volaða landi. Alltaf versnar það, því meira sem kjaftæðið vex og flæðir yfir landið, því meir fjarar út far- sældin og minnkar mergurinn, og því meira espast skammir og refjar og ótrú- mennska og vafs og víl og sundurlyndi og vantrú og lygi og yfirdrepsskapur og öll óhreinskilni í hugsun, orðum og gjörðum. Amen. Gröndal er skikkanlegur og ekki idíótiskari en endranær. Ég sendi hon- um línur í ísafold, meinlaust gaman, sem þú brosir að. Brjóti Axlar-Björn enn lög á mér og taki þær ekki, bið ég Hannes að sækja þær og setja í Þjóðólf. Ekki — segir Steini — að biskup eða H. Kr. Friðriksson eða Stgr. Thorst. (fóstbróðir minn!) eða Sveinbjörn hafi vilja® mitt pródúkt. Ég hefi því enn ekki komizt hátt upp á hornið á okkar hærri stöðum. — Hér gengur allt seigt og fast — heldur rennur á veginn fagra, en séum við ekki því meiri slóðar mun auðvelt að halda honum við um okkar daga. Brúna þarf að færa, því enginn vill kosta veg til hennar eða frá. Áin hljóp í vetur rétt eins og áður. Einasta ráðið er að grafa hana niður norðan til á eyrunum. Nú ætlar Tryggvi á Stórhóli að fara að skaffa oss tóvélar á Oddeyri (fær 15000 kr. lán)! — Konan og krákkarnir margkyssa þig og blessa. Kaffi með brennivíni þegar þú kemur! Nú ekkert kvabb og koss og handar- band. Þinn Matth. ★ Akureyri 28. september 1895. Gamli, góði og göfugi vinur! Ofurlega-dugunarlega-dulítið varð ég að nöldra við þig, og er rigtig nok skömm hvað ég hefi þagað lengi. Eink- um og allra helzt að þakka þér meir en bróðurlegar viðtökur og sóma, sem þú (að vanda) jóst yfir mig fremur öllum öðrum í sumar. Sérstaklega þetta gullna- og glæsilega samsætiskvöld í Glasgow, þar sem ég sat til borðs með Abraham (þér), ísak (Hannesi) og Jakob (sra. Valdimar) í ríki himnanna — eins og það getur bezt opinberast, í hins meir en hálfútargaða skálds, síunga og ódrep- andi sál! Að sjálfum þér dáðist ég þó ekki minnst, þú getur heldur ekki elzt og öidungis af og frá ekki þreytzt eins og aðrir menn þó gildir þykist. Þér er ákaf- lega mikið gefið, oig af alþýðumönnum þessarar aldar, sem sjálfir hafa hafið sig, ertu meðal íslendinga einstakur bæði að hamingju og mikilmennsku. Svona er að gæta drengskaparins og ráðvendninnar, því hefðirðu ekki varðveitt furðuvel þá kosti, hefðu hinir brugðizt og hamingjan strokið þegar minnst varði — eins og móskjótt meri ofan úr Mosfellssveit! Mangir góðir vinir gátu þess til lengi, að þínir reikningar við Gránu mundu verða þér æði-erfiðir. Nú þegja þeir og steinþegja síðan sú fregn kom, að þú ættir aðskiljanleg þúsund hjá henni til góða — eftir allt og allt. Taktu, kæri, þínar 100 kr. hjá Sig. Kristjánssyni — þú líklega átt þær! En annars kreppir nú heldur að mér, því sá djöfsi Villi Pálsson í Wpeg. svíkur mig um 400 kr. eða meir, og kaupmenn standa á mér eins og vant er, en ég hefi lítið að láta nema ávísanir uppá 600 kr. land- sjóð eftir nýjár. Eiginlega eru þær frá þér, því upphaflega settir þú þennan styrk á stokkana meðan ég átti vini í þinginu. Þessi styrkur heldur mér við, og enn krafla ég mig — þó allt til vetrar og árs verði lánsforsyning, sem fyrri, fyr- ir 12 manns. Grettisljóðin vil ég ekki hreyfa fyrr en ég hefi enn betur yfirfarið þau og bætt, Oig — fengið mér myndir. Ég skrif- ast á við vissa rnenn um það, en lík- legast lánast það ekki fyrr en ef ég gæti siglt. Aðrir fá Hegel til að prenta fyrir sig, en ég er þar bag af Dandsen, og er það að kenna þeim böndum, sem ég er vafinn í. — Vertu nú sæll og þakkaðu Guði fyrir að ég sleppi þér — og kvabba minna en ekki neitt, því sést, bréfið má skoða sem hreinar tekjur eða valuta annammet! Konan og krakkarnir syngja þér Framtlbarskólinn Framhald af bls. 9. Auk turnanna rísa önnur virki upp af lægri hlutum byggingar framitíðar skólans. Eitt þessar,a verður sýninga- og tilraunastöðin, þar sem heyrnar- og sjónarefni og aðrir fræðsluþættir verða teknir u-pp. Þeir verða svo geymdir í rafmagns stöðinni, sem einnig kemur í stað skólasafns. Fræðslan verður geymd á segulböndum fremur en í bók- um, og þannig er hægt að komast að hvaða kafla hennar sem óskað er. Hvers kyns hljóð og skriflegt náms- efni verður leitt í kennslustofurnar eða vinn-us-toifúrnar. í byrj-unardeildinni fá forskóla og frumskóla-börn, 3—7 ára tæki-færi til áð venja-st þjóðfélaginu utan heimil- Tómsfundaiðja Þ arna verður stofnun, sem verður aLLt í senn minj-asafn, dýra- garður og grasgarður í smækkaðri mynd. öl'l fjölskyldan fær tækifæri til að taka þátt í tómstundaiðju í Heilsubótar- og líkamshreystistofn- unin-ni. Þar veiður íþróttavölMur, sem nota má í öilum veðrum, með hreytf- anlegu þaki, svo að hann getur ver- ið hvort sem vera vill, innivöllur eða útivöillur. Aðkomunemendur og kennarar frá öðrum ríkjum verða hýstir í Gesta- húsinu. Framtíðarskólinn verður ekiki að- eins skóli fyrir fólk frá bam-saldri til háisikólaaldurs, heldur einni-g menntastofnun fyrir fu-l'lorðna. Þar eð hugsanlegt er, að vinnuvikan í Bandaríkjunum um árið 2000 verði orðin talsvert styttri en hin núver- andi 40-stunda, flá fullorðnir meiri tomstundir en nú. Fræða-rar halda því fram, að fu-llorðið fól-k muni þá nota miklu meira af tómstundum sin- um sér til menntunar en nú er. Nútí-m-asikólar eru ekiki startfandi nema 8—9 kluikkustundir á dag, fimm d-aga vikunnar, en framtíðar- skólinn verður opinn allacn só-lar- hringinn og 52 vikur á ári. Hann hefur upp á að bjóða nám- skeið og nám-sefni, sérstaklega æt’lað til þess að búa námsfól-k undir þau viðfamgsefni, sem það mun þurfa áð takast á við, fullorðið. Til dæmis verða þarna námskeið um að keppa u-iij stöður, um ábyrgðina sem fjöl- Skyldufeður, og ábyrgð þeirra sem borgara til þess að styðja að góðri stjóm og heimsfriðinum. Hjálp við heimanám E f til vilil er nýstárlegas-ta námstaekið, s-em trúlegt er að nem- andi þurfi að nota eftir 36 ár, hin svo-ka-llaða ,,námskúla“ — ógagnsætt kúlulaga hyíki, 183 cm. að þvermáli, sem hæigt er að nota í heimahúsum við lest-ur í næði. Námskúlan verður með loftnetum, sem gerir nemand- anum kileift að taka við sýnil-egum og heyranlegum boðum, sem útvarp- að er frá tunglinu. Inni í kúlunni getur nemandinn stjórnað hita og lofti þar inni. Hjá-Lpartæki, sem hann getur hatft þar, eru kvi-k-m-yndasikerm ur, hljóðnemi, segulband til að taka upp og en-durtaka síðan munnleg boð, stereo-talarar, eyrna-heyrnartó-1, stjórntæki fyrir innbyggða reiknivél, Ijósnæmit skrifborð og hraðprentun- artæki, ritvélarlyklar og hreyÆanleg sæti. Gestir, sem hafa komið í Kénnslu- húsið á heimssýningunni í New York hafa séð sýnishorn af skóla fram- tíðarinnar, og eins þeim raifmagns- hjálpartæ'kjum, sem munu gera bylt- in-gu í námis og ke-nnslutækni á nó- lægri fnamtíð. Dr. James E. ALlen, fræðslu- stjóri New Yorkríkis, sagði nýlega: „Vi’ð vonu-m, að námstfóLk noti hærra stig sikynsemi si-nnir með færri hindr- unum af umhverfin-u, tilfimningun- um og sálarlífinu . . . Framtíðarskól- inn mun beinast meira rakleiitt að ein-staklin-gnum. Markmiðið er að laga kennsluna eftir honum, en ekki hann eftir kenn-slunni. . . Þegar er Ijóst, að framtíðars-kóiiinin verður raítæknilegt undraland, þar sem not- aðar verða reiknivélar, sjónvarp, persónuilegar námsstöð-var og mörg önnur undur tækninnar". Sanctus og Gloría. Kæra kveðju Hann- esi frænda þínum við tækifæri og öllu þínu húsi! Þinn sami Matt. P.s. Aumingja gamli Jónas á Hrafna- gili, datt í Djúpadalsá einn um nótt og fannst kafnaður um morguninn. Það voru hans laun úr landssjóði. [Hér er átt við föður Jónasar prófasts á Hrafna- gili]. Þrír íslenzkir dýrlingar Eftir lónas Guðlaugsson F riður milli kristninnar og heíðnu a-llsherjargoðanna í Reykjavik virðist hafa h-aldizt, og eins og sést hér að fram an sezt að margt kristinn-a manna í land námi Ingólfs Arn-arsonar, sem náði allt að Brynjudalsá. Fagur lifnaður Þorkels mána lögsögu- manns í Reykjavík verður etf til vil-1 skýrður út frá kristnum áhrifum sam- félagsins. Ásólfur, ábóti og einsetumaður, hefur verið kunnur maður v-egna kristilegs lífernis, af fö-stium og bænahaldi í þess- ari kristnu nýlendu íra og norrænna mann-a við sunnanverðan Faxaflóa. Hafa keltneskar mállýzkur ekki síður hljómað hér en norrænar, bækur, skrift og írsikur sagnaskáldskapur og ai.lar klerklegar menntir hafa þróazt innan u-m heldur fákunnandi norrænt fól-k. Þá verður haldið áfram með frásögn af Ásólfi alskik eftir Landnámabók: „En þá er Halidór son Illuga ins rauða bjó þar (Hólmi), þá vandist fjósakiona ein að þerra fætur sína á þúfu þeirri, er var á leiði Ásólfs. Hana dreymdi, að Ásólfur ávítaði hana um það, er hún þerrði fætur sína saiurga á húsi hans. SEINNI HLUTI En þá mun við sátt, segir hann, el þú segir Halldóri draum þinn. Hún sagði honum, o-g kvað hann ekki mark að því er koniur dreymdi og g-af e-kki giaum að. En er Hrólfur biskup fór brott úr Bæ, þar hann hafði búið um XIX ár, þá vom þar eftir munkar 3. Einn þeima dreymdi að Ásó'fur mælti við hann: Send þú hús-karl þinn til Halldórs að Hólmi og kaup að honum þúfu þá er á fjósgötu er og getf við mörk silfurs. Muinkurinn gerði svo. Húskarlinn g-at keypt þúfiuna og gróf síðan jörðina og hitti þar mannsbein. Hann tók þau upp og fór heim m-eð. Ina næstu nótt eftir dreymdi Hai'ldór, að Ásólfur kom að honum og kveðst bæði augu murndi út sprengja úr hausi honum, nema hann keypti bein hans slíku verði sem hann seldi. Halldór keypti bein Ásólfs og lét gera af tré- skrín o-g setja upp yfir altari. H-a-lldór sendi Illu-ga son sinai utan etftir kirkju- við. En er hann fór utan aftur, er hann kom milli Reykjaness og Snjófellsness, náði hann ei fyrir stýrimönn-um að taika 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.