Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 2
Síðastliðin þrjú og hálft ár, síðan William Faulkner lézt 6. júlí 1962, hafa bandarískir bókmenntagagnrýnendur verið önn- um kafnir við að kanna raðir skáld- sagnahöfunda og ljóðskálda í því skyni að finna helzta núlifandi höf- und bandarísku þjóðarinnar. Faulkner var almennt talinn skipa þann sess, og á undan honum Ern- est Hemingway. Ein leið til að kom- ast eftir því, hver mundi nú koma til greina í heiðurssætið, er sú að athuga hvaða höfunda menntaæskan les, því bæði hefur hún betri bók- menntasmekk en almennt gerist, og svo er hins að gæta, að úr röð- um menntaæskunnar koma rithöf- undar, bókmenntaprófessorar og gagnrýnendur framtíðarinnar. Gagnrýnendur, sem helzt höfðu haft augastað á mönnum eins og Robert Lowell, Saul Bellow og Nor- "'man Mailer, urðu því ekki lítið undrandi, þegar gerð var óformleg könnun meðal ensku-stúdenta við þrjá af frægustu háskólum Banda- ríkjanna fyrir nokkrum vikum og í Ijós kom, að vinsælasti höfundur þessara menntamanna var 24 ára gamall þjóðlagahöfundur, ljóðskáld og söngvari að nafni Bob Dylan. B ob Dylan er að því leyti frá- brugðinn ofangreindum „keppinautum“ sínum, að hann er svo til óþekktur meðal lesenda alvarlegra bókmennta- tímarita. En söngvar hans, sem eru fyrst og fremst þjóðfélagádeila og persónuleg mótmæli, finna ótvíræðan hljómgrunn meðal menntaæskunnar. Einn stúdent- anna við Brown University komst svo að orði: ,,Við kærum okkur kollótta um „lífskvíða“ Moses Herzogs (sem er sögu- hetja Bellows) og einkadraumóra Nor- mans Mailers. Það sem varðar okkur mestu er hættan á kjarnorkustríði, mannréttindabaráttan og sívaxandi plága óráðvendni, hugleysis og hræsni hér í Bandaríkjunum, sérstaklega meðal ráðamanna í Washington, og Bob Dylan er eini bandaríski höfundurinn sem fjallar um þessi efni þannig að nokkurt vit sé í. Og jafnframt finnst okkur að söngvar hans hafi mikið bókmennta- gildi sem nútímaljóðlist. Ef satt skal segja finnst okkur einn af söngvum hans, eins og t.d. „A Hard Rain’s Gonna Fall“, miklu athyglisverðari, bæði frá bók i. menntalegu og þjóðfélagslegu sjónar- miði, heldur en heil bók af Pulitzer- verðlaunakvæðum eftir skáld eins og Robert Lowell.“ Hér er rétt að taka fram, að ekki voru allir stúdentarnir á sama máli um verð- leika Dylans, og fannst sumum þeirra fjarstætt að taka verk hans alvarlega. S é það rétt að Bob Dylan sé að verða mikilsháttar bókmenntanafn í Bandarikjunum, má segja að hann hafi sigrað á þrennum vígstöðvum. Hann er þegar meðal fremstu þjóðlagasöngvara vestan hafs ,og jafnframt er hann orð- inn eitt helzta átrúnaðargoð táninganna fyrir sérkennilega söngva, sem eru sam- biand af þjóðlögum og rokk-lögum. Meðal þeirra eru „Positively 4th Street“ og „Like a Rolling Stone“, og hafa báðir þessir söngvar slagað upp í ensku bítlana á vinsældalistum táninga. Hreinræktaðir þjóðlagasöngvarar gera lítið úr þessari „nýjung" Dylans, en hann svarar því bara til, að hér sé einungis um að ræða tónlist, hvorki meira né minna. í klæðaburði og framgöngu semur Bob Dylan sig mjög að háttum táning- anna, sem tilbiðja hann og bítlana. Hann gengur í kúrekastígvélum, galla- buxum, kryppluðum vinnuskyrtum, er með dökk sólgleraugu og mikinn makka af úfnu hári. Hann er grannholda, fölur og veiklulegur. Einhver hefur komizt svo að orði, að hann líkist einna helzt samblandi af Harpo Marx, Carol Burnett og Beethoven á yngri árum. f>egar hann flytur ljóð sín leikur hann venjulega undir á gítar, en milli söngva leikur hann gjarna á munnhörpu, sem hann ber í þartilgerðum útbúnaði um háls- inn, Oft er því líkast sem Dylan urri söngva sína fremur en syngi þá,enda á sá flutningur oft ágætlega við inni- haldið. ob Dylan fæddist í Duluth í Minnesota 29. maí 1941 og ólst upp í Hibbing og eftir sex mánaða slæpings- lægt kanadísku landamærunum. Faðir hans var lyfsali. Dylan dvaldist að mestu í Hibbing fram til 18 ára aldurs og hét þá raunar Bob Zimmerman, en hann breytti eftirnafni sínu vegna aðdáunar 4 hinu fræga welska Ijóðskáldi Dylan Xho'mas. Bob fór fyrst frá Hibbing 10 ára gam- ah og þá alla leið til Chicago, þar sem hann komst yfir fyrsta gítarinn og lærði að leika á hann af sjálfsdáðum. Fimmtán ára gamall var hann líka bú- inn að læra á munnhörpu og sitar og tekinn til við að syngja þjóðlög. Hann var meira að segja búinn að semja eitt lag í þeim stíl sjálfur og hafði tileinkað það Brigitte B.ardot. Að loknu námi við menntaskólann í Hibbing og eftir sex mánaða slæpings- hátt í Minnesota-háskóla lagði Dylan land undir fót og flæktist um sem far- andsöngvari. Fyrstu þrjú árin var hann á ferli milli New Mexieo, Wyoming og South Dakota, en hélt til austurstrand- arinnar haustið 1960 til að heimsækja hinn gamalkunna þjóðlagasöngvara Woody Guthrie, sem þá lá þungt hald- inn á sjúkrahúsi í New Jersey. Guthrie hafði djúptæk áhrif á Dylan, bæði sem skáld, söngvara og hugsuð, S nemma árs 1961 kom Dylan fyrst fram opinberlega í New York á hinum fræga stað Gerde’s Folk City við fjórða gtræti í Greenwich Village, höfuðstöðv- um bandarískra þjóðlagasöngvara, og er ekki að Orðlengja það, að hann lagði staðinn undir sig með sérkennilegum hálfskoplegum blues-söngvum, sem hann mælti fram fremur en söng. Hann var brátt önnum kafinn við að semjg nýja tegund söngva, þar sem hann réðst harkalega gegn hernaðaranda og félagslegu misrétti. Meðal söngva frá þessu skeiði má nefna „Masters of War“, „God Is On Our Side“, „The Lonesome Death of Hattie Carroll", „The Ballad of Hollis Brown“ og „Who Killed Davey Moore?“. Árið 1962 samdi Dylan „Blowin’ in the Wind“, sem varð bar- áttusöngur mannréttindahreyfingarinnar og gerði höfundinn frægan um gervöll Bandaríkin. Þegar haustið 1961 hafði „Columbia Records“ sent á markaðinn hljómplötu, sem einungis bar heitið „Bob Dylan“ og varð strax ákaflega vinsæl. Síðan hafa komið út fimm stórar plötur með söngv- um hans, og hafa þær allar notið mikilla vinsælda. Jafnframt hefur hann sungið fyrir sneisafullum sölum áheyrenda í hljómleikahöllum um gervöll Banda- ríkin og haldið nokkra hljómleika, þar sem einungis voru seld stæði, í Carnegie Hall, Lincoln Center og Town Hall í New York. S egja má að á síðustu tveimur ár- um hafi söngvar Dylans valdið algerri byltingu í dægurlagatónlist Bandaríkj- anna. Þeir hafa verið fluttir af frægum söngvurum eins og Joan Baez, Odetta, Judy Collins, Pete Seeger, Peter, Paul og Mary, Sonny og Cher, the Byrds og the Turtles. „Þangað til Bob Dylan kom fram, voru öll vinsælustu lögin sykur- sætir táninga-kveinstafir um óhamingju- samar ástir í menntaskóla“, sagði starfs- maður hljómplötufyrirtækis ekki alls fyrir löngu. „En nú eru vinsælustu lög- in í ótrúlega ríkum mæli um efni eins og styrjaldir, utanríkisstefnu og fátækt. Dylan hleypti þessu öllu af stað með „Masters of War“ og „Blowin’ in the Wind“, og nú eru stælendur hans farnir að gera sér mat úr því með söngvum eins og „Eve of Destruction", „Home of the Brave“ og „We Gotta Get Out of This Place“. Þegar á allt er litið hefur Dylan átt verulegan þátt í þeim furðu- lega áhuga sem yngri kynslóðin hefur nú á vandamálum eins og mannréttinda- baráttunni og Vietnam-stríðinu. Ef satt skal segja hefur hann sennilega haft meiri bein áhrif á það sem er að gerast meðal æskulýðs Bandaríkjanna nú —• mótmælagöngur, áskoranir o.s.frv. —• en nokkur annar einstaklingur í land- inu“. Frægð Dylans byggist meir á hæfileik- um hans sem söngvari og ljóðskáld en tónskáld, því lög hans eru yfirleitt held- u>- venjuleg og mjög keimlik ýmsu sem áður var samið, þó þau blandi saman á nýstárlegan hátt negrasöngvum og sveitasöngvum. Tónlistargagnrýnandinn Robert Shelton hefur sagt: „Dylan brýt- ur allar reglur sönglagasmiða nema þá að hafa eitthvað að segja og segja það rneð eftirminnilegum hætti.“ Þó mörg af ljóðum Dylans séu ein- föld og auðskilin, á hann furðumarga strengi í ljóðhörpu sinni, og hann er ekki allur þar sem hann er séður. Sum ljóð hans eru í stíl hefðbundinna ljóð- rænna þjóðvísna, önnur minna á hundr- að ára gamlar þjóðvísur frá Kentucky („Girl of the North Country“), og í enn öðrum blandar hann saman tækni þjóð- vísunnar og nútímaljóðlistar. ósjaldan minnir hann á W. H. Auden eins og hann orti á yngri árum. Þó Dylan sé í ytra tilliti glannalegur táningur, er hann ótrúlega næmur, skynsamur, vel lesinn og skarpur gagnrýnir. Hann er vel heima í enskri ljóðlist, bæði eldri og yngri. Kannski eiga vinsældir Dylans meðal yngri kynslóðarinnar og meðal vaxandi fjölda miðaldra fólks rætur sínar að rekja til þess, að hann gefur dauðann í öli yfirvöld og er ómyrkur í máli um spillta, skammsýna og eigingjarna vald- hafa. Hann er rödd þess vaxandi fjölda ungmenna víða um heim, sem misst hef- ur trúna á eldri kynslóðina og þá menn sem nú stjórna heiminum. Kom sú óá- nægja m.a. mjög greinilega fram á al- þjóðaráðstefnu æskumanna, sem Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna (FAO) boðaði til í Róm á liðnu hausti í sambandi við Herferð gegn hungri. FramKv.sij.: Sigías Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicur. Matthias Johannessexi. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garöar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgeíandi: H.f. Arvakur. Reykjavnc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.