Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Blaðsíða 5
I í Eins og lcunnugt er hafa frum- stœðir menn einatt trú á íbúandi krafti og töframœtti tiltekinna fyr- irbœra í náttúru eða mannlífi, ótt- ast þau og tilbiðja. Meðal þess sem margar frumstœðar þjóðir bera óttablandna virðingu fyrir er hið prentaða orð, sem talið er búa yfir guðdómlegum kynngikrafti. Marg- ir íslendingar virðast hafa ekki ó- svipaða afstöðu til prentaðs máls. Það sem sagt er á prenti vekur þeim ósjaldan ógn eða trúarkennda hneylcslun, af því þeir óttast töfra- mátt prentaða málsins, þó sömu hlutir þyki tiltölulega ósaknæmir þegar þeir eru sagðir manna á ' milli. ra Þeir sem hafa þessa tröllatrú á töframœtti prentaðs máls eru haldnir leyndri eða Ijósri vantrú á dómgreind hins almenna lesanda, Mog eru í \ þeirra hópi ýmsir sem fást við „að móta skoðan- ir almenn- ings“, eins og það er orðað. Þessir menn eru oft furðulega við- kvœmir fyrir því sem aðrir segja á prenti, og er það sennilega nátengt algerlega ó- raunhœfu mati á eigin áhrifavaldi. Sannleikurinn er sá, að þeir sem fást við „skoðanamótun“ í rit- stjórnargreinum íslenzkra dag- blaða hafa ákaflega lítil áhrif, ein- faldlega vegna þess að leiðaraskrif hérlendis eru máttlaus og lágkúru- leg. Hér er sárasjaldan fjallað um þjóðmál á rökfastan hátt með skír- skotun til venjulegfar heilbrigðrar skynsemi, helcftir jafnaðarlega í einhverjum annarlegum heittrúar- tóni, sem er að því skapi hvim- leiður sem sannfœringarkrafturinn er oft harla bágborinn. íslenzk leiðaraskrif einkennast af dægur- þrasi, hentistefnu og furðulegum skorti á stœrra samhengi. Út frá því virðist alls ekki gengið, að það Sem sagt er í dag verði að stand- ast próf reynslunnar að mánuði liðnum. Þar við bœtist svo kauða- legur ritháttur, stílleysi og hug- myndafátœkt. Kannski veldur það einhverju um lágkúruna, að íslenzkir stjórn- I málaritstjórar liafa flestir leiðara- skrifin í hjáverkum og sinna öðr- um tímafrekum verkefnum jafn- framt. Þetta held ég sé mjög ó- heppilegt frá sjónarmiði „málstað- arins“. Ritstjórar dagblaða œttu alls ekki að sinna öðru en skrifum sínum, ef þeir taka þau alvarlega, því það er œrið verkefni hverjum meðalmanni að segja eitthvað af viti um þjóðmálin annan hvern dag, að ekki sé minnzt á þá sem verða að skrifa daglega. s-a-m. ! W. Somerset Maugham Eftir V. S. Prifchett Brezki rithöfundurinn William Somerset Maugham lézt í des- emher á tíræðisaldri. Meðfylgj- andi grein eftir hinn kunna brezka skáldsagnahöfund og gagnrýnanda V.S. Pritchett hirt- ist árið 1953, þegar Maugham stóð á hátindi frægðar sinnar. Enginn núlifandi enskur skáldsagnahöfundur er les- endum sínum jafnkunnur og Willi- am Somerset Maugham. Hann hef- ur komið fram persónulega, hikandi en þó djarfur, stuttorður en þó gagnorður, sem málsvari sagna sinna í kvikmyndum. Hann hefur á sinn sérstæða og frumlega hátt ver- ið „stjarnan“ í myndunum, og er það næstum einsdæmi um mann sem er aðeins rithöfundur. Og eins og allir vita sem einhver skipti hafa átt við kvikmyndafélög hefur hann ekki aðeins þrengt sér inn á þau og sigrað þau gegn vilja þeirra- Maugham hefur, með næstum ó- hugnanlegum næmleik sínum á það sem ræður velgengni og vin- sældum, gert innrás í ríki þeirra og staðið þar með pálmann í höndun- um, eins og fjárhættuspilari sem fundið hefur óskeikula aðferð til vinnings við lukkuhjólið. En hverskonar maður er það sem við höfum séð? Öldungur, vissulega, en þó magnaður vilja og hvikulli taugaorku. Smávaxinn, þurr, einhver háþróuð vera sem lifir í upplýstu fiskabúri, er hún hefur sjálf gert sér. Andlitið er á ein- hvern hátt ómennskt. Stór munnur teygir sig aftur með kjálkunum, hakan upphafin í vörn þess sem hefur verið slegmn eða hlotið sár. Munnurinn gæti vitnað um þorsta, en vekur þó fremur hugboð um ævilanga þjáningu. Hann stamar örlítið — en það er rit- höfundi mikil vörn. Það hefur gert hann að hlustanda og kennt honum að þroska með sér hnitmiðaða, beinskeytta og óhátíðlega samræðulist; röddin er sterk, mjúk, dálítið kverkmælt, góð- látleg og gælin. Og yfir þetta er steypt heims- manninum, með þeim votti af lífsleiða sem honum fylgir og náttúrlegu stolti yfir sjálfsöryggi sínu. Hann er þolin- móður, kænn, háðskur, kurteis. Hann hrósar samtíðarmönnum sínum, en það er ekki vandséð að hann gerir sér ekki háar hugmyndir um þá. Hann hælir sér af að þekkja sjálfan sig. Hér skal tilfærð stutt sjálfslýsing: „Ég held ekki ég öfundi nemn. Ég öfundast ekki yfir velgengni annarra. Ég er reiðubúinn að vikja úr því sæti sem ég hef skipað svo lengi og láta öðrum það eftir. Ég læt mér orðið á sama standa hvað aðrir hugsa um mig. Ég gleðst dálitið yfir velþóknun þeirra, en vanþóknun þeirra lætur mig ósnortinn. Ég hef lengi vitað að það er eitthvað í mér sem vekur and- úð vissra manna; mér finnst það einkar eðlilegt, engum getur geðjazt að öllum; og andúð þeirra raskar ekki ró minni, vekur miklu fremur áhuga minn. Mér leikur forvitni á að vita hvað það er í mér sem er þeim ógeðfellt. Ekki læt ég mig heldur neinu skipta hvaða álit þeir hafa á mér sem rithöfundi. Ég hef að flestu leyti náð því marki sem ég setti mér, og annað kemur mér ekki við.“ Hann hefur verið furðulega örlátur í garð æskunnar. Hann er eini rithöf- undur sinnar kynslóðar sem gert hefur sér grein fyrir því að yngsta skálda- kynslóðin hefur alizt upp í miklu þrengri heimi en sú sem hann ólst upp í fyrir aldamótin, og hann hefur gef- ið gildan sjóð til að veita ungum rit- höfundum ferða- og námsstyrki. Ferðalög hafa verið honum eitt og allt. Þau hafa fært honum þá þekkingu á heiminum sem hann metur mest. Hann telur að það hafi háð ungum, enskum rithöfundum hve lítið þeir hafa getað ferðazt. ó að Maugham sé einkar aðlað- andi, kurteis og gestrisinn og hafi yndi af félagsskap ber heimsókn til hans svo- lítinn keim af vitjun til læknis eða lög- fræðings, sem hlustar á mál gestsins, vegur það og metur; enda á hann til merkra lögfræðinga að telja — bróðir hans var innsiglisvörður og sjálfur hef- ur hann verið læknir. Þessar starfs- greinar hafa mótað huga hans, þær hafa gefið honum annars vegar ást lögfræð- mgsins á nákvæmni og því sem á máli lögfræðinnar nefnist ,,pottþétt“ mál, og hms vegar þekkingu læknisins á því sem fágætt er og sérstætt, á kjarna málsins, nöktum og ófegruðum. Það er bæði styrkur hans og veik- leiki sem rithöfundar að skáldsögur hans, smásögur og leikrit eru alltaf „pottþétt". Aðeins ein af bókum hans, sú bókin sem hann hefur gefið mest af sjálfum sér, í fjötrum, er ekki „pott- þétt“; þar blandast saman ógeðfelldar persónulegar játningar og tregablandn- ar óskir. í þessari bók gefur hann högg- stað á sér, og kannski er það einmitt þess vegna sem hún er enn í fullu gildi. Maugham hefur alla tíð haft mikinn áhuga á sjálfum sér og verið á verði um stöðu sína. Hann hefur lýst lífi sínu og meginatburðum æsku- og fyrstu manndómsáranna mjög ítarlega, eins og hann væri að semja sín eigin eftir- mæli. Nokkrar mikilvægar staðreynd- ir koma þar fram. Fyrstu árin var hann alinn upp í Frakklandi, og varð fransk- an því móðurmál hans. Fyrsta áfallinu varð hann fyrir í bernsku þegar hann missti báða foreldra sína og var send- ur heim til Englands þar sem hann ólst upp við þurran aga á fábreytilegu sveitaheimili. Auðfundið er að þar liggja rætur þeirrar fyrirlitningar og bitru hæðni sem seinna breyttist í kald- hyggju og efagirni. S jálfshæðni bregður tíðum fyrir- hjá Maugham; eitt sinn þegar sá gáll- inn var á honum skrifaði hann: „Með því að ég hef aldrei kynnzt þeim grundvallargeðshræringum sem heil- bngðum mönnum eru gefnar, er þess ekki að vænta að verk mín h’afi til að bera þann innileik, þá mannlegu sam- kennd og þá dýrlegu heiðríkju sem einkennir verk hinna miklu meistara". Þetta er fjarri því að vera nákvæmt mat — það sem hann hefur raunveru- lega skort er ríkt ímyndunarafl og skáldlegt hugarflug — því að hann get- William Somerset Maugham 9. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.