Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Blaðsíða 12
Farþegar þurfa ekki að láta sé? leiHasi ■ ótt Islendingar ferðist mikið með flugvélum, hafa tiltölulega fáir 'haft kynni af hinni dýrlegu þjónustu og viðurgerningi, sem tíðkast á „lúxus farrými“ stóru þatnanna á löngum flugleiðum, Islenzkar flugvélar hafa aðeins svonefnt ferðamannafarrými í utanlandsflugi — og úti í hinum stóra heimi eru það lika tiltölulega flestir, sem ferðast á því farrými. En „lúxus- inn“ er fáanlegur í flestum stærri flugvélum þeirra flugfé'laga, sem ta'ka þátt í samkeppni á hinum alþjóðlega markaði. VenjuLega er „lúxus-farrýmið“ fremst í þotunni. Það er tiltölulega minna en hin farrýmin, sætin eru þar stærri og færri miðað við gólfflöt — og meira rúm er þar fyrir fætur far- þeganna. ÖU þessi atriði ásamt allri þjónustunni eru í samræmi við al- þjóðareglur, sem flugtfélögin hafa komið sér saman um innan IATA. En til þess að orðlengja þetta ekki skul- um við stíga um borð í DC-8 þotu frá United Airlines á Kennedy-flug- vellinum í New York. Við erum á „lúxus-farrými“ og ferðinni er heit- ið til San Francisco. Hér er ekki gengið út í rigninguna, eða rokið, heldur eftir yfirbyggðum, upphækkuðum gangi, sem er lagður rauðum dregli. Gangurinn, sem teyg- ir sig eins og fingur út úr afgreiðslu- byggingunni, er í sömu hæð og göEf flugvélarinnar, svo að ekki þarf að ganga upp tröppur eða stiga. i lugþernur taka á móti farþeg- unum og visa þeim til sætis. Hver farþegi hefur frátekið sæti, og er spjald með áletruðu nafni hvers og eins fest á stólba'kið, svo að flugþern- an getur ávarpað alla fariþega með nafni, meðan á fluginu stendur, án þess að þurfa að læra utanbókar, hvað bver og einn heitir. Hér er nefnilega lögð áherzla á að þóknast jafnvel hinum vandlátustu. Þegar þú ert seztur, spyr flugþern- an, hvort ekki megi færa þér inni- skó, svo að betur fari um þig á leið- inni — og þarna er gott að teygja úr sér eftir lýjandi ferð út á flugivöllinn í miklum hita. Sætin eru aðeins fjög- ur á breiddina miðað við sex á ferða- mannafarrými, þar af leiðandi breið- ari og þægilegri. Loftræstingarkerfið er í gangi og notalega svalt inni. Þeg- ar þú hafur fengið inniskóna, koma þernurnar með heyrnartæiki, til þess að þú getir hlustað á hljómlist, á meðan flugvélin er að fara á loft — og beðið er eftir hressingu. Tækið er ekki ósivipað hlustunartækjum lækna, tvær plastpípur sín í hvort eyra, en hinum endanum stingurðu í samiband við höfuðpúðann á stólibak- inu. Þú færð fallega litprentaða dag- skrá yfir það,sem úr er að velja. Með því að snúa snerli á stólbakinu, get- urðu valið um sex mismunandi teg- undir tónlistar, symfóniur, léfct lög, jazz, söngleiki, bamalög, einsöngs- lög o.sdrv. — og síðar, að málsverði loknum, bætist kvikanyndin við. Allt er þetta „stereo" — og það er ákaf- lega einkennilegt að þjóta á loft í að því er virðist hljó'ðlausri þotu, því að hljómlistin yfirgnæfir suðið í hreyfl- rið erum ekki fyrr komin á loft en farið er að bera farþegunum veit- ingar. Fyrir utan kokkteila eru á boð- stólum margar tegundir áfengis, sem framreiddar eru á sama hátt og í fyrsta fflokks veitingahúsd. — Og með hressingunni eru bornar litlar brauð- sneiðar með humri, osti, fleski og kalkún, mátulega heitt beint úr bök- unarofninum. Síðan kemur matseðillinn, og völ er á tvenns konar súpu, sem er fram- reidd ásarnt heitu brauði. Þá er komið með fcvenns konar salat — og síðan kemur nauitasteikin fyrir þá, sem hana höfðu pantað, þegar þeir keyptu farseðlana, kjúklingur fyrir þé, sem þann rétt vildu frekar. Herra Jón Jónsson, sem beðið hafði um sína steik miðlungs-steikta, fær það, sem hann vildi — og ferðafélagi hans, sem alltaf vill hafa sína steik vel steikta, tfaar einnig það, sem hann vill. Með þessu eru bornar nokkrar tegundir grænmetis og auð- vitað rauðvin, eða kampavín — eins og hverjum þóknast. Hér eru ekki þurrkur úr bréfi eða mataráhöld úr plasti. Þegar hjóla- borðið með kampavínsflöskunni í kældu keri er rennt aftur með sæta- röðinni, eru farþegarnir enn minntir á það, að þeir eru aðnjótandi þess hezta, sem almennir flugfanþegar eiga kost á nú á dögum. Samt munar það í raun og veru litlu peningalega, hvort fólk ferðast á „lúxus-fairými“ eða ferðamaxmafarrými. Frá New York til San Francisco kostar far- seðillinn sem svarar 6,248,00 krónum á ódýrasta farrými, en 6,928,00 á því dýrasta. Nú er komið með kökur og kaffi, súkkulaði og koníak. Um fjórar teg- undir af koníaki og líkjör er að velja — og flugþernurnar bjóða aftur og aftur, þar til þær eru orðnar full- vissar um, að aliir séu búnir að fá nægju sína. Ms mmZw,',;** i T £ o láltíðin hefur staðið í tvær og hálfa klukkustund, meira kaffi er boð ið, vindlar og vindiingar — og sterkari drykkir fyrir þá, sem þess óska. Við erum þá komnir vestur undir Kletta- fjöll, í 35,000 feta hæð — og þotan haggast ekki fremur en stolugólíið heima. Það er orðið nógu skuggsýnt til þess að hægt sé að setja kvikmynda- tjaldið upp, og við sjáum spennandi leynilögreglu-gamanmynd með Jaok Hawkins og fleiri þekktum „stjörn- um.“ Þeir, sem fylgjast vi'lja með myndinni, setja á sig heyrnartækin, aðrir leggja sig út af og blunda eftir góðan málsverð. Hér nýtur fólk kvi’kmyndarinnar jafnvel og í kvikmyndahúsi — eða betur, því að ólikt betur fer um áhorf endur hátt í lofti yfir skýjum hul- inni Salt Lake City en í þröngu sæti kvikmyndahússins — þar sem hattur frúarinnar eða Skalli eiginmannsins í sætinu fyrir framan er alltaf á iði, truflar og veldur gremju. Y ig eigum tæpa klukikustund eftir til San Francisco, þegar kvik- myndinni lýkur á því, að Jack Hawk- ins og allar hinar hetjurnar bjargast á síðustu stundu — svo að enn er tími fyrir smá kaffisopa. Flugþernan kem- ur svo með möppu með bréfseáni og póstkortum fyrir þá, sem áhuga hafa á að nota tímann vel og skrifa. Þeg- ar því er lokið, "hlusta farþegar gjarna á meiri hljómlist eða teygja úr sér og fá sér smáblund, áður en lent er eftir mjög þægilega ferð. Hér er klukkan þremur stundum á eftir New York- tímanum, sjö stundum á eftir klukk- unni 1 Reykjavík. Áður en við leysum sætisölarnar, bera flugþernurnar okk ur sjóðandi heitar, votar andlits- þurrkur — og eftir slíkt andlitsbað ■ eru allir eins og nýir menn. Miðað við verðmuninn á farrýmun- um er það í rauninni enginn „lúxus“ að leyfa sér slíka ferð ef fólk fer flug- leiðina á annað borð. — Og eftir því sem samgöngurnar aukast í loftinu, vilja fleiri og fleiri njóta ferðarinn- ar á þennan hátt. Margir segjast fara flugleiðis, þegar þeir þurfa að flýta sér — en sjöleiðina til þess að njóta þess að ferðast. Á þetta einkum við ■hér á Atlantshafi, því að það er hæpið fyrirtæki að fara sjöleiðina milli New York og San Francisco. En þeir, sem ekki njöta ferðalagsins á „lúxus-far- rými“ í þotu, ættu eingöngu að stunda sjóinn — og forðast flugvélar. — h. Að sjá 1 myrkri Framhald aí bls. 8 skerminum, sem öfug mynd af hlutn- um. Hin kraftmiklu elektrón koma skerminum til að gefa frá sér birtu í mynd hlutarins, en með miklu meira afli en birtuna, sem kom uppruna- lega frá hlutnum. M argir og mismunandi magnar- ar eru í notkun eða þá á tilraunastig- inu, hver sínu hlutverki ætlaður. 1 læknisfræðinni hafa magnara- pípur aukið öryggi flúóróskópvéla. Þær hafa gert það kleift að minnka geislunarhættu sjúklingsins niður í þrítugasta hluta þess, sem áður var. Og x-geisla kvikmyndun mundi verða næstum óhugsandi án mynd- magnara. Þessar uppfinningar hafa verið notaðar á margvíslegan hátt í kjarn- orkurannsóknum. Vísindamenn, sem vinna við agna-hraðaaukara, hafa get að fundið örlitlar leifar af birtu, sem verða eftir af kjarnaögnum, þegar þær fara gegn um vissa krystalla. Önnur not þessa í eðlisfræðinni er athugun á breytingum á krafti agn- anna í agnageislunum, þegar þeir koma úr hraðaaukurunum. Þannig geta vísdndamennirnir fræðzt meira um áhrif geisla hinna ýmsu mynda segulpólanna, sem umlykja hraðaauk- ana. Kikj ar hafa verið framleiddir af Bandaríkjahernum, sem geta gert hermönnum það kleift að aka öku- tækjum á venjulegum hraða við hina daufu birtu stjarnanna. Sjónaukarn- ir, sem eru settir á augun svipað gleraugum hafa inni að halda magn- arapípur, sem geta gert hluti 80 þús. sinnum bjartari. í stjörnufræðinni geta svona magn- arapípur gert það mögulegt að taka stjornuljósmyndir gegn um kíkja, á 1/50 af lýsingartíma móti þeim, sem þarf við ljósmyndaplötur einar. Stjörnufræðingar eru að gera til- raunir með áhöld, sem geta greint stjörnur 1000—100000 sinnum dimm- ari, en nú er hægt að ná myndum af, magnaralaust. Sé þessi tækni við- höfð, er kíkinum beint á svæði á himninum, þar sem ekkert er að sjá. Eftir lýsingu í allt að þrjár klukku- stundir og með því að nota málm- oxýd í myndarræmu stað, er mögu- legt að finna óþekkta himinlíkamk Málmoxýdið safnar myndinni, svipað og geymir rafmagni, sem seinna er hægt að sjá með því að leita að því ,með elektrónageisla. ir etta eru nokkur hinna víðtæku núverandi og tilvonandi nota af myndmögnurum, við að hjálpa mann inum til að sjá í myrkri. Möguleik- arnir eru svo miklir, að kettir og uglur mættu öfunda okkur af að hafa farið fram úr þeim með alla þeirra meðfæddu hæfileika. Vel að merkja, ef kettirnir og uglurnar skyldu einhverntíma öðlast þann hæfi leika mannsins að geta öfundað. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 29. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.